Morgunblaðið - 19.03.2008, Síða 35

Morgunblaðið - 19.03.2008, Síða 35
 Fleiri minningargreinar um Jakob Örn Sigurðarson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ari staðreynd ekki ennþá og það eru ekki til þau orð sem lýsa sársauk- anum í hjarta mínu síðustu daga. Það er mér mikil blessun að hafa verið partur af þínu lífi frá fyrsta degi og eins og það er skelfilegt að þurfa að fylgja þér til grafar, þá er aðeins gleði sem situr eftir í hugs- unum mínum um þig, frábæran dreng. Þú varst að sjálfsögðu stolt for- eldra þinna og það var mér mikill heiður að vera skírnarvottur þinn á sínum tíma. Enda var það þannig að ég var eins og grár köttur heima hjá þér og þreyttist aldrei á leiknum og fjörinu í þér. Ég minnist þess þegar ég kom í heimsóknir á kvöldin og þú varst farinn að sofa, að ég bara varð að fá að kíkja aðeins á þig, sem varð oft til þess að þú glaðvaknaðir, við mismikla hrifningu á heimilinu. Árin liðu og þú stækkaðir og dafn- aðir eins og best verður á kosið. Við fórum í ófáar sumarbústaðaferðirn- ar saman, þar sem alltaf var mikið fjör. Þegar Ísak Árni bættist svo í hópinn árið 2004, þá minnkaði ekki stuðið. Þú, Rafnar Örn og hann vor- uð eins og bræður þegar við dvöld- umst saman, enda líkir allir í útliti og geði. Það var líka ekki skrýtið að Ísak Árni hændist að þér, þú varst alltaf svo ótrúlega góður við hann og það var ekki einleikið hvað þú leyfðir honum að hnoðast á þér, á stundum svo mikið að Rafnari var hætt að standa á sama. Þau eru líka óteljandi hlátursköstin sem hann tók yfir uppátækjunum í þér og það er ljóst að þín verður mikið saknað á þeim bænum. Þú gladdir okkur fullorðna fólkið líka stöðugt með miklu hug- myndaflugi og minnist ég sérstak- lega njósnamyndavélarinnar í gilinu og herþyrlunnar sem var að fylgjast með okkur á sínum tíma. Þó að mikið hafi verið talað um fimleika- og fótboltahæfileika þína, þá varstu afar efnilegur á fleiri svið- um. Þú varst mikill pælari og gerðir ekkert nema það væri úthugsað, enda fékkstu snemma áhuga á skák og öðrum hugleikjum. Ekki má held- ur gleyma golfinu, því þó þú værir ungur að árum, þá fórstu stundum golfhringi með mér og pabba þínum, sem hristum höfuðið ótt og títt yfir því hversu langt og vel svona gutti gæti slegið. Hvíldu í friði, elsku vinur, þín verður sárt saknað, en þú munt alltaf lifa í hjörtum okkar. Jóhann, Margrét og Ísak Árni. Mig langar að minnast Jakobs Arnar, nemanda míns í Súlum í Sala- skóla, í fáeinum orðum. Jakob var at- hugull og spurull drengur, áhuga- samur um flest það sem við tókum okkur fyrir hendur í skólanum og af- skaplega hugmyndaríkur. Hann hafði einstaklega klingjandi fallegan og smitandi hlátur og átti auðvelt með að hrífa aðra með sér í kátínu yf- ir einhverju sem honum fannst fynd- ið. Jakob hafði mikinn áhuga á íþróttum og var mjög virkur og vel á sig kominn, tók þátt í mótum og íþróttaæfingum af gleði og sam- viskusemi og mætti alltaf hress og tilbúinn í slaginn. Hann átti góða vini innan bekkjarins og hafði sérstakt yndi af að semja fjörmiklar og skemmtilegar sögur með vinum sín- um – sögur þar sem allt gat gerst og ekkert var ómögulegt í heiminum. Það er mikið áfall fyrir bekkjar- systkini Jakobs að missa hann svo skyndilega og hjörtu okkar allra eru full sorgar og samúðar með fjöl- skyldu hans. Mörg innileg samúðar- kort hafa verið skrifuð til fjölskyldu