Morgunblaðið - 19.03.2008, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.03.2008, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING JIMMY Page, gítarleikari hljómsveit- arinnar Led Zep- pelin, hefur falið Sotheby’s upp- boðshúsinu að selja fyrir sig rúmlega sjö metra langan veggrefil í anda Pre-Rafaelít- anna, sem var hannaður af Burne- Jones, einum kunnasta listamanni hreyfingarinnar, og ofinn á verk- stæði William Morris. Áætlað er að refillinn, sem hefur reyndar verið í geymslu í nokkur ár, mun seljast fyrir allt að einni milljón punda, um 155 milljónir króna. Myndefni refilsins er sótt í goð- s-ögnina um gralið helga, og er þetta einn sex refla í seríu. Samkvæmt The Guardian mun Morris hafa lýst þeim sem „stærsta og mikilvægasta“ verkinu sem unnið var á hans fræga verkstæði. Það tók þrjá vefara tvö ár að vefa þá. Refillinn var síðast sýndur al- menningi í yfirlitssýningu Victoria & Alberts-safnsins á verkum William Morris, þegar Page var á milli heim- ila. Hann hafði selt herragarðinn, þar sem refillinn hafði hangið í knattborðsstofunni, síðan keypti hann það hús aftur og hefur nú selt það að nýju. Hann hefur eignast nýj- an herragarð í Thames-dalnum, sem teiknaður var af hinum kunna arki- tekt Edwin Luytens. Þar munu vera viðarklæddir veggir, sem ekki er hægt að hengja refilinn á. Page hefur um áratuga skeið safn- að gæðagripum frá tímabili Pre- Rafaelítanna. Á sama uppboði selur hann steinda glugga, einnig eftir Burne-Jones, og tröllvaxið hring- borð í anda Athúrs konungs. Page sel- ur refil Gítarleikari safnar list Pre-Rafaelítanna Page safnar list- munum frá 19. öld. MARGIR lista- menn eru kunnir fyrir gjafmildi sína. Damien Hirst er einn kunnasti lista- maður samtím- ans. Sundursag- aðar skepnur, fljótandi í for- maldehýði, hafa á síðustu árum selst fyrir milljónir og nýverið seld- ist demantshauskúpa hans á 50 milljónir punda. Hann brást á sínum tíma vel við ósk ungs manns sem þekkti bróður hans, og gaf honum fisk fljótandi í formaldehýði. Þetta var fyrir fjórtán árum. Í nokkur ár hékk fiskurinn í búri sínu á vegg skyndibitastaðar í Leeds. Kúnnar grínuðust með það að þetta minnti á verk eftir Damien Hirst og Darren Walker og faðir hans, sem áttu staðinn, voru ekkert að segja að þetta væri í raun verk eftir hann – þeir höfðu ekki efni á að tryggja það. Bróðir Hirst vann um tíma á veit- ingastaðnum og eftir að hafa séð ljósmynd af verki með mörgum fisk- um bað Walker bróðurinn að útvega einn fisk upp á vegg. Hann barst tveimur vikum síðar. „Ég hugsaði að þetta hlyti að vera 5.000 punda virði,“ segir Walker. Fyrir átta árum lokuðu feðgarnir veitingastaðnum og síðan hefur fisk- ur Hirst hangið á vegg á heimili Walkers. Nýverið viðurkenndi hann að það væri ekki vit að eiga listaverk sem kostaði á við ágætis hús. Verkið verður því selt á uppboði og er búist við að allt að 150.000 pund fáist fyrir það, yfir 23 milljónir króna. Dýrmæt gjöf Hirst Fiskar eftir Hirst í formaldehýði. A.S.A. TRÍÓIÐ kemur fram á tónleikum Jassklúbbsins Múl- ans í kvöld, 19. mars, á DOMO í Þinholtsstræti. Tríóið skipa þeir Andrés Þór Gunnlaugsson sem leikur á gít- ar, Scott McLemore á tromm- ur og Agnar Már Magnússon sem leikur á B3 Hammond orgel. