Morgunblaðið - 19.03.2008, Page 22

Morgunblaðið - 19.03.2008, Page 22
heilsa 22 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Allir þeir sem hafa stundað lík-amsrækt þekkja svokallaðapróteindrykki sem gjarnan eru seldir í líkamsræktarstöðvum og margir svolgra í sig daglega í þeim tilgangi að byggja upp vöðva. Eins er hægt að kaupa slíkar þurrblöndur og gera úr þeim drykk heima við. Ekki eru þó allir sannfærðir um að neysla slíkra drykkja sé af hinu góða, hún geti jafnvel skaðað nýrun. Leitað var álits hjá Hrefnu Guð- mundsdóttur nýrnalækni. „Reynslan hefur sýnt að of mikil neysla próteina veldur miklu álagi á nýrun. Enn skortir langtímarann- sóknir um þetta efni til að geta full- yrt hvort það sé hættulegt eða hættulaust. En þegar fólk er til dæmis með skerta nýrnastarfsemi er því ráðlagt af læknum að draga úr neyslu próteina, og það eitt segir vissulega eitthvað um að prótein valdi álagi á nýrun.“ Við mælum ekki með próteindrykkjum Hrefna segir að mannslíkaminn sé eins og verksmiðja sem nýrun sjái um að hreinsa. „Allskonar eiturefni hlaðast upp í líkamanum sem nýrun þurfa að losa okkur við og meðal annars eru slík efni frá próteinum,“ segir Hrefna og bætir við að þær rannsóknir sem hafi verið gerðar, séu fyrst og fremst gerðar á dýrum en þá eru þeim gefnir mjög stórir skammtar af próteinum. „Þær rann- sóknir sýna aukið álag á nýrun, þó svo að við vitum ekki um langtíma áhrif mikillar próteinneyslu. En það er næsta víst að mjög stórir skammtar af próteinum valda álagi á nýrum í heilbrigðu fólki því þau þurfa einfaldlega að hreinsa meira. Við mælum því ekki með prótein- drykkjum. Ég myndi til dæmis aldr- ei drekka slíkt sjálf og ég vil ekki að mín börn geri það.“ Réttar aminósýrur nauðsynlegar Hrefna segir að samsetning pró- teina sem neytt er, skipti líka máli, út frá því hvað eigi að byggja upp. „Það eru margskonar aminósýrur í þessum próteindrykkjum og ekki endilega þær réttu. Það þurfa að vera réttar aminósýrur til að byggja upp vöðva, sem er jú það sem fólk sækist eftir sem drekkur slíka drykki. Ef réttu aminósýrurnar eru ekki í drykknum, þá er þetta að mestu til einskis, því þá eru þetta ekki þau gæðaprótein sem þarf, og gera því ekkert annað en auka álag á nýrun. Gæðaprótein eru þau prótein sem við borðum í formi fæðu. Mjólkur- vörur, fiskur, kjöt og egg eru mjög próteinrík fæða. Og þar sem við nýrnalæknar höfum áhyggjur af því að mikil neysla próteindrykkja skaði nýrnastarfsemina mælum við ein- dregið með því að fólk borði prótein- ríka holla fæðu í stað próteindrykkja eða próteindufts. Ef maður ætlar að byggja upp vöðva er best að borða vöðva, það er að segja kjöt, því þar eru réttu aminósýrurnar sem lík- aminn þarf til að byggja upp vöðva.“ Karlmenn í miklum meirihluta Hrefna segir að nýrnalæknar fái til sín einstaklinga vegna mikillar neyslu á kreatíni sem er vöðva- uppbyggjandi efni. „Þetta fólk mælist með hækkun í blóði á efni sem mælir nýrnastarfsemi. Karl- menn eru í miklum meirihluta í þess- um hópi,“ segir Hrefna og bætir við að tíðni nýrnasjúkdóma sé vaxandi. „Það er margt sem veldur því. Sykursýki er orðin algengari, fólk lifir lengur, fólk tekur meira af verkjalyfjum og ein af aukaverk- unum þess er nýrnabilun og nýrna- skemmd. Fólk tekur líka inn fæðu- bótarefni – sem eru kannski illa rannsökuð, og ætti frekar að nálgast bætiefni í gegnum matinn sem það borðar.