Morgunblaðið - 15.03.2008, Side 38

Morgunblaðið - 15.03.2008, Side 38
38 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jónas Geir Sig-urðsson fæddist á Brekkum í Holt- um 17. maí 1931. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu, að Rauðalæk, 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hans, bændur á Brekkum, voru hjónin Marta Jónsdóttir, f. á Mið- Hvoli í Mýrdal 17.5. 1890, d. 2. júní 1980, og Sigurður Guð- mundsson, f. 20. des. 1891, d. 26. apríl 1979. Auk Jónasar áttu þau fjórar dætur: a) Sigríði, f. 4.3. 1916, d. 7.8. 1943, b) Margrét, f. 22.7. 1917, d. 3.3. 1987, maki Helgi Hannesson, f. 23.6. 1896, d. 23.4. 1989, c) Stein- unn Auðbjörg, f. 5.11. 1923, d. 31.5. 1993, maki Jón Ingvarsson, f. 7.7. 1918, d. 22.6. 2000, og d) Sólveig, f. 25.10. 1925, d. 22.6. 2000, maki Guðjón Hjartarson, f. 19.10. 1927, d. 18.6. 1992. Auk þess ólu þau upp Aðalstein Sig- urðsson, f. 11.4. 1929, d. 21.6. 1973. Jónas kvæntist hinn 1. janúar 1955 Guðnýju Albertu Hammer frá Ísafirði, f. 30.10. 1930. Börn þeirra eru: a) Sigríður Steinunn, f. 3.1. 1954. Sambýlismaður Flosi Ólafsson. Börn Sigríðar eru Pálmi Sævar og Jónas Albert. b) Ragnheiður, f. 4.10. 1957. Börn hennar eru Hafdís, Eyvindur og Elín. c) Sigurður Jónasson, f. 15.12. 1961, maki Ásdís G. Jóns- dóttir. Systur þeirra sammæðra eru: a) Kristjana Sigurðardóttir, f. 10.2. 1947, maki Gunnlaugur Gunnlaugsson. Börn Kristjönu eru Sigurður, Herdís Alberta og Anna Málfríður. b) Herdís Ragna Þorgeirsdóttir, f. 12.11. 1949. Sambýlismaður Davíð B. Sigurðs- son. Dætur Her- dísar eru Helena og Alda. Jónas ólst upp á Brekkum í Holtum hjá foreldrum sín- um og sinnti þar öll- um almennum bú- störfum. Auk þess vann hann á vélum við framræslu víða um Rangárvalla- sýslu. Enn má finna skurði sem hann gróf á þeim árum. Hann tók við búi foreldra sinna á Brekkum og stundaði þar hefðbundinn bú- skap. Upp úr 1970 hóf hann störf við Kaupfélag Rangæinga á Rauðalæk, og dró hann þá nokk- uð úr umsvifum sínum við bú- skapinn, en átti samt kindur og hross til dauðadags sér og sínum til gagns og skemmtunar. Jónas tók virkan þátt í félagsstörfum sveitar sinnar. Hann söng í kirkjukórnum um árabil ásamt konu sinni og árum saman voru kóræfingar haldnar á heimili þeirra. Hann sat í sóknarnefnd Árbæjarkirkju um nokkurra ára skeið og bar hag kirkju sinnar mjög fyrir brjósti. Hann sat í hreppsnefnd Holtahrepps um nokkurra ára skeið og átti sæti í stjórn Hitaveitu Rangæinga á upphafsárum hennar. Áhugamál Jónasar voru lestur góðra bóka, helst ljóðabóka, og söngurinn skipaði líka stóran sess í lífi hans, enda hafði hann fagra tenórrödd. Jónas unni náttúru landsins og naut þess að ferðast. Seinni árin eftir að um hægðist við bústörfin ferðuðust þau hjón um landið eins og heilsa þeirra leyfði. Útför Jónasar verður gerð frá Árbæjarkirkju í Holtum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þó pabbi minn hafi verið orðinn nokkuð fullorðinn og farinn að heilsu og kröftum, kom lát hans samt eins og reiðarslag yfir okkur öll. En líklega er maður aldrei tilbúinn að fá slíka frétt. Og yfir mig hellist söknuðurinn og eftirsjá- in eftir þessum góða manni sem var sá besti pabbi sem nokkur gæti kosið sér. Alltaf ráðhollur, alltaf að miðla mér af sinni reynslu og þekk- ingu, alltaf að líta til með því sem ég var að gera. Endalaus umhyggja sem gætti víðar. Þess fengu margir að njóta. Þar