Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jakob Örn Sig-urðarson fædd-
ist á fæðingardeild
Landspítalans hinn
21. júní 1997. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
í Fossvogi hinn 9.
mars síðastliðinn,
eftir stutt alvarleg
veikindi. Foreldar
hans eru hjónin
Herdís Þorláks-
dóttir viðskipta-
fræðingur hjá
Straumi, f. 28.11.
1974 og Sigurður M. Jónsson
sölustjóri hjá Sensa, f. 28.9. 1971.
Bróðir Jakobs Arnar er Rafnar
Örn f. 2.1. 2002. Móðuramma og
afi Jakobs Arnar eru Sigríður
Guðmundsdóttir, f. 1947 og Þor-
lákur Jóhannsson, f. 1943. Föð-
uramma og afi Jakobs Arnar eru
Eyrún Hafsteinsdóttir, f. 1948 og
Jón Sigurðsson, f. 1950.
Langamma hans er
Guðlaug Lilja Gísla-
dóttir, f. 1922.
Langafi hans er
Hafsteinn Lúth-
ersson, f. 1915.
Systkini Herdísar
eru Sigurbjörg, f.
1965, Guðrún, f.
1969, Jóhann, f.
1977, kvæntur Mar-
gréti Sturludóttur,
f. 1978. Bróðir Sig-
urðar er Árni Þór,
f. 1978, í sambúð
með Írisi Hrönn
Kristinsdóttur, f. 1979.
Jakob Örn ólst upp í Kópavogi
og var nemandi í 5. bekk Sala-
skóla. Hann æfði fimleika með
Gerplu og fótbolta með Breiða-
blik og hafði unnið til verðlauna í
báðum greinum.
Jakob Örn verður jarðsunginn
frá Digraneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Elsku drengur, elsku fallegi dreng-
urinn okkar.
Það var fallegur bjartur dagur þeg-
ar þú fæddist, strax frá fyrstu stundu
er þú komst í okkar fang var auðvelt
að elska þig, svo yndislega hlýjan og
fallegan. Strax frá fyrstu stundu
varstu að flýta þér, þú varst ekki
nema 4 mánaða þegar þú settist upp í
vagninum þínum og þú varst rétt
rúmlega 6 mánaða þegar þú stóðst
upp í rúminu þínu og labbaðir með.
Þér lá svo lífið á, þú vaknaðir snemma
og vildir sofna seint. Það sem þú tókst
þér fyrir hendur gerðir þú einstak-
lega vel og nákvæmt, hvort sem það
var skólinn, fimleikar, fótbolti, golf
eða handverk. Engu sem hægt var að
keppa í máttir þú missa af. Þú varst
búinn að ákveða að taka þátt í skóla-
hreysti um leið og þú hefðir aldur til
og varst fljótastur að hlaupa í þínum
árgangi. Þú varðst að fá svör við öllu.
Þú hugsaðir svo mikið, stundum of
mikið, þú spurðir svo margs, stundum
of margs – en þó ekki, oft áttum við
engin svör. Pælingarnar og heilabrot-
in voru skemmtileg sem enduðu í
spurningum til okkar, t.d. um gráu
ávextina, Asíuvision, Kínverjana sem
mátti ekki sprengja, að kveikja í kon-
unni sinni, yfirvigtina og svo mætti
lengi telja. Þú varst einstaklega barn-
góður. Þér var annt um alla. Þú elsk-
aðir litla bróður þinn, hann Rafnar
Örn, endalaust og varst honum svo
góður, þú hlakkaðir svo mikið til að fá
annan lítinn bróður sem væntanlegur
er á næstu vikum. Við munum segja
honum allt um þig og Rafnar Örn
mun hjálpa okkur að halda minningu
þinni á lofti. Við skiljum ekki hvers
vegna líf þitt er tekið af okkur. Sím-
talið sem allir óttast og enginn vill fá
fengum við þegar þú varst á fimleika-
æfingu. Við áttuðum okkur fljótt á því
hvað var að gerast. Við erum þakklát
fyrir þá fjóra daga sem við fengum
með þér á gjörgæslunni og þá hlýju
aðstoð þar sem við fengum til að
kveðja þig. Þar gátum við hlúð að þér
og kvatt þig fallega. Þú kvaddir þetta
líf í fanginu á okkur, svo yndislega
hlýr og fallegur. Það var svo mikill
friður yfir þér að við þorðum vart að
anda. Tíminn stóð í stað. Á svona
stundu hellist óraunveruleikinn yfir
og við eigum bágt með að setja í orð
þær hugsanir sem leita á okkur,
minningar um svo blíðan og skemmti-
legan dreng sem Jakob Örn var.
