Morgunblaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 41
ÞRISVAR hefur Hannes Hlífar
orðið efstur á Reykjavíkurskákmóti.
Hann varð efstur 1994, 2000 og nú
deilir hann sigri með hinum kín-
versku „Wang–bræðrum“ Hao og
Yue. Friðrik Ólafsson varð efstur á
Reykjavíkurskákmótinu 1966 og aft-
ur 1972 og 1976. Af öðrum íslenskum
stórmeisturum sem orðið hafa efstir
á þessu ágæta móti, einir eða með
öðrum, má nefna að sá sem þessar
línur ritar varð efstur 1984 og 1990,
Jóhann Hjartarson varð efstur 1984
og 1992 og Jón L. Árnason 1988 og
1990. Guðmundur Sigurjónsson
vann eftirminnilegan sigur árið 1970.
Aðrir íslenskir skákmenn hafa ekki
náð að sigra á þessu móti.
Íslenskir skákmenn voru almennt
sigurvegarar 23. Reykjavíkurskák-
mótsins og stjórn SÍ undir forystu
Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur á hrós
skilið fyrir góða framkvæmd. Auk
Hannesar voru bræðurnir Björn og
Bragi Þorfinnssynir í eldlínunni allt
fram á síðustu umferð. Björn var
næstum því búinn að ná áfanga að
stórmeistaratitli og margir hækkuðu
umtalsvert á stigum. Samkvæmt
samantekt sem gerð var í mótslok
hækkuðu þessir mest: Bjarni Jens
Kristinsson 35,3, Björn Þorfinnsson
35, Jóhann H. Ragnarsson 31,5, Atli
Freyr Kristjánsson 26, Hannes Hlíf-
ar Stefánsson 18,6, Helgi Brynjars-
son 17,8, Dagur Andri Friðgeirsson
15,5, Sigurbjörn Björnsson 15,
Sverrir Þorgeirsson 14,9, Snorri G.
Bergsson 13,8, Hjörvar Steinn Grét-
arsson 12,3 og Davíð Kjartansson 12.
Lokaniðurstaðan í mótinu hvað
varðar efstu menn var þessi:
1. – 3. Hao Wang, Hannes Hlífar
Stefánsson og Yue Wang, 7 v. 4.–6.
Aloyzas Kveinys, Fabiano Caruana
og Georg Meier 6 ½ v. 7.–15. Stelos
Halkias, Victor Mikhalevski, Antoa-
neta Stefanova, Kjetil Lie, Goran
Dizdar, Sahaj Grover, Björn Þor-
finnsson, Henrik Danielsen og Bragi
Þorfinnsson 6 v. 16.–23. Pontus
Carlsson, Inna Gaponenko, Moha-
mad Al–Modiahki, Espen Lie, Ilja
Nyzhnyk, Jón Viktor Gunnarsson og
Stefán Kristjánsson 5 ½ v.
Sigur Hannesar var ánægjulegur
og taflmennska hans traust.
Mikilvægasti sigur hans kom í
næstsíðustu umferð þegar hann
lagði Ísraelsmanninn Mikhalevskí í
magnaðri baráttuskák:
23. Reykjavíkurskákmótið; 8. um-
ferð:
Victor Mikhalevskí (Ísrael ) –
Hannes Hlífar Stefánsson
Drottningarbragð
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3
e6 5. Bg5 Rbd7
Nú um stundir er 5. … h6 vinsælla
sbr. nokkrar frægar skákir Anands.
Hannes velur Cambridge–springs
afbrigðið sem var afar vinsælt í
heimsmeistaraeinvígi Aljékín og
Capablanca árið 1927.
6. e3 Da5 7. cxd5
Hvassasta leiðin. Gamla leiðin er
7. Rd2.
7. … Rxd5 8. Dd2 Bb4 9. Hc1 h6
10. Bh4 c5 11. a3 Bxc3 12. bxc3 b6
13. Re5
Sjaldséður leikur. Eðlilegra og
betra er 13. c4.
13. … Rxe5 14. dxe5 g5 15. Bg3
Bb7 16. e4 Re7 17. h4 Bxe4 18. hxg5
h5 19. Db2 O–O–O 20. Db4!’
Óvenjuleg leið til að þvinga fram
drottningaruppskipti.
20. … Dxb4 21. cxb4 Bd3! 22.
bxc5 b5
Þó hvítur sé í augnablikinu peði
yfir þá er riddari svarts betri en
biskupinn sem rekst í eigin peð. Nái
svartur að skorða c–peðið nær hann
betri stöðu. Mikhalevskí sem var
kominn í tímahrak setur af stað
áætlun sem á að hindra þetta.