voru þau afar sam- hent og samstiga mamma og pabbi. En um það átti ekki að tala, það var svo sjálfsagt. Þegar ég var að alast upp á Brekkum mátti með sanni segja að þar væri mikið líf og fjör. Þar bjuggu afi og amma og höfðu þar skjól til dauðadags, en pabbi og mamma voru tekin við búsforráð- um. Fjölskyldan stór og allir sóttu í að dveljast á Brekkum um lengri eða skemmri tíma. Húsrýmið var ekki mikið en hjartarými óendan- legt. Þess vegna var alltaf pláss fyrir einn til og ekki tiltökumál að bæta nokkrum bitum í pottinn. Í endurminningunni var alltaf gam- an. Pabbi að segja vinnumanninum Smára, og seinna Halla, sögur eða einhverja vísu. Svo hlógu þeir með bakföllum. Svo sé ég pabba og Heiði frænku fyrir mér – þau ræða þjóðmálin eins og alltaf og eru sammála um að vera ósammála, – það er svo miklu skemmtilegra. Svo kemur Doddi í Litlu-Tungu og þá segir afi sögur sem aldrei eru eins í tvö skipti. Þetta var dásam- legt líf til að alast upp í. Góðir ná- grannar, góðir vinir, góð fjölskylda. Um 1970 fór pabbi að vinna í pakkhúsinu á Rauðalæk og minnk- uðu þá umsvifin við búskapinn en þá bætti mamma á sig gegningum og með samvinnu gekk þetta allt upp. Pabbi vann svo í pakkhúsinu allan sinn starfsaldur eftir það, og þar nutu sín hans góðu eðliskostir, ljúfmennska og lipurð við við- skiptavinina, sem ekki spurðu alltaf hvað klukkan væri þegar þá vant- aði þjónustuna, eða hvort það væri kannski helgi. Svo fluttu þau niður að Rauðalæk, þegar Ragnheiður systir hóf búskap á Brekkum. Og enn var gestkvæmt á heimilinu sem fyrr. Aldrei gleymast kvöldin við eldhúsborðið. Pabbi seilist í kaffi- könnuna og kannske er einhvers staðar viskípeli. Svo eru sagðar sögur og farið með vísur – jafnvel ljóðabálka sem hann hefur í sínu minni. Einhver nær kannski í ljóða- bók og finnur eitthvert uppáhalds- kvæði og allir hlusta og njóta. Syn- ir mínir báðir nutu svona stunda ásamt öðrum og í mínum huga blómstrar menningin ekki betur. Hann unni ljóðum Einars Ben. og Davíðs Stefánssonar og vitnaði oft í þau. Því þykir mér rétt að ljúka þessum orðum um hann föður minn með þessu ljóði eftir Davíð, sem hefði eins getað verið ort um hann. Hann tignar þau lög sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir gerðu eins. Ég kveð þig pabbi minn með óumræðilegum söknuði, en minn- ingarnar eru góðar og dýrmætar og veita mér og okkur öllum styrk. Sigríður S. Jónasdóttir. „Sæl Táta litla og vertu velkomin til okkar. Þótt ég sé ekki pabbi þinn þá á ég samt eitthvað í þér.“ Þannig voru móttökurnar sem ég fékk í fyrsta sinn sem ég sá þennan mann, þá aðeins sjö ára gömul. Þetta var maðurinn sem móðir mín hafði gifst og vorum við afi komin að vestan til að heimsækja ungu hjónin. Ég kom svo síðar á hverju sumri næstu fjögur til fimm árin til að passa hálfsystkini mín og vinna almenna sveitavinnu. Mér þótti margt öðruvísi í sveitinni en heima á Ísafirði. T.d. var alltaf fullt af fólki í mat og oft um helgar á milli 20-30 manns og furðaði ég mig oft á því, en fjölskylda Brekknasystk- inanna var stór og samgangur mik- ill og oft var glatt á hjalla við stóra eldhúsborðið og margar sögur sagðar og margir skrítnir karlar komu að ræða málin og Jónas sat alltaf í sínu sæti og fékk sér kaffi eftir hádegisblundinn og hellti þá á undirskálina og drakk úr henni. Hann var alltaf sívinnandi, sama hvað það var, fyrst sem bóndi og eftir að þau fluttu