Morgunblaðið - 19.03.2008, Síða 1

Morgunblaðið - 19.03.2008, Síða 1
STOFNAÐ 1913 78. TBL. 96. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is Halla og Kári >> 45 Komdu í leikhús Leikhúsin í landinu Mjólk er langbesti kalkgjafi sem völ er á og styrkir og byggir upp bein. ms.is MEISTARI KEMUR „ÉG SÁ BOB DYLAN“ – EINN AF ÞESSUM BESTU – EINLÆGNI OG KRAFTUR >> 44 FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is MARGIR spyrja hvers vegna Seðla- banki Íslands heldur stýrivöxtum háum en þeir eru nú 13,75% á sama tíma og t.d. bandaríski seðlabankinn hefur verið að lækka þá. Þórarinn G. Pétursson, stað- gengill aðalhag- fræðings og for- stöðumaður rannsóknar- og spádeildar hag- fræðisviðs Seðla- banka Íslands, segir muninn á peningastefnu þessara tveggja seðlabanka aðallega skýrast af mismunandi trúverðug- leika peningastefnunnar í löndunum. Þá sé ástand peningamála á Íslandi og í Bandaríkjunum nú ólíkt. Hins vegar megi líkja ástandinu sem nú ríkir hér við það sem var í Bandaríkj- unum í upphafi 9. áratugar 20. aldar. Þá var viðvarandi verðbólga í Banda- ríkjunum upp á 10-15%. Bandaríski seðlabankinn greip þá til sömu ráða og Seðlabanki Íslands hefur beitt um hríð. Stýrivextir voru hækkaðir og urðu hæstir 19% árið 1981 og héldust mjög háir það ár. Á árunum 1979-90 voru stýrivextir í Bandaríkjunum að meðaltali um 10% og raunstýrivextir, þ.e. vextir mínus verðbólga, um 9% eða líkt og þeir hafa orðið hæstir hér. Samkvæmt kenningum hagfræð- innar eru verðbólguvæntingar helsti drifkraftur verðbólgu. Með verð- bólguvæntingum er átt við vænting- ar almennings og aðila á fjármála- markaði um þróun verðbólgu. Þórarinn tók sem dæmi verðbólgu- væntingar launþega sem hyggst óska eftir kauphækkun. Kaupkröfuna mótar hann m.a. með tilliti til þeirra væntinga sem hann hefur um þróun verðbólgu í framtíðinni. Samkvæmt fenginni reynslu fylgja verðbólgu- væntingar raunverulegri verðbólgu- þróun. Þórarinn sagði leiðina til að ná niður verðbólgunni þá að slá á verð- bólguvæntingar. Um leið og Seðla- bankanum tækist að ná tökum á verðbólguvæntingum hefði hann fengið það sem þarf til að ná verð- bólgunni niður. Leiðin til þess eru há- ir vextir og að knýja fram aðlögun í hagkerfinu. „Með því sýnir Seðla- bankinn að honum sé full alvara,“ sagði Þórarinn. Bandaríska seðlabankanum tókst að knýja niður verðbólguna undir lok 20. aldar eftir langa og erfiða baráttu. Þórarinn sagði að Bandaríkin hefðu búið að því síðan. Nú gæti bandaríski seðlabankinn lækkað vexti því hann teldi sig vera búinn að skapa verð- bólguvæntingum kjölfestu. Bankinn óttast ekki að verðbólgan fari aftur af stað þótt hann lækki nú stýrivexti. Hins vegar hefði Seðlabanki Íslands ekki þennan trúverðugleika nú og því ekki svigrúm til að lækka stýrivexti. Vextir og væntingar Stýrivextir eru verk- færi gegn verðbólgu Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is MUN jákvæðara andrúmsloft ríkti á mörkuðum heimsins í gær eftir miklar lækkanir á svarta mánudeginum eins og þegar er farið að kalla hann. Miklar hækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum víðast hvar, í Bandaríkjunum urðu hækkanirnar þær mestu síðan í október 2002, og gengi dollara tók snarpan kipp upp á við í kjölfar jákvæðra frétta úr bankaheiminum og 0,75 prósentustiga stýrivaxtalækk- unar bandaríska seðlabankans. Bandarísku fjárfestingar- bankarnir