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytileg, meðal annars verk úr smiðju John Coltrane, Jimi Hendrix, Red Hot Chili Peppers og Fionu Apple. Jassklúbburinn Múlinn er samstarfsverkefni FÍH og Jassvakningar. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Djass A.S.A. tríóið í Múlanum í kvöld Andrés Þór Gunnlaugsson MOSI er viðfangsefni sýning- arinnar sem þær Guðrún Gunnarsdóttir, myndlist- armaður og textílhönnuður, og Sigrún Eldjárn, myndlist- armaður og rithöfundur, opna í Fjöruhúsinu á Hellnum á Snæ- fellsnesi á föstudaginn langa klukkan 16. Verk Guðrúnar eru gerð úr mosa, sem er algengur á Snæ- fellsnesi eins og víðar, en Sig- rún sýnir olíumálverk. Sýningin mun standa fram eftir vori. Gurún og Sigrún hafa haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í ótal samsýningum, hér heima og erlendis. Fjöruhúsið er lítið kaffihús sem stendur niðri við sjó á Hellnum. Myndlist Guðrún og Sigrún sýna á Hellnum Sigrún Eldjárn myndlistarmaður SÝNINGAR á Mr. Skalla- grímsson eftir Benedikt Erl- ingsson hefjast að nýju á laug- ardaginn á Sögulofti Landnámsseturs. Sýningin á laugardaginn er sú 150. í röð- inni, en hún hefur verið leikin með hléum frá opnunardegi Landnámsseturs í maí 2006. 12 sýningar eru á sýning- arskránni í vor og er nánast uppselt á þær allar. Hugs- anlega verður aukasýningum bætt við í maí og verður það þá auglýst síðar. Önnur sýning ekki alls óskyld, Brák eftir Brynhildi Guðjónsdóttur, er líka á fjölum Söguloftsins í Landnámssetri. Nánari upplýsingar eru á www.landnamssetur.is. Leiklist 150 sinnum herra Skallagrímsson Benedikt Erlingsson Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is LISTAHÁSKÓLI Íslands heldur áfram að fjölga námsbrautunum sem nemendum standa til boða. Til- kynnt hefur verið að á næsta skóla- ári taki til starfa ný námsbraut í kirkjutónlist við tónlistardeild skól- ans í samstarfi við Tónskóla þjóð- kirkjunnar. Undirrituðu Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Ís- lands, og Björn Steinar Sólbergsson, skólastjóri Tónskólans, samning þar að lútandi. Um er að ræða BA-nám til 90 eininga með það að markmiði að undirbúa nemendur fyrir störf í kirkjum landsins. Í náminu felst meðal annars orgelleikur, kórstjórn, að leiða safnaðarsöng og skipulag í tengslum við helgihald þjóðkirkj- unnar. Ennfremur á að veita nem- endum alhliða þjálfun sem leiðandi tónlistarmenn í samfélaginu. „Hugmyndin er að fólkið sem kemur í þetta nám fái undirbúning til að verða leiðandi í sínu samfélagi, hvort sem það er á höfuðborg- arsvæðinu eða úti á landi,“ segir Hjálmar. „Innan safnaða kirknanna fer fram leiðandi og mikilvægt tón- listarstarf um allt land. Við teljum að okkur beri skylda til að sinna því og að fólk geti sótt í slíkt nám í há- skólaumhverfi.“ Auka fjölbreytnina Tæplega 80 nemendur eru í tón- listardeild skólans í dag á þremur brautum. Nýja brautin verður sú fjórða en hinar eru hljóðfæraleikur/ söngur, tónsmíðar/nýmiðlar og tón- listarkennsla en þar segir Hjálmar í raun um undirbúningsnám að ræða og verður aukin áhersla lögð á þá braut á næstu árum. Þá er meist- aranám í undirbúningi innan deild- arinnar, væntanlega fyrst í tón- smíðum. „Það er verið að auka fjölbreytn- ina í námi við skólann í samvinnu við Tónskóla þjóðkirkjunnar, stofnun sem hefur langa sögu og reynslu á þessu sviði. Við viljum nýta okkur það. Allt að því þriðjungur námsins, sem eru sérhæfðar einingar, eru kenndar við Tónskólann en undir okkar eftirliti. Öll námskeið utan Listaháskólans eru háð sama eftirliti og sama mati og önnur námskeið innan skólaveggjanna.