Morgunblaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Í dag kveðjum við Álfhildi
skólasystur okkar með þessari
fallegu bæn.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Börnum hennar, foreldrum,
systkinum og öðrum aðstand-
endum sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur. Megi
góður Guð styrkja ykkur á
þessum erfiðu tímum.
Árgangur ’72 á Ísafirði.
Elsku frænka. Það er svo
sárt að
þú sért farin frá okkur svona
ung.
Ég á alltaf eftir að geyma minn-
ingarnar af þér hjá mér. Þú
varst alltaf svo góð við mig og
vildir öllum svo vel. Sakna þín
og ég vona að þú sért komin á
góðan stað.
Þinn frændi
Karl.
Hugsandi um engla ég hugsa til þín.
Með hárið þitt eldrautt og heilbrigða
sýn.
Er lát þitt ég frétti brást lífstrúin mín.
Hugsandi um engla ég hugsa til þín.
Guð fylgi þér engill þá ferð sem þér ber.
Þótt farin þú sért, þá veistu sem er.
Að sorg okkar hjörtu nístir og sker.
Við sjáumst á ný þegar kemur að mér.
(KK – þýð. ÓGK)
Elsku Sigríður Elsa, Stefán
Bragi, Birta Dögg
og fjölskyldur.
Við sendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Íris G, Jóna Magnea, Sólborg
Halla og fjölskyldur.
HINSTA KVEÐJA
Elsku mamma mín, ég sakna þín
rosalega mikið, ég vona að þú hafir
það gott í nýjum heimkynnum.
Á kvöldin þegar ég fer að sofa ætla
ég að biðja Guð að passa þig og
vernda. Svo hittumst við seinna.
Amma og afi, Sigga, Stefán og ég
söknum þín mikið og allir ættingjarn-
ir, og líka langafarnir og langömm-
urnar mínar.
Ég elska þig, elsku mamma mín.
Þín dóttir
Birta Dögg.
Elsku dóttir, við biðjum algóðan
guð að hlúa að þér í nýjum heimkynn-
um. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa
öðrum en gleymdir stundum sjálfri
þér, aldrei hallmæltir þú nokkurri
manneskju og varst alltaf tilbúin að
taka upp hanskann fyrir aðra. Þegar
þið systurnar voru litlar þá gastu
aldrei slegið frá þér, svo að systir þín
barðist fyrir þig. Það voru oft erfiðir
tímar hjá þér í skóla sem mörkuðu
djúp spor í sálu þína sem greru aldrei.
lífið var ekki alltaf auðvelt hjá þér en
það voru góðir og yndislegir tímar
sem þú áttir með ástvinum þínum á
Selhól þar sem þú áttir þínar yndis-
stundir með ömmu þinni og afa. Þar
var oft sungið, hlegið og spjallað
margt. Þegar þú varst lítil sagðist þú
Álfhildur
Guðbjartsdóttir
✝ Álfhildur Guð-bjartsdóttir
fæddist á Ísafirði 7.
júlí 1972. Hún and-
aðist 8. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar eru Guð-
bjartur Kristinn
Ástþórsson, f. 17.
júlí 1950 og Sigríð-
ur Ingibjörg Karls-
dóttir, f. 8. júlí 1952.
Systkini Álfhildar
eru Margrét Krist-
jana, f. 19. júlí 1974,
sambýlismaður
Hjálmar Þorvaldsson, f. 4. októ-
ber 1977, börn þeirra eru Elías
Andri Karlsson og Magnús Örn
Hjálmarsson.
Börn Álfhildar eru Sigríður
Elsa Sigurðardóttir, f. 13. maí
1990, Stefán Bragi Ágústsson, f.
2. september 1992, og Birta Dögg
Guðnadóttir, f. 23. október 1999.
Álfhildur giftist 19. júní 1997
Guðna Elíassyni, f. 30. janúar
1961. Þau skildu 2005.
