Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 27
u sér
heimi.
r skapast
d. Í öll-
em eru
eru
þessari
ð átta
ram.“
t for-
æru í
kaði í
mmt að
Það ætti
t þessi
vort hún
ðvitað
il kjara-
nast
ystumenn
ðnum
gjum af
ú hefði
i útflutn-
góða.
u er sá
gar hafa
t af fjár-
út úr
eyt-
um en
rast í
ndi,
Þessar
unnar
ra hvort
hækkar
þess
eykst eða hvort þorskveiðikvót-
inn skerðist. Þannig er okkar
umhverfi orðið á þessu sviði.
Það er hins vegar ekki vafamál
að þessi gengisbreyting mun
hjálpa útflutningsatvinnuveg-
unum. Hún mun draga úr inn-
flutningi og verða til þess að við-
skiptajöfnuðurinn mun batna
hraðar en við gerðum ráð fyrir
áður.“
Geir sagði ekki einfalt mál
fyrir stjórnvöld að bregðast við
gengisbreytingum. Það ætti
bæði við stjórnvöld hér á landi
og stjórnvöld í öðrum löndum.
„Ég hef lengi varað fólk við því
að taka erlend lán, sérstaklega
neyslulán í erlendum gjald-
miðlum. Í því er fólgin gríðarleg
áhætta eins og nú er að koma á
daginn, hvort sem þessi breyting
verður varanleg eða ekki. Ég hef
sagt það að undanförnu að það
verða allir að fara mjög varlega
í þessari stöðu og helst ekki að
taka lán nema brýna nauðsyn
beri til og þá helst til öruggra
fjárfestinga en ekki til neyslu.“
Geir sagði aðspurður að aðild
að Evrópusambandinu myndu
engu breyta um þann vanda sem
við stæðum frammi fyrir núna í
kjölfar umróts á alþjóðlegum
mörkuðum. Aðild að Evrópusam-
bandinu gæti ekki orðið að veru-
leika fyrr en eftir 5-6 ár að und-
angengum miklum ákvörðunum
sem þjóðin yrði að taka.
Morgunblaðið/RAX
ví hefði mátt búast við einhverri lækkun. Ein
n myndi minnka.
kallar
ðbrögð
'9
B00>
Í HNOTSKURN
» Mikið flökt var á gengikrónunnar í gær en við lok
dags hafði það lækkað um
1,27%.
» Forsætisráðherra minnti á,að ástandið hér endurspegl-
aði ástandið og óróann erlendis
en við honum brást bandaríski
seðlabankinn með því að lækka
stýrivexti um 0,75 punkta.
» Gengislækkunin, sem hörðsem hún er, mun gagnast út-
flutningsatvinnuvegunum.
Eftir Halldóru Þórsdóttur
halldorath@mbl.is
Ljóst er að til skamms tímamun kreppa að í íslenskuefnahagslífi,“ sagði dr.Gunnar Haraldsson, for-
stöðumaður Hagfræðistofnunar Há-
skóla Íslands, í erindi sem hann hélt
á opnum fundi Viðskiptablaðsins á
Kjarvalsstöðum í gær.
Á fundinum, sem bar yfirskriftina
„Er allt að fara til fjandans“, veltu
fulltrúar fjölmiðla, sjávarútvegs,
orku- og fjármálageirans og fræði-
manna fyrir sér stöðu Íslands í al-
þjóðlegu viðskiptalífi og horfum
efnahagslífsins til skemmri og lengri
tíma.
Hvað vitum við um Færeyjar?
Haraldur Johannessen, ritstjóri
Viðskiptablaðsins, steig fyrstur í
pontu og spurði hvað við vissum um
Færeyjar, efnahagsástand þeirra,
helstu fyrirtæki og ríkisstjórn. „Ís-
land er sjö sinnum fjölmennara en
Færeyjar, þeir eru nágrannar okkar
og tala nánast sama tungumál,“
sagði Haraldur. Samt hefðu fæstir
Íslendingar þekkingu á Færeyjum.
