Morgunblaðið - 15.03.2008, Side 20
20 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
NÝTT gallerí, Reykjavík
Art Gallery, verður opnað á
Skúlagötu 28 í dag kl. 14.
Fyrstu myndlistarmenn-
irnir sem opna sýningar á
verkum sínum þar eru
Magnús Tómasson (f.
1943), sem sýnir málverk
og skúlptúrverk, Pétur Már
Pétursson (f. 1955), sem
sýnir ljóðræn afstraktverk,
og Tolli (f. 1953), sem sýnir á sér nýja hlið með
ljóðrænum afstraktverkum. Stofnandi Reykja-
vík Art Gallery er Þorsteinn Jónsson, sem á
árum áður var forstöðumaður Listasafns ASÍ.
Reykjavík Art Gallery verður opið alla daga
vikunnar nema mánudaga kl. 14 til 18.
Myndlist
Nýtt gallerí opnað
á Skúlagötunni
Magnús Tómasson
„ÞEGAR hátíð fer í hönd,
búa menn sig undir hana,
hver á sína vísu.“ Svo hefst
saga Gunnars Gunnars-
sonar, Aðventa. Bókin kom
út árið 1939 og er hún sú
saga Gunnars sem víðast og
oftast hefur verið gefin út.
Hún kom fyrst út á dönsku,
en síðar þýddi höfundurinn
hana sjálfur á íslensku.
Annað kvöld kl. 20 frum-
sýnir Möguleikhúsið við Hlemm Aðventu í
leikgerð Öldu Arnardóttur. Sýningin er ætluð
áhorfendum frá 13 ára aldri og tekur tæpar 60
mínútur í flutningi. Sýningin verður á faralds-
fæti og hægt er að panta hana í heimsókn.
Leiklist
Aðventa í leikgerð
fyrir unglinga
Aðventa í
Möguleikhúsinu.
TÓNLEIKAR strengja-
sveita Tónlistarskólans í
Reykjavík verða í Áskirkju
klukkan 14 í dag. Stjórn-
andi yngri hljómsveit-
arinnar er Sigurgeir Agn-
arsson og leikur sveitin
verk eftir Henry Purcell,
Berceuse eftir Edvard
Grieg og Ungverska dansa
nr. 5 og 6 eftir Jóhannes
Brahms. Stjórnandi eldri strengjasveitar er
Mark Reedman og leikur hún Sónötu fyrir
selló og strengjasveit eftir Antonio Vivaldi og
er einleikari á selló Ásta María Kjartansdóttir;
og þættir úr Holbergssvítu eftir Grieg. Allir
eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Tónlist
Strengjasveitir
Tónó með tónleika
Edvard Grieg
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
„ÞAÐ eru mun fleiri ógnir sem
steðja að tilverurétti tónlistar-
manna en þegar félagið var stofn-
að,“ segir Jakob Frímann Magn-
ússon, formaður Félags tónskálda
og textahöfunda sem er 25 ára gam-
alt í ár. Ýmsir viðburðir hafa verið
skipulagðir af því tilefni, pílagríms-
ferð til Bítlaborgarinnar Liverpool,
upprifjun á sögu alþýðutónlistar
síðustu hundrað árin og garð-
tónleikar hljómsveitarinnar Mezzo-
forte, en platan Garden Party er
einmitt jafngömul félaginu.
Jakob segir aldrei hafa verið
brýnni þörf fyrir réttindasamtök
tónskálda og textahöfunda. „Það
sem brennur núna á félagsmönnum
er hvernig þeir eiga að verjast þess-
ari ólöglegu notkun á verkum sín-
um. Það hefur gleymst að ala upp
heilu kynslóðirnar í því að það megi
ekki stela. Þetta er stærsta ógn
sem steðjað hefur að greininni og
hefur valdið hruni í sölu hljómrita.“
Ábyrgð símafyrirtækjanna
Hann segir spjótin beinast að
síma- og netfyrirtækjunum sem
geri notkunina mögulega. „Þó að
þau standi ekki fyrir stuldinum þá
má segja að þau skaffi tækin til
þess, án þess að vilja bera nokkra
ábyrgð á því hvað fer í gegnum
þeirra pípur. Það er náttúrlega inni-
haldið sem þau eru að græða á.
