Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 32
kvikmyndir 32 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þ að fyrsta sem gagntók áhorfandann var ham- rammur svipur, klass- ískur og kempulegur, sem meitlaður í ítalskan marmara. Sjálfur sagði Heston að hann væri með „gamalt andlit“, það leit út eins og arfur frá glæstum tím- um Forn-Egypta, Grikkja og Róm- verja og hentaði stórmennum öllum; Ben Húr, Michelangelo jafnt sem George Taylor, geimfara framtíð- arinnar. Skörulegur í framsögn, hár og kraftalegur þar sem munnsvip- urinn gaf honum öðru fremur hið óvíga yfirbragð garpsins og gerði að verkum að oftar en ekki gnæfði hann yfir samleikarana. Það er sannkall- aður sjónarsviptir að Heston. Sjálfur minnist ég leikarans fyrst í Boðorðunum 10 – The Ten Comm- andments (’56), sem sýnd var í Laug- arásbíói við fádæma aðsókn á ofan- verðum sjötta áratugnum. Hugsanlega hef ég séð hann fyrr, en Móses yfirgnæfir allt annað í fyrstu minningunum um manninn. Ástæðan er ekki flóknari en það, að bíógestum fannst myndin óviðjafnan- legt meistaraverk þar sem Heston og magnaðri kvikmyndabrellur en áður höfðu sést drottnuðu yfir sýningunni. Móses með sáttmálsarkirnar og Rauðahafið opnast, það var aldeilis sjón að sjá sem gleymist ekki, einn af hornsteinum í uppbyggingu kvik- myndavitundar æskuáranna. Síðasta kvikmyndahetjan Skörungssvipurinn gerði það m.a. að verkum að Heston lék nánast und- antekningarlaust hetjur og valmenni á þessum langa og merka ferli. Það var mannlegra og vó þyngra á metum en átakamyndahetjur seinni tíma, undanfari harðhausanna sem Schwarzenegger er gjarnan tengdur við. Dramatískari hlutverk voru mörg og mikil í epískum stórmyndum og Heston fór aldrei leynt með ást sína á Shakespeare og metnaðinn að vera tekinn í tölu alvarlegra sviðsleik- ara. Draumum sínum lýsir hann mætavel í sjálfsævisögunni The Actor’s Life (E.P. Dutton 1976), sem spannar tímabilið 1956–1976 og er ritstýrt af Hollis Alpert, gagnrýnand- anum góða, sem sjálfur féll frá í fyrra. Auk Móse kom Heston við sögu fjölmargra sögupersóna úr Biblíunni og holdi klæddi nokkra af þekktustu listamönnum sögunnar. Ekki alltaf af listrænu innsæi en hreystin upp- máluð gerði nærveru hans drottnandi og það var meira en nóg til að hrífa áhorfendur. Leiðir Hestons (sem hóf kvik- myndaleik í Pétri Gaut, áður en hann var kvaddur til herþjónustu í síðari heimsstyrjöldinni) og stórmyndaleik- stjórans Cecils B. De Mille lágu fyrst saman árið 1952 í sirkusmyndinni The Greatest Show on Earth. Það var aðeins fjórða kvikmyndahlutverk hins 28 ára gamla Hestons og það sem færði honum fótfestu á leiklist- arbrautinni og frama í A-myndum í Hollywood. Önnur mynd þeirra De Milles var Boðorðin 10, sem lyfti He- ston á stall með eftirsóttustu sam- tímaleikurum og þar með stóðu hon- um allar dyr opnar næstu áratugina. Myndirnar sem tóku við næstu árin voru blanda af vestrum, epískum stórmyndum og stríðsmyndum sem skildu ekki mikið eftir sig. Árið 1958 fannst leikaranum tími til kominn að hressa upp á ímyndina og tók fegins hendi aðalhlutverkið í Touch of Evil, eftir Orson Welles, stórmeistara bandarískrar kvik- myndagerðar. Þetta er minnisstæð og vel gerð film noir, glæpadrama sem gerist í mollulegum smábæ rétt norðan við landamærin að Mexíkó. Sjálfur fer Welles með hlutverk slóttugs fógeta en Heston leikur mexíkóskan foringja í eiturlyfja- lögreglunni, kvæntan bandarískri konu (Janet Leigh). Þau dragast inn í sakamál í þessu slóttuga umhverfi sem er sígildur vettvangur spilltra átaka (No Country for Old Men). Tvímælalaust ein athyglisverðasta mynd Hestons sem sýnir að hann getur leikið dauðlega menn. Nú var komið að samstarfi Hes- tons og hins gagnmerka Williams Wyler og hófst með risavestranum Víðáttan mikla – The Big Country (1958). Útkoman var ekki í sama gæðaflokki og Á hverfanda hveli, en það var markmið framleiðandans. Vestrinn