Morgunblaðið - 19.03.2008, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 43
Krossgáta
Lárétt | 1 höfuðklútur, 4
jarðvöðull, 7 vænir, 8
slétta, 9 líta, 11 ránfugla,
13 viðurinn, 14 harma, 15
dugnaðarmann, 17 reikn-
ingur, 20 op, 22 þrátta, 23
aðgæta, 24 peningar, 25
blés.
Lóðrétt | 1 draga úr
hraða, 2 ákveðin, 3 forar,
4 stjákl, 5 haggar, 6 dýr-
ið, 10 grafa, 12 ílát, 13
málmur, 15 segl, 16 léleg-
ar, 18 fýla, 19 hermdi eft-
ir, 20 langur sláni, 21 spil-
ið.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 holdgrönn, 8 labba, 9 rotta, 10 gær, 11 síðla, 13
aumur, 15 hakan, 18 sagan, 21 ótt, 22 útlát, 23 alger, 24
hræringar.
Lóðrétt: 2 ofboð, 3 draga, 4 rorra, 5 notum, 6 glys, 7
maur, 12 lóa, 14 Una, 15 hrút, 16 kúlur, 17 nótar, 18
stafn, 19 gagna, 20 nýra.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú fílar lífið betur þegar það veitir
þér smáfrelsi. Þú þarft á rýminu þínu að
halda. Þeir sem skilja þessa þörf eru
uppáhaldsfólkið þitt.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Allt hefur sinn vanagang en virðist
samt öðruvísi. Eitthvað innan í þér hefur
breyst. Sumar daglegar venjur henta þér
ekki lengur. Bara engan veginn.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Peningar leysa ekki vandamálið.
Það ætti að vera léttir. Sköpunarkraftur
og hugrekki leysa vandann og þú hefur
nóg af hvoru tveggja.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú lendir í samkeppni við vini. Ást
eða hatur, þú getur ekki neitað því að það
ýtir þér áfram. Bestu vinir þínir vilja auð-
vitað ekki slá þig út.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Á leið þinni að markmiði færðu á til-
finninguna að þú sért að missa af stuðinu.
Fyrir hvað? Ef þú sérð strax árangur
fórna þinna eru þær kannski meira en
bara fórnir.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Allir hafa kveikiþráð og þinn er
mjög, mjög langur. Því þarf að kynda
mjög vel undir til þess að þú springir. En
einhver náinn þér vinnur að því.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Mun velgengni í fjármálum spilla
þér? Bráðum kemstu að því! Peningarnir
eru á leiðinni til þín og þú þarft að velja
hvernig þeim skal varið og valdinu sem
þeim fylgir.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Lítil verk skila litlum ár-
angri. Og stundum er það bara ágætt.
T.d. þegar kemur að nágrönnum – það er
gott að vera vinsamlegur en halda samt
fjarlægð.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Leggðu sjálfið undir. Þú virð-
ist geta misst sjálfsálitið við það en í raun
eykst það við að sjá að þú ert nógu sterk-
ur til að takast á við mögulega höfnun.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Orkan hvetur fólk til að vera
gjafmilt. Þú verður hvattur áfram af fólki
sem þarfnast hvatningar og færð styrk
frá fólki sem býr yfir litlum styrk.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú lærir best af reynslunni en
hún þarf ekki að vera eigin reynsla. Taktu
tali fólk sem veit það sem þú vilt vita og
kann það sem þú vilt kunna.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Pældu í vinsamlegu gríni og
ábendingum frá ástvinum. Þeir eru að
segja þér eitthvað. Þú munt líka losna við
mun reiðilegri ábendingar seinna meir.
stjörnuspá
Holiday Mathis
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6 5.