niður á Rauða- læk var vinnan í pakkhúsinu. Síðan tóku félagsmálinn við. Hann var t.d. virkur í starfsmanna- félagi Kaupfélagsins og í hrepps- nefndinni o.fl. Eftir að ég sjálf stofnaði heimili og kom með mín börn í sveitina var hann alveg ein- stakur, hann elskaði þau og virti alla tíð og fylgdist vel með þeim. Þau hændust að honum og af lang- afabörnunum var hann mjög stolt- ur. Hann var hafsjór af fróðleik og víðlesinn. Ein af okkar bestu minningum með honum er að nú fyrir nokkrum árum fórum við hjónin ásamt Siggu og Flosa inn í Veiðivötn og hann var með okkur í bílnum. Hann sagði okkur frá hinum ótrúlegustu kennileitum og sögum á leiðinni inn eftir, enda oft farið þessa leið bæði til veiða og smölunar. Hann og mamma voru dugleg að koma vest- ur að heimsækja ömmu nú seinni árin eftir að hann hætti búskap, en auðvitað var hann með kindur al- veg fram á síðasta dag „bara hobbýbóndi“. Við fórum oft í stutt- ar ferðir hér vestra og vildi hann ekki keyra heldur njóta ferðarinnar og útsýnisins ef við vorum þrjú, síðast nú í sumar en þá fór Gunn- laugur með hann í langan bíltúr út fyrir Dýrafjörð, en hann hafði lesið um ófæruna þar og vildi gjarnan fá að skoða þá leið. Því miður hefur hann verið heilsuveill síðari árin, en hugurinn var í lagi. Hann hefur annast móður mína alveg ótrúlega vel síðustu árin í hennar veikindum og verður það seint fullþakkað. Við komum til þeirra fyrir rúm- um hálfum mánuði og áttum góðan dag saman. Einnig talaði ég oft við hann í síma síðustu dagana í lífi hans, því þá lá móðir mín mikið veik á spítala, og alltaf bar hann sig vel, en sagðist bara vera bölv- aður ræfill. Þannig varst þú ekki í mínum augum, þú varst hetja í alla staði elsku Jónas minn og verður þín sárt saknað af okkur öllum sem eftir lifa. tengdamóðir þín sendir þér sérstakar saknaðarkveðjur og þakkar tryggðina í sinn garð þótt langt hafi verið á milli ykkar. Það er alltaf erfitt að kveðja tryggan ástvin sem ég átti eftir að tala svo mikið við og fræðast um ýmislegt. Við Gunnlaugur þökkum þér af al- hug fyrir samveruna. Hvíl þú í friði. Kristjana Sigurðardóttir. Eftir jarðskjálftana 17. og 21. júní árið 2000 var ég víða á Suður- landi að vinna við að meta tjón af völdum þeirra. Skömmu fyrir hádegi dag einn var ég staddur á Rauðalæk í Rang- árþingi ytra að skoða og meta skemmdir á húsi Sigurðar Jónas- sonar, og með honum var faðir hans Jónas G. Sigurðsson. „Borðar þú hrossakjöt?“ spurði Jónas þegar ég var í miðri skoðun, ég var svo sem vanur allskonar spurningum frá tjónþolum, hverra manna ég væri, hvar ég væri í póli- tík o.s.frv. en þessi spurning kom mér á óvart og ég óttaðist að ein- hverjir fordómar væru enn í gangi varðandi slíkt athæfi. „já,“ svaraði ég samt, því mér þykir hrossakjöt gott. Það færðist bros yfir þetta bjarta góðlega andlit og hann sagði „þá skalt þú koma með mér heim og við skulum fá okkur að borða“. Það var málið. Þetta voru fyrstu kynni mín, en ekki þau síðustu, af þessum góða manni sem alltaf var svo reiðubú- inn að gefa af því sem hann átti og leitandi eftir því að gera öðrum til góða. Í þessu matarboði sá ég í fyrsta skipti dóttur hans, Sigríði Stein- unni, sem þar var stödd, en for- lögin höguðu því svo skemmtilega til að hún er sambýliskona mín í dag. Þetta var því gæfu- og ör- lagaríkur dagur í lífi mínu. Jónas var gleðigjafi og gott að vera í návist hans, hann var þeim góðu