Morgunblaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
KOSNINGABARÁTTA Barack
Obama gæti beðið álitshnekki eftir
að bandarískar sjónvarpsstöðvar
birtu í vikunni upptökur af fyrrver-
andi presti úr kirkju Obama-fjöl-
skyldunnar í Chicago. Presturinn,
Jeremiah Wright, þykir mjög áhrifa-
ríkur en hann lét af störfum fyrir
skömmu. Samkvæmt upplýsingum
The Guardian er Wright þekktur
fyrir seiðandi og stórbrotnar ræður
sem beinast gjarnan að illri meðferð
á blökkumönnum í Bandaríkjunum.
M.a. hefur verið haft eftir honum
að skipulega sé unnið að því að halda
blökkumönnum niðri í samfélaginu
og hefur hann líkt leiðtogahlutverki
Obama við baráttu Jesú á tímum
Rómverja. „Barack veit hvað það er
að búa í landi sem er stjórnað af ríku,
hvítu fólki. Hillary hefur ekki þá
reynslu,“ sagði Wright.
Hann hefur einnig látið hörð orð
falla um stefnu bandarískra stjórn-
valda og sagt árásina á tvíbura-
turnana í New York vera afleiðingu
af utanríkisstefnu Bandaríkjanna í
Miðausturlöndum og maklega eftir
árásina á Hiroshima.
Wright nýtur virðingar Obama og
hann gifti m.a. þau hjónin og skírði
dætur þeirra tvær. Obama hefur vilj-
að halda kynþáttamiðuðum um-
ræðum frá kosningabaráttu sinni og
hefur talsmaður hans sagt að Obama
horfi ekki til Wrights í stjórnmála-
legum skilningi. Obama sé ósammála
ýmsu sem Wright segi en beri þrátt
fyrir það virðingu fyrir honum og
öllu því góða sem hann hafi áorkað.
Obama líkt við Jesú
Vinir Obama og presturinn Wright.
ALLIR þekkja tónlist hans og sög-
una af undrabarninu sem sigraði
Evrópu en yfirgaf þennan heim allt-
of snemma, aðeins hálffertugur.
Útlit hans hefur hins vegar um
margt verið á huldu, þangað til sér-
fræðingur í tónlistarsögu uppgötv-
aði tvö portrett af Wolfgang Ama-
deus Mozart, sem talið er fullvíst að
séu af honum, sökum þess að upp-
runa þeirra er hægt að rekja allt aft-
ur til náins vinar Leopolds föður
hans. Cliff Eisen, prófessor í tónlist-
arsögu við King’s College í Lund-
únum, á heiðurinn af uppgötvuninni,
sem byggir á skriflegum heimildum
sem tengjast Mozart og Leopold, að
því er fram kemur í breska dag-
blaðinu The Times.
Á verkinu hér
til hliðar var Moz-
art nýkvæntur
konu sinni Const-
anze, á hinu er
meistarinn aðeins
um átta ára gam-
all. Hin róm-
antíska túlkun
andlitsmynd-
arinnar sem
aðdáendur Moz-
arts þekkja af súkkúlaðikúlum sem
kenndar eru við tónskáldið er ekki
nákvæm heimild um útlit hans, enda
máluð 18 árum eftir dauða hans
1791, af málara sem hafði ekki séð
hann í 36 ár. Verkin verða afhjúpuð
á ráðstefnu í Lundúnum um helgina.
Svona leit hann út
Portrett af Mozart
frá árinu 1783.
Peking. AFP. | Að minnsta kosti tveir
týndu lífi og fjöldi fólks þarf á að-
hlynningu að halda eftir að örygg-
issveitir skutu á mótmælendur í
Lhasa, höfuðborg Tíbets, í gær, þeg-
ar þeir kröfðust aukinna réttinda í
umfangsmestu mótmælunum gegn
yfirráðum Kínverja um tveggja ára-
tuga skeið.
Á mánudag var haldið upp á að 49
ár voru liðin frá því Tíbetar gerðu
misheppnaða uppreisn gegn stjórn
kommúnista í Kína, með þeim afleið-
ingum að Dalai Lama, trúarleiðtogi
Tíbeta, neyddist til að flýja í útlegð á
Norður-Indlandi.
Mótmælendur báru eld að kín-
verskum verslunum og kveiktu í far-
artækjum, en mótmælin eru þau
fjölmennustu síðan 1989, um það
leyti er Hu Jintao Kínaforseti fór
fyrir kommúnistaflokknum í Tíbet.
Ekki er ljóst hversu margir týndu
lífi en samkvæmt útvarpsstöðinni
Radio Free Asia létust að minnsta
kosti tveir þegar öryggissveitirnar
hófu skothríð, en óstaðfestar heim-
ildir benda til að táragasi hafi verið
beitt. Óttast er að tala látinna eigi
eftir að hækka, þótt erfitt geti
reynst að skera úr um mannfallið.
„Við erum önnum kafin við að
sinna særðu fólki [...] margir eru
slasaðir. Öruggt er að það hefur orð-
ið mannfall, en ég get ekki sagt um
hversu margir hafa týnt lífi,“ sagði
ónafngreind kona sem starfar á
sjúkrahúsi í Lhasa í samtali við
AFP-fréttastofuna í gær.
