Morgunblaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þingfundavikan var í styttralagi enda fór fyrri parturvikunnar undir nefndastörfog þingfundir voru því að- eins á miðvikudag og fimmtudag. Tvenn lög voru þó samþykkt en ekki er hægt að segja að atkvæða- greiðslurnar hafi verið fjölmennar. Lög um almannatryggingar voru samþykkt með 34 atkvæðum en 29 þingmenn voru fjarstaddir. 23 þing- menn voru fjarstaddir við atkvæða- greiðslu um frumvarp um aðstoð- armenn formanna stjórnarandstöðu- flokka og landsbyggðarþingmanna og var það því aðeins samþykkt með 33 atkvæðum. Ein af skýringunum á fámenninu er að utanríkismálanefnd Alþingis var í Noregi til að fræðast um með- ferð EES-mála í norska Stórþinginu. Auk þess hafa forsætisráðherra, ut- anríkisráðherra og menntamála- ráðherra verið á faraldsfæti und- anfarið. Lítið að gera? En þó að skýra megi hluta fjar- vista í þinginu með utanlandsferðum þá er varla góður bragur á því að mikilvæg lög séu sett að fjarstöddum svo mörgum þingmönnum. Valgerður Sverrisdóttir sagði á Alþingi í vikunni að einkavæðing heilbrigðiskerfisins færi fram án að- komu Alþingis og að heilbrigð- isnefnd þingsins hefði varla haft nokkur mál til að vinna að í vetur. Þar sem fundargerðir nefnda eru ekki aðgengilegar er erfitt að átta sig á hvort þetta sé rétt hjá Valgerði en heilbrigðisnefnd fundaði a.m.k. ekki á nefndardögum vikunnar og hefur satt að segja aðeins haft eitt stórt mál til umfjöllunar á þessu þingi, þ.e. stofnfrumufrumvarpið, sem bíður lokaatkvæðagreiðslu. Ögmundur Jónasson, VG, lét jafn- framt í ljós óánægju sína í vikunni yfir að utandagskrárumræða um heilbrigðismál skyldi ekki komast á dagskrá, þó að ráðherra væri á Al- þingi til að mæla fyrir frumvörpum. Engin viðunandi svör fengust við gagnrýni Ögmundar. Hvers vegna fór umræðan ekki fram? Varla getur verið að heilbrigðisráðherra neiti að sitja fyrir svörum í utandagskrár- umræðu og geri hann það myndi for- seti þingsins væntanlega grípa inn í enda eiga þingmenn rétt á að fá ut- andagskrárumræðu um þau málefni sem á þeim brenna. Að lenda í ruglinu Að allt öðru. Hún er þekkt sagan af fanganum á Litla-Hrauni sem sagðist aðspurður hvers vegna hann sat þar inni hafa lent í nauðgun. Hann átti þó ekki við að sér hefði verið nauðgað heldur að hann hefði nauðgað. Þessi saga rifjast alltaf upp fyrir mér þegar fólk skýtur sér undan ábyrgð með því að láta sem það hafi ekki verið í gerendahlutverki við eig- in misgjörðir. Sumir „lenda í“ rugl- inu og aðrir í framhjáhaldi. Þessi orðræða verður fremur vandræðaleg þegar stjórnmálamenn beita henni eins og fyrrverandi og mögulega tilvonandi borgarstjóri Reykjavíkur, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, gerði eftir að hann „lenti í“ REI-málinu. Geir H. Haarde forsætisráðherra daðraði aðeins við þessa orðræðu á dögunum þegar Ögmundur Jón- asson, VG, spurði hvort til greina kæmi að Ísland sliti stjórnmála- sambandi við Ísrael. Geir sagði það ekki hafa komið til umræðu „enda væri það mjög stórt skref að stíga í samskiptum okkar við þetta gamla vinaríki okkar sem því miður hefur leiðst út í þær ógöngur sem við for- dæmum“. Það er að sjálfsögðu fagnaðarefni að forsætisráðherra taki afdrátt- arlausa afstöðu gegn mannréttinda- brotum og ofbeldisverkum. Jafnvel þótt hann geti haft ákveðna samúð með Ísaraelsmönnum er dálítið langt seilst að halda því fram að Ísraelsríki hafi „leiðst út í þær ógöngur“ að fara fram með því offorsi sem það hefur gert á Gaza undanfarið. Í slíkar ógöngur koma menn sér alveg sjálf- ir. Að leiðast út í ógöngur ÞINGBRÉF Halla Gunnarsdóttir Kaupauki fylgir vöru frá Oroblu Kynning á n‡ju vorvörunum frá Oroblu í Debenhams, Smáralind í dag, 15. mars kl. 13-17. „ÞAÐ hefur engin ákvörðun verið tekin um hugsanlegar hvalveiðar á þessu ári. Það liggur hins veg- ar fyrir áhugi hér innan lands á veiðum. Það eru