Jakobs og óhætt er að segja að hug- ur bekkjarfélaganna sé hjá Jakobi og þeim góðu minningum sem þeir eiga um hann. Tvær bekkjarsystur Jakobs sömdu fallegt ljóð, Við hitt- umst aftur, í minningu hans og ég fékk leyfi þeirra til að láta það fylgja hér með: Á köldum vetrarnóttum daginn eftir jarðarför, minningarnar streyma inn og ég brest í grát. Þú ert þá farinn, farinn frá mér. Það er rigning úti og ég heyri dropana drjúpa á mig. Stend úti, allt er kyrrlátt, og ég hugsa um þig, þú ert þá farinn, farinn frá mér. Ég veit að þú ert þarna uppi, þú ert hjá guði. Þú ert glaður og frjáls, þú lítur niður, ég lít upp, við hugsum það sama. Við hittumst, hittumst aftur. (Harpa Þöll og Líney Ragna.) Mig langar að ljúka þessum orð- um mínum með því að vitna í Jakob sjálfan, í lokaorð sögu sem hann samdi í vetur og endaði nokkuð bratt og skyndilega, líkt og lífshlaup hans sjálfs. Lokaorð sögunnar voru: „Og svona enda bara sumar sögur“. Í þessum orðum Jakobs felst mikill sannleikur; sumar sögur enda bara skyndilega, og skilja okkur eftir ringluð og með spurningar sem við fáum aldrei svör við. Kæra fjölskylda Jakobs. Í hjört- um okkar mun minningin um skemmtilegan og samviskusaman skólafélaga og nemanda lifa áfram. Og eins og kom fram á mörgum sam- úðarkortanna sem skólafélagarnir skrifuðu: Við hugsum hlýtt til ykkar og biðjum Guð að vaka yfir ykkur í sorg ykkar. Sigrún Björk Cortes,umsjón- arkennari í Súlum, Salaskóla. Hugur okkar allra í Íþróttafélag- inu Gerplu var strax hjá Jakobi Erni og fjölskyldu hans þegar skyndileg veikindi hans komu í ljós á æfingu. Áfallið var mikið fyrir fjölskyldu, vini og félaga sem og okkur öll í Gerplu. Það er í svona aðstæðum sem við finnum fyrir vanmætti okk- ar. Í íþróttasalnum sem var fullur af lífi stóðum við skyndilega öll frammi fyrir alvöru lífsins. Á sama tíma og fjölskylda Jakobs Arnar var með honum á Landspít- alanum hugsuðum við til hans og báðum fyrir honum með því að boða félaga hans í hópnum, foreldra þeirra, sem og aðra félagsmenn í Gerplu á fundi þar sem séra Guð- mundur Karl Brynjarsson hjálpaði okkur að hugsa fallega til hans. Bænir okkar voru og eru hjá Jakobi Erni. Okkur er ofarlega í huga góð frammistaða Jakobs Arnar á vett- vangi fimleikanna og sá kraftur sem í honum bjó. Dæmi um góða frammi- stöðu hans eru nýleg verðlaun á bik- armóti FSÍ í febrúar og góð frammi- staða á innanfélagsmóti í janúar þar sem hann fékk gullverðlaun fyrir sína hæstu einkunn á bogahesti, sem af mörgum hefur verið talinn erf- iðasta áhaldið. Framtíð hans var björt í fimleikunum enda einstaklega hraustur og sterkur strákur sem hafði jákvæð áhrif á okkur öll. Við erum viss um að innan okkar raða munu bjartar og góðar minn- ingar lifa um þátttöku hans í starf- semi félagsins. Við viljum votta fjöl- skyldu Jakobs Arnar okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd stjórnar Íþróttafélags- ins Gerplu. Jón Finnbogason. Kveðja frá Salaskóla Jakob Örn. Þessi atorkumikli strákur var ekki bara kappsfullur knattspyrnumaður og fimleikamað- ur. Hann var líka áhugasamur skóla- drengur, síleitandi að meiri visku og þekkingu og stundum heimspekileg- ur. Svo var hann líka svo góður félagi og vinur. Við söknum Jakobs Arnar sem svo skyndilega var hrifinn frá okkur. Við erum þögul, hugsanir leita á og spurningar kvikna. Af hverju? Það er auðvitað fátt um svör. En við er- um þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með honum. Eftir lifir falleg minning um einstakan dreng og góð- an félaga. Við í Salaskóla sendum foreldrum Jakobs Arnar, bróður og ættingjum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi Guð gefa þeim styrk á þessum erfiðu tímum. