Morgunblaðið - 19.03.2008, Side 10

Morgunblaðið - 19.03.2008, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Af hverju sleikir þú svona mikið útum. Hvað varstu að borða amma mín. VEÐUR Mér finnst almennt að í raun séástandið betra heldur en fréttaflutningur gefi tilefni til að ætla. Vegna þess að þær árásir sem hér eru eiga ekki við um land- ið allt heldur eru bundnar við ákveðin svæði sem allir vita að eru hættuleg og þar megi búast við hryðjuverkaárásum,“ sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra í samtali við Morg- unblaðið í gær.     Samtalið viðutanrík- isráðherra var tekið símleiðis í fyrradag, örfá- um klukkustund- um eftir að utan- ríkisráðherrann lenti í Afganist- an!     Mikið er það nú gott fyrir okkurÍslendinga að eiga utanrík- isráðherra sem getur lagt almennt mat á stöðu öryggismála í Afgan- istan á örfáum klukkustundum, með því einu að mæta á staðinn!     Í bezta falli eru ofangreind um-mæli utanríkisráðherrans hreinn barnaskapur.     Í versta falli er utanríkisráðherr-ann að reyna að slá ryki í augu Íslendinga sem vitanlega eru mjög áhyggjufullir vegna veru íslenzkra „friðargæzluliða“ í landi blóðugra stríðsátaka, sem hvergi sér fyrir endann á.     Ráðherrann lýsir því einnig yfir íofangreindu samtali að hún sé „mjög stolt yfir því hvað Íslend- ingar sem eru á okkar vegum hérna (í Afganistan) eru kraft- og kjarkmikið fólk.“     Það kemur engum á óvart. Enspurningin er: Hvaða erindi eigum við Íslendingar yfirleitt í stríðið í Afganistan? STAKSTEINAR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Enginn friður til að gæta SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                   *(!  + ,- .  & / 0    + -                          12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                    !     :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?   #" $"    %" #" $"   #" #" #" #" $" $" $" $"                            *$BC                                  ! "#   $ *! $$ B *! & '  (  ' !   ) *) <2 <! <2 <! <2 &(   +  , - ).  D                 /    % &    #   "  '    &      &  %    (  <7     ) "  *&+   (      ,-   ,- & ./& %   &    (  ( .    0 1 /   *   )   -/   &  -2&    ,- /  3   "  4 & .  %   &    (  ( .    0 1 /   /0  )11   )  2! )  )+  Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Steingerður Steinarsdóttir | 18. mars Heimilisofbeldi og réttarkerfið … Mér finnst ekkert undarlegt að illa gangi að uppræta heimilis- ofbeldi því menn virð- ast ekki skilja eðli þess… Ofbeldi af þessu tagi stigmagn- ast og endar iðulega á því að þess- ir menn drepa eiginkonur sín- ar. … Vonandi kemur að því að íslensk yfirvöld opna augun… við ofbeldi er bara eitt svar, boð og bönn… Meira: steingerdur.blog.is Sigurður Hreiðar | 18. mars 2008 Kalla kjarasamningar yfir okkur gengisfellingu? Nú eru nýafstaðnir kjarasamningar, að vísu giftusamlega án verkfalla. En geng- isfallið lætur ekki á sér standa. Nákvæmlega hvernig er samhengið? Eða er ég einn um að skynja þessi tengsl – og eru þau vitlaus? Kalla kjarasamningar endilega yfir okkur gengisfellingar? … Meira: auto.blog.is Eyþór Arnalds | 18. mars 2008 „Ekki gera ekki neitt“ Ríkisstjórnin mun ekki aðhafast neitt að svo stöddu, en ljóst er að ol- íufélögin munu hafa nóg að gera við að hækka bensínverð. Einhvern veginn komu mér í hug einkunnarorð Intrum á Íslandi en líklegt er að það sé í mikl- um vexti á næstu mánuðum; „ekki gera ekki neitt“ segja þeir við þá sem eru í fjárhagskröggum. Ráð Intrum eru að skuldarar geri eitthvað. Hvað gera bændur nú? Meira: ea.blog.is Ragnar Freyr Ingvarsson | 17. mars Ljúffengur lax með hvítlauk, chilli og engifer með avókadó- og tómatasalati … Á laugardaginn skrapp ég í gönguferð í góða veðrinu. Stoppaði ég í versluninni og kaffi- húsinu Kaffifélaginu á Skólavörðustíg. Ég hef nokkrum sinnum versl- að þarna áður og fengið góða vöru og góða þjónustu en á laugardaginn fékk ég framúrskarandi þjónustu og frá- bært kaffi. Ég keypti síðastliðið haust Rancilio Silvia-kaffivél í versluninni