Morgunblaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigurður Árna-son fæddist á
Bjarkarlandi í Vest-
ur-Eyjafjallahreppi
26. apríl 1932 og
ólst þar upp. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu Ljós-
heimum á Selfossi
8. mars síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Ísleif Ingi-
björg Jónsdóttir
húsfreyja, f. 9. júní
1910, d. 20. mars
2002, og Árni Krist-
inn Sigurðsson bóndi, f. 20. des-
ember 1902, d. 11. nóvember
1983. Systkini Sigurðar eru 1)
Unnur, f. 25. nóvember 1934, d.
23. október 1935, 2) Trausti, f. 2.
ágúst 1936, kvæntur Ernu Mark-
úsdóttur, f. 9. ágúst 1947, börn
þeirra Edda, f. 10. júní 1979, og
Árni, f. 5. janúar 1984, 3) Bragi, f.
14. júní 1938, og 4) Valdimar, f.
27. mars 1946, d. 30. júní 2000,
kvæntur Þórnýju Guðnadóttur, f.
17. febrúar 1963.
Eiginkona Sigurðar er Connie
Maria Cuesta, f. 21. desember
1965, en þau hófu sambúð árið
1991 og gengu í hjónaband í jan-
úar 2005.
Sigurður stundaði bústörf frá
12 ára aldri. Hann
var bóndi í Bjarkar-
landi mestalla
starfsævi sína, allt
til ársins 2004 er
heilsan bilaði. Sem
ungur maður og
síðan meðfram bú-
störfum vann hann
við ýmis verka-
mannastörf, eink-
um við smíðar og í
byggingarvinnu.
Hann vann meðal
annars við Kefla-
víkurflugvöll,
tækjavinnu í frystihúsinu í Þor-
lákshöfn, vegagerð, við byggingu
Sigölduvirkjunar og sá einnig um
áburðarflutninga fyrir bændur.
Frá 1963 ók hann eigin vörubíl
og tók að sér ýmis verkefni fyrir
aðra og vann meðal annars í
Vestur-Skaftafellssýslu um tíma.
Sigurður hjálpaði einnig sveit-
ungum sínum við ýmis sérhæfð
störf, eins og smíðar og byggingu
húsa. Hann húsaði sjálfur upp
Bjarkarland.
Sigurður var liðtækur gít-
arleikari og lék oft fyrir dansi á
böllum í sveitinni.
Útför Sigurðar verður gerð frá
Stóradalskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku Sigurður minn.
Þú hefur nú lagt upp í langt ferðalag
og fengið hvíld frá erfiðum veikind-
um. Þú varst sáttur við að fara og ert
nú kominn á betri stað þar sem vel er
tekið á móti þér. Það voru mikil for-
réttindi að fá að kynnast þér og
ganga með þér hluta af ævileiðinni.
Þú varst fyrirmyndar eiginmaður og
mér leið alltaf vel í návist þinni. Af
þér geislaði gleði, góðvild og hjálp-
semi í garð annarra og ég var alltaf
stolt af þér.
Þú hafðir gaman af að hitta fólk og
spjalla og fylgdist vel með því sem
var efst á baugi hverju sinni. Þú varst
mikill umhverfissinni, náttúrubarn
og dýravinur og við áttum ógleyman-
legar stundir saman innan um hunda,
hesta og kindur. Hundarnir okkar,
Putti og Skundi, voru mjög hændir
að þér. Hann Skundi þinn dó nokkr-
um dögum á eftir þér og fylgir þér
léttstígur á nýjar slóðir. Sauðburð-
urinn var alltaf yndislegur tími hjá
þér í sveitinni þótt hann væri mjög
annasamur og þú minntist ávallt með
blik í augum hvíta hestsins sem þú
áttir ungur.
Þegar þú áttir stund frá búskapnum
fórum við oft til fjalla eða niður í fjöru
og fylgdumst með selum við Mark-
arfljótsósa á björtum sumarkvöldum
eða fuglalífinu í mýrinni og tjörnun-
um heima. Þú fagnaðir farfuglunum
hvert sumar sem góðum gestum.
