Morgunblaðið - 19.03.2008, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í KVÖLD, miðvikudag, verður
kveikt á listaverki Yoko Ono, frið-
arsúlunni í Viðey. Í eina viku verð-
ur friðarsúlan tendruð klukkan 21
og slökkt á miðnætti. Í tengslum við
þessa friðarviku á vorjafndægri
standa alþjóðlegu sjálfboðaliða-
samtökin og Höfuðborgarstofa fyr-
ir dagskrá í Viðey að kvöldi skír-
dags, fimmtudaginn 20. mars, á
vorjafndægri.
Viðeyjarstofa verður opin og
geta gestir fengið sér hressingu.
Ljósmyndasýning á vegum ljós-
myndasamkeppni.is verður opnuð í
hesthúsinu í Viðey og einnig verður
boðið upp á kennslu í nætur-
ljósmyndun með friðarsúluna sem
viðfangsefni.
Áður en friðarsúlan verður
tendruð verða ljósahnettir sendir á
loft, barnakór syngur lög frá ýms-
um löndum og viðstöddum verða
boðin stjörnuljós og friðarkerti.
Ferðir til Viðeyjar verða farnar
kl. 19 og 20 og frá Viðey kl. 21.30
og 22. Nánari upplýsingar á má
finna á vefsíðunni elding.is.
Ljósmynd/Jónas Björgvinsson.
Ljós Friðarsúlan í Viðey mun lýsa upp himinhvolfið um páskana.
Friðarsúlan í Viðey mun
lýsa upp himininn á páskum
AÐALFUNDUR Hins íslenska þjóð-
vinafélags var haldinn í Alþing-
ishúsinu fimmtudaginn 13. mars sl.
Félagið var stofnað af alþing-
ismönnum 19. ágúst 1871. Í lögum
félagsins er það ákvæði að aðal-
fundir þess skuli haldnir á Alþingi
annað hvert ár.
Ólafur Ásgeirsson þjóðskjala-
vörður, forseti Hins íslenska þjóð-
vinafélags, sat fundinn af hálfu for-
stöðumanna þess. Hann skýrði í
stuttu máli frá störfum félagsins
frá síðasta aðalfundi.
Ólafur Ásgeirsson var endurkos-
inn forseti félagsins, dr. Jónas
Kristjánsson var endurkjörinn
varaforseti, dr. Guðrún Kvaran
orðabókarritstjóri, Heimir Þorleifs-
son sagnfræðingur og Gunnar Stef-
ánsson dagskrárgerðarmaður voru
endurkjörin meðstjórnendur
Þjóðvinafélagið gefur út ársritin
Almanak og Andvara svo sem það
hefur gert í um 125 ár.
Öll stjórnin var
endurkjörinFRANSKA sendiráðið á Íslandi,
sendiráð Kanada og Alliance Fran-
caise efna til hátíðar franskrar
tungu dagana 22.-29. mars.
Þá viku verður almenningi boðið
að taka þátt í ýmsum menningar-
viðburðum. Sýndar verðar fimm
kvikmyndir eftir einn dáðasta leik-
stjóra Frakklands,Francois Truf-
faut, efnt verður til tónleika,
menntaskólanemar taka þátt í
ljóðasamkeppni og fyrirlestrar
verða haldnir um stöðu frönsk-
unnar og franskt samfélag í dag.
Franskir dagar
STUTT
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
TRÚNAÐARMENN skurð- og
svæfingarhjúkrunarfræðinga á
Landspítalanum í Fossvogi, við
Hringbraut og á kvennadeild spítal-
ans við Hringbraut eiga fund með yf-
irmönnum sínum eftir páska vegna
nýkynntra breytinga á vaktakerfi.
Hjúkrunarfræðingarnir sætta sig
ekki við boðaðar breytingar og hafa
94 af 104 sagt upp störfum.
Óhjákvæmilegar breytingar
Hjúkrunarfræðingarnir telja sig
óbundna af ráðningum 1. maí en
túlkun yfirstjórnar spítalans er að
uppsagnirnar taki gildi 1. júní. Björn
Zoëga, lækningaforstjóri Landspít-
alans, segir að yfirstjórn spítalans
hafi aldrei rætt um að beita lagasetn-
ingu til að tryggja vinnu hjúkrunar-
fræðinganna þrjá mánuði til viðbótar
og hann hafi ekki hugsað um slíka
hluti. „Við reiknum með að málið
leysist og stefnum að því,“ segir
hann og bætir við að eftirsjá sé að
hverjum einasta starfsmanni gangi
einhverjar uppsagnir eftir.
