Morgunblaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Haltu þér bara fast, og hættu þessu sífellda Evrópu-tuði, kerling.
VEÐUR
Írar eiga við vandamál að stríða.Bankakerfi þeirra er í kröggum
og jafnvel rætt um hugsanlega þjóð-
nýtingu bankanna. Fasteignaverð er
lækkandi og vanskil eru að aukast
skv. frétt í Morgunblaðinu í gær.
Síðan segir ífrétt Morg-
unblaðsins:
Morgan Kelly,prófessor
við University
College í Dublin,
segir í samtali við
Telegraph í gær, að stjórnvöld ráði
nær ekkert við niðursveifluna á fast-
eignamarkaði, sem sé að verða al-
varlegt vandamál.
„Þetta eru dæmigerð eftirköst eft-
ir uppsveiflu, en samt getum við
ekkert gert, því við erum innan
evrusvæðisins,“ segir Kelly og telur
að ekki sé hægt að lækka stýrivexti
eða fella gengið, í raun séu mun
minni möguleikar á innspýtingu í
hagkerfið en fólk haldi.“
Í sömu frétt kemur fram, að hús-næðisverð á Írlandi hafi lækkað
um 7% á síðasta ári og svipuð lækk-
un hafi orðið það sem af er þessu ári.
Atvinnuleysi er komið upp fyrir5%.
Á Írlandi hefur verið mikill upp-gangur í efnahagsmálum í mörg
ár og í umræðum bæði hér og ann-
ars staðar hefur sá uppgangur verið
þakkaður aðild Írlands að Evrópu-
sambandinu.
Nú standa Írar frammi fyrir erf-iðleikum og geta ekkert gert
vegna þess, að þeir eru á evrusvæð-
inu.
Er þetta ekki umhugsunarefni fyr-ir þá Íslendinga, sem telja, að
evran mundi leysa allan okkar
vanda?!
STAKSTEINAR
Írar geta ekkert gert
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!""!
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
#
$$!""%
#
"""!
#
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).? & &
'&'
& & &
& & & & & '& '& '&
*$BC $$$$$
!
"
*!
$$B *!
() *$ $)$
+
<2
<! <2
<! <2
( *
"! $,
"%-$. ! "/
D
62
#
$
%
&
$
'
B
#
$
$
"
*
(
)
!
01!!$$ 22
"! $$3 $,
"%
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Ágúst H Bjarnason | 14. mars
Veruleg kólnun og
skíðasnjór á næstu
árum? ...
Er von á meiri skíðasnjó
og skautasvellum á
næstu áratugum? Get-
ur verið að einhver
deyfð sé að færast yfir
sólina? Verða afleiðing-
arnar kólnandi veðurfar
eins og við vitum að yfirleitt hefur fylgt
letiköstum sólar á undanförnum öld-
um? Er blessuð sólin að leggjast í
þunglyndi eftir bjartsýni undanfarinna
áratuga? ...
Meira: agbjarn.blog.is
Hallur Magnússon | 14. mars
Sjálfstæðismenn á
réttum teinum ...
Ég er ánægður með
sjálfstæðismennina í
borginni í dag. Þeir hafa
lagt fram tillögu þess
efnis að kanna skuli
hagkvæmni þess og
fýsileika að koma á
lestarsamgöngum milli Keflavíkur og
miðborgar Reykjavíkur. Með þessu
undirstrika þeir það sem ítrekað hefur
komið fram hjá einstaka borgarfull-
trúa þeirra – ekki hvað síst hjá Gísla
Marteini – að sjálfstæðismenn ...
Meira: hallurmagg.blog.is
Stefán Friðrik Stefánsson | 14. mars
Merkilegur dómur
Það er mjög merkilegt að
móðir nemenda hafi ver-
ið dæmd til að greiða
kennara tíu milljónir
króna vegna þess að
kennarinn hafi slasast af
völdum nemandans. Ég
man satt best að segja ekki eftir svona
máli áður – þetta eru viss tímamót og
einstakt mál. Telja má öruggt að þetta
fari fyrir Hæstarétt. Ég hef heyrt dæmi
þess að nemendur takist eitthvað á og
einhver ólga sé vegna þess, en það eru
allavega fá dæmi þess að kennari kæri
forráðamann nemenda …
Meira: stebbifr.blog.is
Pjetur Hafstein Lárusson | 14. mars
Steinn Steinarr XVII
Fjarri fer því, að Steinn
Steinarr hafi verið braut-
ryðjandi í þeirri iðju lista-
manna, að níða skóinn
hver af öðrum. Þetta er
ævafornt fyrirbæri og
þekkist í öllum heimsins
hornum. Orsaka þessa er vafalaust
víða að leita. En meginorsökin felst að
mínu mati í þeirri þversögn, að list er
persónuleg tjáning, sem leitar sér al-
mennrar viðurkenningar. Svo er auðvit-
að vissara að hafa það hugfast, að í
listinni sigla fleiri undir fölsku flaggi,
en í öllum greinum mannlegrar tilveru,
að stjórnmálunum einum und-
anskildum.
En hvers vegna nefni ég Stein Stein-
ar sérstaklega í þessu sambandi? Jú,
mér vitanlega hefur enginn íslenskur
listamaður náð lengra í listrænu per-
sónuníði um bræður sína í listinni, en
einmitt hann. Gott dæmi þessa, er við-
tal, sem birtist við hann í „Birtingi“ ár-
ið 1955. Tilefnið er útkoma bók-
arinnar „Ljóð ungra skálda.“ Þar segir
Steinn um Jón úr Vör:
„Mér virðist hann hafa nokkra sér-
stöðu meðal þessara skálda. Hann er
þeirra elztur sem slíkur og hefur ekki
orðið fyrir áhrifum frá neinum nema
sænsku öreigaskáldunum svokölluðu,
sem nú eru löngu gleymd og grafin.
Þrátt fyrir það er hann allgott skáld og
býsna nýtízkulegur. En hann er varla til
eftirbreytni. Það er naumast á nokkurs
annars manns færi að þræða það ein-
stigi milli skáldskapar og leirburðar,
sem hann fer.“
Það verður tæpast sagt, að Steinn
fjalli þarna um skáldbróður sinn af
mikilli virðingu. Á lymskufullan hátt
læðir hann því að, að ef til vill sé Jón
heldur gamall til að eiga erindi í um-
rætt rit og má vissulega til sanns veg-
ar færa. Hann er 38 ára á útgáfuári
bókarinnar og þess utan þjóðþekkt
skáld. Það á vitanlega síður við um hin
skáldin; til þess eru þau of ung.
En nú færir Steinn sig upp á skaftið,
með því að fullyrða, að Jón úr Vör hafi
aðeins orðið fyrir áhrifum frá sænsku
öreigaskáldunum; löngu gleymdum og
gröfnum. Auðvitað varð Jón fyrir áhrif-
um frá þeim. En enn þann dag í dag
lifa verk sumra þeirra meðal Svía,
hvað þá heldur árið 1955. Þess utan
má ekki gleyma því, að uppvaxtarár
Jóns á Patreksfirði, meðan kreppan
ríkti, eru helsta uppspretta skáld-
skapar hans. …
Meira: hafstein.blog.is
BLOG.IS