Morgunblaðið - 19.03.2008, Page 14

Morgunblaðið - 19.03.2008, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is DALAI Lama bauðst í gær til að segja af sér sem leiðtogi útlaga- stjórnar Tíbeta ef ástandið í heima- landi hans versnaði. Hann vísaði einnig á bug ásökunum kínverskra stjórnvalda um að hann hefði staðið fyrir óeirðum í Tíbet. Dalai Lama skoraði á Kínverja og Tíbeta að beita ekki ofbeldi. „Ofbeldi er nánast sjálfsmorð. Jafnvel þótt þúsund Tíbetar fórni lífi sínu kemur það ekki að gagni,“ sagði Dalai Lama þegar hann ræddi við fréttamenn í bænum Dharmsala á Norður-Ind- landi þar sem útlagastjórn Tíbeta hefur aðsetur. Útlagastjórnin sagði að nítján Tíb- etar hefðu verið skotnir til bana í Gansu-héraði í Kína í gær og alls hefðu kínverskar öryggissveitir orð- ið 99 Tíbetum að bana frá því að mót- mæli þeirra hófust í vikunni sem leið. Útlagastjórnin hafði áður sagt að 80 manns hefðu beðið bana í Lhasa, höf- uðborg Tíbets, síðustu daga. Stjórn- völd í Kína neita þessu, segja að tíb- etskir óeirðaseggir hafi orðið þrettán „saklausum borgurum“ að bana í Lhasa og kínversku örygg- issveitirnar í borginni hafi ekki grip- ið til neinna aðgerða sem leitt hafi til mannfalls. Dalai Lama lét í ljós áhyggjur af aðgerðum kínverskra yfirvalda, sagði að Tíbetar væru eins og „ungur hjörtur í klóm tígrisdýrs“, en kvaðst einnig hafa miklar áhyggjur af árás- um Tíbeta á Kínverja sem hafa sest að í Tíbet. Hann viðurkenndi að bar- átta hans fyrir aukinni sjálfstjórn Tíbets hefði ekki borið árangur og sætti nú vaxandi gagnrýni meðal yngri og róttækari Tíbeta sem vilja að Tíbet verði sjálfstætt ríki. „Ef ástandið versnar á ég einskis annars úrkosti en að segja af mér,“ sagði Dalai Lama sem fór í útlegð ár- ið 1959 eftir misheppnaða uppreisn Tíbeta gegn kínverskum yfirráðum. Aðstoðarmaður hans sagði síðar að Dalai Lama myndi segja af sér sem pólitískur leiðtogi – ekki sem and- legur leiðtogi allra tíbetskra búdda- trúarmanna. Dalai Lama vísaði á bug ásökun- um Kínverja um að hann hefði staðið fyrir óeirðunum og ýjaði að því að Kínverjar kynnu sjálfir að hafa kynt undir þeim til að koma óorði á hann. „Það er hugsanlegt að einhverjir kínverskir útsendarar séu viðriðnir þetta,“ sagði hann. „Stundum eru al- ræðisstjórnir mjög snjallar, þannig að það er mikilvægt að rannsaka þetta.“ Nokkrum klukkustundum áður hafði forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, sagt að kínversk stjórnvöld hefðu sannanir fyrir því að Dalai Lama og samstarfsmenn hans hefðu skipulagt óeirðirnar. Dalai Lama sagði að ef Kínverjar hefðu slíkar sannanir ættu þeir að leggja þær fram og heimila erlendum fjölmiðla- mönnum að fara til Tíbets og kanna ástandið þar. Óeirðaseggir réðust á Kínverja Wen forsætisráðherra sagði að Dalai Lama, sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1989, þættist beita sér fyrir friði en óeirðirnar í Tíbet sýndu að svo væri ekki. Dalai Lama og stuðningsmenn hans hefðu skipulagt óeirðirnar til að valda Kínverjum álitshnekki fyrir Ólympíuleikana í Peking í ágúst. „Þeir vilja grafa und- an Ólympíuleikunum,“ sagði hann. Dalai Lama