Björn segir að breytingar eigi sér
stöðugt stað. Núverandi vinnufyrir-
komulag standist ekki tilskipun Evr-
ópusambandsins um vinnutíma og
því hafi verið breytt hjá öðrum
starfsmönnum spítalans. Því sé um
samræmingu að ræða. Í öðru lagi
breytist þjónustuþörfin stöðugt þótt
eitthvað hafi gengið í ákveðinn tíma.
Í þriðja lagi sé um sparnað að ræða
en hann sé reyndar óverulegur. Hafa
beri í huga að breytingar á vinnufyr-
irkomulagi valdi stundum kjararýrn-
un, sérstaklega þegar breytingar
hafi í för með sér minni vinnutíma
eins og í þessu tilfelli.
Árangurslítill fundur
Fundur með deiluaðilum fyrir
helgi bar lítinn árangur. Elín Ýrr
Halldórsdóttir, skurðhjúkrunar-
fræðingur á skurðstofu Landspítal-
ans við Hringbraut og trúnaðarmað-
ur, segir að málin hafi verið viðruð
en samt hafi lítið sem ekkert miðað
áleiðis á fundinum með sviðsstjóra
og aðstoðarmanni hjúkrunarfor-
stjóra sl. föstudag. Hjúkrunarfræð-
ingarnir hafi verið beðnir um að
koma með tillögur fyrir næsta fund
en samt hafi verið viðurkennt að þeir
gætu ekki komið með tillögur um
hvernig þeir gætu hækkað eigin
laun.
Hún segir að spítalinn sé augljós-
lega í spennitreyju og stjórnendur
fái þau skilaboð reglulega að það eigi
að spara. Talað sé um að sparnaður-
inn við þessar breytingar á sviðinu
nemi rúmlega 80 milljónum eða lé-
legum starfslokasamningi hjá
bankamanni. Björn segir að ýmsar
tölur hafi verið reiknaðar út að gefn-
um mismunandi forsendum en um-
rædd tala sé langt því frá að vera
heit. Um tveir tugir milljóna séu nær
sanni en áréttar að óvarlegt sé að
nefna tölur á þessu stigi meðan ekki
sé búið að ganga frá lausum endum.
Lokanir og minni þjónusta
Mikið ber í milli varðandi öryggis-
sjónarmið, að sögn Elínar Ýrar. Hún
segir að breytingarnar byggi fyrst
og fremst á sparnaði þótt þær séu
nefndar vinnuvernd. Hjúkrunar-
fræðingarnir hafi verið á gæsluvökt-
um og útkallsvöktum fyrir utan fasta
viðveru á spítalanum. Sú viðvera hafi
verið breytileg eftir deildum og hafi
farið eftir því hvað mikið hafi legið
við á hverjum stað. Fella eigi niður
allar bundnar vaktir í Fossvoginum
og hafa útkallsvaktir í staðinn en þá
megi líða hálftími frá útkalli þar til
viðkomandi starfsmaður sé tilbúinn í
vinnu. Hjúkrunarfræðingar hafi
bent á að þetta sé ekki gott fyrir-
komulag þegar gera þurfi til dæmis
að höfuðmeiðslum. Með öðrum orð-
um gangi ekki sama kerfi á öllum
stöðum. Með breyttu fyrirkomulagi
verði miklu meiri viðvera um helgar,
þótt jafnvel ekkert sé að gera, og þá
verði ekki nægur mannskapur til að
vinna í miðri viku. Því verði að loka
stofum í miðri viku sem þýði lengri
biðlista og minni þjónustu við sjúk-
linga.
Staðan hefur leitt til þess að
hjúkrunarfræðingar, sem hafa sagt
upp, hafa verið í atvinnuviðtölum að
sögn Elínar. Fyrir um þremur árum
hafi komið upp svipuð staða og
hjúkrunarfræðingar séu orðnir leiðir
á þessum breytingum og þeim leið-
indum sem þeim fylgi. Víða vanti
hjúkrunarfræðinga og þótt þeim
sem sagt hafi upp þyki yfirleitt gam-
an í vinnunni séu nýjustu aðgerðirn-
ar dropinn sem fyllti mælinn. „Þetta
er orðin svo leiðinleg vinnuaðstaða
því alltaf er von á einhverju sprengi-
kasti að ofan,“ segir hún og leggur
áherslu á að starfsfólk vilji fá að
vinna í friði.
