Morgunblaðið - 19.03.2008, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 17
MENNING
SVO til uppselt var á Tíbrár-
tónleikum Salarins s.l. týsdag, án
þess að neinar sérstakar auglýsing-
arbumbur hafi mér vitandi verið
knúðar fyrir fram. En sjálfsagt
spillti ekki fyrir nýleg upplifun
margra á Tómasi Tómassyni í La
traviata eftir a.m.k. tólf ára fjarvist
söngvarans frá okkar fjörum, þó
undirritaður hafi að vísu misst af
þeirri uppsetningu. Þá ætti fram-
koma eiginkonu Tómasar einnig að
hafa kveikt nokkra forvitni, enda
eftir öllu að dæma sú fyrsta hér á
landi.
Viðfangsefni fyrri hlutans voru
rússnesk, seinni ítölsk. Sex fyrstu
rússnesku lögin voru eftir Sergei
Rakhmaninoff, og söng Tómas
fyrstu þrjú en Lúbov hin. Þar eð hér
fór langsamlega minnst kunni part-
ur dagskrár hefði vel mátt nefna
uppruna og umgjörð laganna í tón-
leikaskrá, enda varla alltaf ljóst hvað
teldist t.d. til kirkjuverka meist-
arans og hvað ekki. Á móti virtist
hverfandi gagn að sérbirtingu söng-
texta á kýríllískt letraðri rússnesku
við hlið ágætra íslenzkuþýðinga
Reynis Axelssonar. Spurði maður
því óneitanlega sjálfan sig (og ekki í
fyrsta sinn á Salartónleikum) hverju
uppátækið gegndi, umfram hina í
mesta lagi 2–3% nærstöddu rúss-
neskulæsu áheyrendur.
Fyrri hluta lauk með þrem núm-
erum eftir Tsjækovskíj, María,
María! úr kósakkaóperunni „Ma-
zeppa“ (Tómas), aríu Jóhönnu af
Örk úr „Mærin frá Orléans“ (Lúbov)
og lokaatriði Tatjönu og Onegins úr
„Eugen Onegin“ með víxlsöng
beggja. Eftir hlé tóku ítalskar óp-
eruaríur við og sungu Lúbov og
Tómas tvær hvort eftir Tosti úr ótil-
greindum óperum. Loks fluttu Lú-
bov og Tómas hvort sína aríu úr
Grímudansleik Verdis um síðasta
konungsmorðið á Norðurlöndum, en
komu að endingu saman fram í Ud-
iste’ úr „Il trovatore“, sömuleiðis
eftir Verdi. Klykkt var út með tveim
aukanúmerum þar sem Lúbov söng
hina kunnu ástararíu Cho–Cho san
[3/4: do– ladola | tí tí–] en Tómas
með öllu herskárra Draumaland Sig-
fúsar Einarssonar við óhætt að kalla
dynjandi undirtektir.
Satt bezt að segja komu þessar
eldheitu viðtökur mér í það opna
skjöldu að fyrstu viðbrögðin voru
ósjálfrátt að hugleiða hvort ég væri
allt í einu hrokkinn úr eðlilegu jarð-
sambandi. Eða þá hvort públík
kvöldsins væri verulega frábrugðin
þeirri sem almennt gerist. Alltjent
get ég ekki fullyrt af sannfæringu að
hafa verið jafnhrifinn yfirgnæfandi
lýðræðislegum meirihluta áheyr-
enda. Þó að rússneska söngkonan
hafi smám saman sótt í sig aukna
breidd (og maður um leið vanizt bet-
ur heldur fábreyttri og lausfókus-
aðri holhljóma raddbeitingunni, er
að vísu tjaldaði eftirtektarverðri inn-
takstúlkun áður en lauk), þá hlaut
einhliða fítonsmeðferð Tómasar, er
afar sjaldan hvarf niður fyrir forte,
snemma að verka þreytandi.
Virða bar þó kannski til vorkunn-
ar að söngvarinn stendur um þessar
mundir í miðri uppþjálfun úr fyrra
bassahlutverki í hetjubarýton, eins
og stundum mátti heyra á þónokkr-
um klemmdum hátónum er voru
miður þægilegir áheyrnar. Almennt
séð olli einhliða stentorsnálgun hans
mér þó mestum vonbrigðum, eink-
um hjá sýnu þjálli túlkun fyrri ára.
En vonandi stendur það til bóta.
Þaulfylginn píanóleikur Kopeckys
var hins vegar óaðfinnanlegur í hví-
vetna og hefði vel þolað alopið flyg-
illok.
Hetjubarýton á útopnu
TÓNLIST
Salurinn
Sönglög og óperuaríur eftir Rakh-
maninoff, Tsjækovskíj, Tosti og Verdi. Lú-
bov Stústjevskaja sópran, Tómas Tóm-
asson barýton og Kurt Kopecky píanó.