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 35 ✝ Ástríður Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík 20. apríl 1920. Hún lést á Droplaugarstöðum 14. mars síðastlið- inn. Foreldarar hennar voru Ólafur Ágúst Gíslason, stór- kaupmaður í Reykjavík, f. 19. ágúst 1888, d. 21. febrúar 1971, og Ágústa Áróra Þor- steinsdóttir, hús- freyja í Reykjavík, f. 6. ágúst 1884, dáin 13. mars 1953. Systkini Ástríðar eru: 1) Ragnheið- ur Margrét, f. 13. apríl 1915, d. 19. Birna. 2) Þorsteinn, f. 15.6. 1951, maki Guðrún Þóra Halldórsdóttir, f. 24.11. 1947. Synir þeirra eru Halldór Már og Þorsteinn Jóhann. Seinni maður Ástríðar var Þórð- ur Ingimundur Þórðarson, f. 14. ágúst 1918 d, 2. apríl 1998. Þau slitu samvistum. Dóttir þeirra er Ágústa Áróra, f. 6.9. 1960, giftist Leo van Beek, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: Frank og Ellen Ásta. Ástríður bjó alla tíð í Reykjavík, á Sólvallagötu 8, með foreldrum og systkinum og síðar á sama stað með fyrri eiginmanni og sonum þeirra. Síðar flutti Ásríður á Fornhaga 15, og bjó þar til ársins 2003. Síðustu árum ævinnar eyddi Ástríður í Foldabæ og á Droplaugarstöðum. Ástríður verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. febrúar 1999, 2) Þor- steinn, f. 19. sept- ember 1916, d. 27. desember 1962, 3) Gísli, f. 20. júlí 1918, d. 17. mars 1984, og 4) Ólafur Ágúst, f. 11. febrúar 1922. Fyrri maður Ástríðar var Þor- steinn Jónsson, f. 20. júlí 1920, d. 3. desem- ber 1999. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: 1) Gísli, f. 19.12. 1945, maki Hjördís Henrysdóttir, f. 9.2. 1946. Börn þeirra eru Ólafur Ágúst, Henrietta Guðrún, Ástríður og Mig langar til að minnast tengdamóður minnar í nokkrum orðum og þakka henni samfylgdina á þessum rúmlega 40 árum sem við höfum gengið götuna saman. Hún Ásta var með eindæmum skapgóð kona, ég bara man ekki til þess að hún hafi nokkurn tímann skipt skapi, hún var alltaf létt og kát og það þrátt fyrir að það hafi á stund- um blásið á móti. En hún Ásta var ekki að bera erfiðleika sína á torg. Ég held að það hafi mótað hana og hjálpað að hafa komið frá ástríku heimili og skipti fólkið hennar hana öllu máli. Er það við hæfi og okkur mikil ánægja að hún fái nú að hvíla hjá foreldrum sínum og fjölskyldu í gamla kirkjugarðinum. Ásta var heimavinnandi húsmóðir þegar hún ól upp börnin sín en fór að vinna á prjónastofunni Iðunni á Seltjarnarnesi þegar Ágústa var á fermingaraldri og vann þar fram að sjötugu. Hún keypti sér hjól á miðjum aldri og fór iðulega hjólandi í vinnuna. Hjólreiðar og göngutúrar voru hennar líf og yndi. Hún hafði, sem ung stúlka hjólað um allar sveitir með vinkonum sínum og létu þær sig ekki muna um að fara hjól- andi upp að Álafossi úr Vesturbæn- um til að synda. Ég gæti trúað því að margir eldri borgarar úr Vest- urbænum myndu eftir henni tengdamóður minni, gangandi eða hjólandi, beinni í baki og alltaf bar hún höfuðið hátt. Ásta var dugleg að heimsækja okkur í Breiðholtið, sérstaklega eftir að hún hætti vinnu og fór allar sínar leiðir í