Morgunblaðið - 15.03.2008, Side 24

Morgunblaðið - 15.03.2008, Side 24
Ljósmynd/Oddvar Örn Komandi haust 2008 Frumlegar buxur við rauðan jakka. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Ég reyni að passa mig ogvera meðvituð um að þaðsem kemur frá hjartanuer alltaf best. En ég hef alveg dottið í þá gryfju að hanna það sem markaðurinn vill en ekki út frá því sem hjartað mitt segir mér. Það er stöðug ögrun að fást við fatahönn- un, af því maður má aldrei staðna en þarf líka að skapa sér sinn eigin stíl,“ segir Heiða Eiríksdóttir fatahönn- uður en margir kannast við flíkurnar hennar sem heita Orginal og fást hjá Verksmiðjunni Skólavörðustíg, Kraum Aðalstræti og Bláa lóninu Grindavík. Heiðu hefur gengið vel og hún hefur verið dugleg að koma vör- unum sínum á framfæri. Fötin henn- ar fást í verslunum víða um heim, í Belgíu, Finnlandi, Danmörku, Bret- landi og Þýskalandi. „Ég hef farið mikið á sýningar til útlanda til að kynna fötin mín og fór síðast núna í janúar með Útflutn- ingsráði til Berlínar, en fram að því fór ég alltaf á eigin vegum. Fyrst var þetta mikið hark, þá gekk ég á milli búða í Danmörku með ungbarn á arminum. Það er mikið pot og hark sem fylgir því að koma nafninu sínu og vörunni á framfæri og ekki síður að fá að vera með á sýningum. En núna er ég loksins farin að geta valið úr til að halda standard,“ segir Heiða og hlær sínum glettna hlátri. „Ég hef eytt miklu púðri í markaðssetningu en ég er svo hepp- inn að maðurinn minn er grafískur hönnuður svo það eru hæg heimatök- in og hann hefur hjálpað mér með bæklingana, en þeir skipta miklu máli og ég sendi þá um allan heim. Oddvar Örn og Hörður Ellert hafa tekið fyrir mig myndirnar og ég er mjög ánægð með þær.“ Dönsk vinkona sagði Heiðu vera „orginal“ Heiða útskrifaðist árið 2005 frá Bornholm Textil Akademy, en það er danskur skóli á eyjunni Bornholm. „Við fórum út saman fjölskyldan árið 2001, ég og maðurinn minn ásamt tveimur börnum og svo bætt- um við þriðja barninu við á náms- árunum í Danmörku,“ segir Heiða sem er Eyjapæja, fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og kannski kemur þaðan krafturinn sem fylgir henni. „Ég flutti frá Eyjum þegar ég var tíu ára en amma mín og frændfólk búa enn í Eyjum og mér finnst ég alltaf eiga svolítið í þessu svæði bernskunnar.“ Heiða segist alltaf hafa verið svo- lítið erfið að því leyti að hún vill fara sínar eigin leiðir sem eru ekki endi- lega þær leiðir sem ætlast er til að hún fari. „Ég fór til Danmerkur fyrir tíu ár- um til að læra blómaskreytingar og ætlaði að verða blómaskreytinga- kona, en svo endaði ég bara í fata- hönnun og sé ekki eftir því. Þetta er svo skapandi starf og skemmtilegt. Fatalínan mín heitir Orginal af því að dönsk vinkona mín sagði að ég væri svo orginal og því fannst mér það vel við hæfi.“ Frá Litháen til Portúgals Kveikjan að því að Heiða byrjaði strax eftir nám að hella sér út í fata- hönnunarbransann, var sú að for- eldrar hennar bjuggu þá í Litháen, þar sem þau voru að vinna á vegum Hampiðjunnar. „Ég fór út og kann- aði aðstæður, bæði með að kaupa efni og líka að finna verksmiðjur til að láta framleiða fötin, en í náminu mínu var lögð áhersla á að kenna allt framleiðslukerfið frá grunni. Ég er þakklát fyrir það í dag, því það skipt- ir máli. Fyrstu línurnar mínar voru framleiddar í Litháen en núna er ég búin að skipta um verksmiðju sem er í Portúgal.“ Ekki bara fjör, líka púl Heiða segir að hjá henni fari hönn- unarvinnan að mestu leyti fram í tölvunni, en þó ekki allt. „Ég teikna allar flíkurnar í flatri teikningu í tölvu, þó svo að ég skissi fyrst helling á pappír. Ég geri líka í tölvunni ýmislegt annað sem fylgir þessu, eins og til dæmis efnisleit og annað slíkt. En þetta er ekki bara fjör, þetta er líka púl sem þarf að hafa fyrir. Það þarf að halda vör- unum inni og semja um verð, svo fátt eitt sé nefnt. Öll markaðssetningin er mikil vinna. Draumurinn er auð- vitað að fá fólk í vinnu til að sjá um markaðsmálin, svo að ég geti ein- beitt mér að því sem ég er best í. Ég er alltaf í vinnunni, þó ég sé ekki í vinnunni, af því ég er alltaf að hugsa upp einhverjar leiðir eða hugmyndir. En mér finnst það allt í lagi, af því að þetta er svo gaman.“ Því fleiri hönnuðir, því betra Heiða segist finna fyrir miklum meðbyr með íslenskri hönnun. „Þetta er líka komið á allt annað plan en það var áður. Núna er verið að búa til alvöru hluti og margir hönnuðir eru lærðir. Því fleiri hönn- uðir, því betra,“ segir Heiða, en henni finnst gaman að sjá fólk í föt- unum sem hún hannar. Hún er með aðstöðu á vinnustofu með tveimur öðrum hönnuðum, þeim Söru Skúla- dóttur og Þorbjörgu Valdimars- dóttur. „Við Þorbjörg erum að vinna að nýju verkefni þar sem við ætlum að spinna saman krafta okkar og hug- myndir og bræða saman stílinn okk- ar beggja. Það er mjög spennandi verkefni og gaman að sjá hvað kem- ur út úr því.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Prakkari Heiða ljómar af krafti og hér kastar hún upp í loft einni af flíkunum sem hún hannar á vinnustofunni. Kápa Kemur sér vel þegar staðið er í vatni. Vor og sumar 2008. Eldrauð Fer vel í íslensku hrauni. Lína fyrir vor og sumar 2008. Kraftmikil Eyjapæja www.orginalclothing.com www.inphoto.is www.oddvar.com Glápa upp í himininn Þessi föt eru úr vor- og sumarlínu 2008. Ljósmynd/Inphoto |laugardagur|15. 3. 2008| mbl.is daglegtlíf Pétur Stefánsson lítur í eiginbarm: Varlega í vitið stíg ég, vitleysan er engu lík. Öðru hverju orði lýg ég eins og fólk í pólitík. Þorsteinn Valdimarsson orti um Alþýðuflokkinn sáluga: Gamla Vilmundarvitið er vitaskuld orðið slitið á stöku stað – en þeir stíga ekki í það nema stundum eins og þið vitið. Þorbjörn Bjarnason þorskabítur orti um vitið: Í höfðinu forðum vitið var og vann að bótum. En nú er það orðið alls staðar í afturfótum. Og Benedikt Ingvar Jónasson, Vöglum í Vatnsdal: Heimskan smánar hugvitið. Heldur gránar samlyndið. Ekki skánar ástandið ef það blánar, kvenfólkið. Loks Sigurður Jónsson frá Brún: Ógæfan er ýmisleg. Öllu niður skitið. Tóbakinu týndi ég. Ég tala ekki um vitið. pebl@mbl.is VÍSNAHORN Af viti og tóbaki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.