“ Neysla próteina veldur álagi á nýrun Reuters Vöðvauppbygging Neysla próteindrykkja er vinsæl meðal þeirra sem stunda líkamsrækt. En hvort þessir ung- versku vaxtarræktarkappar hafa neytt slíkra drykkja skal hins vegar ósagt látið. Hollustan Óla Kallý Magnúsdóttir, meistaranemi í næringarfræði. M ikil grænmetis- og ávaxtaneysla get- ur minnkað líkur á æðakölkun, lækkað blóðþrýst- ing, minnkað kólesterólmyndun í líkamanum, haft góð áhrif á ónæmiskerfið og efnaskipti horm- óna, hjálpað til við stjórnun lík- amsþyngdar auk þess að veita seddutilfinningu. Rífleg neysla grænmetis og ávaxta getur því minnkað líkur á mörgum krón- ískum sjúkdómum, s.s. hjarta- og æðasjúkdómum, ýmsum teg- undum krabbameina, sér í lagi í meltingarfærum og lungum, syk- ursýki II og offitu. Talið er að ríf- leg grænmetis- og ávaxtaneysla geti minnkað dánarlíkur úr hjarta- og æðasjúkdómum um allt að 20-30% og geti komið í veg fyr- ir um 20% krabbameina, segir Óla Kallý Magnúsdóttir næring- arfræðingur. Grænmeti og ávextir veita fáar hitaeiningar en aftur á móti mikið af vítamínum, steinefnum og trefj- um, auk margra annarra hollustu- efna sem eru minna þekkt. Ekki er hægt að benda einungis á einn þátt eða eitt næringarefni sem hefur þessi góðu áhrif á heilsuna heldur vinna þessi efni öll saman og einstök efni í töflu- formi veita alls ekki sömu áhrif að sögn Ólu. Fimm skammtar á dag Ávaxta- og grænmetisneysla Ís- lendinga hefur aukist töluvert und- anfarin ár en hún þarf að vera mun meiri til að uppfylla ráðlegg- ingar um hollt mataræði. Ráðlegg- ingar Lýðheilsustöðvar hljóða upp á 500 g eða 5 skammta af græn- meti, ávöxtum og safa á dag, þar af a.m.k. 200 g af grænmeti og 200 g af ávöxtum. Börn yngri en tíu ára þurfa þó heldur minni skammta. Einn skammtur getur t.d. verið einn meðalstór ávöxtur, um 1 dl af soðnu grænmeti, 2 dl af salati eða 1 glas af hreinum ávaxtasafa. Ávaxtasafar eru þó fremur orku- ríkir og því er ekki ráðlagt að drekka meira en eitt safaglas af skömmtunum fimm. Kartöflur eru ekki flokkaðar með grænmeti í ráðleggingum, heldur með korn- meti, því þær eru tiltölulega orku- ríkar miðað við flest grænmeti og veita aðeins lítið magn af trefjum, segir Óla. Betur má ef duga skal Samkvæmt síðustu landskönnun á mataræði Íslendinga, sem var gerð árið 2002, mældist grænmet- isneysla að meðaltali 99 g á dag, en ávaxtaneysla 77 g á dag. Samtals var neysla þessara vara, það er ávaxta, grænmetis og safa 232 g á dag eða innan við helmingur af því sem ráðleggingar Lýðheilsustöðvar hljóða upp á. Ávaxta- og grænmetisneysla er mjög breytileg eftir aldri og kyni. Ungt fólk, sérstaklega unglings- stúlkur, borða mun minna af græn- meti en þeir sem eldri eru, en kon- ur á miðjum aldri borða mest af grænmeti. Ungir karlar borða minnst af ávöxtum en ungar stúlk- ur mest. Konur borða almennt mun meira af ávöxtum en karlar. Samkvæmt könnun á mataræði 9 og 15 ára barna, sem gerð var árið 2003, kom í ljós að meðalneysla barna í þessum aldurshópum var 45-55 g af grænmeti á dag og rúm 80 g af ávöxtum. Til viðmiðunar má nefna að þetta samsvarar t.d. um hálfu epli og rúmlega hálfum tómati á dag, sem verður, vægast sagt, að teljast lítið, segir Óla. Í samevrópskri rannsókn, sem gerð var árið 2003, kom svo fram að ís- lensk börn borða líklega minnst allra barna í Evrópu af ávöxtum og grænmeti. „Við sjáum því að þrátt fyrir að grænmetis- og ávaxtaneysla Ís- lendinga hafi aukist töluvert á Reuters Ekki nóg Samkvæmt könnun á mataræði níu og fimmtán ára barna, sem gerð var 2003, kom í ljós að meðalneysla barna í þessum aldurshópum var 45-55 g af grænmeti á dag og rúm 80 g af ávöxtum. Ávextir og grænmeti ættu að vera til á hverju heimili Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á holl- ustugildi ríflegrar grænmetis- og ávaxtaneyslu, bæði hvað varðar þyngdarstjórnun og sem for- vörn gegn hinum ýmsu sjúkdómum. Óla Kallý Magnúsdóttir sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur Ís- lendinga vera skussa í neyslu þessa hollmetis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.