Eftirlætis söngfuglinn þinn var spó-
inn og hann söng svo undir tók á
hverju vori. Náttúrufegurðin er mikil
í Bjarkarlandi. Eyjafjallajökull
gnæfir yfir í austri, Tindfjöll og
Hekla í norðri og fyrir sunnan ber
Vestmannaeyjar við himin með
hamrabjörg sem loga eins og eldur í
kvöldsólinni.
Mér fannst yndislegt að fara með þér
til útlanda. Þú hafðir áhuga á svo
mörgu og skemmtir þér svo vel þeg-
ar við fórum til Ítalíu og heimsóttum
Feneyjar, Flórens, Róm og Kaprí.
Þú naust þess að skoða fornar bygg-
ingar og listasöfn og á Kanarí fórum
við saman til fjalla og skoðuðum
gróður, fuglalíf, búfénað og nytja-
jurtir. Þá naustu þín vel. Mér er einn-
ig minnisstætt þegar við fórum í
fyrsta sinn saman til Þýskalands,
vorið 1993, og þú hittir afa minn og
ömmu sem þá voru orðin mjög full-
orðin. Þið náðuð svo vel saman þótt
þið töluðuð ekki sama tungumálið.
Þegar ég kom heim í Bjarkarland
eftir vinnuvikuna á Laugarvatni
beiðst þú mín heima með nýlagað
kaffi og hlýjar móttökur og helgin
leið fljótt í félagsskap þínum. Oft
fannst mér tíminn lengi að líða á milli
þess sem við hittumst en þú styttir
mér biðina með því að hringja í mig á
kvöldin áður en þú fórst að sofa og
bjóða mér góða nótt. Á milli okkar
ríkti ást og skilningur og við þekkt-
um svo vel hugsanir og tilfinningar
hvort annars.
Nú er komið að kveðjustund. Þú
varst eiginmaður minn, lífsförunaut-
ur og besti og nánasti vinur. Ég kveð
þig með söknuði. Ég mun aldrei
gleyma þér. Ég þakka þér fyrir allt
sem þú hefur gefið mér og kennt mér
á lífsleiðinni. Ég mun alltaf hugsa til
þín með ást og virðingu.
Tign er yfir tindum
og ró
angandi vindum
yfir skóg
andar svo hljótt
söngfugl í birkinu blundar
Sjá innan stundar
sefur þú rótt.
(Goethe, Wanderers Nachtlied – þýð.
Helgi Hálfdanarson.)
Þín
Connie.
Siggi frændi er látinn eftir ára-
langa sjúkrahúslegu eftir heilablóð-
fall sem hann náði sér aldrei af. Það
var skrýtið að sjá hann sitja hreyf-
ingarlausan í stólnum sínum og vita
ekki hve mikið hann skynjaði og velta
fyrir sér hvað hann væri að hugsa og
þætti vont að geta ekki tjáð sg. Hann
hafði sterkar og ákveðnaroðanir, var
þrælpólitískur og naut þess að rök-
ræða þær í þaula. Var vel lesinn og
þoldi illa ef honum þótti brotið á ein-
hverjum honum nákomnum, þá barð-
ist hann með kjafti og klóm uns rétt-
lætinu var fullnægt. Siggi var elstur
af fimm systkinum. Elsta systkini
finnur oft til ábyrgðar gagnvart þeim
yngri og pabbi sagði mér sögur af því
þegar stóri bróðir var að smíða vöru-
bíla og kassabíla með hjólum og stýri
sem gaman var að keyra um í sand-
inum eftir sérhönnuðum vegum
smárra handa. Hann gerði bræður
sína líka stolta þegar hermenn
keyrðu um sveitina í „offisera“-jepp-
unum og unnu við að leggja símalínur
austur í Vík. Strákarnir litu her-
mennina óttablöndnum augum, full-
meðvitaðir um að þetta voru jaxlar
sem höfðu drepið menn í heimsstyrj-
öldinni. Þeir vissu líka að þeir lumuðu
á góðgæti sem var afar sjaldséð á Ís-
landi á þessum tíma. Siggi var sá eini
sem þorði að nálgast þá, hafði með-
ferðis dýrindis hænuegg og fékk í
staðinn ávexti og amerískar tyggjó-
plötur sem bræðurnir skiptu á milli
sín.
