Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
MISMUNANDI MAT
Alan Greenspan, fyrrverandibankastjóri SeðlabankaBandaríkjanna, skrifaði grein
í Financial Times í fyrradag, þar sem
hann segir að fjármálakreppan, sem
nú gengur yfir alþjóðlega fjármála-
markaði, sé sú mesta frá lokum
heimsstyrjaldarinnar síðari.
Greenspan spáir því, að fjármála-
kreppunni ljúki, þegar jafnvægi hefur
komizt á húsnæðismarkaðinn, og þar
með á þær eignir, sem standi að baki
veðlánum.
Í forsíðufrétt Evrópuútgáfu The
Wall Street Journal í fyrradag segir,
að fjármálamenn búi sig undir að hin
alþjóðlega fjármálakreppa muni
standa lengur og rista dýpra en talið
hafi verið. Þessir aðilar telji nú að
kreppan muni standa fram á næsta ár.
Hér á Íslandi ríkir ekki sams konar
svartsýni. Forystumenn í fjármálalífi
okkar eru tiltölulega bjartsýnir og
telja sig vel undir það búna að stand-
ast erfiðleikana á alþjóðamörkuðum.
Ríkisstjórnin er líka bjartsýn ef tekið
er mið af ummælum forsætisráðherra
á blaðamannafundi í gær og á kynn-
ingarfundi í New York í síðustu viku
og ummælum utanríkisráðherra á
kynningarfundi í Kaupmannahöfn í
síðustu viku.
Vonandi hafa ráðamenn á Íslandi
og forystumenn í viðskiptalífi okkar
rétt fyrir sér og vonandi hefur
Greenspan rangt fyrir sér svo og þeir
alþjóðlegu bankamenn, sem The Wall
Street Journal byggir fyrrnefnda
frétt á.
En líklega er skynsamlegt að sýna
varkárni eins og forsætisráðherra
hefur hvatt til og þáttur í þeirri var-
kárni getur verið að vera undir það
versta búnir, þótt vonandi komi ekki
til þess.
Það má telja nokkuð víst, að ís-
lenzku bankarnir búi sig nú undir að
þola langt erfiðleikatímabil. Það gera
þeir væntanlega annars vegar með
því að draga úr kostnaði og fækka
starfsfólki og hins vegar með því að
draga úr útlánum. Líklegt má telja,
að þeir búi sig undir að selja eignir, ef
til þess kemur að það verði nauðsyn-
legt.
Með sama hætti er skynsamlegt af
ríkisstjórninni að undirbúa ráðstafan-
ir, sem vonandi þarf aldrei að koma
til. Þótt ríkisstjórnin hafi tilkynnt í
gær, að hún muni halda að sér hönd-
um frammi fyrir mikilli lækkun ís-
lenzku krónunnar, verður að telja lík-
legt að hún fylgist náið með því, sem
gerist á fjármálamarkaðnum hér og í
nálægum löndum og verði tilbúin til
að grípa inn í ef þörf krefur.
Mismunandi mat manna hér og í
nálægum löndum vekur hins vegar at-
hygli. Getur verið að bæði stjórn-
málamenn og fjármálamenn telji
nauðsynlegt að tala af meiri bjartsýni
en tilefni er til svo að almenningur
skelfist ekki um of?
Ef það er ástæðan fyrir ólíku mati
manna hér og annars staðar á fjár-
málakreppunni, sem Greenspan lýsir
sem hinni mestu í sex áratugi, ættu
menn kannski að hugsa sinn gang.
ÁHRIF GENGISLÆKKUNAR
Ef sú mikla lækkun á gengi ís-lenzku krónunnar, sem orðið
hefur síðustu daga, verður varanleg
að verulegu leyti er fyrirsjáanlegt að
hún mun hafa mikil áhrif. Hún hefur
að sjálfsögðu jákvæð áhrif á sjávar-
útveginn og aðra atvinnustarfsemi,
sem byggist á því að selja vörur eða
þjónustu til útlendinga, og jákvæð
áhrif þess út í samfélagið skulu ekki
vanmetin.