hrefnu- veiðimenn sem hafa látið þennan áhuga sinn í ljósi til þess að geta sinnt okkar innlenda markaði,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- ráðherra. „Ég hef alltaf sagt það að for- sendur fyrir því að gefa út leyfi til hvalveiða væri að það væri gert á grundvelli sjálfbærrar nýt- ingar og hins vegar að það væri einhver markaður fyrir afurð- irnar. Ella væri engin tilgangur með veiðunum. Það er auðvitað það, sem að mínu mati þarf að liggja til grundvallar, þegar tekin verður ákvörðum um hvort veið- ar verði leyfðar. Sú ákvörðun hefur ekki verið tekin,“ segir Einar. Gunnar Bergmann, fram- kvæmdastjóri Félags hrefnuveiði- manna, segir að allt kjöt hjá þeim sé uppselt. Það síðasta hafi farið í pökkunarfyrirtæki og á veit- ingahús en kjötið hefði ekki verið til sölu í verzlunum í vetur. Þá hefðu verið súrsuð þrjú til fjögur tonn af rengi fyrir þorrann í vet- ur og hefði það allt selzt upp þrátt fyrir tiltölulega hátt verð. Mikil vinna og rýrnun væri við verkunina. Hann segir að hrefnu- veiðimenn vilji halda veiðum áfram á þessu ári. Greinilegt sé að góður markaður sé innan lands fyrir afurðirnar. Í fyrra voru veiddar 45 hrefn- ur. 39 dýr voru veidd í vís- indaskyni samkvæmt áætlun Haf- rannsóknastofnunar og 6 voru veidd í atvinnuskyni. Engin lang- reyður var veidd í fyrra. Engin ákvörðun um hvalveiðar Einar K. Guðfinnsson Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is EF gengi krónunnar helst svipað og það er nú er útlit fyrir að kostnaður Landhelgisgæslunnar aukist um marga tugi milljóna umfram það sem miðað var við þegar fjárlög 2008 voru samþykkt. Leiga á þremur björgunarþyrlum vegur þar lang- þyngst en einnig hafa varahlutir í flugvél og þyrlu Gæslunnar hækkað sem og eldsneytisverð. Mánaðarleiga fyrir TF-GNÁ er 210.000 Bandaríkjadalir, mánaðar- leiga fyrir TF-EIR er 56.000 dalir og mánaðarleiga fyrir TF-OBX sem yf- irleitt er kölluð Steinríkur er 106.000 evrur. Á gengi gærdagsins jafngildir þetta um 30,2 milljónum króna á mánuði. Þar að auki greiðir Land- helgisgæslan 1.900 evrur, um 207.000 krónur, í viðhaldsgjald fyrir hvern flugtíma á leiguþyrlunum. Útgjöld Gæslunnar eru einkum í Bandaríkjadölum, evrum, pundum og norskum krónum. Um miðjan febrúar var reiknað út hvert geng- istapið yrði á rekstri Gæslunnar á þessu ári, miðað við þær forsendur sem lágu fyrir í lok síðasta árs. Nið- urstaðan var sú að gengistapið yrði 65 milljónir. Síðan þá hefur gengi ís- lensku krónunnar sigið töluvert og má því gera ráð fyrir að gengistapið gæti orðið enn meira. Aðspurður hvernig Landhelgis- gæslan hyggist mæta þessum auknu útgjöldum sagði Þórhallur Hákonar- son, fjármálastjóri Gæslunnar, að það væri í vinnslu. Um 25% af út- gjöldum Gæslunnar er í erlendum gjaldmiðlum. Gengistap hjá Gæslunni AFAR bjart var yfir landinu í gær eins og þessi gervi- tunglamynd sýnir. Spáð er björtu veðri um helgina og því kjörið að leggja land land undir fót og sjá landið skarta sínu fegursta í vetrarbúningi, áður en vorar. Landið fannhvítt og heiðskírt á miðunum ÓLAFUR F. Magnússon, borg- arstjóri Reykjavíkur, og Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Al- þjóðahúss ehf., undirrituðu nýjan þjónustusamning Alþjóðahússins ehf. við Reykjavíkurborg til eins árs upp á 30 milljónir króna. Reykjavíkurborg hefur lagt fé í starfsemi Alþjóðahúss í sjö ár eða frá árinu 2001. Ein veigamesta nýjungin í samn- ingnum nú er að Alþjóðahús mun sjá um menningar- og frístund- astarfsemi fyrir erlenda íbúa í Efra-Breiðholti. Lögð verður sér- stök áhersla á starfsemi fyrir börn og fjölskyldur þeirra og náið sam- ráð verður haft við íbúa í Efra- Breiðholti. Í samningnum er enn fremur kveðið á um að Alþjóðahús annist aðstoð og ráðgjöf við Reykjavík- urborg um útgáfu kynningarefnis um þjónustu borgarinnar. 30 milljóna þjónustusamningur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.