Alltaf afföll
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga, segir að félagið líti þannig á að
ekki sé um félagslega aðgerð að
ræða heldur uppsagnir einstaklinga.
Í starfsmannalögunum komi fram að
starfsmaður hafi mánaðarumhugs-
unarfrest til að ákveða hvort hann
vilji hlíta breytingunum eða ekki og
segja upp kjósi hann það. Uppsögnin
miðist þá við dagsetningu boðaðrar
breytingar. Leiti hins vegar margir
lausnar á sama tíma, geti vinnuveit-
andi gripið til framlengingar á upp-
sagnarfresti.
Aðgerðir eins og þessar leiða nær
alltaf til einhverra affalla hjá starfs-
mönnum þótt samkomulag náist, að
sögn Elsu. „Þeim mun lengri tími
sem líður áður en lausn finnst, þeim
mun fleiri falla fyrir borð,“ segir hún
og bætir við að það sé engum til
hagsbóta að þrátta um gildistíma
uppsagnanna.
Tekist á um vakta-
kerfi og kjararýrnun
94 hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp og kanna önnur sam-
bærileg mið Telja sig óbundna af ráðningum 1. maí
MARGRÉT Auðuns-
dóttir fyrrverandi for-
maður Starfsstúlkna-
félagsins Sóknar,
andaðist á Hjúkrunar-
heimilinu Grund 17.
mars síðastliðinn á 102.
aldursári. Margrét var
fædd 20. júní árið 1906
að Eystri-Dalbæ í
Landbroti í Vestur-
Skaftafellssýslu. For-
eldrar hennar voru
hjónin Agnes Þorláks-
dóttir húsmóðir og
Auðunn Þórarinsson
bóndi Eystri-Dalbæ.
Margrét átti átta hálfsystkini og
þrjú alsystkini. Hún var næst yngst
og var ein systkinanna eftir á lífi. Hún
fór alfarin að heiman um tvítugt, fyrst
til Reykjavíkur þar sem hún fór til
náms í hússtjórnardeild Kvennaskól-
ans. Hún vann síðan á
ýmsum stöðum á land-
inu sem matráðskona,
m.a. á Hótelinu í Borg-
arnesi, á heilsuhælinu
Ölfusi í Reykjum, á
Kaffi Höll í Austur-
stræti og við Reykholts-
skóla. Árið 1951 réðst
hún í eldhús Landspít-
alans og vann á spítalan-
um til starfsloka.
Margrét var formað-
ur Starfsstúlknafélags-
ins Sóknar á árunum
1956 til 1972 eða í sam-
fellt 16 ár og tók virkan
þátt í baráttu verkalýðshreyfingar-
innar. Þá sat hún í miðstjórn Alþýðu-
sambands Íslands um langt skeið sem
og í stjórn Sósíalistafélagsins. Mar-
grét lætur eftir sig einn son, tvö
barnabörn og tvö barnabarnabörn.
Andlát
Margrét Auðunsdóttir
LÖGREGLAN á Akranesi stöðvaði í
gær fjóra ökumenn sem voru grun-
aðir um akstur undir áhrifum fíkni-
efna, þann síðasta um kvöldmat-
arleytið.
Finnist fíkniefni í blóði öku-
manns á hann yfir höfði sér refs-
ingu, jafnvel þótt langt sé um liðið
frá neyslu og hann, strangt til tek-
ið, ekki lengur í vímu.
Dóp fannst í fjórum
Áskorun á umhverfisráðherra
SAMTÖKIN Sól á Suðurlandi skora á umhverfisráðherra að ógilda álit
Skipulagsstofnunar og tryggja með úrskurði sínum að gert verði heild-
stætt umhverfismat fyrir álver í Helguvík, sbr. kæru Landverndar“.
Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá samtökunum en í henni segir,
að álver í Helguvík sé langt frá því að vera einkamál sveitarstjórna í
Reykjanesbæ og Garði þar sem virkjanir og háspennulínur hafa áhrif í nær
öllum sveitarfélögum í Landnámi Ingólfs.