Hann gaf okkur svo margt á allt of
stuttri ævi sem við munum ávallt
varðveita í hjörtum okkur.
Ástar- og saknaðarkveðja,
Mamma og pabbi.
Elsku Jakob Örn, takk fyrir að
kenna mér, takk fyrir að kubba með
mér, takk fyrir að lána mér dótið þitt,
takk fyrir að lesa fyrir mig, takk fyrir
að spila við mig á spil, takk fyrir að
leika við mig fótbolta, takk fyrir að
leika með mér í tölvuleikjum, takk
fyrir að hjóla með mér, takk fyrir að
fylgja mér á fimleikaæfingar, takk
fyrir að sækja mig í leikskólann, takk
fyrir öll ferðalögin, takk fyrir að
synda með mér, takk fyrir að spenna
öryggisbeltið fyrir mig, takk fyrir að
passa alltaf upp á mig, takk fyrir að
elska mig og þykja endalaust vænt
um mig.
Þín verður sárt saknað, elsku besti
bróðir minn.
Hinsta kveðja frá litla bróður, þinn
Rafnar Örn.
Elsku hjartans Jakob Örn, það er
óskiljanlegt að þú skulir vera tekinn
frá okkur, elsku vinur, svo fallegur og
duglegur, fullur orku til hinstu stund-
ar. Alltaf að, fótbolti og fimleikar voru
þitt uppáhald, skákin og golfið líka þó
að þú værir minna í því. Verðlauna-
peningar og bikar bera þess vitni og
skreyta herbergið þitt.
Öll gullkornin sem við eigum frá
þér eiga eftir að ylja okkur alla tíð. Þú
varst svo mikill spekingur, spurðir
mikið um allt og spekúleraðir í öllu
sem fyrir augun bar. Ef þú varst í bíl
með mér var vel fylgst með hraða-
mælinum og man ég sérstaklega eftir
þegar heyrðist allt í einu, amma þú
ert komin yfir 70. Ekki varstu hár í
loftinu þegar við vorum í göngutúr og
nálguðumst skilti með mynd af manni
og á því stóð 1,4 km. Þá sagðir þú,
amma, það er maður eftir 14 metra
eða þegar við keyrðum meðfram Esj-
unni og þú spurðir afa hvað væru
margir metrar upp á Esju. Ef ferðinni
var heitið til útlanda var hnötturinn
þinn skoðaður og fundið út hvaða leið
yrði flogin.
Þú fylgdist með þegar ég var að
handsauma teppi og spurðir hvað ég
héldi að ég væri búin með mörg spor
og hvað ég ætti mörg spor eftir,
seinna spurðirðu mig hvernig gengi
með teppið. Ég kenndi þér faðirvorið
og að signa þig, við fórum með það
saman þegar þú gistir hjá okkur, eitt
skiptið sagðirðu við mig, amma eigum
við ekki bara að segja þetta stutta?
Allar þessar minningar hjálpa í sorg-
inni og ylja um ókomna tíð.