Sem ungur maður hafði hann mik-
inn áhuga á flugi, drakk í sig fróðleik
um það, átti blöð og bækur og
dreymdi um að verða flugstjóri.
Hann vann alla tíð mikið, við fé-
lagsbúið sem og utan heimilis, aðal-
lega við vegavinnu víðs vegar um
landið á sínum eigin vörubílum.
Vandvirkni var mikils metin. „Allt á
að vera beint og fallegt,“ eins og hann
sagði. Þeir Valli frændi sáu um að
steypa grunninn á nýja húsinu á
Bjarkalandi og þar skeikaði ekki
millimetra, einnig byggðu þeir fjár-
húsið og hlöðuna sjálfmenntaðir í
faginu. Í sveitinni þurfti að bjarga
sér. Hann var fjölmiðlafíkill og elsk-
aði sjónvarp. Hann lifði sig inn í at-
burðarásina og lét tilfinningar sínar í
ljós.
Þegar við fjölskyldan komum í
sveitina á föstudagskvöldum var
gaman að setjast með Sigga í litlu
stofuna og horfa á spennuþætti eins
og Derrick eða góða gamanmynd og
hlæja saman. Siggi frændi gat virkað
harður og sumum þótti hann jafnvel
fráhrindandi. En þeir sem þekktu
hann vissu að hann var örlátt ljúf-
menni með stórt hjarta en harðan
skráp. Hjálpaði öðrum og lét sjálfan
sig sitja á hakanum. Ég gleymi aldrei
þegar ég sá hann í fyrsta skipti fella
tár, mér brá því ég hélt að hann væri
ófær um að gráta. Tilfinningavera
með sterka réttlætiskennd. Hann var
hávaxinn, grannur og spengilegur,
hélt ljósa hárinu alla tíð sem og mjall-
hvítu tönnunum. Í seinni tíð fékk
hann tækifæri til að ferðast og veit ég
að það gladdi hann mjög.
Þegar Siggi kvaddi þennan heim
var bjartur og fallegur dagur og ég
gat ekki annað en glaðst yfir að hann
hefði öðlast langþráða hvíld. Ég trúi
að nú sé hann í faðmi látinna ástvina
sem taka vel á móti honum. Guð
geymi hann.
Edda Traustadóttir.
Sigurður Árnason
✝ Árný GuðríðurEnoksdóttir
fæddist í Reykjavík
11. ágúst 1932. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu Víði-
hlíð í Grindavík mið-
vikudaginn 5. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Enok Ingimund-
arsson, f. 29.8. 1907,
d. 2.7. 1974, ættaður
úr Vestmanna-
eyjum, og Kristín
Björnsdóttir, f. 7.11.
1908, d. 17.6. 1997, ættuð úr
Hreppunum. Systkini Árnýjar eru:
Birna, f. 12.12. 1927, Einar, f.
20.12. 1928, Klara, f. 12.8. 1930, d.
26.12. 2003, Pétur, f. 5.11. 1937,
Helga, f. 27.11. 1938, og Munda, f.
18.12. 1939, d. 16.1. 2005.
Árný giftist 18.11. 1952 Guð-
mundi Þorsteinssyni frá Hópi í
Grindavík, f. 25.6. 1926, d. 9.8.
2002. Foreldrar hans voru Þor-
steinn Ólafsson, f. 13.3. 1901, d.
20.5. 1982, og Margrét Daníels-
dóttir, f. 17.1. 1899, d. 15.8. 1981.
Þau eru bæði ættuð frá Grindavík.
Eftirlifandi systkini Guðmundar
eru Óskar, f. 26.3. 1923, og Ingi-
björg, f. 31.1. 1941, en alls voru
systkinin fjögur. Börn Árnýjar og
Guðmundar eru: 1) Þorsteinn, f.