23. Hh4 Bxf1 24. Kxf1 Kb7 25. a4
a6 26. Hf4 Rf5?
Eftir skákina taldi Hannes orka
tvímælis að gefa kost á að fórna
skiptamun. Betra hefði þá sennilega
verið að leika 26. … Hhf8.
27. c6+! Kb6 28. a5+! Kxa5 29.
Hxf5 exf5 30. e6! fxe6 31. Bc7+ Ka4
Með nokkrum frábærum leikjum
hvíts er komin upp geysilega
skemmtileg staða sem jafnframt er
afar erfitt að reikna út. Þetta er enn-
fremur gott dæmi um það hversu
nauðsynlegt er að koma í veg fyrir
tölvusvindl á skákmótum og jafn-
framt tímanna tákn að í stað þess að
velta öllum möguleikum fyrir sér þá
láta menn tölvuforritin „malla“ eins
og Shredder, sem greinarhöfundur
hefur aðgang að. Niðurstaðan sú að
hvítur á unnið tafl. Shredder gefur
eftirfarandi vinningsleið:
32. Bxd8 Hxd8 33. c7 Hc8 34. g6 b4
35. Ha1+?? Kb3 36. g7 Kc2 37.
Ha2+! Kc1 38. Ke2 b3 39. Hd2! b2
40. g8 (D)! Hxg8 41. Hd8 b1(D) 42. c8
(D)+ Dc2 43. Dxc2+ Kxc2 44. Hxg8
og vinnur auðveldlega. En Mikha-
levskí átti um þrjár mínútur eftir og
lék …
32. Ha1+ Kb4 33. Hxa6 Ha8!
Með nokkrum hnitmiðuðum leikj-
um snýr Hannes taflinu sér í vil.
34. Bd6+ Kc4 35. Hb6 Kd5 36. c7
e5 37. Be7 Hhc8 38. Hd6+ Kc4 39.
Hd8 Ha1+ 40. Ke2 Hxc7
Eftir þetta er eftirleikurinn auð-
veldur. Það verður raunar að teljast
fremur einkennilegt hversu lengi
Mikhalevskí teflir með gjörtapað
tafl.
41. Bf6 Hg1 42. g3 Hc6 43. Hf8 f4
44. Bxe5 fxg3 45. bxg3 Hg6 46.
Hf4+ Kb3 47. Hf5 b4 48. Bf4 Kc4 49.
Bd2 He6+ 50. Be3 b3 51. Hc5+ Kb4
52. Hc8 Hxg5 53. Kd3 Hd5+ 54. Bd4
Hed6 55. Hb8+ Ka5 56. Hxb3 Hxd4
57. Ke2 Hb4 58. He3 Hd5 59. Kf3
Hb5 60. Kg3 Hg4+ 61. Kh3 Kc4 62.
f3 Hg1 63. Kh2 Hg8 64. Kh3 Kd4 65.
He4+ Kd3 66. Ha4 Ke3
– og hvítur gafst upp.
Portisch og Hort unnu
Boris Spasskí og William Lomb-
ardy voru ekki með á því móti sem SÍ
hélt í tenglum við 65 ára afmæli
Bobbys Fischer en sáu hins vegar
um skákskýringar. Hinir fjórir,
Portisch, Friðrik, Benkö og Hort,
tefldu hins vegar tvöfalda umferð, 20
5 (20 mínútur á skák og 5 sekúndna
viðbótartími eftir hvern leik) og fóru
leikar svo:
1.– 2. Lajos Portisch og Vlastimil
Hort 4 v. 3. Friðrik Ólafsson 2 ½ v. 4.
Pal Benkö 1 ½v. Í sambandi við þetta
mót væri í raun ekki úr vegi að taka
upp heiðursflokk á Reykjavíkur-
skákmótunum sem nú eiga að fara
fram á hverju ári. Það var gert á
Corus–mótinu í Wijk aan Zee á dög-
unum og var almenn ánægja með þá
tilhögun.
Yue Wang vann hraðskákmótið
Síðasti liður á dagskrá skákhátíð-
arinnar var hraðskákmótið. Stórt og
glæsilegt hraðskákmót fór fram árið
2006 en þá eins og nú var teflt með
útsláttarfyrirkomulagi. Það er skoð-
un undirritaðs að slíkt kerfi sé alls
ekki til bóta heldur mun nær að tefla
eitt stórt mót, t.d. 2x9 umferðir þ.e.