Útför Álfhildar fer fram frá
Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
ætla að flytja á Selhól,
nú ertu hjá ömmu þinni
og afa og ég er viss um
að það er glatt á hjalla
hjá ykkur. Amma þín
og afi á Hlíf eiga eftir
að sakna þín sárt. Þær
voru ófáar stundirnar
sem þú umvafðir þau
með þinni miklu hlýju
ást og glaðværð. Alltaf
komstu brosandi til
þeirra og spjallaðir um
heima og geima. Þú
eignaðist þrjú yndisleg
börn sem voru þér
gleðigjafar. Við munum reyna að um-
vefja þau ást og hlýju.
Við eigum eftir að sakna þín sárt,
sofðu rótt elsku dóttir.
Þú, Guð, sem stýrir stjarna her
og stjórnar veröldinni,
í straumi lífsins stýr þú mér
með sterkri hendi þinni.
Stýr mínu hjarta’ að hugsa gott
og hyggja’ að vilja þínum,
og má þú hvern þann blett á brott,
er býr í huga mínum.
Stýr minni tungu’ að tala gott
og tignar þinnar minnast,
lát aldrei baktal, agg né spott
í orðum mínum finnast.
Stýr mínu fari heilu heim
í höfn á friðarlandi,
þar mig í þinni gæslu geym,
ó, Guð minn allsvaldandi.
(Valdimar Briem.)
Mamma og pabbi.
Elsku systir mín, nú ertu farin
langt um aldur fram. Ekki bjóst ég
við þessu, þegar ég kvaddi þig eftir
áramótin.
Ég mun alltaf minnast þín sem
þrjóskrar, sjálfstæðrar hlæjandi
konu sem geislaði af. Þar sem ég flutt-
ist suður þá gátum við ekki eytt mikl-
um tíma saman undanfarið, en við
hittumst þó um jólin og áttum ynd-
isleg jól saman og svo varstu hjá mér
um áramótin. Við tvær einar, því ég
þurfti að fara suður að vinna, við átt-
um góðar stundir saman þá. Ég á eftir
að sakna hláturs þíns og söngsins og
ekki síður orðaskaksins okkar. Ef ég
hefði vitað að ég hefði svona stuttan
tíma með þér þá hefði ég faðmað þig
oftar og sagt þér hversu vænt mér
þætti um þig.
Ég vona, elsku besta systir mín, að
þér líði vel á þeim stað sem þú ert á
núna. Megi Guðs englar vaka yfir þér.
Þar til við hittumst á ný kveð ég
þig, elsku systir mín.
Þín systir
Margrét.
Lífið er ekki alltaf eins og við kjós-
um og stundum stöndum við frammi
fyrir atburðum sem okkur finnst ekki
réttlæti í. Það á við við fráfall okkar
ástkæra barnabarns, hennar Álfhild-
ar okkar, sem varð bráðkvödd á heim-
ili sínu aðeins 35 ára að aldri. Harmur
okkar allra er mikill, ekki síst barna
hennar og biðjum við algóðan guð að
styrkja þau á þeim tímum sem fram
undan eru. Álfhildur færði okkur
birtu og yl og fádæma gæsku sýndi
hún okkur alla tíð. Hjartans þakkir
fyrir alla gæskuna, elsku vina. Guð
veri með þér og hvíl í friði.
Elsku hjartans Sigríður, Stefán,
Birta, Sigga okkar, Bubbi, Margrét,
Ástþór og allir aðrir ástvinir. Megi
guð almáttugur leiða okkur og
styrkja í sorg okkar.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um réttan veg
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt því þú ert hjá mér.
Amma og afi, Hlíf.
Í dag er til moldar borin elskuleg
systurdóttir og vinkona, Álfhildur
Guðbjartsdóttir, langt fyrir aldur
fram, aðeins 35 ára gömul.
Þegar ég skrifa þessar línur og lít
til baka er margt sem kemur upp í
hugann, og þá sérstaklega árin sem
við bjuggum í Hnífsdal, en þá var
mikill samgangur hjá okkur systrum
en við vorum með börn á svipuðum
aldri og þið lékuð ykkur mikið saman.
Allar þessar minningar sem koma
upp í hugann, stundirnar á Skólaveg-
inum hjá ömmu þinni og afa, þar var
alltaf opið hús og mikið fjör, fullt af
börnum, pláss fyrir alla og fullt af
góðgæti fyrir barnabörnin.