gáfum gæddur að geta séð og notið þessara litlu og stundum skoplegu atvika sem gerast á meðal okkar, skemmtilegra tilsvara manna o.fl. Hann notaði gjarnan tækifæri á góðri stund til að miðla þessu til annarra með því að segja sögur af mönnum og málefnum, en ætíð gætti hann þess að særa eng- an. Jónas hafði mikið yndi af lestri góðra ljóða og opnaði gjarnan fyrir mig ljóðabók til að sýna mér og út- skýra af hve mikilli snilld ort var. Þetta fannst mér gott og opnaði hann oft huga minn til að íhuga og upplifa þetta með honum. Jónas var gæddur ríkri réttlæt- iskennd og hafði ákveðnar skoðanir á málefnum líðandi stundar, en ég geri ráð fyrir að oft á tíðum hafi hann búið við kröpp kjör í uppvexti sínum og á byrjunarbúskaparárum sínum, en það kann að hafa mótað skoðanir hans og framgöngu öðru fremur. Ekki vorum við Jónas alltaf sam- mála í umræðum okkar um pólitísk málefni, og er ég þakklátur fyrir það, því þess vegna fékk ég að heyra áhrifaríkar ræður og útskýr- ingar sem ég hefði ekki viljað missa af. Nærgætni, kurteisi og virðing einkenndu orð og æði Jónasar í samskiptum við fólk, enda naut hann virðingar samferðamanna sinna. Mér þótti vænt um Jónas og ég kem til með að sakna hans mikið, en ég á góðar minningar. Jónas var umvafinn ást og hlýju konu sinnar og barna og var það endurgoldið í sífellu á báða bóga, hann var sífellt að hugsa fyrir því hvernig hann gæti aðstoðað og hjálpað þeim sem á þyrftu að halda. Ég hef aðeins farið yfir brot af þeim minningum sem leituðu á huga minn eftir andlát þessa góða manns og er missir mikill fyrir hans góðu konu, Guðnýju A. Ham- mer, sem lifir mann sinn, börn þeirra og aðra afkomendur. Ég votta þeim samúð mína. Flosi Ólafsson. Góðmennska, glaðværð, þolin- mæði og vindill. Þannig eru eru mínar fyrstu minningar um hann Jónas tengdapabba minn. Ég var ekki stór þegar ég fékk stundum að leika mér á pakkhús- loftinu hjá honum. Þar vorum við í góðu yfirlæti og fannst voða spenn- andi að fela okkur á bak við kaðl- ana þegar viðskiptavinir komu í pakkhúsið. Ógleymanlegt var svo þegar ég fékk að vera á kaffistof- unni í búðinni. Þar horfði maður, með stórum augum, á Jónas drekka kaffið af brúnu undirskál- inni. Þetta hafði maður aldrei séð áður. Hvern hefði grunað þá að hann yrði tengdapabbi minn. En svo heppin varð ég. Og fékk að kynnast honum alveg upp á nýtt. Góðmennskan, glaðværðin og þol- inmæðin voru enn til staðar en eng- inn vindill. Og nú fékk ég að kynn- ast vísna- og sagnamanninum. Hann var óþrjótandi uppspretta af gamansögum, vísum og visku. Einstakt var að verða vitni að ástúðinni og umhyggjunni sem hann og Alla báru hvort til annars. Margar góðar minningar um þenn- an góða mann koma upp í hugann, minningar sem munu lifa með mér allt mitt líf. Og ævinlega verð ég þakklát fyrir þann tíma sem ég hef átt með honum tengdapabba mín- um, honum Jónasi á Brekkum. Ásdís Guðrún Jónsdóttir. Þegar ég kom fyrst að Brekkum, fyrir um það bil þrjátíu árum og hitti hann Jónas í fyrsta skipti, leist mér nú ekki meira en svo á þennan rauðhærða pakkhúskarl með vind- ilinn sem hálfglotti að mér þegar ég var að heimsækja dóttur hans. En ég fann fljótlega hvílíkan öð- ling hann hafði að geyma. Og eftir að við Ragnheiður fórum að búa á Brekkum og hann fluttur á Lækj- arbrautina voru samverustundirnar endalausar því þó að hann ynni fulla vinnu í pakkhúsinu, voru allar helgar og mestur