strætó, hún kunni á allar leiðir. En bestu minningar mínar um Ástu eru tengdar tónum og tónlist. Hún sitjandi við píanóið, við að sinna okkar inni eða úti. Hún spilaði mest létt klassíska tónlist og hefði sómt sér vel sem píanisti hvar sem er. Þessum hæfileikum hélt hún allt til enda ævinnar og við undruðumst oft, þegar minnið var svo til farið að ef gömlu nóturnar voru með þá gat hún sest og spilað eins og ekk- ert væri og jafnvel af fingrum fram. Þetta voru góðar stundir og minn- ingarnar margar um skemmtilegar stundir sem engan skugga bar á. Mér er ofarlega í huga skemmti- ferð til London sem við fórum sam- an tvær fyrir um 30 árum. Þar tengdumst við nánum böndum og skemmtum okkur frábærlega vel saman. Ásta á mikinn þátt í uppeldi okkar barna. Til hennar var alltaf hægt að leita með pössun. Eina vandamálið var að erfiðlega gekk að ná börnunum heim aftur, þau vildu ekki fara. Iðulega hafði Óli falið sig í kjallaranum eða inni í skáp þegar heim átti að halda. Fjöl- skyldan skipti hana öllu máli. Minn- ingin um hana verður ávallt í hjarta okkar, hrein og falleg og full af tón- um. Hafi hún þökk fyrir allt. Bless- uð sé minning hennar. Hjördís Henrysdóttir. Með nokkrum fábrotnum orðum langar okkur að minnast elskulegr- ar föðurmóður okkar, Ástríðar Ólafsdóttur, sem hefur kvatt þenn- an heim og okkur að sinni eftir skyndileg veikindi. Eftir eigum við minningarnar um þessa yndislegu konu, ömmuna sem við elskuðum og dáðum. Ömmuna sem átti svo ótakmarkaða ást og hlýju fyrir lítil ömmubörn og stór. Glettna og glað- væra með orðatiltæki eða tvö á tak- teinum. Ljóshærð og litfríð og fór aldrei nokkurn tíma úr húsi án þess að setja á sig varalit og auðvitað á hælum. Amma var dama fram í fingurgóma og hún vissi líka ná- kvæmlega hvað heillar litlar dömur og leyfði okkur því að valsa að vild um skápana sína, skartgripaskrín og snyrtidót. Fornhaginn var eins og ævintýraheimur og sóttum við systkinin það ákaft að fara til ömmu og vildum helst ekki fara heim aftur. Að vera sendur í pössun hjá ömmu var eins og að fá boð í náttfa- tapartí, eins og að fá að sofa hjá bestu vinkonu sinni. Hún hafði lag á að taka á móti krílunum sínum með kostum og kynjum, reiða fram veisluborð eða te og kruðerí. Svo settist hún við píanóið og spilaði fyrir okkur. Ef það vorum bara við þá spilaði hún stuðlög og við hoppuðum og dönsuðum hringinn um stofuna þangað til við veltumst um í hlát- urkasti. Hún var sannkölluð Reykjavík- urmær, fædd hér og bjó alla sína tíð en þó samt svo mikill heims- borgari og talaði reiprennandi er- lendar tungur. En Reykjavík var hennar torfa, hún fór út um allan bæ, gangandi, á hjóli eða í strætó, heimsótti fjölskyldu og vini og rölti Laugaveginn upp og niður og út og suður. Það voru himinlifandi ömmu- börn sem hoppuðu upp og hrópuðu: amma Ásta er að koma, þegar hún birtist óvænt í gegnum hliðið í Vesturberginu. Hún drakk teið sitt og spjallaði við mömmu og pabba og knúsaði okkur og kyssti. Iðulega settist hún svo við píanóið og spil- aði fyrir okkur. Það var alltaf tón- list í kringum ömmu sem gat enn spilað gömlu stuðlögin fram undir það síðasta. Síðar þegar við svo fluttumst að heiman voru þær margar og kær- komnar heimsóknirnar þegar amma birtist, alltaf óvænt því hún vildi ekki að það væri verið að hafa fyrir sér. Þá var heldur betur skrafað og hlegið fram á nótt. „Tíminn