Til samanburðar væri Danmörk
sautján sinnum fjölmennari en Ís-
land og Bretland 194 sinnum fjöl-
mennara. Á alþjóðlegum vettvangi
viðskiptalífsins væri einfaldlega ekki
keppt miðað við höfðatölu, eins og á
Smáþjóðaleikunum.
Haraldur sagði væntingar manna
um kynningarfundi sem haldnir
voru erlendis hafa verið óraunhæfar.
Í stærra samhengi hefði mætingin
og umfjöllunin e.t.v. ekki verið svo
lítil. Markaðssetning er lykilatriði
eins og einnig kom fram síðar á
fundinum. „Ísland kemst yfirleitt í
fréttir erlendis vegna einhvers sem
þykir skrítið. Það er ekki endilega
heppilegt fyrir viðskiptalífið, allra
síst fjármálageirann.“
Tóku markaðshlutdeild og
vörumerki með tilfinningagildi
Aðilar í íslensku viðskiptalífi hafa
verið brúnaþungir yfir neikvæðum
tóni erlendra fjölmiðla í þeirra garð.
Haraldur kvað erlenda fjölmiðla oft
skrifa í meiri æsifréttastíl en hér
tíðkaðist, auk þess sem áhugi á nei-
kvæðum fréttum væri því miður oft
meiri en á jákvæðum. Hins vegar
hefðu ekki alltaf verið neikvæð tíð-
indi á bak við vafasamar fyrirsagnir
á borð við „Time to bale out of Ice-
land?“, sem birtist í The Sunday
Times 10. febrúar síðastliðinn.
Undanfarið hefur víða komið fram
að sökin sé skortur á að kynna stöðu
og forsögu efnahagslífsins. Þá hafi
Íslendingar keypt fyrirtæki með til-
finningalegt gildi og t.d. hafi Danir
kvartað undan slakri upplýsingagjöf
frá óskráðum fyrirtækjum þar í
landi. Þó hefðu einnig komið fram
óvandaðar greiningar frá erlendum
greiningaraðilum sem fjölmiðlar
hefðu gripið á lofti og hringlanda-
háttur Moody’s hefði ekki hjálpað til.
Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri
Landsbankans, rakti breytingar á
efnahagslífinu frá inngöngu í EES.
„Öfugt við það sem flestir bjugg-
ust við, þegar bankakerfið var einka-
vætt og opnað fyrir erlendum fjár-
festum, komu erlendir bankar ekki
til Íslands. Þeir höfðu einfaldlega
ekki áhuga á því,“ sagði Sigurjón um
hið lítt þekkta íslenska hagkerfi. Ís-
lensku bankarnir hefðu á móti vaxið
og vakið athygli erlendis, stundum
neikvæða, mögulega vegna þess að
þeir hafa tekið til sín markaðshlut-
deild á alþjóðamarkaði.
Grunnskýringin á háu álagi
„Íslandskrísan árið 2006 bjó bank-
ana á jákvæðan hátt undir núverandi
ástand. Neikvæðu afleiðingarnar
voru hins vegar sá gífurlegi áhugi
sem skapaðist á Íslandi, sem gerði
að verkum að skuldabréf íslensku
bankanna voru tekin inn í skulda-
bréfavafninga af ýmsu tagi. Hér er
komin grunnskýringin á háu skulda-
tryggingarálagi bankanna í dag.“
Sigurjón sagði íslensku bankana
hafa orðið fyrir barðinu á ástandinu
að mestu að ósekju því þeir hefðu
haldið sig frá þeim hlutum markað-
arins sem væru í mestum vanda. Tap
stóru bandarísku bankanna á borð
við Merrill Lynch dygði t.a.m. hæg-
lega til að kaupa Landsbankann.
