Morgunblaðið - 15.03.2008, Side 26

Morgunblaðið - 15.03.2008, Side 26
Þegar ekið er inn i Grindavíkmá sjá hvar nýtt einbýlis-húsahverfi er að rísa ávinstri hönd. Götunöfnin enda þar á hópi, t.d. Suðurhóp og Austurhóp. Þarna eru mörg stór og falleg einbýlishús og þar á meðal er húsið sem Vignir Kristinsson og Ólafía Jensdóttir hafa reist sér og fjölskyldu sinni og fluttu í fyrir einu og hálfu ári. Þetta er danskt timbur- hús sem fyrirtækið Multikerfi í Grindavík flytur inn. „Við bjuggum annars staðar í Grindavík, í húsi sem var nokkuð komið til ára sinna og þurfti á tölu- verðum lagfæringum að halda,“ seg- ir Vignir. „Þegar ég hafði reiknað út kostnaðinn við væntanlegar lagfær- ingar og var kominn upp í sjö eða átta milljónir, og hafði þá ekki tekið með í reikninginn eigin vinnu, kom- umst við að þeirri niðurstöðu að best væri líklega að selja húsið og byggja nýtt hús.“ Hátt til lofts og dyr í yfirstærð Fyrir valinu varð danskt timbur- hús frá danska fyrirtækinu Skanwo. Húsið er á þriðja hundrað fermetrar með bílskúrnum; fjögur góð her- bergi auk stofu og eldhúss sem eru í eins konar alrými. Þar er eldhúsið, glæsismíði Vignis sjálfs, í einu horn- inu. Til hliðar við eldhúsið er borð- stofuborðið sem hann á líka heiður- inn af að hafa smíðað og þegar betur er að gáð, flest húsgögn á heimilinu en komum að því síðar. Beint út frá borðstofunni er geng- ið út um breiðar dyr út á væntanlega verönd. Þar verður annað hvort smíðaður timburpallur í framtíðinni eða bara hellulagt, ef húsbóndinn fær að ráða. Hann segir, og það þótt hann sinni smíðum eða kannski ein- mitt þess vegna, að töluverð vinna fari í að viðhalda timburpalli. Út úr stofuhlutanum eru aðrar tví- breiðar dyr út á mikinn yfirbyggðan pall með heitum potti. Lofthæðin er mikil í húsinu, mest fjórir metrar, og einmitt þess vegna fara dyrnar í hús- inu sérlega vel í sinni yfirstærð, a.m.k. miðað við dyr í flestum ís- lenskum húsum. Þær eru 211 sm á hæð og gefa húsnæðinu sérstakt yf- irbragð. Vignir og Ólafía ákváðu að hafa breið gerefti og gólflista af sömu gerð og í sömu breidd með- fram öllum gólfum. Flísarnar á gólf- unum eru líka stórar, 60x60 sm, sem fer vel þar sem rýmið er svona mik- ið. Ljós litur þeirra hæfir vel bæði veggjum og panelklæddu og hvítt- uðu lofti. Eikarsmíði húsbóndans Það sem vekur þó svo sannarlega mesta athygli á heimilinu eru handa- verk húsbóndans; stór og falleg eld- húsinnrétting, borð, lítil og stór, hill- ur, spegilrammar, skápar og sitt- hvað fleira, allt smíðað úr gegnheilli eik. Fyrsta spurningin sem kemur upp í hugann er hvort Vignir sé ekki ann- að hvort húsgagna- eða húsamiður? „Ég er hvorugt,“ svarar hann, „en ég hef alltaf haft rosalega gaman af Eik í forsæti Eikarsmiðurinn Vignir við smíðar á verkstæðinu sínu Krosstré í Grindavík. Eik í eldhúsi Rúmt er um eldhúsið þar sem það er í einu horni þess sem kalla mætti alrými. Þar er stofan, borð- stofan, eldhúsið og aðgengi inn í herbergin. Innréttingin er lökkuð með AB lakki. Baðherbergisinnréttingin Það er kostur að meðhöndlun eikarinnar kem- ur í veg fyrir að vatn og sápa setji bletti á baðherbergisinnréttinguna. Lakkað Borðstofuborðið er úr hvíttaðri, olíuborinni eik. Olían gefur fallegan gljáa. Takið eftir 211 cm háum dyrum í baksýn. Fortíðin Spegill og hilla eftir Vigni í anda gömlu borðstofuskápanna sem voru með stórum spegli yfir. Vignir Kristinsson er mikill hagleiksmaður sem vílar ekki fyrir sér að innrétta eigið heim- ili, líkt og Fríða Björnsdóttir komst að er hún brá sér í heimsókn til Grindavíkur. lifun 26 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.