Morgunblaðið - 15.03.2008, Side 47

Morgunblaðið - 15.03.2008, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 47 EKKI verður annað sagt en Leve- nova-menn hafi hrint þessu til- raunakvöldi hressilega úr vör; hressilegt gítarrokk, ekki mjög þungt en mjög góðir sprettir. Allt gekk svo upp í seinna lagi þeirra félaga, frábær spilamennska. Söngurinn var í raun eini snöggi bletturinn; röddin ágæt en hvað var hann að syngja? Á síðustu stundu gekk söngvari Nightriders úr skaftinu en þeir létu það ekki á sig fá, mættu söngvaralausir og létu vaða. Óneitanlega varð sveitin sviplaus- ari með engan í framlínunni en gítarleikari sveitarinnar tók ótelj- andi sóló fyrir vikið, sum tilgangs- laus og langdregin, önnur smekk- leg og hnitmiðuð. Söngvari var á sínum stað hjá Spiral og stóð sig þokkalega þó hann væri fulleintóna, sérstaklega í seinna lagi sveitarinnar. Gít- arleikari Spiral var líka of gjarn á gítarstrófur sem engu bættu við, en sveitin var þétt. Man ekki hvað þeir heita brugðu á leik með kanínuatriði sem eflaust var mjög skemmtilegt heima í bílskúr, en virkaði lang- dregið og þreytandi á sviðinu í Austurbæ. Seinna lag sveitarinnar var betra, en þó ekki fullburða. Unchastity klikkaði á grundvall- aratriði og verður ekki getið frek- ar. Happy Funeral spilaði poppað rokk eða rokkað popp, eftir því hvernig á það er litið, og stóð sig býsna vel. Sérstaklega var fyrra lag sveitarinnar gott og frábær- lega sungið. Seinna lagið hefði orðið betra ef söngparið hefði beitt sér til fulls, bæði sungið. Judico Jeff spilaði skemmtilegt rokk og leðjukennt. Sveitin sótti í sig veðrið eftir því sem fyrra lagi hennar vatt fram og í seinna lag- inu var allt á útopnu; mjög vel að verki staðið – mikið af hári og mögnuð keyrsla. Það mátti sjá áheyrendur kipp- ast við í sætum sínum þegar söngvari Acts of Oath lét í sér heyra snemma í fyrra lagi sveit- arinnar; þvílíkur hetjutenór! Hann fór á kostum í fyrra laginu, söng ýmist svo hátt uppi að sprungur komu í rúður í nágrenninu eða beljaði eins og þokulúður. Eft- irminnilegur söngur og vel studd- ur af magnaðri keyrslu sveit- arinnar. Í seinna lagi hennar fór aftur á móti flest úrskeiðis. Ekki var Nögl nema miðlungs- þétt og ekki bætti úr að tilgangs- laust gítarsóló sleit í sundur fyrra lag sveitarinnar. Það seinna var öllu betra, þokkaleg emo-keyrsla. Lokaorð að þessu sinni átti Blæti sem kom úr allt annarri átt en það sem á undan var komið, spilaði einskonar djassaða soð- grýlu með balkanblæ. Alla jafna vel spilað og trommuleikur í sér- flokki. Blæti sló í gegn í sal og sigraði örugglega, en dómnefnd kaus Happy Funeral áfram. Acts of Oath Eftiminnilegur söngur og mögnuð keyrsla. Judico Jeff Mkið af hári og mögnuð keyrsla. Hetjutenór og djössuð soðgrýla TÓNLIST Austurbær Músíktilraunir Tónabæjar og Hins hússins fimmtudaginn 13. mars. Þátt tóku Leve- nova, Nightriders, Spiral, Man ekki hvað þeir heita, Unchastity, Happy Funeral, Ju- dico Jeff, Acts of Oath, Nögl og Blæti. MÚSÍKTILRAUNIR Árni Matthíasson Man ekki hvað þeir heita Langdregið kanínuatriði. Spiral Vel þétt. Nögl Þokkaleg emo-keyrsla. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Nightriders Óteljandi gítarsóló. Levenova Hressilegt gítarrokk. FERMINGARGJÖF FRÁBÆR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.