Staðan hér heima í efnahagsmál-
um flækti myndina töluvert, en
Seðlabankinn yrði að geta fundið
millileið til að milda áfallið að utan á
sama tíma og unnið væri að þjóð-
hagslegu jafnvægi.
„Það virðist líka augljóst að við
þessar aðstæður henda menn ekki út
af borðinu verkefnum sem bjóða upp
á beina erlenda fjármögnun,“ sagði
Sigurjón, sem gagnrýndi andstöðu
við nýtingu auðlinda hér á landi og
nefndi í því samhengi uppbyggingu
Norðuráls á Reykjanesi.
Íslensku bankana sagði Sigurjón
vera í stakk búna til að standa af sér
gjörningaveðrið með ráðstöfunum til
að verjast áhrifum af falli krónunn-
ar, safna lausafé og auka mikilvægi
alþjóðlegra innlána. Til lengri tíma
litið þyrfti þó að endurmeta forsend-
ur fyrir peningamála-, hagstjórnar-
og reglugerðarumhverfi okkar í ljósi
reynslunnar.
Kaupmáttaraukning minnki
Gunnar Haraldsson steig síðastur
í ræðustól og sagði tvo skelli hafa
komið á sama tíma. Fyrirséðan sam-
drátt í efnahagslífinu, sem væri þó
minni en ráðgert var, samhliða fjár-
málakreppu af erlendum uppruna.
Innlendir þættir, sérstaklega gjald-
miðillinn, ykju þó á vandann.
Gunnar rakti í ræðu sinni hagsögu
síðustu ára, einkavæðingu ríkisfyr-
irtækja og bankanna, grundvallar-
breytingar á fyrirkomulagi húsnæð-
ismála og stóriðjuframkvæmdir,
með tilheyrandi innflutningi fjár-
magns og vinnuafls. Hagkerfið hefði
hreinlega stækkað. Þannig hefði
hagvöxtur síðasta árs verið 3,8% en
á hvern einstakling væri hann um
1,5%. Gunnar sagði kaupmátt hafa
aukist um 71% á árunum 1994 til
2006, um það bil 4,6% á ári. „Slík
kaupmáttaraukning helst ekki til
langframa nema til komi sams konar
aukning í framleiðni vinnuafls.“
Gunnar sagði erlendar fjárfest-
ingar hafa vaxið úr nánast engu.
Þær hefðu verið 625 dalir á mann ár-
ið 1995 en voru 31.563 dalir árið
2005. Með opnun hagkerfisins hefði
ásókn í erlenda markaði aukist enda
lítið rúm fyrir vöxt á heimamarkaði.
Bjartara til lengri tíma litið
„Grunnstoðir hagkerfisins eru
traustar,“ sagði Gunnar. Uppgangur
síðustu ára væri ekki byggður á
engu og útlitið væri því bjartara til
lengri tíma litið. Nefndi hann góðar
horfur í álútflutningi og byltingu í
menntun landsmanna. Sjávarútveg-
urinn hefði sýnt mikla aðlögunar-
hæfni, og sagðist Gunnar enn telja
tækifæri til sameininga í sjávarút-
vegi. Á móti væru sveiflur í gengi
krónunnar mikil byrði, breytt fyrir-
komulag gæti aukið traust á hag-
kerfinu. Því mætti ekki fresta um-
ræðu um gjaldeyrinn og
fyrirkomulag peningastefnunnar.
„Það er varasamt að horfa of
skammt fram á veginn. Meðalævi-
lengd fjármálakreppa hefur verið
um tvö og hálft ár.“ Því mætti búast
við að kreppti að með þyngri byrði
lána á heimili og fyrirtæki, minni
kaupmætti og hættu á þrengingum á
vinnumarkaði. Hins vegar væru næg
verkefni framundan í samgöngum,
menntamálum og heilbrigðiskerfinu.