Minningarnar eru góðar og við
geymum þær í hjarta okkar. Það er
stórt skarð komið í barnabarnahóp-
inn hjá ömmu þinni og afa við fráfall
þitt elsku Álfhildur.
Það er mikill söknuður að sjá á eftir
svo ungri konu yfir móðuna miklu, en
mestur er þó söknuðurinn hjá börn-
um þínum, Sigríði Elsu, Stefáni
Braga og Birtu Dögg.
Að missa barnið sitt er það erf-
iðasta sem foreldrar ganga í gegnum.
Elsku Sigga og Bubbi harmur ykkar
er mikill.
Við viljum votta börnum Álfhildar,
foreldrum og systkinum okkar inni-
legustu samúð.
Guð veri með ykkur í sorginni.
Nú verður duftið dufti hulið,
en dufti rís það aftur frá
og það sem enn er öllum dulið
því auðnast þá í dýrð að sjá;
hjá þeim sem kom hér ofan að
um eilífð blómgast jafnvel það.
(Grundtvig, þýð. V. Briem)
Álfhildur mín, við munum sakna
þín, hvíldu í friði elsku frænka.
Hjördís og Helgi.
Hinn áttunda mars bárust mér þær
sorgarfréttir að Álfhildur bróðurdótt-
ir mín væri látin. Guð minn góður
hugsaði ég, hún sem var svo ung og
þriggja barna móðir, þeirra Sigríðar
Elsu, Stefáns Braga og Birtu Daggar.
Ósjálfrátt fór ég að hugsa til baka.
Þegar ég var að passa hana tveggja
ára í Hnífsdal þegar Margrét systir
hennar fæddist. Og húnvar alltaf að
læðast út árla morguns á náttkjólnum
einum, en alltaf í stígvélum. Og þegar
hún var að læðast niður stigann eftir
að hafa svæft pabba sinn í staðinn fyr-
ir að hann svæfði hana. Eins dvaldi ég
ásamt syni mínum Sigga hjá ykkur
þegar Ástþór bróðir hennar fæddist,
ég man hvað henni fannst það órétt-
látt að ég ætti engan afa, því hún átti
þá svo marga og ætlaði að gefa mér
einn af sínum. Alltaf kom hún barn að
aldri með foreldrum sínum á Hellis-
sand þegar eitthvað var um að vera;
sauðburður, heyskapur eða réttir. Og
einar réttirnar minnist ég hennar sér-
staklega á kvöldvöku eftir matinn
uppi á Laufási er við tvær sungum
saman lagið Harpa Sjöfn, já, Álfhild-
ur mín, það toppar það enginn. Kærar
kveðjur, Álfhildur.
Þín frænka Þóra.
Eftir að við fluttumst fjölskyldan
aftur til landsins eftir margra ára
fjarvistir kynntumst við eiginlega á
ný, þegar þú bjóst á Selfossi með
Guðna og dóttur ykkar Birtu Dögg.
Það var fátt skemmtilegra en koma
við hjá ykkur í kaffi þegar við vorum á
leið á fjöll. Nema þá helst að þið kæm-
uð með eins og gerðist oft. Af öllum
okkar mörg hundruð fjallaferðum eru
þær ferðir sem þið komuð með okkur
þær eftirminnilegustu og skemmti-
legustu. Og munum við alltaf ferðina
með ykkur í Emstrur og Syðra-
Fjallabak.
Við munum ævinlega minnast þín
og átt þú eftir að fara í margar fjalla-
ferðir og útilegur í framtíðinni með
okkur. Hvíl í friði, Álfhildur.
Okkar innilegustu samúðarkveðjur
til fjölskyldunnar.
Við biðjum guð að styrkja þau.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Þóra Sigurbjörnsdóttir, Jón
G. Snæland, Sigurbjörn,
Kristinn og Helena.