Þér fannst það nú alveg í fínu lagi
að taka þátt í kvennahlaupinu í Kjós-
inni með ömmu, mömmu, Rafnari og
fleiri fjölskyldumeðlimum og vera í
rauðum bol og þú hljópst 5 km og
stakkst okkur öll af.
Það er okkur dýrmætt að hafa farið
öll fjölskyldan í útilegu í Ásbyrgi síð-
asta sumar og átt þar mjög skemmti-
lega helgi. Einnig hvað þú skemmtir
þér alltaf vel á þrettándabrennunni
okkar.
Það var alveg sama hvað þú tókst
þér fyrir hendur, eins og kofinn þinn
sem þú smíðaðir á einni viku og var
fluttur á kerru að Meðalfellsvatni og
þú valdir honum stað inni á lóðinni á
Bakka hjá okkur ömmu og afa, hann
hefur staðið af sér öll veður í vetur og
verður vel passað upp á hann. Það var
mikið spáð í nafnið á kofann og þú
valdir Ormabælið og settir skilti á og
hlóst svo og sagðir, erum við ekki
stundum óþægðarormar.
Það er óendanlega sárt að hugsa til
þess að þú færð ekki að upplifa litla
systkinið sem fæðist í apríl og að vera
tekin frá Rafnari og foreldrunum og
okkur öllum. Sorgin og söknuðurinn
er ólýsanlegur.
Það verður stórt skarð í barna-
barnahópnum okkar. Við biðjum góð-
an guð að vernda þig, elsku Jakob,
Herdísi, Sigga og elsku Rafnar Örn
og ófædda barnið. Guð geymi þig,
elsku fallegi drengurinn okkar, þú
verður alltaf hjá okkur í huga og
hjarta.
Sigríður amma og Þorlákur afi.
Elsku Jakob Örn.
Mikið getur lífið verið óréttlátt,
missirinn er mikill.
Við munum sakna þín sárt og allra
skemmtilegu gullkornanna frá þér.
Þú varst mikill gleðigjafi í okkar
lífi.
Við eigum með þér óteljandi
minningar sem við geymum í
hug okkar og hjörtum.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Elsku Siggi, Herdís, Rafnar Örn og
aðrir ástvinir, við biðjum guð að gefa
okkur öllum styrk á þessum erfiðu
tímum. Ástar- og saknaðarkveðja,
Eyrún amma og Jón afi.
Ég man svo vel þegar Jakob Örn
kom í heiminn, fararstjóri kom með
fax til mín þar sem ég var á Spáni til
að láta vita að lítill maður væri fædd-
ur. Eitt það fyrsta sem ég gerði þeg-
ar ég kom heim var að skoða litla
systursoninn, svo fínn og fullkominn
með krúttlegt vörumerki á öðru eyr-
anu. Síðan þá hefur maður fylgst
með honum dafna og blómstra, safna
að sér verðlaunum og spá í tilveruna
og lífið.
Um leið og hann fór að geta farið
um urðu Jakob Örn og Elías minn
bestu félagar og vinir og alltaf þegar
þeir hittust voru þeir límdir saman
og að bralla eitthvað. Jakob Örn leit
svolítið upp til stóra frænda sem á nú
eftir að sakna mikils þegar hann fer í
afmæli og á aðra viðburði þar sem
þeir voru vanir að hittast. Ferðin
okkar til Calpe árið 2005 er ógleym-
anleg og veit ég að Elías mun sér-
staklega ylja sér við minningarnar
um Jakob Örn þaðan.
Aldrei datt manni í hug að þessi
ljúfi, kraftmikli drengur yrði tekinn
frá okkur svona snemma. Ef ég hefði
getað snúið ferlinu við uppi á spítala
eða haft einhverja smugu til þess þá
hefði ég ekki hikað við það. Það er
erfitt að skilja svona óréttlæti, að
ungur drengur fái ekki að þroskast
og verða fullorðinn í umsjá elskandi
foreldra, að Rafnar Örn missi stóra
bróður sinn og að sá ófæddi fái aldrei
að kynnast honum. Ég held að maður
geti aldrei skilið þetta, alveg sama
hvað maður reynir.
