Morgunblaðið - 08.03.2008, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.03.2008, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Vallarheiði | „Ég hef trú á þessu svæði. Það hefur verið verkefni okkar Suðurnesjamanna að taka á hlutunum með bjartsýni. Það var sorglegt að sjá hverfið fara í eyði þegar varnarliðið fór en núna er þetta komið í gott horf. Og það er varanlegt, ekki vofir lengur yfir að starfsemin hverfi í burtu einn góð- an veðurdag, eins og var með her- inn,“ segir Ingólfur Karlsson, veit- ingamaður í Langbest í Keflavík. Hann og kona hans, Helena Guð- jónsdóttir, hafa tekið á leigu hús- næði á Vallarheiði og opna þar veitinga- og kaffihús í maí. Ingólfur gerði í gær samning um aðstöðuna við Háskólavelli sem eiga húsnæðið og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Litið er á uppbyggingu staðarins sem þróun- arverkefni sem þessir aðilar standa að. Framkvæmdir við að lagfæra húsnæðið eru að hefjast. Gróska á Suðurnesjum Veitinga- og kaffihúsið verður í þjónustubyggingu sem áður hýsti aðal skyndibitastað vallarins. Margir þekkja hann undir heitinu Wendýs, eða Viking sem er enn eldra heiti, en síðustu ár varn- arliðsins var hann rekinn undir merkjum Subway og Taco Bell. Í sama húsi er Samkaup með versl- un og ýmis önnur þjónusta er fyr- irhuguð. Þetta verður um 100 manna veitingastaður, skyndibita- staður í hæsta gæðaflokki, eins og Ingólfur tekur til orða, eins og Langbest við Hafnargötuna í Keflavík sem Ingólfur og Helena hafa rekið í ellefu ár. Þau eru með vínveitingaleyfi. Kaffihúsið er nýj- ung í þeirra rekstri. Það opnar fyrr á morgnana og lokar seinna á kvöldin en veitingastaðurinn. Ingólfur segist ráðast í útvíkkun rekstrarins til þess að þjóna ört vaxandi samfélagi á Vallarheiði en einnig telur hann að það vanti veitingastað af þessu tagi á Suð- urnesin. Langbest við Hafnargöt- una hefur sprengt utan af sér hús- næðið og verður hluti starf- seminnar fluttur á nýja staðinn, til dæmis heimsendingarþjónustan. Telur Ingólfur nýja staðinn ágæt- lega staðsettan gagnvart nýju hverfunum í Reykjanesbæ. Spurður um tækifærin vekur Ingólfur athygli á því að íbúum Suðurnesja fjölgi ört. Þar hafi ver- ið mesta fólksfjölgun á öllu landinu á síðasta ári. Íbúar háskólahverf- isins á Vallarheiði eru nú um eitt þúsund og fer fjölgandi. Að sögn Ingólfs er reiknað með að þeir verði orðnir sautján hundruð í haust. Þá segir hann mikla grósku framundan svo sem vegna upp- byggingar á netþjónabúi og öðrum verkefnum á Keflavíkurflugvelli og álveri í Helguvík. Það sé því full þörf á því að auka við þjónustuna við íbúana. Hef trú á þessu svæði Veitingastaður Þjónustukjarni fyrir háskólahverfið er í húsi sem áður hýsti sömu starfsemi í þágu varnarliðsins og starfsmanna þess. Langbest opnar veitinga- og kaffi- hús á Vallarheiði Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Færa út kvíarnar Ingólfur Karls- son og Helena Guðjónsdóttir. Reykjanesbær | Fimmtíu ár eru lið- in frá stofnun Bæjar- og héraðs- bókasafns Keflavíkur sem varð síð- ar hluti af Bókasafni Reykjanes- bæjar. Lestrarfélög voru stofnuð í sveit- arfélögunum á Suðurnesjum í byrj- un tuttugustu aldar. Eftir að lög um almenningsbókasöfn voru sam- þykkt 1955 hélt Lestrarfélagið í Höfnum áfram starfsemi sinni en Bóksafn Njarðvíkur var stofnað 1956 og Bæjar- og héraðsbókasafn Keflavíkur formlega opnað 7. mars 1958. Þegar sveitarfélögin voru sameinuð 1994 sameinuðust söfnin undir merkjum Bókasafns Reykja- nesbæjar. Göngugata Bókasafn Reykjanesbæjar