“ Hjálmar segir að ekki sé gert ráð fyrir mörgum nemendum í kirkju- tónlist til að byrja með. „En sú staðreynd að þetta nám er nú til í háskólaumhverfi gæti orðið fólki hvatning til að fara út á þessa braut. Þá leitar það sér að tilskildum undirbúningi og stefnir síðan inn á brautina. Ákveðinn grunn í orgelleik og tónfræðigreinum þarf til. Við rek- um þetta innan deildarinnar og njót- um samleiðarinnar með öðrum brautum. Þetta er ákveðin tenging við at- vinnuumhverfið. Innan kirkjunnar er fjöldi starfa í tónlist. Fyrir utan tónlistarskólana er þetta það at- vinnuumhverfi sem er hvað blómleg- ast meðal tónlistarfólks á landinu.“ Leiðandi í sínu samfélagi  Ný námsbraut í kirkjutónlist opnuð fyrir nemendur í Listaháskóla Íslands í haust  Innan kirkjunnar er fjöldi starfa í tónlist, segir Hjálmar H. Ragnarsson Morgunblaðið/Ómar Undirritun Björn Steinar Sólbergsson, skólastjóri Tónskóla Þjóðkirkjunnar, undirritar samninginn. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, fylgist með. Nám í kirkjutónlist hefst næsta haust. Í OKTÓBER næstkomandi verður menningarhátíð helguð Ekvador í Kópavogi. Að sögn Gunnars I. Birg- issonar bæjarstjóra mun verða mikið um dýrðir en hann sneri í gær heim úr viku heimsókn til landsins. Þar komu hann, Linda Udengård, deild- arstjóri Menningardeildar Kópa- vogsbæjar, og Ari Trausti Guð- mundsson, jarðfræðingur og sérfræðingur bæjarins í menningu Ekvador, víða við og gengu frá samn- ingum um hina ýmsu viðburði. „Okkur var tekið með kostum og kynjum,“ sagði Gunnar. Víða var fundað og meðal annars með Lenín Moreno, varaforseta landsins. „Hann tók okkur afskaplega vel. Hann hreifst af hugmyndinni og möguleikunum sem felast í því að kynnast Íslendingum. Hafði hann áhuga á að ræða orkunýtingu, jarð- skjálftavöktun, jarðhita, fiskvinnslu og fleira.“ Gunnar sagði að rætt sé um að for- seti Ekvador komi í opinbera heim- sókn til Íslands í tilefni menning- arhátíðarinnar. Myndi það verða í fyrsta skipti sem forseti lands í Suð- ur-Ameríku kæmi í opinbera heim- sókn. Hefði hann rætt það við forseta Íslands. Jafnframt hafa ráðherrar ferða- og orkumála hug á að koma. Meðal viðkomustaðanna nú var víðfrægt forngripasafn kennt við málarann Oswaldo Guasyasamin. „Við fáum sýningu á gripum frá þeim, þeir elstu eru frá því um 4000 fyrir Krist,“ sagði Gunnar. „Gripirnir endurspegla menningu þjóðanna fyr- ir Inkatímabilið, Inkanna sjálfra og loks nýlendutímabilið.“ Íslendingarnir hittu málarann César Piaguaje, sem býr í frumskóg- inum, og mun koma á hátíðina, eins og Jacchigua dansflokkurinn, sem er kunnur víða um heim og kom meðal annars fram á opnunarhátíð HM í Þýskalandi í fyrra. Menningarhátíðin hefst 4. október. Ekvadorhátíð í Kópavogi í haust Í Ekvador Ari Trausti Guðmundsson, Linda Udengard, Gunnar I. Birgisson og ræðismaður Íslands, Oswaldo Munoz, ásamt Lenín Moreno varaforseta. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.