Lehman Brothers og Goldman Sachs tilkynntu lægri afskriftir vegna ótryggra veðlána en búist hafði ver- ið við og jók það á bjartsýni markaðsaðila en flestir eru þó sammála um að of snemmt sé að álykta að hið versta sé lið- ið hjá. Úrvalsvísitala kauphallarinnar hér á landi hækkaði einnig í gær þótt ekki hafi hækkunin orðið mikil, 0,14%. Töluvert dró úr falli íslensku krónunnar í gær og veikt- ist hún um 1,3% eftir að hafa lækkað um 7% í fyrradag. Gengisvísitala krónunnar náði sögulegu lágmarki annan daginn í röð en við lokun markaðar var hún 155,5 stig eftir að hafa verið 153,6 stig í fyrradag. Metviðskipti urðu á inn- lendum millibankamarkaði með gjaldeyri og nam velta dagsins 125 milljörðum króna. Verðbólguhorfur eru ekki bjartar hér á landi en grein- ingardeildir bankanna þriggja hafa nú allar gefið út verð- bólguspár fyrir marsmánuð og eru allar sammála um að hún verði á bilinu 8,2-8,6%. Að sama skapi eru þær sam- mála um að verðbólgudraugurinn muni hopa þegar líður á árið. Tryggingarálag á 5 ára skuldabréf bankanna lækkaði í gær, að Glitni undanskildum. Tryggingarálag Kaupþings er nú 805 punktar en 575 punktar hjá Landsbankanum og 775 hjá Glitni, sem hækkaði um 10 punkta. Álagið á banka- geirann lækkaði umtalsvert á mörkuðum í gær vegna fréttanna af Lehman Brothers og Goldman Sachs. Miklar hækkanir víða um heim eftir fall mánudagsins RÚNAR Júlíusson hlaut heiðursverðlaun Ís- lensku tónlistarverðlaunanna sem afhent voru í gærkvöldi. Rúnar tók við verðlaununum úr hendi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra sem sagði meðal annars um Rúnar að hann væri „einn mesti töffari Ís- lands fyrr og síðar.“ Rúnar þarf vart að kynna, en hann hefur verið einn ástsælasti tónlist- armaður þjóðarinnar um áratuga skeið. | 48 Morgunblaðið/Árni Sæberg „Einn mesti töffari Íslands fyrr og síðar“ MIÐAÐ við þær hækkanir sem hafa orðið á eldsneyt- isverði á einu ári hefur ríkissjóður hagnast um tæplega 2,7 milljarða í formi hærri virðisaukaskatts. Þetta segir Run- ólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Þessir útreikn- ingar byggjast á því að fólk noti jafnmikið af eldsneyti í dag og fyrir einu ári þrátt fyrir hærra verð. Þá er ekki gert ráð fyrir að fólk kaupi eitthvað minna af öðrum vörum vegna þess að það borgar meira fyrir eldsneytið, en ef það gerðist myndi það hafa áhrif á tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti. Um 50% af bensínverði renna í ríkissjóð. „Verðhækkun á eldsneyti er skattur á þjóðarbúið. Hann verðum við að greiða í einhverri mynd. Það verður ekki hjá því komist,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra. „Fjármálaráðherra er með nefnd til að yf- irfara gjaldtöku á eldsneyti og samræma hana milli einstakra eldsneytisteg- unda. Vonandi kemur niðurstaða út úr því áður en langt um líður.“ | Miðopna Hagnast um 2,7 milljarða króna GENGISLÆKKUN íslensku krón- unnar hefur áhrif til hækkunar á ýmissi vöru og þjónustu. Sem dæmi má nefna:  Ferðaskrifstofan Terra Nova hefur boðað 6,5% hækkun á verði óseldra sumarleyfisferða. Elds- neytisgjald verður 850 til 950 kr.  Verð nýrra bíla hefur hækkað um 10-15% það sem af er ári.  Heimsmarkaðsverð á kaffi hef- ur hækkað mikið að undanförnu og mun gengislækkunin vænt- anlega auka þá hækkun til neyt- enda. Ýmsar hækkanir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.