Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 45 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090 Glæsileg og vönduð, 4ra herbergja, 109,3 fm íbúð á 3. hæð (efstu) í litlu fjölbýli við Laug- alind í Kópavogi. Parket og flísar á gólfum og þvottahús innan íbúðar. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 15.00-16.00. V. 31 m. 7512 Laugalind 1 - glæsileg eign Fróðengi 14, 1. hæð - laus strax. Sérstaklega glæsileg, 112 fm, 4-5 herbergja íbúð á 1. hæð. Glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar. Þvottahús í íbúð. Sérgeymsla í íbúð og líka í kjallara. 24 fm bílskýli fylgir íbúðinni. Timburverönd. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 13.00-14.00. V. 29,9 m. 7237 Fróðengi 14, 1. hæð - laus strax Vorum fá að sölu glæsilega, 3ja herb., 92 fm íbúð á 1. hæð í litlu fjölbýli. Íbúðin skiptist m.a. í stofu, sjónvarpshol og tvö rúmgóð herbergi. Þvottahús inn í íbúðinni. ÍBÚÐIN VERÐ- UR TIL SÝNIS Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 15.00-16.00. V. 28,4 m. 7415 Arnarás 4, Gbæ. - jarðhæð Mjög falleg og mikið standsett, 3ja herb., 77 fm íbúð í kjallara í 3-býlishúsi með sérinn- gangi. Húsið stendur á baklóð. Íbúðin skiptist þannig: stofa, tvö herbergi, eldhús, baðher- bergi, gangur og forstofa. Sérgeymsla fylgir íbúðinni. Sameiginlegt þvottahús. EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 13:00-14:00. V. 20,9 m. 7444 Langholtsvegur 198 - kj. OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS 4ra herb. glæsileg,116,8 fm íbúð með frábæru útsýni. Íbúðin er á 8. hæð og skiptist í hol, 3 herbergi, stofu, eldhús, baðherbergi og þvottahús. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 15.00-15.30. (bjalla merkt 8E). Verð 36,9 millj. Espigerði 4, 8E - útsýni Háholt - Hfj. Vorum að fá í sölu mjög fallega, 67 fm íbúð á 4. hæð í eftirsóttu lyftuhúsi við Háholt í Hafnarfirði. Þvotta- hús í íbúð. Mjög rúmgóðar svalir til suð- vesturs. Fallegt útsýni. Álfkonuhvarf - stórglæsileg Glæsileg 3ja herb., 99,9 fm íbúð með stórri verönd og fallegu útsýni við Elliðavatn. Sérhann- aðar glæsilegar innréttingar eru í íbúðinni. V. 28,0 m. 7443 Hátún - glæsilegt útsýni Glæsileg 68,8 fm, 2ja herb íbúð á 7. h. með glæsilegu útsýni. Eignin er hefur nýlega verið endur- gerð frá grunni. Einnig er húsið endurgert. Eignin skiptist m.a. í svefnh., stóra stofu, eldh., og baðh. V. 26,9 m. 7400 Súluhólar - fallegt útsýni Falleg ca 60 fm, 2ja herb. íbúð á 2. h. í litlu fjölbýli. Lögn fyrir þvottavél á baðherb. Góðar svalir. Nánari uppl veitir Heiðar Birnir sölumaður í síma 824-9092. Verð 15,5 millj. OPIÐ HÚS Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 – FAX 570 4810 www.gimli.is - www.mbl.is/gimli Mjög góð 4ra herbergja íbúð á 6. hæð (efstu) í góðu lyftuhúsi. 2 góð svefnherbergi með skápum í öðru. Eldhús með fallegri innréttingu, stál- tæki. Baðherbergi með kari og stur- tu, flísar í hólf og gólf. Stofa með mikilli lofthæð. Milliloft er í íbúðinni með góðum gluggum, notað sem hjónaherbergi. Rúmgóðar vestur svalir útfrá eldhúsi með miklu útsýni. VERÐ 27,5 m Traust þjónusta í 30 ár M bl .9 91 03 8 OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 15-16 FUNALIND 13 - LYFTUHÚS OPIÐ HÚS VERÐUR Í DAG SUNNUDAG MILLI KL. 15-16, HRAFN Á BJÖLLU. LAUS Í MAÍ Íbúðin er 85 fm og skiptist í anddyri, stofu, rúmgóð herbergi, baðherbergi og fallegt eldhús. Gríðalega mikið útsýni frá stofu. Gólfefni er parket og flísar. Verð 17,9 millj. OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14-15 VESTURBERG 28 OPIÐ HÚS VERÐUR Í DAG SUNNUDAG MILLI KL. 14-15, ERLA OG FANNAR Á BJÖLLU. 