er til húsa í Kjarna við Hafnargötu. Fimmtíu ára bókasafn Reykjanesbær | Sýningu Daða Guð- björnssonar listmálara, Dans ele- mentanna, í Listasafni Reykjanes- bæjar lýkur á morgun. Sýningin hefur verið vel sótt. Í dag opnar Sól- veig Dagmar Þórisdóttir sýninguna För hersins í Bíósal Duushúsa. Daði verður með leiðsögn fyrir al- menning um sýninguna í dag, laug- ardag, klukkan 14.30. Guðbjörn Guð- björnsson söngvari, bróðir Daða, syngur nokkur lög við undirleik Ragnheiðar Skúladóttur. Sýning Sólveigar Dagmarar Þór- isdóttur var fyrst opnuð í Þjóðarbók- hlöðunni og stóð þar í rúman mánuð. Sýndar eru ljósmyndir frá varnar- svæðinu, bæði gamlar og nýjar. Þá gefst gestum kostur á að tjá sig með málningu á striga. Sá þáttur vakti mikla athygli í Þjóðmenningarhús- inu. Við opnunina mun Sólveig segja frá sýningunni í Reykjavík og hvern- ig til tókst með hana. Sýningin er haldin í samvinnu við Byggðasafn Reykjanesbæjar. „För hersins“ opnuð í Bíósal Duushúsa SUÐURNES BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur ákveðið að auglýsa að nýju deiliskipu- lagstillögu, með endurbættum gögn- um, um fyrirhugað akstursíþrótta- og skotsvæði í Glerárdal. Bæjarstjórinn segir tillöguna snú- ast um að skilgreina svæði fyrir þær fjölmörgu íþróttagreinar sem nú þeg- ar eru þar stundaðar og hafa haft að- stöðu á bráðabirgðaleyfum. Alls bárust 37 athugasemdir við deiliskipulagstillöguna sem auglýst var í haust, m.a. varðandi hljóð- mengun og að starfsemin væri óæski- leg á milli tveggja hesthúsahverfa. Svæðið sem um ræðir hefur til margra ára verið notað til ýmissa at- hafna, s.s. torfæruaksturs, motocross og annars aksturs, „án þess að hægt hafi verið að hafa fullnægjandi stjórn á umferð um svæðið. Auk þess er það illa útlítandi eftir efnistöku og annað jarðrask til margra ára og án efa kemur töluvert af því ryki sem veldur svifryksmengun hér á Akureyri frá þessu svæði. Það er því mikilvægt að ganga frá því, græða svæði upp og skipuleggja til annarra nota,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir bæj- arstjóri. „Meginmarkmið tillögunnar snýr að öryggismálum, m.a. gagnvart hestamönnum, en með þessu verður hægt að stjórna þeirri umferð sem þarna er og afmarka hana innan lok- aðs, afgirts svæðis til þess að forðast hugsanleg slys og hagsmuna- árekstra.“ Um 70% starfseminnar fara fram í svokölluðu akstursgerði, að sögn Sig- rúnar Bjarkar, en þar verður kvart- mílubraut og aðstaða fyrir öku- kennslu. Hún segir að settar verði upp hljóðmanir sem eigi að draga úr hávaða og ónæði af akstri. „Hér á landi er ekki að finna í reglugerðum sérstakar kröfur um leyfilegt hljóð- stig frá aksturs- og skotsvæðum ólíkt því sem gerist í nágrannalöndunum. Við höfum því stuðst við sænskar og danskar reglugerðir í þessum efnum sem eru mjög ítarlegar og mun strangari en þær íslensku.“ Sigrún segir reiðleiðina á milli hverfanna verða færða í samráði við hestamenn „en hugmyndum er varp- að fram í deiliskipulagstillögunni til þess að koma til móts við at- hugasemdir, m.a. vegna örygg- iskrafna,“ segir Sigrún Björk. Deiliskipulagstil- laga auglýst að nýju FJÖLSMIÐJAN, vinnusetur fyrir ungt fólk sem stendur á krossgötum í lífinu, hefur starfsemi á Akureyri í dag. Hún er til húsa á Óseyri 1A, þar sem Trésmiðjan Alfa var áður og Trésmiðjan Þór á árum áður. Opið hús verður í Fjölsmiðjunni í dag frá kl. 11.00 til 16.00 og eru allir vel- komnir. Erlingur Kristjánsson, forstöðu- maður Fjölsmiðjunnar á Akureyri, segir að þar gefist ungu fólki á aldr- inum 