Kaffiboð á Barónsstígnum. Skemmti- leg verslun — aðeins opin eftir hádegi en ekki alltaf en einnig eftir pöntun … Ljúffengur lax … 800 g af laxi með roðinu voru skorin niður í fallegar sneiðar. Mikilvægt er að hafa roðið á þar sem steikt laxaroð er einstaklega gott á bragðið. Smá- vegis af jómfrúarolíu var smurt á lax- inn og hann svo saltaður með Maldon- salti og nýmöluðum pipar. Næst voru tvær msk af grænmetisolíu og ein te- skeið af ristaðri sesamolíu, sem ég fékk að gjöf nýverið, hitaðar á pönnu. Áður en að olían var farin að hitna var hálfum smátt skornum og kjarnhreins- uðum chilli-pipar, 4 sm af smátt skorn- um engifer og svo þremur smátt skornum hvítlauksrifjum bætt út í (núna er ég farin að skera allan hvít- lauk — er að lesa bók eftir Anthony Bourdain, Kitchen confidential, og þar segir hann að hvítlaukspressur séu bara fyrir aumingja … ég sem á eina nýlega frá Kokku!). Þegar laukurinn, chilli og engifer voru farin að krauma — en ekki að taka lit — var laxinn færður á pönnuna, roðið niður og steikt um stund. Þá var laxinum snúið og hann steiktur áfram í nokkrar mín- útur þar til tilbúinn. Salatið var einfalt. Blandað salat var lagt á disk. Skar tvö lítil avókadó í sneiðar og lagði ofan á. Svo raðaði ég nokkrum kirsu- berjatómötum skornum til helminga, 2 tsk af smátt saxaðri steinselju og svo salatdressingu gerða úr; 1 msk jómfrúarolíu, safa úr hálfri sítrónu, skvettu af hvítvínsediki, salti, pipar og svo 1/2 msk af hlynsírópi. Þetta var hrært vel saman og dreift yfir sal- atið. … Einnig nutum við Wolf Blass President Selection Chardonnay. Þetta vín ku vera sérvalið af forstjóra fyrirtækisins. Meira: ragnarfreyr.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær Trausta Hafsteinsson og Sigurjón M. Egilsson af kröfum Franklíns K. Stiner (áður Steiner) sem krafðist þess að ummæli sem birtust um hann í Blaðinu í nóvem- ber 2006 yrðu dæmd dauð og ómerk og að þeir Trausti og Sigurjón yrðu hvor um sig dæmdir til að greiða honum eina milljón króna í miska- bætur og 480.000 krónur til að kosta birtingu dóms. Ummælin voru hluti af umfjöllun Blaðsins (nú 24 stundir) um óhefð- bundnar starfsaðferðir lögreglu. Þar kom m.a. fram að fyrir tíu árum hefði farið fram ítarleg rannsókn á starf- semi lögreglunnar í Reykjavík þar sem fjörutíu lögreglumenn hefðu haft stöðu grunaðra vegna meints upplýsinga- og trúnaðarsambands við Franklín og í skjóli þess hefði hann náð að verða umsvifamesti fíkniefnasali landsins. Skapaði ímyndina sjálfur Í niðurstöðu dómsins segir m.a. að Franklín hafi á árunum 1997 og 1999 verið dæmdur fyrir margítrekuð brot á fíkniefnalöggjöfinni, þ. á m. fyrir sölu fíkniefna. Því sé ekki hægt að fallast á að ummælin séu hreinn uppspuni og tilhæfulaus. Þá sé ekki unnt að fallast á að ummæli Trausta og Sigurjóns hafi verið óviður- kvæmileg og til þess fallin að sverta ímynd Franklíns „þegar fyrir liggur hvaða ímynd hann skapaði sér sjálf- ur með háttsemi þeirri sem hann hefur verið margdæmdur fyrir“, eins og segir í dómnum. Átti erindi til almennings Dómurinn lagði sérstaka áherslu á að af umfjöllun Blaðsins hefði glögg- lega mátt ráða að um áratugur væri liðinn frá þessum atburðum. Þá yrði einnig að horfa til þess að umfjöllun Blaðsins lyti að gagnrýni á starfs- aðferðir lögreglu og nafn Franklíns væri nefnt, að því er virtist, í dæma- skyni um vafasamar og óhefðbundn- ar aðferðir hennar. Franklín væri því ekki miðpunktur umfjöllunarinn- ar, heldur aðferðir lögreglunnar. Það var mat dómsins að þessi um- fjöllun væri þáttur í almennri þjóð- félagsumræðu og ætti þannig erindi til almennings en talið hefði verið að þegar metið væri hvaða skorður skyldi setja tjáningarfrelsi, skipti grundvallarmáli hvort hið birta efni ætti erindi til almennings. Ingveldur Einarsdóttir kvað upp dóminn. Lögmaður Franklíns var Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hdl. en lögmaður Trausta og Sigurjóns var Jón Magnússon hrl. Blaðamaður og ritstjóri sýknaðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.