Ég trúi því að þar sem Jakob Örn
er núna fái hann svör við öllum sínum
spekingslegu spurningum og vanga-
veltum og ég veit að hann mun ávallt
vaka yfir foreldrum sínum og bræðr-
um, hann er líka örugglega búinn að
læra á vængina sína núna og er fal-
legur engill í himnasal.
Elsku Herdís, Siggi og Rafnar
Örn, ég vildi ég gæti tekið sársauk-
ann frá ykkur eða þurrkað út þennan
atburð en ég get það því miður ekki.
Ég samhryggist ykkur frá hjartarót-
um og óska þess þið fáið allan þann
styrk sem þið þurfið á að halda til að
takast á við þessa sorg.
Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast Jakobi Erni og
mun minning hans vera ljós í lífi okk-
ar um ókomna tíð.
Ástar- og kærleikskveðjur.
Sigurbjörg (Sibba), Elías
og Sigríður Dís.
Elsku Jakob.
Við trúum því ekki enn að þú sért
farinn frá okkur, farinn yfir eins og
sagt er. Við fáum seint eða aldrei svör
við öllum spurningum okkar. Það er
ólýsanlega sárt að hugsa til þess að þú
sért farinn. Minningarnar streyma
upp í kollinn á okkur. Við erum svo rík
að minningum um þig elsku vinur. Við
Árni vorum svo lánsöm að fá að kynn-
ast þér sérstaklega náið. Þegar við
hugsum til baka þá rifjast upp fjöldinn
allur af minningum og skemmtilegum
stundum, sem voru nú ekki fáar. Þess-
ar minningar munu lifa í huga okkar
og hjörtum. Við verðum dugleg að
segja Axel Inga frá þér og öllum þín-
um skemmtilegum pælingum um allt
og ekkert, sumt sem við höfðum ekki
hugmynd um sjálf og áttum erfitt með
að svara. Íju-nafnið er meðal annars
tilkomið frá þér, þú áttir erfitt með að
segja Íris þegar þú varst lítill og áður
en við vissum varstu farinn að kalla
mig Íju og bættir svo fljótlega við Íja
pía. Þegar einhver kallaði mig Íju þá
heyrðist í þér hún heitir Íjapía". Í
hvert sinn sem ég heyri það nafn þá
hugsa ég til þín elsku Jakob minn. Þú
tókst frænda"-hlutverkið mjög alvar-
lega og stóðst þig afar vel. Þér fannst
t.d. rosa heiður að fá að koma upp á
spítala og sjá frænda þinn nýfæddan.
Þú varst svo stoltur, gafst honum svo
flott LIVERPÚL-merki sem þú perl-
aðir alveg sjálfur. Þú varst alltaf svo
skemmtilegur við Axel Inga, alltaf til í
allskonar leiki með litla frænda. Takk
fyrir það, Jakob okkar. Það er svo
fyndið hvað þú hafðir miklar áhyggjur
af því að við Árni værum ekki búin að
gifta okkur. Þú varst oft að spyrja hve-
nær við ætluðum eiginlega að gifta
okkur, fannst greinilega kominn tími
til. Ég sagði einhvern tímann við þig
að þegar við værum búin að eignast lít-
ið barn þá ætluðum við Árni að gifta
okkur. Svo ca. 2 árum seinna þá hvísl-
aði ég að þér að núna ætluðum við
Árni bráðum að gifta okkur. Þá leistu
á mig og sagðir: Ertu þá með barn í
maganum?" - þú varst engu búinn að
gleyma. Við vitum að þú munt vera
með okkur í anda þegar sjálfur dag-
urinn kemur upp, elsku Jakob okkar.
Við eigum öll eftir að sakna þín sárt.