er hvað minnisstæðastur fyrir maraþon-slagsmál sveitamanns- ins Hestons og sjóarans Gregorys Peck, sem kljást um hylli bóndadótt- urinnar Carrol Baker. Næsta samstarfsverkefni þeirra Wylers gekk aftur á móti upp með glæsibrag. Heston lék titilhlutverkið í Ben Húr (’59), sem byggð er á met- sölubók Lew Wallace um svik, mann- raunir og hetjudáðir á tímum Krists. Myndin er stórfengleg enn þann dag í dag og fer Heston mikinn í sígildum atriðum og hlaut fyrir Óskars- verðlaunin. Akademían veitti mynd- inni 11 verðlaun, þar af öll aðal- verðlaunin, sem var nýtt og ótrúlegt met sem stóð óhaggað í tæp 40 ár, er það var jafnað af Titanic. Enn meira af hetjudáðum. Árið 1961 tók Heston að sér hlutverk Spánverjans El Cid, sem hrakti Mára af Íberíuskaganum yfir Ben Húr Heston fékk Óskarinn fyrir leik sinn í Ben Húr, sem fjallar um svik, raunir og hetjudáðir á tímum Krists. Charlton Heston er tákn mikilleika og sakleysis sem er löngu horfið úr bíó- sölunum. Eftir frækinn fer- il sem spannaði á 7. ára- tug er hann allur. Reuters Á efri árum Charlton Heston var talsmaður skotvopnaeigenda og lengi formaður samtaka þeirra. Frá galeiðuþræl til Á síðustu öld urðu til örfáar goðsagnir í kvik- myndaheiminum, þær gerðust vart stærri en Charlton Heston, sem var í áratugi ímynd karlmennskunnar og hetjunnar á hvíta tjald- inu. Sæbjörn Valdi- marsson lítur yfir far- inn veg einnar stærstu stjörnu kvikmyndasög- unnar. Þegi þú bara auminginnþinn og fáðu þér beturlaunaða vinnu,“ sagði 9 til10 ára strákur við bað- vörð um daginn, sem reyndi án ár- angurs að fá drenginn til að haga sér skikkanlega í sturtuklefanum, þar sem hann stökk um öskrandi. Maður sem viðstaddur var sagði mér að hann hefði nánast orðið að beita sig hörðu til að taka ekki í strákinn og lækka í honum rost- ann. Æpandi og formælandi hélt svo strákurinn áfram að koma sér í föt- in og ösla heim á leið. Á þeim vett- vangi hefur greinilega gleymst að kenna drengnum ýmislegt sem að gagni má koma á lífsgöngunni, svo sem að hlýða settum reglum í sundlaugum, bera virðingu fyrir öðru fólki og störfum þess og síðast en ekki síst hefur gleymst að segja drengnum frá því að til eru önnur og þýðingarmeiri verðmæti en pen- ingar. Setningin sem í upphafi var vitn- að til hér sýnir töluvert brenglað verðmætamat. Við skulum vona að þessum vesalings dreng auðnist að komast með tímanum í vel launaða vinnu, ella verður sjálfsmynd hann varla upp á marga fiska – nema hann læri sína lexíu „the hard way“. Á tímum þar sem fólki er sagt upp unnvörpum vel launuðum störf- um, t.d. í bankageiranum, er hug- arfar eins og sýnir sig í orðum um- rædds drengs allt að því banvænt. Fólk sem svona hugsar á mjög erf- itt með að fóta sig í veruleika þrenginga og höfnunar. En slík tímabil koma þó ábyggilega í lífi hvers einstaklings í einhverju formi, auðnist honum á annað borð líf fullorðinsára. Hjarta mitt fylltist einhverju sem líklega má kalla sorg, þegar ég heyrði um þetta atvik. Mér fannst eitthvað ömurlegt við svo harð- svírað hugarfar barns og þá lítils- virðingu sem hann sýnir manni sem reynir að sinna sínu starfi á við- unandi hátt. Reyndar er ekki und- arlegt þótt svona „bæklun“ í hug- arfari barna komi fram í samfélagi þar sem allt of margt snýst um ytri velmegunartákn en lítið hugað að hinum innri verðmætum. Um daginn var t.d. sagt frá upp- sögnum fimmtán reynslumikilla kvenna í banka. Þær voru komnar um og yfir fimmtugt og var skipt út vegna „ímyndar“ bankans – fyrir yngri konur. Svo eldast þær því miður líklega líka, tíminn hlífir eng- um – og heldur ekki þeim sem sögðu konunum upp, fróðlegt væri reyndar að sjá og heyra í þeim, hvort útlit þeirra, aldur og atgervi stenst kröfur „ímyndar“ viðkom- andi banka. Þegi þú bara auminginn þinn … eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur þjóðlífsþankar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.