Morgunblaðið - 19.03.2008, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 11
FRÉTTIR
LYFJAVERÐ er langoftast hæst á
Íslandi samanborið við lyfjaverð á
hinum Norðurlöndunum.
Lyfjagreiðslunefnd gerði í líðandi
mánuði verðsamanburð á 33 veltu-
hæstu pakkningunum sem Trygg-
ingastofnun niðurgreiddi fyrir
landsmenn árið 2006. Samanburð-
arlöndin eru Danmörk, Noregur og
Svíþjóð og er samanburðartalan
meðaltal verðs í þessum löndum.
Verð í Svíþjóð eru uppreiknuð með
24,5% virðisaukaskatti til að auð-
velda samanburð á milli landa, þar
sem virðisaukaskattur á lyfseð-
ilsskyld lyf í Svíþjóð er 0%.
Allt að 120% munur
Í 26 tilvikum er verðið hæst á Ís-
landi en aðeins sjö sinnum er það
hærra á Norðurlöndum. Þar af eru
þrjár mismunandi stærðir af Zara-
tor töflum.
Mesti verðmunurinn er á Sivacor
töflum, en þær eru 120% dýrari á Ís-
landi en á Norðurlöndunum.
!
"
) *
! " #$
% "
& &'
( ( '
( '
(* ( ! ,
-) !+
-) !+
.
. ) /0 1 2
3++
)24
)
)
)
5+ +
6
!
!
7 7 '
'
+
8' 4 8 9 8' 4 8 9 :
;
;
;
;+)
9
9
9
#
9
92
92
92
92
9
#
<
<
<
<
+
9<
= > ?=0 @A ?> AB"= B"> /= ?=0 B"= /0 C00 D+
=00 B0 B0 E0 E0 @= C00 D @00 'D
==0 'D
B= ?00 B0 E0 ?> 'D9
?AE"= 'D
?AE"= 'D
=0 'D
B0 E0 ?0 ?0 ?00
C>
@0
@0
@0
C>
?00
C>
C>
?00
?B
?"= ?00
?00
?00
?00
B>
?B
?"0> A0
A0
?00
?00
C>
C>
@0 9
@A0
?B0
B"= ?00
?00
?00
=A
+ '+(
% +
+ '+
+
( ,(
' %%
* (%
'+ +,
* ,
' **%
' +,%
+% , +
'% (,+
'' (*
'* ,%
'( (
*,
' (*'
+ ( ,
( %*(
%+(
+%+
'% '%
+ *,
( ',
( ,
*' *(
'*%
'
'+ * ,
'% %
' +,(
*%*
*
%
* %%
% %
( *
, *((
' '
' *
*+
+, %,*
'* '*
+,
' ,*,
,
'* + +
'( %*'
+ , %
'* '
+ ',
( *%
*%*
% %%
'( ,
* '
* %,'
,*+
*' (,
% %
* (
'( ,*
', % '
' (
' *%
F $G + 4, # B00A
Lyfjaverð oftast
hæst á Íslandi
MARGRÉT María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna, sagði í samtali
við Morgunblaðið að niðurstaða hér-
aðsdóms í máli stúlku sem slasaði
kennara í Mýrarhúsaskóla hefði
komið á óvart en það færi eftir fram-
haldi málsins hvort umboðsmaður
skoðaði það sérstaklega.
Eins og sagt hefur verið frá í
Morgunblaðinu var móðir stúlkunn-
ar dæmd til að greiða kennaranum
tíu milljónir í bætur auk málskostn-
aðar. Stúlkan, sem er með Asperger-
heilkenni, keyrði hurð í höfuð kenn-
aranum svo hann hlaut 25% örorku.
Segir Margrét ástæðu til að ætla
að skyldur og ábyrgð sveitarfélags
séu rík í málum sem þessum og mik-
ilvægt væri að fá niðurstöðu Hæsta-
réttar í málinu.
Í samtali við blaðamann sagði
Guðmundur Pétursson, lögmaður
móðurinnar, að ákvörðun um fram-
hald málsins yrði tekin eftir páska.
Umboðsmaður
fylgist með málinu
NOKKRIR nemendur í rekstr-
arfræðiáfanga í Verkmenntaskólan-
um á Akureyri fengu MS þar í bæ til
liðs við sig í því skyni að framleiða
mjólk með bragðefnum. Fólki gefst
kostur á að smakka í Smáralind um
aðra helgi, en þar kynna nemendur
úr framhaldsskólum landsins ýmsar
vörur sem orðið hafa til í rekstrar-
fræðinámi í skólunum í vetur.