Heimurinn er fátækur án þín en fjöl-
skyldan og vinir eru sannarlega fátæk-
ari án þín, elsku vinur. Elsku Siggi,
Herdís og Rafnar Örn, við biðjum guð
og engla að vaka yfir ykkur og gefa
ykkur styrk á þessum erfiðu tímum.
Saknaðarkveðja,
Íris Hrönn (Íjapía), Árni
og Axel Ingi.
Það er stórt skarð höggvið í tilveru
margra við fráfall þitt, elsku Jakob
Örn. Eftir standa margar fallegar og
góðar minningar um skemmtilegan og
greindan dreng sem var alltaf á ferð-
inni. Það var svo mikill kraftur í þér
skoppandi og hlaupandi án þess að
virðast nokkurn tímann verða þreytt-
ur. Svo varstu líka svo samviskusamur
og skipulagður.
Þegar ég kom að passa varstu yf-
irleitt búinn að gera dagskrá um það
sem við gætum gert á þessum nokkru
klukkustundum sem við eyddum sam-
an í hvert skipti. Það var bara seinast í
afmælinu hans Rafnars í janúar sem
við sátum og spjölluðum um hvað við
gætum gert næst þegar ég kæmi til
ykkar. Þér fannst alveg agalegt að
frænka þín væri ekki búin að sjá alla
þættina af Næturvaktinni og við
ákváðum að kippa því í liðinn næst
þegar ég kæmi því þið ættuð nefnilega
þættina á DVD. Svo ætluðum við líka
að fara í „Guitar hero“ fyrir Rafnar.
Þú sást alltaf til þess að við gerðum
líka eitthvað sem litla bróður þótti
skemmtilegt. Ég hugsa með mér núna
að með skipulaginu hafir þú verið að
nýta hvert augnablik sem við áttum
saman því þú þurftir að fara svo fljótt
og fyrir það er ég þakklát. Mér er allt-
af svo minnistætt þegar þú varst sex
ára hjá mér í dægradvölinni í Sala-
skóla. Þú áttir alltaf að labba heim á
sama tíma en ef mamma þín hringdi
og sagði að þú mættir fara fyrr heim
varstu alltaf jafn hissa og alvörugefinn
í bragði. „Ég er skráður til hálf fimm"
sagðir þú ákveðinn. „Má maður alveg
fara heim þó klukkan sé ekki næstum
því orðin hálf fimm?" Ég þurfti nokkr-
um sinnum að sannfæra þig um að ef
foreldrar hringdu þá mættu börnin
fara fyrr heim úr dægradvöl. Það
Jakob Örn
Sigurðarson
verður skrítið núna að sjá þig ekki
skoppast í skólanum og kasta á mig
kveðju á göngunum og spyrja hvenær
ég ætli að koma næst í heimsókn til
ykkar. Og að geta ekki sest hjá þér
öðru hvoru í matsalnum í hádeginu og
spjallað svolítið. Það var svo gaman að
detta inn í spjall við þig þar sem þú átt-
ir til svo sérkennilegar spurningar, oft
um hluti sem ég vissi ekkert um sjálf.
Ég vissi alltaf þegar þið bræðurnir
voru komnir upp til ömmu í heimsókn
því það var auðvelt að greina fótatakið
skjótast hratt niður tröppurnar til mín
og hlátrasköllin sem fylgdu í kjölfarið.
Gormarnir komnir hugsaði maður og
brosti út í annað.
Fyrst og fremst minnist ég þín Jak-
ob sem algjörum orkubolta sem
þreyttist aldrei, hljóp og hoppaði frá
því hann lærði að ganga en bar líka
með sér einstaklega ljúft og rólegt yf-
irbragð.
