Morgunblaðið - 15.03.2008, Síða 9

Morgunblaðið - 15.03.2008, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 9 FRÉTTIR TJÓNUM fjölgaði á landinu öllu í fyrra um 3,7% og slösuðum einstak- lingum um 11,4%. Á höfuðborgar- svæðinu fjölgaði tjónum hins vegar um 1,8% og slösuðum um 9,2%. Veru- leg aukning hefur orðið á tjónum á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæð- isins. Vísbendingar eru um minni athygli ökumanna við akstur þar sem bæði aftanákeyrslum og tjónum þar sem ekið er á kyrrstæða hluti fjölgaði um 45% milli ára. Þetta kemur fram í skýrslu Einars Guðmundssonar, forstöðumanns Sjó- vár Forvarnarhúss. Hann segir að það sé áhyggjuefni að slysum hafi fjölgað í umferðinni. Það sé líka um- hugsunarefni að aftanákeyrslum fari fjölgandi og megi draga þá ályktun að menn séu hvort tveggja að fara of hratt og athyglin sé ekki í lagi. „Það þarf að draga úr hraðanum og halda fullri athygli við aksturinn,“ segir Einar. Bótaskyld ábyrgðartjón á höfuð- borgarsvæðinu voru í fyrra um 13.700 talsins. Þetta jafngildir 70% af heildartjónum á landinu sem er nokk- uð hærra en fjöldi bíla á höfuðborg- arsvæðinu. Að öllum líkindum má skýra mismuninn með meiri þéttleika umferðar á höfuðborgarsvæðinu. Rúmt 71% tjónanna varð í Reykjavík, tæp 14% í Kópavogi og tæp 9% í Hafnarfirði. Í Reykjavík fjölgaði tjónum sem tilkynnt voru til tryggingafélaganna um 2% frá árinu 2006. Slösuðum einstaklingum fjölgaði hins vegar um 11% milli áranna 2006 og 2007. Í heildina fækkaði hins vegar tjónum á höfuðborgarsvæðinu úr 73% af tjónum á landinu niður í 70% á kostnað landsbyggðarinnar. Í samantektinni, sem ekki nær til annarra tjóna en þeirra sem bætt eru úr ábyrgðartryggingu bíla, var kostnaður tryggingafélaganna fyrir tjónin í Reykjavík einni rúmir 6,5 milljarðar. Er það veruleg aukning frá árinu 2006 eða um 39%. Við þenn- an kostnað bætist tjón tjónvaldanna ásamt kostnaði samfélagsins, þ.e. op- inberra aðila, s.s. Tryggingastofnun- ar, sjúkrahúsa, lögreglu o.s.frv. Gróf- lega má gera ráð fyrir að kostnaður vegna umferðarinnar í Reykjavík sé ekki undir 16 milljörðum króna. 600 tjón urðu á Miklubrautinni einni og er það um 30% aukning frá 2006. Verða á þeirri götu flest tjón á landinu. Önnur í röðinni er Kringlu- mýrarbraut með 523 tjón. 16 milljarða kostnaður vegna umferðarslysa                                                             !  Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Glæsilegur sparifatnaður fyrir mömmur og ömmur fermingarbarna Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 M bl .9 77 39 2 Vorjakkar SUMARJAKKARNIR ERU KOMNIR Kringlunni • Simi 568 1822 www.polarnopyret.is M bl 9 42 37 7 Vatnsheldir Vindheldir Öndunarfilma Verðdæmi: Stærð 68-92 kr 7.900 Stærð 98-146 kr. 8.900 Margir litir Suðurlandsbraut 50 (bláu húsunum við Fákafen) www.gala.is • Sími 588 9925 Opið 11-18 • 11-16 lau. Ný sending frá Pause Café Stærðir 34-52 Laugavegi 63 • S: 551 4422 KÁPURNAR KOMNAR Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.