Kæra frænka, við kveðjum þig með
þessu fallega ljóði.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Elsku Sigga, Bubbi, Sigríður Elsa,
Stefán Bragi og Birta Dögg, við send-
um ykkur okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Megi góður guð styrkja ykk-
ur og styðja. Hugur okkar er hjá
ykkur.
Ásgerður, Jónas og börn.
Okkur brá mikið þegar við fréttum
andlát þitt, elsku stelpan okkar, og
okkur finnst það ótrúlegt ennþá að þú
skulir vera farin. Þú varst alltaf mikið
hjá okkur og alltaf jafngaman að fá
þig og börnin þín í heimsókn. Þú varst
ekki bara uppáhaldsfrænka mín, þú
varst líka besta vinkona mín og okkur
eins og dóttir. Og hvað það var gaman
hjá okkur í karaoke, þú söngst svo vel,
þótt þú vildir aldrei viðurkenna það,
og varst alltaf svo kát og skemmtileg.
Og ég man eftir öllum ferðalögun-
um okkar saman og sumarbústaða-
ferðunum en ég trúi því að þú hafir
það gott núna, sért hjá afa og ömmu,
sem þér þótti svo vænt um. Við eigum
eftir að sakna þín mikið.
Horfin ertu hjartað mitt
horfin í aðra heima
mundu mig og ég man þig
ég mun þér aldrei gleyma.
(Höf. ók.)
Elsku Sigríður Elsa, Stefán Bragi,
Birta Dögg, Bubbi, Sigga, Ástþór,
Margrét, Hjálmar og börn, við vott-
um ykkur okkar dýpstu samúð.
Anna Birna, Björn og börn.
Mig langar með nokkrum orðum að
minnast frænku minnar, Álfhildar.
Ég minnist hennar er hún fæddist,
hún var fallegasta barn sem ég hafði
séð.
Stoltir foreldrar Bubbi og Sigga,
stoltar frænkur, Halldóra systir
Siggu á tólfta ári og ég föðursystir
þeirra á ellefta ári, komnar í vist í
Brekkuhúsinu í Hnífsdal.
Þar bjuggu Sigga og Bubbi á efri
hæðinni og Hjördís systir Siggu og
Helgi á neðri hæðinni. Frá þessum
tíma á ég bara góðar minningar um
glaðvær lítil börn.
Í seinni tíð hittumst við Álfhildur
stundum á Hlíf hjá afa og ömmu.
Áberandi var hvað hún bar hag
barna sinna mjög fyrir brjósti. Hún
hafði ákveðin áform um nánari sam-
veru með börnum sínum í framtíðinni,
það var alveg skýrt í hennar huga.
Mér var mjög brugðið er ég fékk
þær fréttir að Álfhildur hefði orðið
bráðkvödd á heimili sínu hinn 8 mars
sl. aðeins 35 ára gömul.
Ég bið guð um að vera með Siggu,
Bubba, börnum Álfhildar, systkinum
og öðrum aðstandendum og styrkja
þau í sorg sinni.
Kveðja
Agnes.
Fleiri minningargreinar um Álf-
hildi Guðbjartsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝
Faðir okkar,
ÞORBERGUR KRISTJÁNSSON,
Brúnahlíð,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
fimmtudaginn 13. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Kristín, Guðný, Þuríður Kristjana, Árni
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir og amma,
ELÍN INGVADÓTTIR,
Brekkustíg 12,
Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn
11. mars.
Jarðarför verður auglýst síðar.
Jón Kristjánsson,
Guðbjörg Böðvarsdóttir,
Björg Ingvadóttir, Hrannar Magnússon,
Eiríkur Daníel Kristinsson,
barnabörn og aðrir aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og
samúð við andlát og útför stjúpmóður, tengda-
móður, ömmu, mágkonu og svilkonu,
ELFU-BJARKAR GUNNARSDÓTTUR
fyrrverandi framkvæmdastjóra og
borgarbókavarðar.
Helena Jónsdóttir,
Tómas Jónsson og Ýrr Ásbjörg Mörch, Sindri og Bjarki,
Sara Jónsdóttir og Ásbjörn Stefánsson,
Erla Kristín Jónasdóttir og Birgir Sveinbergsson.