Rf3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3
b4 9. Re4 Rxe4 10. Bxe4 Bb7 11. O–O
Bd6 12. a3 bxa3 13. b4 Rf6 14. Bd3 Rd5
15. Bxa3 Rxb4 16. Bxb4 Bxb4 17. Re5
a5 18. Dh5 Df6 19. Be4 g6 20. Dh6 Bf8
21. Dh3 Bb4 22. Hfc1 Hc8 23. Rc4 O–O
24. Rxa5 Bxa5 25. Hxa5 Ha8 26. Hac5
Hfc8 27. Dg3 Kg7 28. h4 Ha6 29. Hb1
De7 30. h5 Hca8 31. Df4 f6 32. Dg3 f5
33. Bf3 Ha1 34. Hcc1 Hxb1 35. Hxb1 g5
36. De5+ Kf7 37. h6 Kg8
Staðan kom upp á opna Reykjavík-
urmótinu sem lauk fyrir skömmu.
Stórmeistarinn Vadim Malakhatko
(2600), sem teflir fyrir Belgíu, hafði
hvítt gegn Katerinu Nemcova (2342)
frá Tékklandi. 38. d5! cxd5 39. Hxb7!
Dxb7 40. Dxe6+ Kf8 41. Df6+ Ke8 42.
Dh8+ og svartur gafst upp enda
drottningin að falla í valinn.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Sterk millispil.
Norður
♠D983
♥1098
♦Á52
♣G109
Vestur Austur
♠Á106 ♠G7542
♥3 ♥74
♦KDG74 ♦9863
♣D643 ♣87
Suður
♠K
♥ÁKDG652
♦10
♣ÁK52
Suður spilar 6♥.
Útspilið er ♦K og það blasir við að
slemman er aldrei verri en svíning fyr-
ir ♣D. En ef til vill má nýta spaðann í
borði og komast hjá því að svína í lauf-
inu. Millispilin með ♠D gefa vissa
möguleika.
Áður en vörninni er hleypt inn á ♠Á
þarf að hreinsa upp tígulinn. Sagnhafi
trompar tígul hátt í öðrum slag, fer inn
í borð á hjarta og trompar aftur tígul
með háu hjarta. Spilar svo litlu trompi
á blindan og spaða þaðan á kónginn.
Vestur lendir inni og er í vondri stöðu.
Allt kostar slag, hvort sem það er lauf
frá drottningunni, tígull í tvöfalda eyðu
eða spaði. Smár spaði svíður gosann af
austri og síðan mun tían falla í drottn-
inguna, þannig að skásta vörn vesturs
er að spila spaðatíu. En það dugir þó
ekki, sagnhafi drepur og trompsvínar
fyrir spaðagosa. Það er betri kostur en
laufsvíning.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1 Þekkt tónskáld hefur samið lög við PassíusálmaHallgríms. Hvað heitir tónskáldið?
2 Fyrrum varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegurhingað í næsta mánuði. Hvað heitir hann?
3 Hvað heitir sigurvegarinn á fyrsta Íslandsmótinu íFischer-random skák?
4 Hver er tilnefndur fyrir Íslands hönd til norrænu leik-skáldaverðlaunanna í ár?
Svör við spurn-
ingum gærdagsins:
1. Tími háspennulína
er liðinn, segir vara-
formaður Orkuveitu
Reykjavíkur. Hver er
það? Svar: Ásta Þor-
leifsdóttir. 2. Tals-
maður neytenda vill
að neytendur leiti
sátta hjá sýslumanni.
Hvað heitir hann?
Svar: Gísli Tryggva-
son. 3. Sleggjukastari í FH tvíbætti Íslandsmetið í greininni. Hvað
heitir hann? Svar: Bergur Ingi Pétursson. 4. Músíktilraunum Tóna-
bæjar og Hins hússins lauk um helgina. Hvaða hljómsveit sigraði
í ár? Svar: Agent Fresco.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Röng
mynd
MEÐ grein Ein-
ars Á. E. Sæ-
mundsen, Stjórn-
un og rekstur
þjóðgarða á Nýja-
Sjálandi, í blaðinu
í gær birtist mynd
af föður hans og
nafna. Rétt mynd birtist hér og eru
hlutaðeigandi beðnir velvirðingar.
