Morgunblaðið - 19.03.2008, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 19.03.2008, Qupperneq 21
Brúnið lambakjötið vel á öllum hliðum á pönnu og stingið því svo inn í 180°C heitan ofn í 5-8 mínútur. Kryddjurtaolía: 1 lúka fersk salvíublöð 1 lúka ferskar rósmaríngreinar án stilksins 1 hvítlauksrif 5 msk. ólífuolía 2 tsk. nýkreistur sítrónusafi ¼ tsk. maldon-salt Allt sett í mortél og steytt vel saman í mauk. Hrærðar kartöflur með vorlauk, hvítlauksosti og múskati: 2 bökunarkartöflur 3 msk. rjómaostur með hvítlauk 2 tsk. smjör 1 tsk. olífuolía ½ tsk. maldon-salt ¼ tsk. svartur pipar ögn af nýrifinni múskathnetu 4 mjög smátt saxaðir vorlaukar, bæði græni og hvíti hlutinn Afhýðið kartöflurnar og skerið í bita. Sjóðið og hellið svo vatninu af og látið allt vatn gufa upp af kartöfl- unum. Stappið kartöflurnar með kartöflustappara og hrærið svo öllu hinu saman við með skeið. Smakkið til með múskati og salti. Smáspergill og strengjabaunir: 8 ferskir sperglar 10 strengjabaunir 2 dl vatn 1 kjúklingateningur 1 tsk. smjör 1 tsk. agave-síróp eða hunang Látið suðuna koma upp á vatninu og setjið kjúklingatening, smjör og sírópið eða hunangið út í. Setjið strengjabaunirnar síðan út í og látið sjóða rólega undir loki í 4 mínútur. Bætið sperglinum út í og sjóðið áfram í 3-4 mínútur. Berið páska- lambið fram með því að setja hrærðu kartöflurnar á disk og kjötið ofan á. Strjúkið tveimur teskeiðum af kryddjurtaolíu ofan á kjötið og leggið strengjabaunir og spergil á víxl ofan á. Setið svo netta rönd af kryddjurtaolíu eftir endilöngum diskinum meðfram kartöflunum. Appelsínusúkkulaðimús með páskaeggi og sykurflúri 2 eggjarauður 100 g suðusúkkulaði með appelsínubragði 1 msk. sykur 2 dl rjómi 2-3 lítil páskaegg úr þunnu súkkulaði Þeytið egg og sykur vel saman. Þeytið rjómann sér. Bræðið súkku- laðið og blandið varlega saman við eggin. Blandið súkkulaði- og eggja- blöndunni saman við rjómann og sprautið með rjómasprautu í 2-3 grunn kokkteilglös eða víðar skálar. Tyllið einu litlu páskaeggi, sem toppurinn hefur verið skorinn ofan af, í hvert glas og fyllið eggin með súkkulaðimús. Kælið í a.m.k. klukkustund. Sykurflúrið: Bræðið einn dl. af sykri á pönnu og búið til sykurskraut með því að láta mjóa tauma af bræddum sykri leka af skeið í hringi á bökunar- pappír. Stingið sykurskrautinu á hlið ofan í páskaeggin svo það standi hátt upp um leið og þið berið súkku- laðimúsina fram. www.kokkakeppni.is join@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 21 Davíð Hjálmar Haraldsson skrif-ar sendibréf í léttum dúr á mánudegi: Ég skrifa þér, vinur, þú skástur mér ert. Ég skapillur vaknaði snemma. Svitarakt holdið var bláleitt og bert og bölvað var skapið og aumkunarvert. Ég hálfgert var, held ég, með tremma. Ég argur lét rakhnífinn urga við skegg. Úti var slydda með raka. Sprelli við blasti í spegli á vegg, spanngrænn, með dröfnur sem hettu- máfsegg. Sápu þar mátti á maka. Indælis hafragraut eldsnöggt ég sauð. Úti var hundslappadrífa. Fékk mér svo kaffi og brúnristað brauð og bráðfeitan magál af kind sem var dauð og hákarl úr hnefa að stýfa. Eftir þau morgunverk ögn leið mér skár. Úti var farið að blása. Í útvarpi heyrði ég fréttir um fár og faraldra síðustu tvö hundruð ár og söngkonu, svolítið hása. Ég bjóst svo til vinnu og ætlaði út. Úti var mannskaðabylur. Því kúri ég heima í sófa með sút og sorgina deyfi með vindli og kút. Vonbrigðin, vinur, þú skilur. Sigrún Haraldsdóttir velti fyrir sér hvernig frúnni liði: Með andfælum hrökk upp við bévítans brölt er bóndi minn hökti á fætur. Mér fannst sem hann minnti á geðillan gölt er geispandi nuddaði andlitið fölt. Í laumi ég gaf honum gætur. Með ropa og fretum hann steðjaði af stað og stefndi á postulínssettið. Af salernisrúllunni reif hann sér blað, rassgatið skeindi, en fór svo í bað. Svo rakspíra hann smellti í smettið. Ég bænirnar þuldi og beygði mín hné og biðjandi greiparnar spennti. Og næstum því trúði, nú mundi ske að náunginn gleypti í sig brauðsneið og te og vaskur í vinnuna nennti. Þá tóku við margskonar skellir og skark í skúffum var rótað og troðið. En loks eftir korter og þónokkurt þjark þvæling með potta og allskonar hark sér gráleitan graut hafði soðið. Í peysu og jakka og buxur sér brá og bætti á sig treflinum þriðja. Klæddur til veðurs svo gekk hann að gá og glögglega taldi að nú mætti sjá að brátt mundi bresta á hryðja. Þá kveikti í vindli og kynti hann og saug og kaffærði gólfið í ösku. Ég fann að mín vonbrigða- tognaði taug er titturinn aftur úr jakkanum smaug. – Svo opnaði hann áfengisflösku. Af sendibréfi pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ vinbud.is E N N E M M / S ÍA / N M 3 2 7 2 3 Vínbúðirnar um páskana Kynntu þér páskaopnun allra vínbúða á vinbud.is Miðvikudagur 19. mars opið 11-19 (opið 9-20 í sKeifunni og Dalvegi) skírdagur loKað föstudagurinn langi loKað laugardagur 22. mars opið 11-18 páskadagur loKað annar í páskum loKað Þriðjudagur 25. mars opið 11-18 (opið 9-20 í sKeifunni og Dalvegi) AFGREiðSLUTÍMi VÍNBÚðA Á HÖFUðBoRGARSVÆðiNU UM pÁSKANA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.