Á hinn bóginn er auðvitað ljóst, að
svona mikil gengislækkun mun hafa
mikil áhrif til skerðingar á þeim lífs-
kjörum, sem almenningur hefur búið
við á undanförnum árum.
Líklegt má telja, að mjög dragi úr
bílainnflutningi. Sala á húsnæði er
þegar byrjuð að dragast saman. Gera
má ráð fyrir, að þegar líður á árið
muni draga mjög úr ferðum Íslend-
inga til útlanda. Allar neyzluvörur
hér innanlands verði mun dýrari.
Fyrirtæki, sem byggja rekstur sinn
á erlendum aðföngum, geta í sumum
tilvikum ýtt kostnaðaraukanum yfir á
viðskiptavini sína. Í öðrum tilvikum
geta fyrirtæki það ekki og eiga þá
kannski engan annan kost en að
fækka starfsfólki til þess að draga úr
kostnaði á móti auknum kostnaði við
aðföng vegna gengislækkunarinnar.
Gengislækkunin getur haft mjög
alvarlegar afleiðingar fyrir þá, sem
hafa kosið að færa lánaskuldbinding-
ar sínar, hvort sem er vegna húsnæð-
iskaupa eða bílakaupa, yfir í erlenda
mynt þrátt fyrir miklar aðvaranir
gegn slíkum ráðstöfunum frá máls-
metandi mönnum á síðustu misser-
um.
Það er langt síðan svo miklar svipt-
ingar hafa orðið á gengi krónunnar og
fólk er fljótt að gleyma. Almenningur
verður hins vegar fljótur að finna
breytinguna í eigin buddu. Fram-
færslukostnaður hækkar svo mikið,
að fólk mun ekki geta veitt sér margt
af því, sem það hefur vanizt seinni ár-
in.
Benzínkostnaðurinn einn hlýtur að
vera byrjaður að hafa afdrifarík áhrif
á kjör fólks.
Það þýðir ekki annað en horfast í
augu við þessar staðreyndir en það
þýðir ekki fyrir verkalýðshreyf-
inguna að gera kröfu um að ríkis-
stjórnin bæti launþegum þá kjara-
skerðingu, sem þeir eru að verða
fyrir, beint ofan í nýgerða kjarasamn-
inga.
Það högg, sem þjóðarbúskapur
okkar er að fá, kemur að utan. Við
ráðum ekkert við það, orsakir þess
eða afleiðingar.
En það er ástæðulaust að gera
minna úr áhrifum gengislækkunar-
innar en tilefni er til.
Hún hefur í för með sér alvarlega
kjaraskerðingu, sem mun smátt og
smátt koma fram af fullum þunga í
kjörum fólks. Hið eina, sem getur
breytt þessu, eru betri ytri aðstæður.
Þær eru ekki í sjónmáli.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
Geir H. Haarde forsætis-ráðherra segir ástæðufyrir alla, heimilin, fyr-irtækin, bankana og
hið opinbera, að fara varlega nú
um stundir. Gengislækkun krón-
unnar kalli hins vegar ekki á
sérstök viðbrögð stjórnvalda
enda hafi þau ekki mikil ráð til
að hafa áhrif á gengismarkaði.
„Þetta mál er ekki komið á
það stig að það kalli á einhverjar
sérstakar aðgerðir af hálfu rík-
isstjórnarinnar,“ sagði Geir þeg-
ar hann ræddi við blaðamenn í
Stjórnarráðinu í gær að loknum
ríkisstjórnarfundi.
Gengið var of hátt skráð
Geir sagði að ástandið hér heima
á gjaldeyrismarkaði tæki mið af
því sem væri að gerast úti í hin-
um stóra heimi. „Það sem nú er
að gerast er endurspeglun á
gríðarlega stórum atburðum úti
í heimi þar sem einn af stóru
fjárfestingabönkunum í Banda-
ríkjunum riðaði til falls. Það hef-
ur auðvitað haft áhrif úti um all-
an heim.