Hverjir eiga innihaldið? Jú, það eru
höfundar og flytjendur þess. Þetta
eru tímamótasamningar sem verður
að ganga til ef greinin á ekki að
hrynja innan frá.“
Jakob hefur lifað tímana tvenna í
tónlistarbransanum og segir að-
stæður hafa gjörbreyst. „Það teng-
ist líka margföldun á framboði af-
þreyingarefnis sem allt tekur til sín
tíma fólks og athygli. Menn gátu
kannski litið fram hjá eilítilli óná-
kvæmni í uppgjöri vegna plötusölu
á árum áður, en þá voru líka tekj-
urnar af lifandi flutningi lifibrauð
tónlistarmanna.“
Tónleika- og dansleikjahald er
ekki lengur sú tekjulind sem hún
var og því er salan á tónlistinni mik-
ilvægara hagsmunamál en áður.
„Stærstur hluti yngri tónlistar-
manna landsins á þessum nýgilda
væng, eins og ég kalla hann gagn-
vart hinum sígilda, skríður úr holu
sinni einu sinni á ári og leikur einu
sinni endurgjaldslaust á Iceland
Airwaves og fer svo aftur í æf-
ingabúðir. Þetta er gjörólíkt því
umhverfi þegar hljómsveitir gátu
farið í túr um landið og verið með
tvöföld árslaun ráðherra fyrir
þriggja mánaða vinnu.“
Ekki afætur og ölmusufólk
Það eru næg verkefni framundan
hjá félaginu og hluti þeirra felst í
því að afla störfum tónskálda og
textahöfunda viðurkenningar. „Það
hefur tíðkast, og er jafnvel enn gert
í dag, að líta á vissan hóp tónlistar-
manna sem „hobbíista“ sem eru
bara svona að leika sér í bílskúrum.
En þetta er grunnur atvinnu-
starfsemi sem hefur komið Íslandi á
kortið um alla veröld af eigin
rammleik að langstærstum hluta.
Hið opinbera stoðkerfi er svo að
segja alveg nýtilkomið, það sem til
er af því. Framlag tónlistariðnaðar
til landsframleiðslu er 1,5 prósent,
sem jafngildir landbúnaðinum, og
það er rétt núna að hefjast einhver
vitundarvakning um að þetta séu
ekki einhverjar afætur og ölm-
usufólk.“
Aldrei brýnni þörf fyrir FTT
Tónskáld og textahöfundar fagna aldarfjórðungsafmæli félags síns Liðin tíð að tónlistarmenn hali
inn tvöföld árslaun ráðherra á sumarvertíðinni Ólögleg notkun stærsta ógnin við atvinnugreinina
Morgunblaðið/Valdís Thor
Afmæli Forsvarsmenn FTT kynntu dagskrá afmælisársins á Hótel Borg í
gær. Hápunktur þess verður ferð á Bítlaslóðir í Liverpool.
Í HNOTSKURN
»Þrír meðlimir FTT verðagerðir að heiðursfélögum á
tónleikum 17. apríl, þeir Gunnar
Þórðarson, Ólafur Haukur Sím-
onarson og Ólafur Gaukur Þór-
hallsson.
»Mezzoforte spilar á garð-tónleikum sem verða haldnir
16. júní í tilefni af því að 25 ár
eru liðin frá því að platan Gar-
den Party kom út og sló í gegn í
Bretlandi.
»Freymóður Jóhannsson verð-ur meðal annars heiðraður á
tónleikum 12. september, sem
var einmitt listamannsnafn hans.
Þar verður 100 ára saga alþýðu-
tónlistar rifjuð upp.
„VIÐ erum enn að 15 árum og tíu
börnum síðar. Það er kraftur í kon-
um,“ segir Auður Hafsteinsdóttir
fiðluleikari, en nú eru fimmtán ár
síðan hún stofnaði Trio Nordica
ásamt Bryndísi Höllu Gylfadóttur
sellóleikara og Monu Kontra píanó-
leikara. Þær ætla að halda upp á af-
mælið með tónleikum á Kjarvals-
stöðum annað kvöld í samstarfi við
Listasafn Reykjavíkur.
