Morgunblaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 74. TBL. 96. ÁRG. LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is VILL LEIKA Í ÁST BOND-STJARNAN HONOR BLACKMAN Í LEIKPRUFU HJÁ VESTURPORTI >> 49 Fló á skinni >> 48 Komdu í leikhús Leikhúsin í landinu „SKÍÐAFÆRIÐ hefur verið algjör snilld, næg- ur snjór og frábært veður,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum. Ágætis veðri er spáð um helgina og næstu daga en um miðbik vikunnar eru töluverðar líkur á rigningu sem skíðamenn vonast auðvitað til að breytist í snjó til fjalla. Því er um að gera fyrir landsmenn að drífa sig á skíði um helgina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á skíði um helgina FRÉTTASKÝRING Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is SKIPTAR skoðanir eru um ákvörðun heil- brigðisráðherra að sameina heilbrigð- isstofnanir á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Yfirlýst markmið heilbrigð- isráðherra með sameiningunni er að styrkja og auka þjónustu við íbúana, nýta betur þekkingu fagfólks og skapa sterkari rekstrareiningar. Engu að síður er það eitt helsta áhyggju- efni sveitarstjórnarmanna að þjónusta í þeirra heimabyggð skerðist og spyrja þeir hvort „verið sé að leita ullar í geitarhúsi“ þegar minni stofnunum sé gert að hagræða, líkt og einn sveitarstjórnarmaður orðaði það. „Við erum talsvert brennd af hagræð- ingum stjórnvalda,“ sagði sá hinn sami. Framkvæmdastjórar heilbrigðisstofnana á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík eru mjög sáttir og telja að með með þessu megi m.a. ná fram hagræðingu í rekstri, t.d. með sam- eiginlegum innkaupum. Ánægja með sam- einingu Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi (HB) við stofnunina á Sauð- árkróki er hins vegar ekki jafnalmenn enda þjónusta stofnanirnar íbúa sjö sveitarfé- laga. Á Vestfjörðum stendur til að sameina Heilbrigðisstofnanir Bolungarvíkur og Ísa- fjarðarbæjar, en nú þegar er nokkurt sam- starf þar á milli, t.d. er sami fram- kvæmdastjóri yfir báðum stofnunum og lyfjainnkaup sameiginleg. Er þörf á að ganga lengra? „Það þarf að efla þjónustuna í Bolung- arvík, í því felast sóknarfæri fyrir bæj- arfélagið,“ segir Grímur Atlason, bæj- arstjóri þar í bæ. Á Vesturlandi er m.a. spurt af hverju ekki sé gengið lengra en að sameina sjúkra- húsið í Stykkishólmi við heilsugæslur á Snæfellsnesi, Borgarnesi og í Búðardal og taka Sjúkrahúsið á Akranesi með inn í myndina. Menn sjá hins vegar marga já- kvæða punkta við sameiningarnar. Auk hagræðingar nefna sveitarstjórnarmenn möguleika á meiri fjölbreytni og öryggi í læknisþjónustu. „En við setjum fram þá skýru kröfu að þjónustustigið haldist að lágmarki eins og það er núna og bindum vonir við að það geti jafnvel orðið öflugra,“ segir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæj- arstjóri Grundarfjarðar. Áhyggjur í heima- byggð Sameina á heilbrigðis- stofnanir víða um land Morgunblaðið/ÞÖK Greinilegt? Sveitarstjórnarmenn eru ekki á einu máli um sameiningu. FÓLKI sem leitar aðstoðar hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heim- ilanna vegna greiðsluerfiðleika hefur fjölgað upp á síðkastið. Að sögn Ástu S. Helgadóttur, forstöðumanns Ráðgjafarstofunn- ar, er mikið um að fólk hringir og leitar ráða. Er aðsóknin svo mikil um þessar mundir að fullbókað er í alla viðtalstíma fram í apríl. Sex starfsmenn eru á ráðgjafarstof- unni sem veita fólki af öllu landinu aðstoð. Ásta segir að margir hringi vegna gengisbundnu lán- væri mjög hagstætt að taka er- lend lán. Þeim fylgir áhætta eins og fylgir líka verðtryggðu lánun- um.“ Krónan veiktist um 1,56% Krónan veiktist um 1,56% í gær, skv. upplýsingum frá Glitni. Gengi dollarans er 71,15 krónur, gengi breska pundsins 144,44 krónur og gengi evru 111,12 krón- ur og er það hæsta lokun á evru. anna til að leita upplýsinga og virðist hafa komið mörgum í opna skjöldu hve greiðslubyrði afborg- ana hefur aukist að undanförnu. Hún segir marga sem leita til stofunnar hafa tekið bílalán sem bundin eru við myntkörfu. „Við höfum vakið athygli á að fjármála- fræðslu er almennt mjög ábóta- vant. Við finnum fyrir vanþekk- ingu á þessu. Ég efast ekki um að lánastofnanir hafi upplýst fólk um þetta þegar það tók lánin, en það var mikið í umræðunni að það Allir viðtalstímar bók- aðir fram í aprílmánuð Margir leita aðstoðar vegna bílalána í erlendri mynt  Höfuðstóllinn | 6 MATSFYRIRTÆKIÐ Moody’s segir horfur í íslenska bankakerf- inu neikvæðar og endurspegli það versnandi lánaskilyrði á banka- markaði almennt auk áskorana vegna örs vaxtar þeirra, mikillar samþjöppunar í lánasafni og hás hlutfalls venslaðra lána. Jafn- framt endurspegla horfurnar áhyggjur af endurnýjanleika tekna bankanna á veikari mörk- uðum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Moody’s um horfur í ís- lenska bankakerfinu. Þar segir jafnframt að sterk staða bank- anna á heimamarkaði og góð landfræðileg dreifing dragi þó eitthvað úr áhyggjum. Þá segist Moody’s enn telja miklar líkur á að ríkið muni styðja bankakerfið gerist þess þörf. Neikvæðar horfur Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is BANDARÍSKI tónlistarmaðurinn Bob Dylan mun halda tónleika í Egilshöllinni mánudagskvöldið 26. maí næstkomandi. Dylan, sem er orðinn 66 ára, er fyrir löngu orðinn goðsögn í lifanda lífi og óhætt að segja að hann sé einn áhrifamesti texta- og lagasmiður síðustu áratuga. Þetta verður í annað skipti sem Dylan heldur tónleika hér á landi, en hann kom fram á tónleikum á Listahátíð í Reykjavík árið 1990. „Hann er víst rosalega vel upplagður þessa dagana og syngur lögin sem fólk vill heyra á tónleikum. Þannig að fólk hefur fengið það sem það vill, enda hefur hann fengið góðar viðtökur bæði hjá áhorfendum og gagnrýnendum,“ segir tónleika- haldarinn Ísleifur Þórhallsson. | 53 Bob Dylan heldur tón- leika á Íslandi í sumar Bob Dylan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.