16-24 ára tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám. „Fjölsmiðjan leitast við að bjóða fjölbreytni í vinnu og auðvelda nemum að taka ákvörð- un um framtíð sína að lokinni starfs- þjálfun. Við leggjum áherslu á að þeir nemar sem hafa verið við störf í Fjölsmiðjunni fari þaðan sem sterk- ari einstaklingar félagslega og náms- lega og hæfari fyrir vinnumarkað- inn. Það er því ætlunin að vera í góðum tengslum við skóla og vinnu- markað til að aðstoða nemana við að velja sér leiðir í lífinu,“ segir Erling- ur í samtali við Morgunblaðið. Starfsemi Fjölsmiðjunnar við Ós- eyri verður aðallega þríþætt. Í fyrsta lagi verður starfrækt verslun með notuð húsgögn og húsbúnað, með sama sniði og í Góða hirðinum í Reykjavík, í öðru lagi verður boðið upp á bílaþvott fyrir einstaklinga og fyrirtæki og síðast en ekki síst verð- ur eldhús og mötuneyti á staðnum. „Einnig tökum við að okkur marg- vísleg verkefni fyrir fyrirtæki og fé- lög,“ segir Erlingur. Hann segir fulla þörf á starfsemi eins og þessari á Ak- ureyri því um 50 ungmenni í bænum séu nú á atvinnuleysisskrá, en störf verða í boði fyrir 15-20 á staðnum. Fjölsmiðjan var stofnuð síðastliðið sumar að fyrirmynd Fjölsmiðjunnar í Kópavogi sem hefur verið starf- rækt síðan 2001 með frábærum ár- angri, að sögn Erlings. Þar er við stjórnvölinn Þorbjörn Jensson, fyrr- verandi landsliðsmaður og landsliðs- þjálfari í handbolta, og Erlingur er sjálfur gamall handboltakappi, bæði leikmaður og þjálfari, eins og margir vita. Leiðbeinendur á Akureyri eru þrír. Stofnendur fyrirtækisins á Akur- eyri eru Rauði krossinn, Akureyrar- bær, Vinnumálastofnun, Eining-Iðja og Félag verslunar- og skrifstofu- fólks á Akureyri og nágrenni. Stjórn Fjölsmiðjunnar er skipuð fulltrúum þessara aðila. Fyrir ungt fólk á krossgötum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stjórnar Erlingur Kristjánsson er forstöðumaður Fjölsmiðjunnar. Starfsemi Fjöl- smiðjunnar hefst á Akureyri í dag STJÓRN Akureyrarstofu skorar á borgarstjórn Reykjavíkur að finna Iceland Express aðstöðu á Reykja- víkurflugvelli. Stjórnin fjallaði í vikunni um áform félagsins um áætlunarflug á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Gerð var svohljóðandi bókun: „Stjórn Akureyrarstofu fagnar þeim áformum Iceland Express að hefja áætlunarflug milli Reykjavík- ur og Akureyrar og yfirlýsingu fé- lagsins um möguleika á ódýrari far- gjöldum en þeim sem nú eru í boði. Slík samkeppni hefði mikla þýðingu fyrir íbúa og ferðaþjónustu á Akur- eyri. Óviðunandi er að óvissa um stöðu Reykjavíkurflugvallar komi niður á þróun innanlandsflugs á Ís- landi. Því skorar stjórn Akureyrar- stofu á borgarstjórn Reykjavíkur að finna félaginu aðstöðu á Reykja- víkurflugvelli nú þegar svo að af þessum áformum geti orðið í vor.“ Borgin útvegi aðstöðu strax ÞÉTTBÝLIÐ syðst í Hörgárbyggð heitir Lónsbakki, skv. nýlegri ákvörðun sveitarstjórnar. Tillaga um það kom frá skipulags- og um- hverfisnefnd sveitarfélagsins. Þétt- býlið nær yfir göturnar Skógarhlíð og Birkihlíð, ásamt Lóni, Lónsá, Berghóli I og II, Húsamiðjulóðinni, lóð Þórs- og DNG-húss og lóð leik- skólans Álfasteins. Svæðið með íbúðagötunum hefur ýmist verið nefnt Spyrnuhverfi, Skógarhlíð eða Skógarhlíðarhverfi, en flestar atvinnulóðirnar hafa ver- ið kenndar við Lónsbakka. Hagstof- unni hefur verið tilkynnt um þá ákvörðun að allt svæðið verði nefnt Lónsbakki og er þess vænst að nafngiftin festist í sessi. Lónsbakki skal það heita

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.