líður trúðu mér“ var eft- irlætisfrasinn hennar ömmu. Nú er hennar tími hér og nú liðinn og okkur efst í huga hjartans þakkir fyrir að hafa auðgað okkur með sinni yndislegu nærveru, glaðværð, hógværð og ómældri ást. Vertu sæl, elsku amma. Ofarlega í huga okkar í dag er einnig þakklæti í garð starfsfólks Droplaugarstaða þar sem amma dvaldi nú síðast. Sú virðing og hlýja sem þær yndislegu konur, sem þar önnuðust ömmu, sýna í störfum sín- um er óviðjafnanleg. Henrietta, Ásta og Birna. Elsku amma. Mínar fyrstu minn- ingar tengjast margar þér. Stund- irnar með þér voru mér dýrmætari en allt. Allar heimsóknirnar þínar þegar þú passaðir upp á og dekr- aðir við okkur systkinin. Það var svo gott að hafa þig og að vera hjá þér, ég hef aldrei kynnst jafn góðhjartaðri og hlýrri manneskju eins og þér. Þú gafst mér svo ótal margt, ég vona að ég hafi gert hið sama fyrir þig. Það er ótrúlegt hve margir litlir hlutir um þig snerta hjartað mitt, bara það að finna ilminn þinn tekur mig til baka til þeirra daga þegar við stunduðum morgunleikfimi eða lágum saman uppi í rúmi eða þegar þú sast í stól við hliðina á rúminu mínu í fallega bleika náttsloppnum og söngst íslenskar vögguvísur fyr- ir mig. Eða þann dag þegar þú kysstir mig á kinnina og vinkaðir mér bless er þú labbaðir í gegnum tollinn með tár í augunum, þó ég hafi ekki verið eldri en fimm ára, þá man ég skýrt eftir þessu augnabliki og hvernig mér leið þá. Mér leið eins og mér líður núna, amma er farin í gegnum tollinn, ég mun sakna hennar og hún mín, en innst inni veit ég að hún er þar sem henni líður vel og hún er á góðum stað núna og vakir yfir okkur öllum. Í staðinn fyrir að príla upp í skáp til að lykta af bleika náttsloppnum hennar ömmu til að minnast góðu stundanna með henni líkt og ég gerði á þeim tíma, þá syng ég fyrir hana vögguvísuna okkar eins og hún gerði alltaf fyrir mig þegar hugur minn var þungur. Sofðu, unga ástin mín, - úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt sem myrkrið veit, - minn er hugur þungur. Oft ég svarta sandinn leit svíða grænan engireit. Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun bezt að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Sigurjónsson.) Elsku amma, sofðu lengi, sofðu rótt. Þín Ellen Ásta. Elsku amma mín. Ég mun alltaf minnast þín sem mjög bjartsýnnar persónu og þú horfðir ávallt jákvæðum augum á hlutina. Þegar þú brostir til mín þínu fallega brosi daginn inn og út, þá leið mér alltaf vel að innan. Þú varst alltaf svo hraust og orkumikil, alltaf á ferðinni; hlaupandi með þvottinn upp og niður og strætó- ferðirnar voru óteljandi. Mínar helstu og tilfinningaríkustu minn- ingar um þig eru þegar ég átti heima í Hollandi og vissi af þér uppi á háa lofti sofandi. Ég skreið alltaf undir sæng hjá þér og þá leið mér yndislega. Ísboxin sem við borðuðum, spilin sem við spiluðum, pönnukökurnar sem við bökuðum. Allar þessar óteljandi og skýru hlýju minningar um þig, ástkæru ömmu mína, munu ávallt vera of- arlega í huga mínum. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa átt þig sem ömmu. Þú varst mér alltaf svo góð. Allt við þig var æðislegt. En núna ertu farin á góðan stað og brosir þínu fallega brosi áfram. Hvíl þú í friði, amma mín. Frank van Beek. Ástríður Ólafsdóttir  Fleiri minningargreinar um Ástríði Ólafsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.