Hafnarfjarðarkirkja
Í FRÉTTUM blaðsins um end-
urbætur á Hafnarfjarðarkirkju láð-
ist að geta þess að Helgi Grétar
Kristinsson málarameistari hefur
unnið skreytingar í kirkjunni. Er um
að ræða skreytingar á altari, predik-
unarstól og víðar í kirkjunni. Helgi
Grétar lærði skreytingar í Dan-
mörku.
LEIÐRÉTT
Einar Á. E.
Sæmundsen
FRÉTTIR
Í ÁLYKTUN frá Ungum jafn-
aðarmönnum segir m.a. að Ungir
jafnaðarmenn skori á ríkisstjórn
Íslands að sækja um aðild að Evr-
ópusambandinu af því að umræð-
an um aðild verði að byggjast á
raunverulegum aðildarsamn-
ingum.
Ef skoðaðir eru aðildarsamn-
ingar annarra þjóða og stefna
ESB er ljóst að Ísland mun sitja
eitt að fiskveiðum hér við land en
eina leiðin til að loka þeirri um-
ræðu er að fá það endanlega stað-
fest í aðildarsamningum okkar,
segir í ályktun UJ.
„Peningamálastefna Íslands
virkar einfaldlega ekki. Ljóst er
að upptaka evru meðfram aðild að
ESB væri besta langtímalausnin á
einu stærsta vandamáli íslensks
efnahags sem er íslenska krónan.
Meirihluti þjóðarinnar er
hlynntur samningaviðræðum – þar
á meðal margir sem eru andvígir
aðild Íslands að Evrópusamband-
inu.
Ungir jafnaðarmenn telja það
hagsmunamál bæði þeirra sem eru
fylgjandi og andvígir aðild Íslands
að Evrópusambandinu að samn-
ingsmarkmið verði skilgreind, sótt
um aðild og landsmönnum öllum
gefinn kostur á að kjósa um aðild-
arsamninginn í þjóðaratkvæða-
greiðslu,“ segir í ályktun UJ.
UJ vilja að
sótt verði um
ESB-aðild
FORSETI Alþingis, Sturla Böðv-
arsson, hefur skipað í úthlut-
unarnefnd fræðimannsíbúðar Jóns
Sigurðssonar í Kaupmannahöfn í
samræmi við ákvæði 3. gr. reglna
um fræðimannsíbúðina.
Úthlutunarnefndin er skipuð dr.
Önnu Agnarsdóttur, prófessor við
Háskóla Íslands, sem jafnframt er
formaður nefndarinnar, dr. Ágústi
Einarssyni, rektor Háskólans á Bif-
röst, og dr. Kristni Ólasyni, rektor
Skálholtsskóla. Fræðimannsíbúðin
hefur verið auglýst laus til umsókn-
ar fyrir tímabilið 3. september 2008
til 1. september 2009 og er umsókn-
arfrestur til 7. apríl nk.
Nánari upplýsingar er að finna á
vef Jónshúss http://www.jons-
hus.dk.
Skipað í
stjórn fræði-
mannsíbúðar
SKÁKMÓT öðlinga, 40 ára og
eldri, hefst miðvikudaginn 26.
mars n.k. í Faxafeni 12, félags-
heimili TR, kl. 19:30. Tefldar
verða 7 umferðir eftir Svissneska
kerfinu og er umhugsunartíminn
1,30 klst. á alla skákina +30 sek.
viðbótartími á hvern leik fyrir
báða keppendur.
Mótinu lýkur miðvikudaginn
14. maí kl 19:30 með hrað-
skákmóti og verðlaunaafhend-
ingu. Keppt er um veglegan far-
andbikar, en auk þess eru
verðlaunagripir veittir fyrir þrjú
efstu sætin, bæði í aðalmótinu og
hraðskákmótinu.
Þátttökugjald er kr. 3.500,00
fyrir aðalmótið og kr. 500,00 fyr-
ir hraðskákmótið. Skráning og
upplýsingar veitir Ólafur S. Ás-
grímsson í síma 895-5860. Net-
fang er oli.birna@simnet.is
Skákmót öðlinga
hefst eftir páska