Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 26
athafnamaður 26 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þ etta tosast, eins og menn sögðu í gamla daga,“ segir Lárus Welding, forstjóri Glitnis, þegar hann tekur á móti blaða- manni í höfuðstöðvum Glitnis á Kirkjusandi. „Ástandið virðist hafa róast er- lendis, markaðir eru að taka við sér og það er töluvert af skuldabréfaút- gáfum, sem er jákvætt. En það er mikið verk eftir óunnið og ég held að íslensku bankarnir verði ekkert fremstir í röðinni þegar kemur að endurfjármögnun. Það hefur verið gríðarlegur upp- gangur undanfarin ár og greitt að- gengi að fjármagni. Nú þurfum við að vinna úr því sem áunnist hefur. Við finnum að gæði eignasafnsins vinna með okkur og á svona tímum verða allir valkostir skýrir. Nú er tímabært að skerpa fókusinn og ein- beita sér að þeim styrkleikum sem við höfum. Í janúarlok fórum við af stað á skuldabréfamörkuðum, eins og frægt er orðið…“ – Voru það mistök? „Við vorum bara að sinna okkar starfi og gæta að markaðs- aðstæðum, en skilyrðin voru óhag- stæð eins og allir vita. Það varð til þess að við endurskoðuðum okkar stöðu. Við höfum því aukið áherslur á kjarnastarfsemina á Íslandi og lyk- ilfyrirtæki í eigu Glitnis á Norð- urlöndum, ásamt því að styrkja stöðu okkar enn frekar í orkugeir- anum og sjávarútveginum, en þar höfum við byggt upp þekkingu á undanförnum árum. Þar þekkja margir okkur að góðu og vilja koma að bankanum. Svo vorum við að ljúka skemmtilegri ráðstefnu með Al Gore.“ Hann lítur á Má Másson, sem er yfir kynningarmálum bankans, og segir brosandi: „Þú hefur varla sofið mikið undanfarna daga!“ Svo beinir hann máli sínu aftur að blaðamanni: „Í Kúbudeilunni var sagt að varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna hefði ekki sofið í heila viku.“ – Mér er sagt að þú hafir sjálfur verið mikið í vinnunni undanfarna mánuði? „Já, ég hef að vísu alltaf unnið mikið, en þetta er búið að vera … áhugavert!“ Storminn verður að lægja – Í hverju felst sú mikla hagræð- ing sem boðuð hefur verið innan Glitnis? „Við lokuðum skrifstofunni í Kaupmannahöfn, niðurskurður var töluverður í Noregi og við lögðum niður útlánastarfsemi í Lúxemborg. Sú starfsemi var barn síns tíma, því þá var mikið aðgengi að fjármagni, en nú beinum við því á staði sem eru arðsamari. Við höfum greint starf- semina með það í huga hvað má bet- ur fara og byggt ákvarðanir okkar á þeirri vinnu. Sú hagræðing heldur áfram á öðrum ársfjórðungi, en slík- um aðgerðum verður vonandi að mestu lokið á síðari hluta ársins. Við höfum verið að leggja aukna áherslu á þennan hluta starfseminnar. Til þess höfum við m.a. fengið til liðs við okkur mjög öflugan og reyndan rekstrarmann, Kristin Geirsson, sem mun styrkja þennan þátt enn frekar. Banki sem vaxið hefur jafn- hratt og Glitnir þarf að bregðast hratt og rétt við breyttum aðstæðum og við erum að því. Nú gefst tími til að skoða spilin – hver er kjarna- rekstur Glitnis.“ – Íslensku útrásinni er þá lokið? „Storminn verður að lægja. Það er að rofa til, en við þurfum að búa við stöðugt ástand í einhvern tíma áður en við getum haldið áfram. Það er eðlilegt að einbeita sér að kjarna- starfsemi, fara í heilbrigða sjálfs- skoðun og spyrja á hvaða mörkuðum við getum verið samkeppnishæf og skarað fram úr.