Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI MÖRG þúsund mót-mælendur trufluðu hlaupið með ólympíu-kyndilinn í San Fran-cisco á miðviku-dags-kvöld. Fólkið vildi lýsa andúð sinni á mann-réttinda-brotum Kín-verja í Tíbet. Einnig voru á svæðinu mörg þúsund Kín-verjar sem lýstu yfir stuðn-ingi við stjórn Kína. Miklar öryggis-ráð-stafanir voru í borg-inni við hlaupa-leiðina. Fór svo að leið-inni var breytt til að mót-mæl-endurnir gætu ekki truflað hlaupið meira. Hefð er fyrir því að hlaupið sé með kyndilinn frá Grikk-landi þangað sem Ólympíu-leikarnir eru haldnir hverju sinni. Hann er þó fluttur lengstu kafla leiðar-innar með flug-vél. Leikarnir verða í Beijing í ágúst í sumar. Mikil mót-mæli voru þegar hlaupið var með kyndil-inn um London og París. Mót-mæli vegna Ólympíu-leika Reuters Nei! Mótmælandi við kínverskan fána þegar hlaupið var með kyndilinn um San Francisco. Tvær kisur lentu í vanda í vikunni. Önnur var lokuð ein inni í íbúð í marga daga. Eigendurnir voru fluttir í burtu. Lög-reglan náði í kisuna en hún var mjög veik og það varð að lóga henni. Saga hinnar kisunnar endaði mun betur. Hún fannst í bíl við BSÍ. Hún var ein og orðin mjög skítug. Kisunni var bjargað úr bílnum og flutt í Katt-holt þar sem allar kisur eru velkomnar. Hún fékk svo nýja eigendur og líður vel. Verð á íbúðum lækkar Seðla-bankinn hækkaði stýri-vexti sína á fimmtu-daginn. Vextirnir eru núna 15,5%. Verð á íbúðum er byrjað að lækka. Seðla-bankinn spáir að verðið muni lækka meira – kannski um 30% á næstu mánuðum. Mótmæla áfram Vöru-bílstjórar eru búnir að mót-mæla mikið í vikunni. Þeir stoppuðu til dæmis alla umferð í mið-bænum. Bíl-stjórarnir vilja að verð á elds-neyti verði lækkað. Þeir vilja líka breyta reglum um hvíldar-tíma. Kisur í vanda Hóp-ur af sér-legum aðdá-endum banda-ríska tónlistar-mannsins Bobs Dylans er væntan-legur til Íslands, en hóp-urinn ætlar að vera við-staddur tón-leika hans í Egils-höll hinn 26. maí næst-komandi. Sumir með-lima hópsins hafa séð Dylan á tón-leikum allt að 500 sinnum, en um 20 manns eru í hópnum. Einn Íslendingur er í hópnum, Hilmar Thors framkvæmda-stjóri. „Ég er algjör byrjandi, ég sá Dylan ekki á sviði fyrr en 2003,“ segir Hilmar sem hefur þó séð Dylan leika um það bil 30 sinnum. Dylan á langan feril að baki og er ekki síður þekktur fyrir texta en tónlist. Mik-lir að- dá-endur Bob Dylan Hilmar Thors AND-STÆÐINGAR stjórnar-innar í Sim-babve eru ósáttir við að leið-togar annarra Afríku-landa skuli ekki gagn-rýna meira Robert Mu-gabe, for-seta Sim-babve. Ekki hafa enn verið birtar niður-stöður forseta-kosninga í Sim-babve en þær voru haldnar 29. mars. Stjórnar-andstaðan óttast að Mu-gabe láti tefja birt-inguna til að ögra and-stæðingum sínum. Voni Mugabe að til átaka komi og þá muni hann beita her-valdi gegn and-stöðunni. Mu-gabe hefur verið for-seti Sim-babve í 28 ár. Hann hefur oft verið sak-aður um að falsa niður-stöður kosn-inga til að geta haldið völdum. Efna-hagur lands-ins er í rúst. Ósáttir við leið-togana TVÖ bana-slys urðu í um-ferðinni í vikunni. Það fyrra varð á Eyrar-bakka-vegi rétt við Selfoss á þriðju-daginn. Slysið varð þegar jeppi ók í veg fyrir vöru-bifreið. Maðurinn í jeppanum lést en hann var 71 árs gamall. Á föstudag lést annar karl-maður í hörðum árekstri á Suður-lands-vegi. Áreksturinn varð þannig að pall-bíll ók yfir á öfugan vegar-helming í veg fyrir vöru-bifreið. Vöru-bifreiðin kastaðist út fyrir veginn. Öku-maður hennar var fluttur á Land-spítalann með þyrlu þar sem hann lést. Hann var sextugur. Á þessu ári hafa sex menn látið lífið í umferðinni á Íslandi. Tvö önnur bana-slys urðu í vikunni. Í báðum slysunum urðu menn undir bílum sem þeir voru að gera við. Tjakkar, sem eru notaðir til að halda bílum uppi, biluðu og bílarnir lentu ofan á mönnunum. Fyrra slysið varð í Hafnar-firði síðasta sunnu-dag og maðurinn sem lést var 61 árs. Síðara slysið varð á Reykja-víkur-flugvelli á þriðjudag. Maðurinn sem lést í því slysi var 21 árs gamall. Fjögur banaslys í vikunni Morgunblaðið/Júlíus Sex látnir á árinu Banaslys varð við Selfoss á þriðjudag. ERLA Dögg Haraldsdóttir, Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar, var sigursæl á Meistaramóti Íslands í sundi sem fram fór í Laugardal um sl. helgi. Erla sigraði sexfalt á mótinu og setti fjögur Íslandsmet sem eru þó ekki hápunktarnir hjá henni. Erla náði lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Peking í tveimur greinum, 200 metra fjórsundi og 100 metra bringusundi. Góð tímasetning hjá Erlu því tækifærunum til þess að vinna sig inn á leikana fer nú fækkandi. „Ég stefndi að því að toppa á þessu móti til þess að reyna við ólympíulágmörk og þetta gekk bara vel. Ég einbeitti mér mest að lágmarkinu í fjórsundinu og því kom það mér nokkuð á óvart að ná lágmarkinu í bringusundinu daginn áður. Þar sló ég einnig 17 ára gamalt Íslandsmet Ragnheiðar Runólfsdóttur. Það kom mér rosalega á óvart að ég skyldi ná þessu meti núna,“ sagði Erla Dögg. Ekki er útilokað að kærasti Erlu verði með henni á Ólympíuleikunum en það er sundmaðurinn, Árni Már Árnason úr ÍRB. Hann komst nærri lágmarkinu í 50 metra skriðsundi og gæti náð því áður en fresturinn rennur út 22. júní. Erla Dögg á leið til Peking Morgunblaðið/hag Erla Dögg Haraldsdóttir. Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.