Þriðjudaginn 11. marz kl. 20.
Einsöngstónleikarbbmnn
Morgunblðaðið/Einar Falur
Tríóið „Þaulfylginn píanóleikur Kopeckys var hins vegar óaðfinnanlegur í
hvívetna og hefði vel þolað alopið flygillok,“ segir m.a. í dómi.
Ríkarður Ö. Pálsson
KLING og Bang er komið aftur í
nýrri mynd, á Hverfisgötu 42. Hús-
næðið er bæði gott og vont, það er
lágt til lofts en vítt til veggja, býður
upp á ýmsa möguleika en er tak-
markað um leið. Nú getur salur
eins og Kling og Bang sem ekki
hefur úr miklu að spila auðvitað
ekki valið úr glæstum salarkynnum
og má því í sjálfu sér vel við una.
Það er líka í anda dagsins að leitast
ekki við að sýna myndlist í full-
komnu rými heldur líta á sýning-
arsal sem samkomustað lifandi
menningar, og má þá lofthæðin lík-
lega einu gilda.
Það er Kristján Björn Þórðarson
sem tekur salinn yfir á þessari
fyrstu sýningu á nýja staðnum.
Kristján er útskrifaður frá MHÍ ’95
og hefur bætt við menntun sína í
Vín á síðustu árum. Hann hefur
smíðað frumstætt líkan af skemmti-
garði inn í salinn með tjörn, kamri,
bekk, pylsubar, póstkortasölu
o.s.frv. og yfir tjörninni svífur
skúlptúr í formi fjalls.
Innsetning Kristjáns minnir að
nokkru á raunveruleikainnsetningar
Belgans Guillaume Bijl sem í verk-
um sínum lék sér að mörkum listar
og raunveruleika, sýndi t.d. eitt
sinn hjólhýsi á gervigrasi undir
nafninu Caravan Show. Hérlendis
hefur Þorvaldur Þorsteinsson skap-
að innsetningar sem líkja eftir
raunveruleikanum á ekki óáþekkan
máta, þó með nokkuð skáldlegra
ívafi.
Titill Kristjáns, Spegillinn, hefur
ekkert ímyndunarafl, minnir á hug-
myndir um að listin geti verið speg-
ill samfélagsins og þá væntanlega
með þeim formerkjum að slíkt sé
tæpast áhugavert, speglar sýni að-
eins það sem fyrir er og ekkert
annað.
Markmið listamannsins er að fá
áhorfandann til að hugsa. Innsetn-
ingin sýnir m.a. hvernig maðurinn
hefur manngert náttúruna, hamið
hið villta landslag miðalda og gert
það að útsýni, neysluvöru sem við
innbyrðum mótþróalaust á skilyrtan
hátt og má kannski yfirfæra slíkar
hugmyndir yfir á viðburðavædda
skemmtigarða samtímans; listasöfn-
in. Innsetningin líður svolítið fyrir
kunnuglegan hugmyndaheim og
orðræðu um raunveruleika og eft-
irmynd sem var mjög ríkjandi í list-
heiminum um tíma, og birtist m.a. í
verkum fyrrnefndra listamanna.
Áhugaverðasti þáttur hennar er án
efa hið dularfulla svífandi fjall sem
fær hugann til að reika og skemmti-
leg er alger yfirtaka og umbreyting
listamannsins á rýminu.
Morgunblaðið/Ómar
Kling og Bang Kristján Björn leikur sér á mörkum listar og raunveruleika.
Frá náttúru til útsýnis
MYNDLIST
Kling og Bang, Hverfisgötu 42
Til 5. apríl. Opið fim. til sun. frá kl. 14–
18.
Spegillinn hefur ekkert ímyndunarafl,
Kristján Björn Þórðarson
bbnnn
Ragna Sigurðardóttir
HILDUR Margrétardóttir er eins og
kamelljón í listinni; hún bregður sér í
ýmis gervi og er lítt upptekin af hug-
myndum um samfelldan stíl eða við-
fangsefni. Að þessu leyti tengjast
verk hennar umræðu undanfarinna
ára um arfleifð þýska listamannsins
Martins Kippenbergers í samtíma-
myndlist. Hvað sem því líður má
vissulega segja að Hildur komi á
óvart – hún hefur m.a. áður sýnt
raunsæismálverk af íslenskum hús-
dýrum, síðar afstraktmálverk, selt
„listrænar“ afurðir í lofttæmdum um-
búðum og nú sýnir hún á lofti lista-
mannahússins Start Art á Laugavegi
blekteikningar sem eru eins konar
eftirmyndir blaðsíðna í erlendum
slúðurtímaritum á borð við Hello.
