Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 72
72 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ÞESSI notalega, furðubreska en
bandaríska, rómantíska gam-
anmynd fjallar á frekar opinskáan
hátt um útskýringar föður á fertugs-
aldri fyrir 10 ára dóttur sinni á lífi
sínu og ástum. Pabbinn, Will (Reyn-
olds), er að skilja og Maya litla
(Breslin) vill fá að komast til botns í
ástamálunum sem eru í óskiljan-
legum hnút. Will segir henni undan
og ofan af líflegu sambandi sínu við
kvenþjóðina á tíunda áratugnum
þegar sú stutta kom undir en segir
henni ekki hin réttu nöfn kvennanna
svo hún veit ekki fyrr en í lokin hver
þeirra þriggja er móðir hennar. Will
á í nokkrum vandræðum með að
gefa telpunni nógu penar lýsingar á
nánu sambandi hans við April (Fish-
er), sem er gömul og góð vinkona;
blaðakonuna Summer (Weisz), og í
þriðja lagi æskuunnustuna Emily
(Banks.) Hver skyldi vera mamman?
Bakgrunnurinn er umbrotasamur
og líflegur síðasti áratugur 20. ald-
arinnar, þegar Will er lítt reyndur
en metnaðarfullur ráðgjafi á uppleið
í kosningabaráttu Clintons í New
York. Myndin er full af skondnum
smáatriðum eins og fyrstu gemsa-
hlunkunum og varnaðarorðunum
sem farið var að setja á sígar-
ettupakkana (engum hugkvæmdist
að benda Clinton á að vindlar gætu
líka valdið óþægindum!), andrúms-
loftið er frjálslegra en í dag og Tví-
buraturnarnir gnæfa við himin.
Handritshöfundurinn spinnur tals-
vert áhugaverðan vef úr kvennamál-
unum og oft og tíðum er bráðfyndið
að fylgjast með samræðum feðg-
inanna, hann verður að skauta listi-
lega á velsæmismörkunum. Sá línu-
dans gefur Definitely, Maybe
afslappandi og skondin augnablik.
Auk þess er Breslin litla ísmeygilega
góð og Reynolds túlkar á viðunandi
hátt margslungið líf manns sem er
að taka stakkaskiptum á miklum
umbrotatímum þegar ástir, átrún-
aðargoð, vinátta og hugsjónir fæðast
og deyja í miklum flýti. Sögulokin
eru í rökréttu framhaldi af því sem á
undan kemur og áhorfandinn heldur
heim bjartsýnni en áður. Til þess
þarf hann að gefa sig aðalpersónun-
um á vald sem er ekki erfitt, feðginin
eru trúverðug og konurnar þrjár eru
leiknar af frambærilegum og upp-
rennandi skapgerðarleikkonum með
skopskyn.
Þrjár konur og feðgin
KVIKMYND
Smárabíó, Laugarásbíó
Leikstjóri: Adam Brooks. Aðalleikarar:
Ryan Reynolds, Isla Fisher, Derek Luke,
Abigail Breslin, Elizabeth Banks, Rachel
Weisz. 110 mín. Bandaríkin 2008.
Definitely, Maybe
bbbmn
Fyndin feðgin „Oft og tíðum er bráðfyndið að fylgjast með samræðum
feðginanna,“ segir meðal annars í dómi gagnrýnanda.
Sæbjörn Valdimarsson
TVEIR menn eru í haldi lögreglunnar í Mílanó eftir að upp komst að þeir
höfðu í hyggju að koma á fót tískulínu sem bar nafn leikarans George
Clooney. Lögreglan lagði hald á efni til fataframleiðslu, armbandsúr og
falsaða pappíra. Að söng fréttastofunnar ANSA var ráðgert að hefja sölu á
fötunum í næstu viku. Það var leikarinn sjálfur sem komst á snoðir um fals-
arana og gerði lögreglunni á Ítalíu viðvart. „Reyni einhver að selja ykkur
föt eða úr með nafninu mínu á, þá vinsamlegast ekki kaupa,“ sagði Clooney
á blaðamannafundi í Róm þar sem hann var að kynna nýjustu mynd sína
Leatherheads.
Reuters
Ekta Óprúttnir aðilar reyndu að græða á nafni Clooneys.
Clooney-fatalína
gerð upptæk