Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is Fjörutíu ára afmælisútgáfakvikmyndarinnar Bonnieog Clyde kom út á mynd-diski í síðasta mánuði. Fá- ar kvikmyndir hafa vakið aðra eins athygli og þessi og haft jafnsterk áhrif á tíðarandann og hvíta tjaldið. Hún sló nýjan og sterkari tón hvað ofbeldið varðaði og þessi blýbland- aða ástarsaga er enn sú glæpamynd sem menn stoppa við þegar rætt er um beztu kvikmyndir sögunnar. Einn góðan veður- dag falla þau saman Bonnie Parker (1. október 1910- 23. maí 1934) og Clyde Barrow (24. marz 1909-23. maí 1934) fóru um miðríki Bandaríkjanna rænandi og ruplandi og myrðandi og urðu al- ræmd fyrir, komust í hóp mestu óvina þjóðfélagsins og voru drepin í fyrirsát lögreglu í Louisiana. Bonnie Elizabeth Parker fæddist í Rowena, Texas, önnur þriggja systk- ina. Hún missti föður sinn á barns- aldri og flutti móðirin þá með börnin til Dallas, þar sem þau bjuggu við fá- tækt. Bonnie vakti snemma athygli fyrir stíltök og vann til skólaskálda- verðlauna. Tvö ljóð eftir Bonnie urðu fleyg og birtust í blöðum; Sagan um Bonnie og Clyde, kom úr fórum móð- ur hennar og birtist skömmu eftir dauða Bonnie. Þar hefst síðasta er- indið; „Einn góðan veðurdag falla þau saman,“ og Sjálfsmorðs-Sal, sem lögreglumenn fundu í einu fylgsni Bonnie og Clyde og komu til birt- ingar. Í fyrra kom fram á sjónarsvið- ið bók með tíu ljóðum (þ.á m. Sjálfs- morðs-Sal) sem sögð voru eftir Bonnie Parker, og átti hún að hafa ort þau 1932 í fangelsi í bankabók og gefið fangaverði, þegar hún var látin laus. Það voru afkomendur fanga- varðarins sem settu bókina á uppboð og urðu talsverðar umræður um það hvort hún væri ósvikin eða ekki. Bókin var boðin upp hjá Bonhams- uppboðsfyrirtækinu í New York 20. júní og slegin „evrópskum safnara“ fyrir 36 þúsund dollara. Sólin og döggin þú og þínir líkar Sextán ára giftist Bonnie Roy Thornton, en þau bjuggu aðeins saman í rösk tvö ár. Þau skildu reyndar aldrei og Bonnie bar enn giftingarhringinn, þegar hún dó. Clyde Barrow fæddist í Ellis-sýslu í Texas, skammt suður af Dallas, fimmti í röð sjö systkina. Foreldrar hans voru fátækt bændafólk. Clyde komst fyrst í kast við lögin á 18. ald- ursári út af bílaleigubíl og þýfi og síðan lengdist sakaskráin hratt; rán banka, búða og bensínstöðva sem skrifuð voru á reikning Barrow-klík- unnar sem dró nafn sitt af Clyde og Buck bróður hans. Mörgum sögum fer af fyrsta fundi Bonnie og Clyde í ársbyrjun 1930. Ein er á þá leið að þau hafi hitzt á veitingastað, þar sem Bonnie gekk um beina. Önnur segir að þau hafi hitzt í eldhúsinu hjá vinafólki. Hvernig sem því var háttað ber sög- um saman um að það hafi verið ást við fyrstu sýn. Sú sæla varð þó skammvinn, þegar Clyde var fang- elsaður og sat inni í tvö ár. Bonnie heimsótti hann í fangelsið og smygl- aði til hans byssu, sem hann notaði við flótta en hann náðist strax. Um leið og Clyde var látinn laus tóku þau Bonnie saman aftur og til óspilltra málanna á glæpabrautinni. Þau tóku oft höndum saman við aðra afbrota- menn, oftast Buck og Blanche konu hans, og rændu bensínstöðvar, veit- ingastaði og smábanka; aðallega í Texas, Oklahoma, Nýju Mexíkó og Missouri. Þetta var á tímum kreppunnar þegar almenningur kenndi bönkun- um um ófarir sínar og fann til þórð- argleði þegar þeir urðu fyrir barðinu á Bonnie og Clyde. Árangurslausar tilraunir lögreglu til þess að hafa hendur í hári þeirra og ótrúlegar undankomur kættu fólk líka og glæ- paparið varð alþýðuhetjur öðrum framar. Á árinu 1933 kom nokkrum sinn- um til skotbardaga milli glæpamann- anna og lögreglu og í ársbyrjun ’34 hefndi Clyde sín á fangelsisyfirvöld- um með því að hafa forystu um að hjálpa föngum að flýja úr fangelsi. Þá féllu tveir fangaverðir fyrir kúl- um glæpamannanna og fórnarlömb- unum fjölgaði en talið er að Clyde hafi haft allt að tíu mannslíf á sam- vizkunni, þar á meðal nokkra lög- regluþjóna. Margir vildu meina eftir á að Bonnie hefði aldrei beitt byssu gegn nokkrum manni, alla vega ekki orðið neinum að bana, heldur fyrst og fremst verið tálbeita og bílstjóri, en fylgilag hennar við Clyde gerði hana að vitorðsmanni og kom henni a.m.k. einu sinni bak við lás og slá í Bonnie og Clyde urðu eins konar alþýðuhetjur fyrir bankarán og undankomur  En þegar morð bættust á sakaskrána breyttist allt  Lögreglan gerði þeim fyrirsát og þau féllu í kúlnahríð. Texas Myndavélin var oft við hendina og þetta eru með frægari myndum, þar sem Bonnie Parker og Clyde Barrow stilltu sér upp til myndatöku. Í HNOTSKURN »Bonnie Parker fæddist 1.október 1910 og Clyde Bar- row 24. marz 1909. Þau hittust í ársbyrjun 1930 og féllu fyrir kúl- um lögreglumanna 23. maí 1934. »Tvennum sögum fer af þvíhvort Bonnie hafi beint byssu gegn einhverjum, en Clyde er talinn hafa haft tíu mannslíf á samvizkunni. »Tvö ljóð eftir Bonnie birtust íblöðum á sínum tíma og í fyrra var boðin upp í New York bankabók með 10 ljóðum sem Bonnie var sögð hafa ort í fang- elsi. GLÆPIR» Brothætt ást í bófahasar Hollywood Fay Dunaway og Warren Beatty sem Bonnie og Clyde. Gamanstund Fay Dunaway og Warren Beatty þóttu heldur betur hitta í mark sem Bonnie og Clyde, en fengu þó hvorugt Óskarsverðlaun fyrir. Þessa dagana fá um 50% starfandi Íslendinga yfirlit yfir lífeyrissparnað sinn frá Kaupþingi. Ert þú einn af þeim?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.