Morgunblaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SÍÐUSTU sjö vikur hafa nemendur
vöruhönnunardeildar Listaháskóla
Íslands unnið hörðum höndum að
því að sérhanna nýjar íslenskar
matvörur í samvinnu við samstarfs-
bændur sína. Nemendurnir hafa
framleitt takmarkað magn af þess-
um matvörum og almenningi gefst
nú tækifæri til að kynnast, bragða á
og kaupa þessar afurðir í dag, laug-
ardag, í Grandagarði 8 kl. 14-17.
Stefnumót hönnuða og bænda er
frumkvöðlastarf og á sér enga fyr-
irmynd annars staðar. Markmiðið
er að styrkja íslenskan landbúnað
með því að skapa íslenska matvöru
sem byggir á sérstöðu og rekj-
anleika.
Sérhannaður
íslenskur matur
ÁSETNING nautkálfa í fyrra var
mjög svipuð og árið áður, að því er
fram kemur á vef Bændasamtak-
anna. Því má búast við svipaðri
nautakjötsframleiðslu á næstu
misserum og verið hefur.
Árið 2006 voru settir á 7.686
nautkálfar en í fyrra voru þeir 129
fleiri, eða 7.815 talsins. Þetta er
1,6% aukning. Fram kemur að bú-
ast megi við aðeins minni mjólk-
urframleiðslu í ár en í fyrra og að
framboð á kúm til slátrunar eigi
eftir að aukast lítillega vegna
þessa.
Neysla á innlendu nautakjöti hef-
ur aukist á undanförnum miss-
erum.
Ásetning
kálfa svipuð
Morgunblaðið/Frikki
Í DESEMBER sl. var dregið úr um-
sóknum um íbúðahúsalóðir við
Reynisvatnsás í Reykjavík og var
lóðum þar úthlutað í samræmi við
val umsækjenda sem dregnir voru
út. Nokkrir lóðahafar sem fengu út-
hlutað lóðum hafa ákveðið að skila
þeim og kemur því til endurúthlut-
unar þeirra. Nú eru lausar sjö lóðir,
en ákveði fleiri að skila lóðum á
næstu dögum verður þeim einnig
úthlutað aftur. Umsóknarfrestur er
til 10. apríl.
Einbýlishúsa-
lóðum skilað
AÐALMEÐFERÐ í Byrgismálinu
svonefnda hófst í Héraðsdómi Suð-
urlands í gærmorgun. Áætlað er að
þinghaldið, sem er lokað, haldi
áfram á mánudag og þriðjudag.
Guðmundur Jónsson, fyrrverandi
forstöðumaður meðferðarheimilis-
ins Byrgisins, er í málinu ákærður
fyrir kynferðisbrot gegn fjórum
konum. Þær voru allar vistmenn í
Byrginu og var ein þeirra undir
lögaldri þegar meint brot áttu sér
stað. Guðmundur hefur ávallt neit-
að sök.
Aðalmeðferð í
Byrgismálinu
hafin í héraði
STUTT
ODDUR Sigurðsson, jarðverkfræðingur hjá GeoTek ehf., sem annast um-
sjón framkvæmda og eftirlits við Héðinsfjarðargöng, segir að gangi gröft-
ur áfram eins og að undanförnu megi gera ráð fyrir að sprengt verði í
gegn Siglufjarðarmegin öðru hvorum megin við páskahelgina.
Gröfturinn gengur vel og eru aðeins eftir um 55 metrar frá Siglufirði.
Oddur segir að erfitt sé að fara út og því fylgi mikil óvissa.
!
"
#
$%&'()
$%*+,)&&) "
#
,%*(-)
*%.$-+%,*-)
Komast í gegn frá Siglu-
firði alveg á næstunni
SÆMUNDUR Valdi-
marsson myndhöggvari
andaðist á Hrafnistu í
Reykjavík 13. mars, 79
ára að aldri. Sæmundur
var fæddur að Krossi á
Barðaströnd 2. ágúst
1918. Hann var sonur
hjónanna Guðrúnar
Kristófersdóttur og
Valdimars Sæmunds-
sonar. Sæmundur vann
hefðbundin verka-
mannastörf alla starfs-
ævi sína, lengst af sem
vélgæslumaður í Gufu-
nesi. Hann gegndi mörg-
um trúnaðarstörfum fyrir verkalýðs-
hreyfinguna, sótti þing Dagsbrúnar
og Verkamannasambandsins um
margra ára skeið og sat í stjórn lífeyr-
issjóðs Áburðarverksmiðjunnar. Síð-
ar hóf hann að gera myndir úr tré og
grjóti og höggva styttur úr rekaviði.
Hann var einn af al-
þýðulistamönnum Ís-
lands sem Guðbergur
Bergsson hafði hönd í
bagga með og skrifaði
hann m.a. bók um Sæ-
mund og stytturnar
hans (sjá heimasíðu
Sæmundar, www.sae-
mundurvald.is).