18 skákir eins og gert var í eina tíð.
Árið 2006 voru Judit Polgar og
Wisvanathan Anand fengin til leiks
en féllu tiltölulega snemma úr
keppni. Þá er afleitt að tefla fimm
mínútna skákir með tölvuklukkur;
þetta eru skákir án inntaks. Mun
skárra er að tefla 7 mínútna skákir
eins og á Friðriks–móti Landsbank-
ans. Á heimsmeistaramótinu í hrað-
skák í Moskvu á dögunum var tíma-
fyrirkomulagið 4 2. Þar voru bestu
kostir Fischer-klukkunnar nýttir.
Einhverjar líkur eru þó á langloku-
skákum og lengsta skákin í því móti
var viðureign Ivanchuks og Lekos
sem lauk með jafntefli eftir 215 leiki!
Á hraðskákmótinu í Ráðhúsinu
bætti hinn stigalægri Wang enn
einni rós í hnappagatið og vann Ír-
anann Elshan Moradiabadi í úrslit-
um, 1 ½ : ½.
Minningarathöfn um
Bobby Fischer í New York
Þann 9. mars var haldin minning-
arathöfn um Bobby Fischer í Mar-
shall-skákklúbbnum í New York.
Húsfyllir var en meðal þeirra sem
tóku til máls var Dick Cavett sem
var afar vinsæll þáttastjórnandi hjá
ABC um langt skeið. Hann tók nokk-
ur viðtöl við Fischer á árunum í
kringum einvígið 7́2 og fór vel á með
þeim. Slóð greinar sem hann ritaði í
New York Times á dögunum og
vakti mikla athygli er þessi:
http://cavett.blogs.nyti
mes.com/2008/02/08/was–it–only–
a–game/
Talið er að grein Cavetts hafi end-
urreist Fischer í hugum margra
New York búa.
Þriðji sigur
Hannesar á
Reykjavíkur-
skákmóti
SKÁK
Faxafeni og Ráðhúsi Reykjavíkur
23. Reykjavíkurskákmótið
3. – 11. mars 2008
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Íslandsmeistarar barnaskólasveita 2008 Grunnskólinn í Vest-
mannaeyjum: Fremri röð: Ólafur Freyr Ólafsson (3. borð) og Daði
Steinn Jónsson (2. borð) Aftari röð: Kristófer Gautason (1. borð) og
Valur Marvin Pálsson (4. borð).
Suðurlandsvegur,
ekki Sundabraut
ÞAU mistök áttu sér stað í Morg-
unblaðinu í gær að í fyrirsögn mið-
opnugreinar um viðauka við sam-
gönguáætlun var sagt að hefja ætti
vinnu við að tvöfalda Sundabraut á
næsta ári. Hið sama kom fram í
myndatexta. Hið rétta er að sjálf-
sögðu að á næsta ári hefst tvöföldun
Suðurlandsvegar.
Beðist er velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT
♦♦♦
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun aðalfundar
VG í Skagafirði varðandi upp-
byggingu og framtíð Hólaskóla,
Háskólans á Hólum:
„Aðalfundur Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs í
Skagafirði, haldinn í Héðinsminni
10. mars 2008, skorar á stjórn-
völd að standa vörð um Hóla-
skóla, Háskólann á Hólum, sem
sjálfstætt menntasetur í þjóð-
areigu eins og hann hefur verið
um aldir. Skólinn hefur lengi
gegnt þýðingarmiklu hlutverki og
hefur verið stöðugur uppgangur í
starfi hans í hartnær þrjá ára-
tugi. Með þeim stuðningi sem
honum ber mun skólinn halda
áfram að vaxa og dafna á kom-
andi árum.
Fundurinn mótmælir harðlega
hugmyndum um einkavæðingu
skólans og að hann verði látinn í
hendur einstakra fyrirtækja eins
og stjórnendur fyrirtækja-
samsteypu Kaupfélags Skagfirð-
inga sækja á um. Með slíku væri
vegið að framtíð Hólaskóla og
Hólastaðar. Mikilvægt er að
óvissu um rekstur skólans verði
eytt hið fyrsta og stjórnvöld ein-
hendi sér í að standa með mynd-
arlegum hætti að áframhaldandi
uppbyggingu Hólaskóla, Háskól-
ans á Hólum.“
Uppbygging
og framtíð
Hólaskóla
www.sjofnhar.is