áréttaði í gær að hann hvetti ekki til þess að Ólympíuleik- arnir í Peking yrðu sniðgengnir og sagði að ekki ætti að kenna kín- versku þjóðinni um ástandið í Tíbet. Hann neitaði einnig ásökunum Kín- verja um að hann berðist fyrir sjálf- stæði Tíbets og sagði að Kínverjar og Tíbetar ættu að „lifa saman hlið við hlið í friði“. Fréttastofan AFP hafði í gær eftir nítján ára Kanadamanni, John Kenwood, sem var í Tíbet þegar mótmælin hófust, að ungir tíbetskir óeirðaseggir hefðu grýtt og barið kínverska íbúa Lhasa og kveikt í verslunum. „Tíbetarnir sprungu af reiði,“ sagði hann. Breska ríkisútvarpið, BBC, hafði eftir Claud Balsiger, 25 ára sviss- neskum ferðamanni, að mótmælend- urnir í Tíbet hefðu krafist þess að búddamunkum yrði sleppt úr fang- elsi og soðið hefði upp úr á föstudag- inn var vegna orðróms um að munk- arnir hefðu verið teknir af lífi. Dalai Lama býðst til að segja af sér Kínverjar segja hann standa á bak við óeirðirnar Í HNOTSKURN » Evrópusambandið og nokk-ur ríki, þeirra á meðal Rúss- land, Bandaríkin og Ástralía, hafa þegar sagt að ekki komi til greina að sniðganga Ólympíu- leikana í Peking vegna atburð- anna í Tíbet. » Óstaðfestar fregnir hermduí gær að kínversk yfirvöld hefðu handtekið hundruð manna í Lhasa til að binda enda á mótmælin þar. Ferðamenn í borginni sögðu að flestar versl- anir hefðu verið opnaðar að nýju en fáir væru á ferli á göt- unum. Reuters Gegn ofbeldi Dalai Lama á blaða- mannafundi í Dharamsala í gær. AP Blóðsúthellingum mótmælt Mótmælendur í Lausanne í Sviss hvöttu í gær Alþjóða ólympíunefndina til að mótmæla aðgerðum Kínverja í Tíbet. VERSLUNAREIGANDI tekur við greiðslu í Dakar, höfuðborg Sene- gals, í gær. Verð á matvælum fer stöðugt hækkandi, þróun sem leitt hefur til slagsmála um aðgengi að mat í borginni. Sama er upp á ten- ingnum í mörgum Afríkuríkjum og má nefna að í Mósambík hefur verð á dísilolíu verið lækkað eftir að sex létust í mótmælum vegna stöðugra verðhækkana á nauðsynjum. Í Kamerún og Búrkína Fasó brugðust stjórnvöld við samskonar óeirðum með því að fella niður tolla af helstu flokkum matvæla, en út- gjöld til matvörukaupa sem hlutfall af tekjum eru miklu hærri í mörgum ríkjum Afríku en í þróuðum ríkjum, jafnvel allt að 50% útgjaldanna. Margir samverkandi þættir skýra stöðugar verðhækkanir á matvælum undanfarin misseri. Vaxandi heimseftirspurn eftir matvælum vegur þar þungt og spáir bandaríska landbúnaðarráðuneytið því að heimsbirgðastaðan á hrís- grjónum muni falla niður í sjötíu milljón tonn í ár, það minnsta síðan í upphafi níunda áratugarins. Filippseyingar finna fyrir þróun- inni svo um munar, en fyrir skömmu tókst þarlendum stjórnvöldum ekki að tryggja sér kaup á 550.000 tonn- um af hrísgrjónum til að styrkja birgðastöðuna. Þess í stað buðu markaðsaðilar 325.000 tonn á meðalverðinu 680 Bandaríkjadalir tonnið, verð sem jafngildir yfir 40% hækkun frá því í janúar. Á síðustu árum hefur ræktarland á Filippseyjum verið tekið undir aðra notkun, sem aftur veldur því að erfitt reynist að halda í við aukna eftirspurn eftir hrísgrjónum. Á Ind- landi hafa stjórnvöld brugðist við þróuninni með því að takmarka út- flutning á matvælum. Reuters Dýrari matur veldur ólgu og óeirðum París. AFP.