Krefjast meira frelsis
Á annað hundrað búddamunkar
hófu mótmælin snemma í gær og leið
ekki á löngu þar til hundruð manna
höfðu gengið til liðs við þá. Að
minnsta kosti 900 manns tóku þátt í
mótmælunum og sendi Kínastjórn á
annað þúsund manna öryggislið til
að hafa hemil á ástandinu, að því er
talsmenn herferðarinnar Free Tibet
Campaign höfðu eftir sjónarvottum.
Mótmælendur krefjast þess að
Kínastjórn láti af meintum mann-
réttindabrotum í Tíbet, auk þess
sem þeir fara fram á meira frelsi í
trúmálum og stjórnmálum.
Kínversk stjórnvöld hafa reynt
eftir fremsta megni að halda erlend-
um fjölmiðlum frá Lhasa, en eins og
sjá má á myndinni hér til hliðar náð-
ust þó myndir sem sýna öryggis-
sveitir kveða niður mótmælin.
Slíkar fréttamyndir koma á afar
slæmum tíma fyrir kínversk stjórn-
völd, sem leggja nú allt kapp á að
bæta ímynd landsins fyrir Ólympíu-
leikana í Peking í ágúst nk., ekki síst
í því ljósi að mótmælin breiddust til
annarra borga innan og utan Kína,
þeirra á meðal til Xiahe, í Gansu-
héraði, þar sem allt að fjögur þúsund
manns komu saman til að krefjast
aukinna réttinda Tíbeta. Í Kat-
mandu, Nepal, lenti lögreglumönn-
um saman við um þúsund mótmæl-
endur, þar með talið búddamunka. Í
New York var efnt til friðsamlegra
mótmæla fyrir utan höfuðstöðvar
Sameinuðu þjóðanna, þar sem fólkið
hrópaði: „Enginn friður, engir Ól-
ympíuleikar“.
Nota farsímana og netið
Þá veldur samskiptabyltingin því
að sífellt erfiðara verður að leyna því
fyrir umheiminum þegar gengið er
gegn mótmælendum af hörku og
náði Kínastjórn ekki að ritskoða efni
sem sent var með farsímum eða um
netið og endurbirt hefur verið í hin-
um ýmsu miðlum.
Má þar nefna að tveir Belgar sem
fylgdust með mótmælunum í Lhasa
lýstu þeim sem friðsamlegum til að
byrja með, eða þangað til hópur
munka, líklega sex til sjö, var fluttur
á brott í skyndi. Fjöldi lögreglu-
manna hafi komið aðvífandi og ótti
gripið um sig, vegna frásagna af
pyntingum í fangelsum.
Vart þarf að taka fram að þeirri
kröfu að erlendir fjölmiðlamenn
þurfi að sækja um leyfi til að geta
farið til Tíbets hefur ekki verið af-
létt. Er þeirri kröfu fyrst og fremst
ætlað að fyrirbyggja að erlendir fjöl-
miðlar geti grennslast fyrir um að-
búnað fólksins og miðlað sjónarmið-
um þess til umheimsins, stefna sem
nær til héraðanna í Kína, samanber
tilraunir til að koma í veg fyrir
fréttaflutning af umhverfisslysum.
Stjórn kommúnista í Kína hefur
farið með völdin í Tíbet frá árinu
1951 og hafa fregnir af mótmælum
eða ofbeldi gagnvart Tíbetum
ósjaldan verið byggðar á frásögnum
fólks sem ekki var viðstatt atburðina
og iðulega löngu eftir að þeir gerð-
ust.
Skotið á mótmælendur í Tíbet
Reuters
Ólga Mótmælendur í Lhasa, höfuðborg Tíbets, lögðu eld að verslunum og farartækjum í gær, um leið og þeir
kröfðust aukinna réttinda. Trúarleiðtoginn Dalai Lama hvatti stjórnina í Peking til að beita ekki hörku.
Í HNOTSKURN
»Á mánudag var hópur munkahandtekinn fyrir að minnast
uppreisnarinnar 1959, daginn
eftir beittu öryggissveitir tára-
gasi gegn friðsamlegum mót-
mælum munkanna í höfuðborg-
inni.
»Á fimmtudag voru búdda-klaustrin í Lhasa girt af.
»Útvarpsstöðin Radio FreeAsia, sem nýtur stuðnings
Bandaríkjastjórnar, segir mót-
mælendur hafa lagt kínverskar
verslanir í Lhasa í rúst.
FERÐALAG
ER ÞROSKANDI
FERMINGARGJÖF
GJAFABRÉFIÐ GILDIR SEM
GREIÐSLA UPP Í FLUGFAR
MEÐ ICELANDAIR
ÞÚ VELUR UPPHÆÐINA
+ Pantaðu fermingargjöfina
á icelandair.is/gjafabréf
Gjafabréf gildir í tvö ár frá útgáfudegi.
W W W. I C E L A N DA I R . I S
HUGURINN BER ÞIG
AÐEINS HÁLFA LEIÐ
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
4
15
30
03
/0
8