Fyrsta sýning Sæ-
mundar var haldin í
Áburðarverksmiðjunni
í Gufunesi 1984 en
hann hélt fjölda sýn-
inga á Kjarvalstöðum, í
Hafnarborg, Gerða-
safni og víðar. Eiginkona Sæmundar
var Guðrún Magnúsdóttir en hún lést
haustið 2007. Síðustu mánuðina
dvaldi Sæmundur á Alzheimers-
deildinni á Hrafnistu í Reykjavík. Sæ-
mundur verður jarðsunginn frá Ás-
kirkju 19. mars kl. 15.
Andlát
Sæmundur Valdimarsson
BAUGUR Group hf. íhugar að leita
réttar síns fyrir dómstólum vegna
endurálagningar skatta á félagið
vegna vantalins söluhagnaðar á árinu
1998 vegna sameiningar Hagkaups
og Bónuss en yfirskattanefnd féllst
ekki á að fella þá skatta niður. Úr-
skurðurinn felur hins vegar í sér, að
því er fram kemur í tilkynningu frá
fyrirtækinu, að vangreidd stað-
greiðsla félagsins vegna starfs-
tengdra greiðslna til nokkurra yfir-
manna félagsins lækkar um 75
milljónir kr., auk álags.
Að lokinni rannsókn skattrann-
sóknarstjóra á skattamálum Baugs
vegna áranna 1998 til 2002 endur-
ákvarðaði ríkisskattstjóri opinber
gjöld félagsins í lok árs 2004. Frá því
var skýrt á sínum tíma að Baugi hefði
verið gert að greiða 464 milljónir kr.
en fram kom hjá fyrirtækinu að það
þyrfti sjálft að bera 282 milljónir kr.
af því. Baugur greiddi kröfuna í jan-
úar 2005 en hún var þá 142 milljónir
kr. í innheimtukerfi ríkisins, að því er
fram kemur í tilkynningu fyrirtækis-
ins. Jafnframt kærði Baugur endur-
álagninguna til yfirskattanefndar
sem kvað upp úrskurð sinn 5. mars sl.
Úrskurðurinn fæst ekki hjá yfir-
skattanefnd þar sem í honum er
fjallað um fjármál einstaks skatt-
greiðanda og hann fékkst heldur ekki
hjá fyrirtækinu. Baugur Group hf.
sendi hins vegar frá sér tilkynningu
þar sem sagt er frá niðurstöðum og
viðbrögðum fyrirtækisins.
Ekki staðgreiðsluskylt
Einn liður málsins fjallaði um
starfstengdar greiðslur til nokkurra
yfirmanna fyrirtækisins á umrædd-
um árum, samtals að fjárhæð rúm-
lega 200 milljónir kr., þar sem ekki
hafði verið haldið eftir staðgreiðslu. Í
tilkynningu Baugs segir að í úrskurði
yfirskattanefndar hafi í öllum aðalat-
riðum verið komið til móts við sjón-
armið fyrirtækisins. Fallist hafi verið
á að stærstur hluti þessara greiðslna
hefði ekki verið staðgreiðsluskyldur
fyrr en með reglugerð sem tók gildi
um mitt ár 2001. Í tilkynningunni seg-
ir að samkvæmt niðurstöðu yfir-
skattanefndar lækki vangreidd stað-
greiðsla félagsins um 75 milljónir kr.
frá endurálagningu ríkisskattstjóra.
Að teknu tilliti til álags sem félaginu
var gert að greiða beri ríkisskatt-
stjóra að endurgreiða nokkuð hærri
fjárhæð þar sem álagi samkvæmt
endurálagningunni hafi verið vísað til
ríkisskattstjóra til endurreiknings.
Þessi fjárhæð dragist frá þeim 142
milljónum kr. sem fyrirtækinu hafi
verið gert að greiða í kjölfar skatt-
rannsóknarinnar. Þá hafi ríkisskatt-
stjóra verið gert að greiða Baugi Gro-
up hf. 300 þúsund kr. í málskostnað.
Í úrskurði yfirskattanefndar var
ekki fallist á sjónarmið félagsins varð-
andi vantalinn söluhagnað hlutabréfa
á árinu 1998 vegna sameiningar Hag-
kaups, Bónuss og fleiri félaga sem
mynduðu Baug hf. Í tilkynningu fé-
lagsins kemur fram að þar hafi verið
um að ræða að minnsta kosti 407
milljónir kr. Félagið íhugar að leita
réttar síns fyrir dómstólum varðandi
það atriði. Yfirskattanefnd féllst ekki
heldur á kæru Baugs varðandi
greiðslur til tveggja manna sem félag-
ið hafði talið verktaka en ekki laun-
þega.
Fella niður
hluta af skatta-
skuld Baugs
Morgunblaðið/Kristinn