31.5. 1953, maki Rungnapha, f.
14.4. 1966. Börn Þorsteins frá
fyrra hjónabandi eru: a) Einar
Kristinn, f. 4.4. 1973, hann á þrjú
börn, og b) Guðmunda Árný, f.
26.9. 1978, hún á fjögur börn. 2)
Kristín, f. 10.3. 1956, maki Helgi
Þór, f. 21.12. 1942. Þau eignuðust
eitt barn, andvana
fætt. 3) Þorvaldur, f.
29.6. 1959, maki
Somphop, f. 31.8.
1977, sonur þeirra
er Guðmundur Þor-
steinn, f. 6.12. 2003.
Sonur Þorvaldar frá
fyrra hjónabandi er
Enok Óskar, f. 29.8.
1981, unnusta Krist-
ín Holm, þau eiga
tvö börn. 4) Birgir
Ingi, f. 30.10. 1964,
börn hans eru Sævar
Þór, f. 18.12. 1991,
Mardís Ösp, f. 20.8. 1994, og Bald-
ur Bragi, f. 10.5. 2000. 5) Bragi
Þór, f. 30.10. 1964, d. 2.1. 1990. 6)
Þórlaug, f. 20.10. 1966, maki Þor-
lákur Grímur, f. 25.9. 1968, dóttir
þeirra er Aníta Ólöf, f. 21.8. 2004.
Börn Þórlaugar frá fyrra sam-
bandi eru Sigríður Heiða, f. 15.2.
1985, Guðríður Hanna, f. 23.5.
1987, og Guðmundur Hermann, f.
27.6. 1992. Dóttir Þorláks frá
fyrra sambandi er Særún Ösp, f.
13.2. 1994. 7) Hermann Sævar, f.
3.10. 1968, d. 13.4. 1986.
Á uppvaxtarárunum bjó Árný í
Reykjavík með foreldrum sínum.
18 ára gömul flutti hún til Grind-
arvíkur og kynntist þar eig-
inmanni sínum, Guðmundi. Þau
bjuggu á Sjónarhóli þar til Guð-
mundur lést, þá flutti Árný á
Árnastíg 6 og síðar í Suðurhóp 1.
Síðustu mánuðum ævinnar eyddi
Árný á hjúkrunarheimilinu Víði-
hlíð í Grindavík.
Árný verður jarðsungin frá
Grindavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
Elsku mamma, mikið erum við búin
að sakna þín þessa daga sem eru liðnir
frá andláti þínu, það er svo skrítið að
geta ekki farið að heimsækja þig upp í
Víðihlíð og hún skotta litla skilur ekkert
í því af hverju við förum ekki til þín,
henni þótti gaman að koma til ömmu og
að fá að keyra þig í stólnum, það var nú
sport fyrir þá stuttu, eða að fikta í rúm-
inu, það var nú sport. Hún var nú orðin
ansi flink á takkana og ef það átti að
lyfta höfðinu þá var það ekkert mál fyr-
ir hana.
Það var mikil ánægjustund að fá að
hafa þig hjá okkur um jólin og þú hafðir
gaman af því þótt það reyndi mikið á
þrekið, en við geymum góðar minning-
ar um þessi dýrmætu jól í hjörtum okk-
ar.
Þegar við komum til þín var alltaf til
nammi í skúffunni hjá þér, hún skotta
var nú farin að rata á réttan stað. Mikið
varstu ánægð þegar ég sagði þér hvort
kynið hún Hanna þín gengi með og þeg-
ar ég sagði þér hvernig við komumst að
því þá varstu glöð að heyra að hann
passaði hana úr fjarlægð.
Og að sjá brosið þitt þegar ég kom
með myndina með allri fjölskyldunni
þinni, það var nú toppurinn að hafa all-
an skarann hjá þér.
Það er mikið tóm í okkar lífi núna og
við söknum þín mikið, en þú varst orðin
sátt, og ánægð með það að geta séð yfir
til Sjónarhóls, gamla hússins þíns og
pabba.