hluti sumarfrísins notaðar til búverka. Árum saman var allt hey bundið í bagga þar sem ég var með bindivélina en hann rakaði og ef Ragnheiður eða ein- hver annar var að raka eða snúa er vinnu lauk tók hann alltaf við, taldi það sjálfsagt. Hann hlýtur oft að hafa verið þreyttur á kvöldin. Óteljandi eru dagarnir við girð- ingar eða rollustúss, eða kvöldin á haustin, að sækja kindur á næstu bæi á Land Rover, þiggja smá kaffisopa og kannski heyra nýja sögu eða segja eina sögu, en það kunni hann Jónas vel. Kunni hann endalausar sögur af samferðafólki sínu eða gömlum nágrönnum, og fékk ég margar að heyra, ekki síst þegar við vorum einir einhvers staðar uppi á mýri. Hann hafði einnig mikið yndi af vísum og fór oft með smellnar vísur eða las skemmtilegt ljóð er sest var við eldhúsborðið á kvöldin. Jónas og Alla ferðuðust töluvert um landið og reynt var að fara í eitthvert ferðalag á hverju sumri, og var þá helst ekki farinn þjóð- vegur nr. 1 og ekki tjaldað á al- menningstjaldstæðum. Var hluti af þessum ferðum oft að heimsækja móður Öllu og dóttur vestur á Ísa- fjörð. Jónas hafði mjög gaman af að ferðast um hálendið og ekki síst að fara inn í Veiðivötn. Eru mér ógleymanleg nokkur haust er við þáverandi tengdasynir hans fórum með honum í netaveiði. Þá var oft glatt á hjalla og vel hellt útí kaffið á kvöldin og Jónas hrókur alls fagnaðar, mikið sungið og farið með margar vísur og ef honum of- bauð framferði tengdasonanna fór hann með setningu er hann hafði einhvers staðar heyrt, að hver sá er sjálfan sig upphefur munu tengda- synir vorir niðurlægja. Með þökk fyrir allt mér og mín- um til handa, samfylgdina og þol- inmæðina. Ágúst Ómar. Jónas á Brekkum er fallinn frá. Þau sorglegu tíðindi bárust mér fimmtudaginn 6. mars sl. að Jónas Sigurðsson á Brekkum hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu. Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég var sendur í sveit til þeirra sómahjóna Jónasar og Öllu á Brekkum í Holtahreppi sjö ára gamall. Það var ekki hátt risið á stráknum sem var að fara í fyrsta sinn að heiman til sumardvalar í sveitinni. Óttinn við að fara til ókunnugs fólks var þó alveg ástæðulaus enda viðmót heimilis- fólks á Brekkum með því móti að frá upphafi leit ég á Brekkur sem mitt annað heimili. Hjá þeim hjón- um átti ég eftir að vera öll sumur upp frá því til 14 ára aldurs og á hverju vori var tilhlökkunin mikil að komast í sveitina. Það má með sanni segja að þau Jónas og Alla hafi verið eins konar fósturforeldrar, svo mikinn þátt áttu þau í mínu uppeldi. Það voru forréttindi að fá að vera þátttak- andi í því góða og skemmtilega andrúmslofti sem jafnan var ríkjandi á Brekkum. Það er mikil gæfa að hafa fengið tækifæri til að alast upp að hluta til á Brekkum og þar lærðist margt gott um lífið og tilveruna að ógleymdum öllum ljóð- unum og vísunum sem Jónas kenndi mér í gegnum tíðina. Ég fæ seint fullþakkað allt það góða sem ég lærði á dvölinni hjá þeim Jónasi og Öllu. Þótt samskipti okkar seinni árin hafi verið minni en fyrr slitnaði þó aldrei sambandið. Það var mikið gleðiefni að Jónas sá sér fært að koma í afmæli mitt í nóvember sl. hress og kátur að vanda. Öllu og fjölskyldunni votta ég dýpstu samúð. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Smári Sigurðsson. Jónas G. Sigurðsson  Fleiri minningargreinar um Jónas G. Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.