Það hefur líka verið ljóst um
nokkurn tíma að gengi íslensku
krónunnar hefur verið of hátt
skráð miðað við raunverulegar
efnahagsforsendur hér á landi,
miðað við framleiðsluna, útflutn-
inginn og innflutning þjóðarbús-
ins. Það þarf ekki að koma nein-
um á óvart þó að þarna yrði
ákveðin aðlögun, sem nú er að
koma fram, þótt hún sé hins
vegar skarpari og kannski að
einhverju leyti dýpri en menn
áttu von á. Auðvitað sjáum við
ekki fyrir endann á þessu ennþá
og vitum ekki hvort hér er um
að ræða eitthvert yfirskot eins
og þeir segja úti á markaðinum
eða hvort botninum er náð.“
Geir líkti því sem gerst hefði
við mann sem hefði fengið far-
aldssjúkdóm sem margir aðrir
úti í heimi væru búnir að fá. Það
væri ekki víst að það væri hægt
þær hræringar sem ættu
stað þessa dagana úti í h
„Þetta ástand sem hefur
er ekki bundið við Ísland
um löndum heims þar se
opnir fjármálamarkaðir e
menn með áhyggjur af þ
þróun og eru að reyna að
sig á hvort hún haldi áfr
Geir var spurður hvort
sendur kjarasamninga væ
hættu ef verðbólga hækk
kjölfar gengislækkunar.
Hann sagði allt of snem
svara þeirri spurningu. Þ
eftir að koma í ljós hvort
þróun héldi áfram eða hv
snerist við. „Þetta er auð
áhyggjuefni með tilliti ti
samninga.“
Útflutningurinn hagn
Geir sagði að ýmsir fory
í atvinnulífinu hefðu á lið
misserum lýst yfir áhygg
háu gengi krónunnar. Nú
það lækkað og það kæmi
ingsatvinnuvegunum til g
„Vandinn í þessari stöðu
að þessar gengisbreyting
orsakast fyrst og fremst
magnsstraumum inn og ú
landinu og afleiddum bre
ingum á alþjóðamörkuðu
ekki af því sem er að ger
raunhagkerfinu hér á lan
þ.e.a.s. framleiðslunni. Þ
breytingar á gengi krónu
hafa lítið með það að ger
það veiðist loðna, álverð
og útflutningsverðmæti þ
að gera neitt annað fyrir við-
komandi en gert væri annars
staðar, þ.e.a.s. annað en að
tryggja góða næringu og ferskt
loft.
Ekki hrapað að neinu
Geir sagðist vera í góðu sam-
bandi við stjórnendur Seðla-
bankans og að þeir myndu taka
þær ákvarðanir sem þeir teldu
réttastar.
Viðskiptaráðherra hefur látið
hafa eftir sér að flotgeng-
isstefnan og peningamálastefnan
væri tilraun og vísaði þar til um-
mæla aðalhagfræðings Seðla-
bankans. Geir var spurður hvort
kæmi til greina að endurskoða
þessa tilraun.
„Þetta er spurning sem við
höfum ekki tekið afstöðu til. Það
hafa ýmsir verið að velta fyrir
sér hvort þetta sé tímabært.
Auðvitað er erfitt að fullyrða um
þetta fyrirkomulag eins og öll
önnur sem búin eru til, að það sé
nákvæmlega fullkomið. Þá fara
menn að velta fyrir sér hvaða
valkosti við höfum og hvort þeir
séu eitthvað betri. Þetta er at-
riði sem við munum halda áfram
að skoða en það skiptir miklu
máli varðandi þessa spurningu
að það sé ekki hrapað að nið-
urstöðum vegna þess að það er
tiltekið ástand uppi um þessar
mundir.“
Geir sagði nauðsynlegt að
blanda ekki umræðum um fram-
tíð peningastefnunnar saman við
Gengismálin Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði að gengi krónunnar hefði verið talsvert hátt og þ
áhrif gengislækkunarinnar yrðu þau að það myndi draga úr innflutningi til landsins og viðskiptahallin
Gengislækkunin
ekki á sérstök við
!) ) &: * *
?=0
?E0
?@0
?B0
??0
?00
B000 B00? B00B B00@ B00E B00= B00A B00/
?A0