Ísland keppir ekki á smá-
þjóðaleikum í viðskiptum
Morgunblaðið/Golli
Efnahagslífið Sigurjón Árnason sagði áhyggjuefni að sumir væru raunverulega á móti því að nýta auðlindir.
Í HNOTSKURN
»Þekking og áhugi erlendrafjárfesta á Íslandi er yf-
irleitt í hlutfalli við stærð, eða
smæð, landsins. Hið óþekkta
fælir á erfiðum tímum.
»Að öllum líkindum kreppirnú að í efnahagslífinu til
skemmri tíma, enda streymir
fjármagn úr landinu, en útlitið
er bjartara til lengri tíma.
»Endurmeta þarf hagstjórn-arumhverfið, íslenska mynt-
svæðið er sennilega of lítið.
ÚTLITIÐ er bjart í orkumálum, að sögn Stef-
áns Péturssonar, forstjóra HydroKraft Invest.
Stefán sagði eftirspurn erlendra aðila eftir
hreinni íslenskri orku vera mikla þrátt fyrir
efnahagsástand á alþjóðavísu. Í raun væri hún
meiri en orkulindirnar gætu annað til skemmri
tíma og verðið færi hækkandi. Sem dæmi
nefndi hann byggingu nýrra álvera, netþjóna-
bú, hreinkísil til að nýta í sólarrafhlöður og ál-
þynnuframleiðslu.
„Það getur verið erfitt að fá banka til að taka
þátt í fjárfestingum ef þeir hafa sjálfir ekki að-
gang að lánsfé,“ sagði Stefán. Vandinn á mörk-
uðum snerist einkum um traust. Flestar fjár-
málastofnanir og fjárfestar væru með fullar
hendur fjár sem þeir þyrðu ekki að lána. Að-
gangur orkufyrirtækja að lánsfé hefði minnk-
að, útrásin væri að hefjast á erfiðum tíma.
unnar hefði komið illa niður á landvinnslunni.
Aukin samþjöppun væri í raun óumflýjanleg til
að auka hagkvæmni og efla markaðsstyrk.
„Viðskiptavinir okkar eru stór fyrirtæki sem
krefjast þess að vöruframboð sé stöðugt,“ sagði
Eggert. Hann minnti á mikilvægi rannsókna,
að nýta þekkingu sjómanna og nýja tækni til
leitar, ekki síst við loðnuveiðar.
Fiskur er gjarnan ríkur að prótínum, hollum
fitusýrum og vítamínum og kemur því sterkur
inn þegar spurn eftir hollum mat er mikil.
Kröfur um sjálfbærar veiðar færu sívaxandi.
MSC væri þekkt slík vottun. Íslendingar hefðu
kosið að taka ekki þátt í því samstarfi, heldur
búa til eigið merki sem væri í farveginum.
Eggert sagði óskarekstrarumhverfi sjáv-
arútvegsins vera stöðugt gengi, lága vexti og
litla verðbólgu, þveröfugt við það sem nú er.
Stefán sagði að hér væri efnahagslegt pláss
fyrir nýjar orkuframkvæmdir. Ábyrg fyrirtæki
í orkufrekum iðnaði reyndu að vaxa án þess að
auka útblástur í sama mæli, þar kæmi Ísland
sterkt inn. Undir þetta tók Pétur Blöndal, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, í umræðum á eftir.
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri
grænna, varaði þó við að virkja auðlindirnar til
að „losna við timburmenn eftir neyslufylliríið“.
Samþjöppun í sjávarútvegi óumflýjanleg
Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB
Granda, sagði sjávarútvegsfyrirtæki vera smá í
sniðum, stærsta félagið hefði minna en 12%
heildarkvóta, sem væri hámark samkvæmt lög-
um. Flestir fiskistofnar færu nú minnkandi eða
væru í mesta lagi stöðugir. Þá hefði fram-
leiðslukostnaður hækkað og hátt gengi krón-
Fjármögnun helsti vandi orkugeirans