Morgunblaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 27
að smíða. Ég var lengi til sjós, eða þangað til báturinn sem ég var á var dæmdur ónýtur. Þá ákvað ég að sækja um vinnu í Grindinni, tré- smíðafyrirtæki hér í bænum. Það var skrýtið að mæta í vinnuna og hlakka til. Ég hafði aldrei upplifað það áður og ætlaði alveg að springa úr áhuga. Þetta var æðislegur tími en samt fannst mér, þegar ég byrj- aði þar, svolítið skrýtið að sjá þegar verið var að „klæða spónaplöturnar í spón“, en megnið af húsgögnum og innréttingum eru einmitt þannig í dag.“ Algjör ástríða Svo kom að því að fyrir átta árum stofnaði Vignir eigið fyrirtæki, Krosstré. Þá gat hann farið að gera það sem hann hafði alltaf dreymt um, að smíða úr gegnheilu. „Þetta varð að ástríðu sem óx því meira sem ég smíðaði. Það sem þú sérð hér, húsgögn og innréttingar, er skapað eða hannað af mér og líka eftir hug- myndum frá konunni. Þetta er al- gjörlega mitt hugarfóstur og ástríða en ég get ekki endalaust smíðað fyr- ir sjálfan mig. Þar er ég eiginlega staddur í dag.“ Vignir smíðar eingöngu úr eik , a.m.k. fyrir sjálfan sig og fjölskyld- una og segir hann að áferðin skipti öllu máli. „Til lengri tíma litið finnst mér persónulega að þegar þú ákveður að kaupa þér húsgögn þá þurfi þau að lifa sem lengst. Tilfellið er að maður skiptir þessu ekki út eft- ir fáein ár, eins og margir segja. Þess vegna finnst mér liturinn skipta svo gríðarlega miklu máli. Ég ákvað að hvítta eikina en við það lít- ur hún út eins og hún sé nýpússuð. Síðan olíuber ég hana og lakka líka stundum yfir olíuna. Mér finnst mér hafa tekist að búa til lit sem ég held að gæti dugað í marga áratugi en þetta er auðvitað bara minn smekk- ur.“ Er enn að læra á viðinn Smiðurinn góði bendir á að það sé ekki að ástæðulausu að lítið sé smíð- að úr gegnheilum viði heldur frekar úr t.d. spónaplötum og síðan spón- lagt. „Það er auðvitað fyrst og fremst út af verðinu en svo er það líka vegna þess að gegnheill viður á það til að vinda sig sé ekki rétt með hann farið. Nú er ég búinn að vera að fikra mig áfram með þetta í fjögur ár og er enn að læra hvernig viðurinn hagar sér. Það verður að gæta þess að hann sé hæfilega þurr þegar farið er að smíða úr honum. Svo eru borðin mis- sterk og eftir því sem þau eru sterk- ari, þeim mun meiri líkur eru á að allt vindi sig. Ekki er heldur sama hvernig timbrið er límt saman.“ Að lokum segir Vignir að hann telji að þessi smíðastíll sem hann hefur tileinkað sér geti lifað í mörg ár og gaman sé að geta átt húsgögn sem eru alltaf jafnfalleg. „Ég sit oft hér við borðið og er alltaf að sjá nýj- ar og nýjar myndir í viðnum. Hann er svo lifandi,“ segir hann að lokum. fridabjornsdottir@gmail.com Morgunblaðið/Valdís Thor Nú er ég búinn að vera að fikra mig áfram með þetta í fjögur ár og er enn að læra hvernig við- urinn hagar sér. Eins og ómeðhöndlað Hönnun sófaborðanna er óvenjuleg. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.