Morgunblaðið - 19.03.2008, Page 48

Morgunblaðið - 19.03.2008, Page 48
48 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ PÁLL Óskar Hjálmtýsson kom, sá og sigraði á Íslensku tónlist- arverðlaununum sem afhent voru í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Auk þess að vera valinn söngvari ársins fékk Páll Óskar netverðlaun ársins og var kosinn vinsælasti flytjandinn. Björk Guðmundsdóttir hlaut tvenn verðlaun; sem besta söngkonan og sem tónlistarflytjandi ársins. Þá var Bergur Ebbi Benediktsson í Sprengjuhöllinni valinn textahöf- undur ársins auk þess sem lag hans og Snorra Helgasonar, „Verum í sambandi“, var valið lag ársins 2007. Lagahöfundur ársins var valinn Högni Egilsson, og hljómsveit hans Hjaltalín var valin bjartasta vonin. Mugison fékk verðlaun fyrir bestu hljómplötuna í flokki rokk- og jað- artónlistar fyrir Mugiboogie, en hann fékk einnig verðlaun fyrir besta plötuumslagið. Þá var mynd- band við lag hans „The Great Un- rest“ valið það besta. Hljómplötur ársins í flokknum Páll Óskar stal senunni Páll Óskar Hjálmtýsson Ókrýndur sigurvegari gærkvöldsins. Sprengjuhöllin Sveitin átti bæði besta lagið og besta textahöfundinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.