Það eru átta nemendur VMA sem
standa að verkefninu. Hugmyndina
fékk Silfá Huld Bjarmadóttir. Silfá
og félagar hennar gerðu könnun
meðal fjölda grunnskólabarna í bæn-
um og krakkarnir voru mjög spennt-
ir; sögðust örugglega drekka meira
af þess háttar mjólk en þeirri venju-
legu. Því ákváðu þau að slá til og
höfðu samband við MS. „Þar voru
menn ótrúlega jákvæðir og hjálpleg-
ir,“ segir Þorsteinn Þór Tryggvason,
einn þeirra sem standa að verkefn-
inu. Þau Þorsteinn stofnuðu „fyrir-
tækið“ Meiri mjólk og ef sýnishornin
fá góðar undirtektir vonast þau til
þess að MS hefji framleiðslu vörunn-
ar. Til þessa hafa nemendur og
kennarar VMA fengið að bragða á
þessari nýju tegund léttmjólkur og
viðtökurnar verið aldeilis frábærar,
að sögn Þorsteins og Silfár.
Mjólkin verður gerð með tveimur
bragðtegundum; jarðarberjabragð
hlaut yfirburðakosningu í könnun-
inni í VMA en hitt verður annað
hvort karamellu- eða bananabragð.
MS útvegaði VMA-ingunum
bragðefni frá útlöndum og þeir próf-
uðu sig svo áfram í eldhúsi matvæla-
brautarinnar í VMA. Í léttmjólk er
blandað bragðefni og örlitlum
ávaxtasykri. Kennari krakkanna er
Hilmar Friðjónsson.
Framleiða mjólk með
bragðefnum til prufu
Varan hugsanlega
á markað ef við-
tökur verða góðar
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Meiri mjólk Þorsteinn Þór Tryggvason, Silfá Huld Bjarmadóttir, sem átti
hugmyndina, og Oddgeir Sigurjónsson, framleiðslustjóri MS á Akureyri.
Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
Sími 533 4800
203,6 fm glæsileg neðri sérhæð og kjallari, auk 42 fm bílskúrs, alls 245,6 fm. Húsið sem er
endahús er nýlega steinað að utan og allt hið glæsilegasta. Hið innra hefur eignin öll verið
endurnýjuð á virkilega vandaðan hátt. Lóð öll endurnýjuð. Eignin er skráð sem tvær eignir og
veitir það aukna lánamöguleika.
Magnús (865-2310) sýnir í dag milli kl. 17.30 og 18.30
Guðrúnargata 9 – Opið hús
– Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! –
Útskálakirkja í Garði
opnuð eftir lagfæringar
Í vetur hafa miklar lagfæringar farið fram á Útskálakirkju í Garði. Helgidómurinn
var reistur árið 1861 fyrir tilstuðlan þáverandi sóknarprests sr. Sigurðar Sívertsen.
Á skírdag, fimmtudaginn 20. mars verður kirkjan opnuð á ný og af því tilefni
verður efnt til hátíðarmessu kl. 14. Þá mun biskup Íslands hr. Karl Sigurbjörnsson
prédika og Björn Sveinn Björnsson sóknarprestur þjóna fyrir altari. Kirkjukórar
Útskála- og Hvalsneskirkna syngja undir stjórn Steinars Guðmundssonar
organista.
Að lokinni messu býður sóknarnefnd Útskálakirkju til kaffisamsætis á veitinga-
húsinu Flösinni í Garði.
Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært um að samfagna okkur á þessum
tímamótum.
F.h. sóknarnefndar Útskálasóknar
Jón Hjálmarsson formaður
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær
Tomas Arlauskas, sem áður bar
nafnið Tomas Malakauskas, í 16
mánaða fangelsi fyrir að koma aftur
til Íslands í trássi við 10 ára end-
urkomubann.
Tomas var árið 2005 dæmdur í 2½
árs fangelsi fyrir þátt sinn í líkfund-
armálinu svonefnda. Honum var
veitt reynslulausn í september 2006
og átti hann þá eftir að afplána 419
daga af refsingunni. Með ákvörðun
Útlendingastofu var honum jafn-
framt vísað af landi brott og var sú
ákvörðun birt honum á Litla-Hrauni.
Þessa ákvörðun kærði hann til dóms-
málaráðuneytisins og naut við það
aðstoðar verjanda síns.
Rúmlega ári eftir ferðina út, í nóv-
ember 2007, handtók lögreglan hann
aftur hér á landi en við förina hingað
hafði hann notað annað eftirnafn,
Arlauskas í stað Malakauskas. Við
leit á honum fundust rúmlega 25
grömm af amfetamíni. Fram kom að
Tomas kom til landsins í september
en hafði áður dvalið hér frá janúar
2007 og fram í ágúst.
Tomas játaði fíkniefnabrotið en
við þingfestingu málsins fyrir dómi
sagði hann að honum hefði ekki verið
birt ákvörðun Útlendingastofu um
að hann mætti ekki snúa aftur til
landsins. Hann dró síðar í land og
viðurkenndi að hann hefði gert sér
grein fyrir því að verið væri að vísa
honum úr landi en hann hefði ekki
gert sér grein fyrir því að hann
mætti ekki koma til baka. Dómstól-
arnir féllust ekki á þessar varnir og
dæmdu hann fyrir rof á skilorði
reynslulausnar.
Í fangelsi fyrir að koma aftur