Nú segir skotta litla að amma sé hjá
englunum.
Þú ert nú í faðmi þeirra sem voru
farnir á undan þér og þú saknaðir svo
ósköp mikið.
Guð geymi þig elsku mamma,
tengdamamma og amma.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Kveðja,
Þórlaug, Þorlákur, Heiða,
Hanna, Guðmundur, Særún og
Aníta Ólöf.
Elsku mamma og tengdamamma.
Þú ert nú komin til pabba og bræðra
minna svo það hefur verið hátíð hjá
þeim. Ég ætla að segja nokkur orð um
þig. Þegar ég kom með manninn minn í
fyrsta skipti fyrir 35 árum var vel tekið
á móti honum eins og alltaf. Þá var ég
17 ára á leið í Húsmæðraskólann á
Varmalandi. Ég á margar góðar minn-
ingar frá göngutúrunum okkar út í
hverfi eins og það var kallað, með öll
börnin, hunda, ketti, hænur og lömb á
eftir okkur í halarófu en svo heltist eitt
og eitt úr lestinni svo það verður stór
hópur sem tekur á móti þér eins og fyrr
sagði. En á seinni árum áttum við eitt
sameiginlegt, það var hin illa sykursýki.
Þú sagði mér þegar pabbi dó, að þú sæ-
ir eftir því að hafa ekki tekið bílpróf, því
þá hefðir þú ekki verið eins innilokuð í
veikindum hans, þið höfðuð nefnilega
yndi af því að rúnta um Ísland og auð-
vitað á allar bryggjur landsins.
Guð geymi þig.
Ástarkveðjur,
þín dóttir og tengdasonur,
Kristín og Helgi.
Elsku amma mín, ég þakka fyrir all-
ar stundirnar sem við áttum saman.
Ég er mjög ánægð með að hafa eytt
síðustu stundunum hérna með þér, þó
að þú værir undir það síðasta ekki alveg
meðvituð um það sem var að gerast í
kringum þig þá var hugurinn þinn hjá
okkur og þú skynjaðir nærveru okkar.
Þú varst búin að bíða eftir að komast
til hans afa og strákanna.
Ég man svo eftir því þegar ég var oft
hjá ykkur í pössun, ég átti góðar stund-
ir með ömmu að spila og þú sýndir mér
hvernig ég átti að leggja kapal, ég var
alltaf svo æst og þegar þú varst að
leggja kapal var ég alltaf að reyna að
vera með og segja hvernig þú ættir að
gera.
Þegar þú komst með mömmu út til
mín til Þýskalands var það alveg saga
til næsta bæjar, ég bauð þér að koma
með á hestbak en þú neitaðir vegna
þess að þú hefðir ekki farið á bak hesti í
yfir 50 ár, en ég auðvitað náði í hest,
lagði á og fékk þig til að fara á bak og þú
sagðir að ég hefði bara tekið þig með
annarri hendi og lyft þér á bak, en þú
varst svo ánægð og glöð eftir að hafa
farið smá hring að það lifir enn í mjög
góðri minningu.
Mér fannst yndislegt að koma í af-
mælið þitt, ég hefði ekki viljað missa af
því, ég á eftir að sakna þín mikið.
Elsku amma og langamma, ástar-
kveðjur og takk fyrir allt.
Guðmunda Árný og börn
Árný Guðríður
Enoksdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bilum
- mælt í Tools/Word Count). Ekki er
unnt að senda lengri grein.
Minningargreinar
✝
Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð samúð
og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR INGIMUNDARSONAR
frá Snartarstöðum,
Núpasveit.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki
öldrunardeildar Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga
fyrir frábæra umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Guðný Kristjánsdóttir,
Guðný María Sigurðardóttir, Jón Halldór Guðmundsson,
Kristjana Ólöf Sigurðardóttir, Gunnar Bragi Ólason,
Inga Friðný Sigurðardóttir, Sólmundur Oddsson,
Halldóra Sigurðardóttir, Einar Guðjónsson
og barnabörn.