Elsku Jakob Örn, ég geymi allar
góðu minningarnar um þig í hjarta
mínu og hugsa um þær þegar mér líð-
ur illa. Manni finnst veröldin ósann-
gjörn að taka þig svona snemma frá
okkur. En minning um fallegan og
kraftmikinn strák mun aldrei slokkna.
Elsku Siggi, Herdís, Rafnar Örn og
aðrir aðstandendur og vinir, ég votta
ykkur mínar innilegustu samúðar-
kveðjur og megi guð vera með ykkur
og styrkja.
Kveðja,
Guðlaug Björk (Gulla frænka).
Elsku Jakob Örn. Að hafa þig ekki
lengur á meðal okkar er óbærileg til-
hugsun. Það eru svo margar minning-
ar sem koma upp í hugann. Efst í huga
mínum er þitt fjörlega fas og hvell
röddin þegar þú birtist í dyrunum í af-
mæli Lífar um daginn: „Hei Dagur,
eigum við að fara út í fótbolta?“ Dagur
varð alltaf svo glaður þegar til stóð að
þið hittust, t.d í afmælum, í Kjósinni og
við önnur tækifæri þar sem fjölskyld-
an kom saman. Það lifnaði yfir honum
þegar þú birtist og þið smulluð saman.
Svo varð maður eiginlega ekki var við
ykkur meir, annaðhvort var farið út í
fótbolta og göslast eða inn í herbergi
og gert eitthvað skemmtilegt.
Það hefur verið gaman að fylgjast
með ykkur frændunum í gegnum tíð-
ina, fæddir á sama ári og því áttuð þið
samleið alla tíð og þar að auki svona
góðir vinir. Þið hittust síðast á Goða-
mótinu á Akureyri, nokkrum dögum
áður en þú veiktist. Ég sé ykkur alveg
fyrir mér, báðir að springa úr orku og
gleði og galsinn í hámarki. Við vorum
farin að hlakka til sumarsins þegar við
hugsuðum til þess að við fjölskyldurn-
ar yrðum saman á fótboltamótinu á
Akureyri en örlögin urðu önnur. Það
verður skrítið að fylgjast með Degi
mínum vaxa upp, fermast, fara í
menntaskóla, útskrifast og annað og
samtímis hugsa til þín sem ættir að
vera á sama stað í lífinu. Aldrei, aldrei
hvarflaði það að mér að þú myndir
kveðja svo fljótt og það er óraunveru-
legt að hugsa til þess að þú verðir ekki
áfram með okkur hér í þessu jarðlífi.
Vanmættinum, reiðinni og sorginni
sem fylgir því að missa svo kæran
dreng úr hópnum er ekki hægt að lýsa
með orðum. Við eigum eftir að sakna
þín svo óendanlega mikið en þökkum
fyrir þau ár sem við fengum að hafa
þig og verðum að hugga okkur við að
þér hlýtur að vera ætlað annað hlut-
verk að handan.
Elsku Herdís, Siggi og Rafnar Örn.
Það er mikið á ykkur lagt. Manni verð-
ur fátt um orð að standa við hlið ykkar
og upplifa þá djúpu sorg sem þið eruð
að fara í gegnum og þrátt fyrir það
hafið þið krafta til að hughreysta okk-
ur hin í sorg okkar. Það eru erfiðir
tímar með blendnum tilfinningum
framundan. Á sama tíma og þið syrgið
vegna fráfalls frumburðar ykkar og
stóra bróður, mun nýtt líf líta dagsins
ljós og veita ykkur gleði. Guð gefi ykk-
ur styrk til að takast á við framtíðina
og geymi ykkar yndislega son og bróð-
ur sem hefur veitt okkur öllum svo
mikla gleði. Minningin um kæran syst-
urson og frænda mun ætíð lifa í hjört-
um okkar.
Fyrir hönd mína og barna minna,
Guðrún Þorláksdóttir.
Elsku Jakob Örn.
Það er með ólíkindum að ég sitji
hér og skrifi þessi orð. Ég trúi þess-