| SAMKVÆMT nýjum upplýsingum Sameinuðu þjóðanna er áætlað að um 100 milljónir barna víðsvegar um heiminn séu að hluta til eða al- veg heimilislaus. Tölurnar eru meðal niðurstaðna sem birtust í nýútkominni skýrslu UNICEF undir heitinu „Staða barna í heiminum.“ Um 300 millj- ónir barna þurfa að líða ofbeldi og misnotkun og eru heimilislausu börnin meðal þeirra. Samkvæmt skýrslunni eru flest götubarnanna í fátækum ríkjum Afríku, Asíu, Rómönsku Amer- íku og Mið-Austurlanda og þykir ástandið einnig mjög slæmt í Austur-Evrópu og ríkjum Sovétríkj- anna fyrrverandi. UNICEF tiltekur sérstaklega 60 ríki þar sem talið er að sérstakra aðgerða sé þörf til að bæta líf og öryggi barna og eru tveir þriðju hlutar þeirra lönd í Afríku sunnan Sahara. Skólaganga meðal mælikvarðanna Þó að erfitt geti reynst að finna nákvæmar tölur götubarna í ýmsum heimshlutum er hægt að fá hugmyndir um stöðu mála með félagslegum mæli- kvörðum eins og skólagöngu eða tíðni barna- þrælkunar. Samkvæmt skýrslu UNICEF er áætl- að að yfir 40% stúlkna og um 36% drengja í Afríku sunnan Sahara sæki ekki grunnskóla og að um 35% barna á milli 5 og 14 ára séu nýtt til vinnu. Slík börn, er ekki njóta menntunar en notuð eru sem vinnuafl eru talin líklegri en önnur til að vera heimilislaus, án fjölskyldu, skóla og heilsugæslu. Hundrað milljónir götubarna Reuters Götubarn Pakistönsk stúlka tekur við matargjöf á götum Lahore-borgar. Brussel. AP. | Forystumenn helstu stjórnmálaflokkanna í Belgíu skýrðu frá því í gær að þeim hefði tekist að mynda þjóðstjórn fimm flokka, níu mánuðum eftir þingkosningarnar síðasta sumar. Yves Leterme, leið- togi kristilegra demókrata í flæmska hlutanum, verður forsætisráðherra í hinni nýju stjórn og er búist við að Albert II. konungur muni sverja hann í embætti á morgun. Meðal þess sem stjórnin mun setja á oddinn eru skattalækkanir og hækkun lífeyrisgreiðslna, en eins og víða annars staðar eru uppi áhyggjur af því að efnahagur landsins kunni að vera á leið í niðursveiflu. Biðin eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar hefur magnað upp raddir um að flæmski og vallónski hlutinn eigi ekki sam- leið. Af þessum sökum bað Albert konungur fráfarandi forsætisrá- herra að gegna embættinu þar til nú í mars. Þjóðstjórn í Belgíu FYRIRTÆKI og lögregluyfirvöld í Tókýó hafa tekið höndum saman um að lokka aldraða ökumenn til að skila ökuskírteinum sínum með því að bjóða þeim ýmsa þjónustu á kosta- kjörum. Markmiðið er að fækka umferð- arslysum sem rakin eru til aldraðra ökumanna, að sögn japanska út- varpsins NHK. Bílstjórum yfir 65 ára aldri bjóð- ast til að mynda hærri innlánsvextir í banka, ókeypis heimsendingar í verslunum og 10% afsláttur af mat á hóteli svo eitthvað sé nefnt, fallist þeir á að skila ökuskírteinum sínum á lögreglustöð. Japan er með hæsta hlutfall aldr- aðra í heiminum. Aldraðir ökumenn ollu 100.000 umferðarslysum á síð- asta ári, um helmingi fleiri en fyrir tíu árum. Lokkaðir af götunum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.