Teikningarnar eru límdar beint á
vegginn með svörtu límbandi. Þær
þekja nánast veggina og má því lesa
þær eins og nokkurs konar mynda-
sögu. Við sjáum t.d. myndir af „fína
kryddinu“ Viktoríu Beckham og
söngkonunni Amy Winehouse, en
sökum villts lífernis veldur hún öllum
sem lesa slúðurdálkana talsverðum
áhyggjum. Á teikningum Margrétar
sjást einnig textar í æsifréttastíl,
teknir upp úr tímaritunum. Teikning-
arnar eru vísvitað fremur kauðalegar
og bjagaðar, og talsvert er um staf-
setningarvillur í textanum, eins og til
að undirstrika fáránleika og hlægi-
leika þess veruleika sem settur er
fram í slúðurblöðunum. Verkin grafa
þannig undan þeim „fullkomleika“
sem yfirskriftin gefur til kynna og
skírskotar til lífs stjarnanna. Hinn
mikli fjöldi teikninga og kæruleys-
islegt upphengið speglar yf-
irgengilegt framboð – og áhrif – slíks
efnis í daglegu lífi.
Hildur nýtir sér myndmál dæg-
urmenningarinnar, tekur það
traustataki og endurnýtir í gagn-
rýnum tilgangi. Verkin eru vitaskuld
til sölu – en eiga þannig jafnframt á
hættu að falla sem hvert annað létt-
meti ofan í markaðsvæddan ímynda-
strauminn, án þess að viðhalda gagn-
rýnum áhrifum. Eða býr hér undir
ádeila á listheiminn? Er hann kannski
stundum álíka yfirborðslegur og slúð-
urblöðin?
Ímyndasúpa
MYNDLIST
Start Art
Til 2. apríl 2008. Opið þri.–lau. kl. 13–17
og eftir samkomulagi. Aðgangur ókeyp-
is.
Hildur Margrétardóttir – Fullkomleiki
Morgunblaðið/Valdís Thor
Kamelljón Hildur nýtir sér myndmál dægurmenningarinnar, tekur það
traustataki og endurnýtir í gagnrýnum tilgangi.
Anna Jóa
ÉG HEF áður lýst því
yfir að Ari Bragi,
trompet- og flygilhorn-
blásari, væri efnileg-
asti djassleikari lands-
ins. Hann sannaði það
fullkomlega á DOMO
þar sem hann lék verk
Coltranes – fyrst og
fremst hina trúarlegu
svítu hans „A Love
Supreme“ með helstu
þungavigtarmönnum í
íslenskum djassi – Sig-
urður Flosason á altó-
saxófón, Eyþór Gunn-
arsson á píanó, Þórður
Högnason á bassa og
Einar Scheving á trommur. Þessi
svíta hefur verið flutt í tvígang
hér áður og hafa Sigurður og
Þórður þá verið í för. Ari Bragi
blés í flygilhorn í innganginum að
„A Love Supreme“ en brátt tók
Þórður yfir með stefið margfræga.
Sólóar voru hver öðrum betri. Sig-
urður með óvæntan Coltrane í far-
angrinum og svo magnaður bassa-
leikur Þórðar, með
Mingus-tilfinninguna á fullu. Það
er ótrúlegt að þessi frábæri tón-
listarmaður, sem hefur orðið að
halda sér til hlés vegna erfiðs
gigtarsjúkdóms, skuli geta birst á
sviðinu leikandi sem aldrei fyrr –
þótt plástrar þurfi oft
að koma í siggs stað.
Eyþór Gunnarsson lék
hvern sólóinn öðrum
betri, laus við McCoy
Tyner, og Einar Schev-
ing hafði sinn háttinn á
í trommuleiknum –
óháður Elvin Jones.
Ari Bragi hefur yfir
þeirri tækni og tilfinn-
ingu að búa sem hver
19 ára unglingur er full-
sæmdur af. Hann er af
þeim skóla trompetleik-
ara sem sækja í smiðju
Marshalis til Hardgrove
án þess að vita að Red
Allen er uppsprettan –
eða Roy Eldridge. Það skiptir svo
sem engu máli því aðalatriðið er
að skapa sinn eigin stíl byggðan á
áhrifum alls staðar frá – og það
held ég að Ari Bragi eigi eftir að
gera.
Coltrane kveikir í
Íslandsdjassinum
TÓNLIST
DOMO
Múlinn, Ari Bragi Kárason, trompet og
flygilhorn, Sigurður Flosason, altósaxó-
fónn, Eyþór Gunnarsson, píanó, Þórður
Högnason, bassi, og Einar Scheving,
trommur. Tónleikarnir voru 13. mars.
Kvintett Ara Braga Kárasonar bbbbm
Vernharður Linnet
Ari Bragi Kárason