„Ein tónleikaferðin mun alltaf
standa upp úr hjá okkur. Hún var
farin fyrir tíu árum þegar við vor-
um allar með pínulítil börn, um
þriggja mánaða gömul, og barnapí-
ur með. Við ferðuðumst um alla Sví-
þjóð og spiluðum á tónleikum, þetta
lifir alltaf í minningunni,“ segir
Auður. „Það er ekki hægt að vera í
vondu skapi innan um svona lítil
börn.“
Trio Nordica hefur sérhæft sig í
flutningi á verkum eftir konur og
norræn tónskáld. „Að sjálfsögðu
svo líka allar perlur tónbók-
menntanna,“ segir Auður. „Við er-
um svolítið á rómantísku nótunum.“
Samstarf þeirra þriggja hefur
alltaf gengið vel gegnum árin. „Það
er alltaf gaman þegar við hittumst.
Okkur tekst mjög vel að vinna sam-
an og enginn ágreiningur. Þess
vegna hefur samstarfið haldið
svona lengi.“ Auður segir þær hafa
sett aukinn kraft í starf tríósins í
vetur og það verður ekkert slegið
af þó að hún sé að flytja búferlum
til Finnlands. „Þetta verður mjög
samnorrænt samstarf. Við erum að
fara að spila á tveimur tónlist-
arhátíðum í sumar og taka upp ann-
an geisladisk og svo verðum við
með norræna kammer-tónlist-
arhátíð á Kjarvalsstöðum í sept-
ember.“
Á tónleikunum á Kjarvalsstöðum
annað kvöld munu þær leika verk
eftir Elfridu Andree, J. Brahms og
A. Piazzolla. Þeir hefjast klukkan
átta, aðgangur að þeim er ókeypis
og allir velkomnir.
„15 árum og tíu börnum síðar“
Morgunblaðið/Ómar
Tríó Nordica Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Mona
Kontra halda upp á fimmtán ára samstarfsafmæli um helgina.
HÁPUNKTUR afmælisársins er
pílagrímsferð til Bítlaborgarinnar
Liverpool 30. maí til 2. júní. Fé-
lagar FTT ganga fyrir um mið-
akaup, en öðrum er velkomið að
slást í förina.
„Þarna er uppspretta mikils inn-
blásturs,“ segir Jakob, en meðal
þess sem boðið verður upp á í ferð-
inni eru tónleikar með Hljómum í
Cavern-klúbbnum, tónleikar með
Paul McCartney á Anfield og hátíð-
arkvöldverður með Alan Williams,
fyrsta umboðsmanni Bítlanna.
Nánari upplýsingar er að finna á
heimasíðu FTT, www.ftt.is.
Í fótspor
Bítlanna
DAGSKRÁ verður í Esper-
antohúsinu, Skólavörðustíg
6b, í tilefni þess að liðin eru
120 ár frá fæðingu Þór-
bergs Þórðarsonar. Í dag
kl. 14 flytur Baldur Ragn-
arsson erindið Esperanto
og þýðingar. Á morgun kl.
14 verður opnuð myndlist-
arsýning þeirra sem teikn-
að hafa myndir í þýðing-
artímaritið La Tradukisto,
en sýningin verður opin kl. 14 til 18 í þrjár vik-
ur. Á þriðjudag kl. 14 flytur Benedikt Hjart-
arson erindið Þjóðlausar tungur: Hugleiðingar
um Þórberg, evrópska tilraunaljóðlist og
esperantisma á fyrri hluta 20. aldar.
Hugvísindi
Þórbergsdagar í
Esperantohúsinu
Þórbergur
Þórðarson
Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16.
Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is
Stefnumót við safnara III
Hljómfagurt stefnumót við
tónlistarmenn og hljóðfærasafnara!
Sýningarstjórn: Anik Todd og Una Stígsdóttir
Sjö landa sýn
María Loftsdóttir, alþýðulistakona, sýnir vatnslita-
stemmningar frá Argentínu, Bólivíu, Brasilíu,
Íslandi, Japan, Perú og Skotlandi.
Listakonan tekur á móti gestum um helgina
Hið breiða holt
Ljósmyndasýning þar sem unglingar
eiga stefnumót við afa sína eða ömmur!
Sýningarstjóri: Berglind Jóna Hlynsdóttir.
Styrktaraðili: Beco
Vissir þú...
...að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir
ráðstefnur, námskeið, fundi og veislur?
Salir og fundarherbergi fyrir 8 - 120 manns.
Sjá nánari upplýsingar: www.gerduberg.is, s. 575 7700.
GERÐUBERG
www.gerduberg.is