“ – Hafa menn verið of djarfir? „Það er erfitt að segja. Uppgjör bankanna fyrir árið 2007 voru fín og ég vænti þess að uppgjör fyrsta árs- fjórðungs 2008 verði ágætt. Ég hef ekki áhyggjur af gæðum eignanna sem fjárfest hefur verið í. Stóra vandamálið á heimsvísu er að fjár- festar hafa áhyggjur af því sem kann að leynast í bönkunum. Á sama tíma eru íslenskir bankar gagnrýndir fyr- ir að hafa vaxið hratt. Vissulega er það rétt, en við þurfum að útskýra á hvaða forsendum og að eignasafnið sé traust. Það var skynsamlegt af bönkunum að dreifa sínum tekjum utan Íslands og fjármálageirinn hef- ur skilað gríðarlegum hagnaði hing- að til lands. Hann býr við óvissu núna eins og allur fjármálageirinn í heiminum.“ – Af hverju stafar þessi mikli áhugi erlendra fjölmiðla á stöðu fjár- málamarkaðarins á fámennri eyju við heimskautsbaug? „Í fyrsta lagi vekur athygli að hægt sé að byggja upp öflug al- þjóðleg fyrirtæki frá þessu litla landi og það er nokkuð sem við getum ver- ið stolt af. En við þurfum líka að horfa í eigin barm. Hugsanlega höfum við farið of geyst. Og það verður að segjast eins og er, að okkur hefur ekkert leiðst sviðsljósið. Þú þarft að selja Morg- unblaðið eins og aðrir, finna áhuga- verðar fréttir og spennandi fyrir- sagnir. Og við vorum með skráð fyrirtæki sem fóru mikinn í fjárfest- ingum og stundum yfirlýsingum. Í stað þess að tóna niður það sem gert var, þá hafa menn barið sér á brjóst. Ég er ekkert saklaus af því frekar en aðrir. Við höfum sóst eftir sviðsljós- inu og þá leita menn að næstu frétt! Það þarf að selja blöð. En ekki verður litið framhjá því, að við höfum náð árangri, bæði markaðshlutdeild og viðskiptavin- um, og það hefur áhrif á samkeppn- isaðila okkar, sem eru knúnir til að tjá sig um okkur. Við erum komin í hinn stóra heim, þar sem sam- keppnin er mikil – „all is fair in love and war“. Við erum ekki lengur litla saklausa Ísland. Þetta kom berlega í ljós nú fyrir helgi þegar erlendir fjölmiðlar mögnuðu upp frétt um eitt dóttur fyrirtækja Glitnis vegna at- hugasemda frá yfirvöldum sem það er nú að bregðast við. Umfjöllunin var úr öllu samhengi við stærð fyr- irtækisins og þýðingu þess fyrir samstæðuna. Raunin er að félagið hefur nær engin áhrif á rekstur okk- ar og er aðeins aukastafur í efna- hagsreikningi bankans. Það sama á við um samkeppni um innlánsreikn- inga, þar sem íslensku bankarnir bjóða einföld kjör með góðri ávöxt- un. Hvernig eiga bankar með mikla yfirbyggingu að geta keppt við okk- ur – í Finnlandi erum við með sex manns í einu herbergi sem sjá um þetta fyrir okkur. Svo hringir kúnn- inn og segir: „Það er verið að bjóða mér 6,2% vexti, hvað ætlar þú að bjóða?“ Þá beita menn öllum ráðum til að þurfa ekki að keppa í verði. „Þú getur ekki lagt inn pening hjá ís- lenskum banka! Ertu búinn að tapa glórunni!?“ er þá viðkvæðið“ Brjáluðu Íslendingarnir – „Glitnir veðjar á jarðvarmann“ var ein fyrirsögnin í bæklingi sem dreift var á fyrirlestri Al Gores! „Það hefur gefist bankanum vel að sérhæfa sig með þessum hætti. Við höfum góða reynslu af því úr sjávar- útveginum, enda skilur umheimur- inn vel að banki á Íslandi og í Noregi búi yfir þekkingu á sjávarútvegi. Við ákváðum að búa okkur til aðra slíka markaðssyllu í orkugeiranum fyrir þremur árum, enda hefur mikil gerjun verið á því sviði, ekki síst fyr- ir tilstuðlan forseta Íslands. Það tek- ur langan tíma að byggja upp slíka sérhæfingu. Það tók tíu ár í sjávar- útveginum og menn hafa verið að uppskera á undanförnum tveim ár- um. Þá komst til skila að brjáluðu Ís- Ekki lengur litla sa Morgunblaðið/Frikki Mikið hefur mætt á Lárusi Welding síðan hann settist í forstjórastól Glitnis fyrir ári síðan. Pétur Blöndal talaði við hann um niðursveifluna á fjármálamörkuðum, hag- ræðinguna og sóknarfærin hjá Glitni, sam- keppnina og sviðsljós fjölmiðla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.