3.000 fm skrifstofuhúsnæði óskast á höfuðborgarsvæðinu 3.000 fm skrifstofuhúsnæði óskast til leigu sem fyrst á höfuðborgarsvæðinu. Ekki eru gerðar miklar kröfur til innréttinga, en næg bílastæði þurfa að vera fyrir hendi. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17 Netfang: fastmark@fastmark.is • Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali • Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. HALLDÓR Blöndal, formaður bankaráðs Seðlabankans, virðist hafa ruglast nokkuð í ríminu þegar hann heimsótti Snæfellsnes nýverið. Hann hefur slitið sig frá önnum í bankanum og farið að kynna sér þær fram- kvæmdir sem standa yfir við endurbygg- ingu vegarins fyrir Jökul, eins og við Snæfellingar köllum þá leið. Í pistli sem hann skrifar í Morg- unblaðið síðasta sunnudag segir hann frá ferð sinni að Malarrifi á Snæ- fellsnesi, sem er innan þjóðgarðs- ins. Hann rifjar upp viðureign Kölska og Kolbeins Jöklaskálds á Þúfubjargi, en notar óvænt þetta tækifæri til þess að vega að und- irrituðum þegar hann skrifar um nauðsyn þess að leggja nýjan veg að Dettifossi. Hann segir m.a.: ,,Við höfum háð langa baráttu fyrir því að koma vegi niður að Dettifossi. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra hafði ekki skilning á mál- inu, sem vitaskuld tafði það.“ Held- ur finnast mér þetta kaldar kveðjur frá manni sem var heil átta ár sam- gönguráðherra án þess að hafast að við vegagerð að Dettifossi. Þau tvö kjörtímabil sem ég var samgöngu- ráðherra var af minni hálfu ríkur vilji til þess að byggja upp veginn að Dettifossi. Vandinn var hins- vegar sá að skipta þurfti fjár- munum á milli verka og einhugur ríkti ekki um það á heimaslóð hvar hann ætti að liggja, eða hvort hann ætti að vera forgangsverkefni. Hugur þingmanna kjördæmisins var ekki síður við önnur aðkallandi verkefni. Enn virðist deilt um lagn- ingu Dettifossvegar og það rifjar Halldór upp í pistlinum. Hið rétta hvað varðar undirbúning Dettifoss- vegar er að fyrstu fjárveitingarnar til framkvæmda komust á sam- gönguáætlun í minni tíð sem sam- gönguráðherra, en ekki í tíð for- vera míns Halldórs Blöndal og hefur þó væntanlega ekki skort skilning hans á verkefninu. Af hálfu þingmanna kjördæmisins var lögð meiri áhersla á önnur verkefni í vegagerð en Dettifossveg, enda af mörgu að taka. Þar er um að ræða verkefni svo sem Héðinsfjarð- argöng, endurbyggingu hringvegar um svokallaða Háreksstaðaleið milli Norður- og Austurlands, Reyðarfjarðargöng og Tjörnessveg svo dæmi séu tekin. Í ræðum sem ég flutti sem ráð- herra ferðamála um nauðsyn samgöngu- bóta, ítrekaði ég oft nauðsyn þess að byggja upp veg að Dettifossi og mér tókst að koma und- irbúningi þess verk- efnis af stað. Það sem tafði þá framkvæmd var ágreiningur um legu vegarins eins og áður sagði, en ekki ,,skortur á skilningi“ samgönguráðherra. Von- andi rennur sá dagur fljótlega upp að þeirri framkvæmd ljúki, enda hefur verkið verið boðið út og er gert ráð fyrir verklokum árið 2009. Það eru ónotaðir fjármunir í sam- gönguáætlun til verksins. Þeir fjár- munir eru ættaðir frá þeirri sam- gönguáætlun sem undirritaður lét vinna og fékk samþykkta á Alþingi en með þeirri áætlun var veittur rúmlega milljarður króna til fram- kvæmda við Dettifossveg. Til fróðleiks fyrir Halldór Blöndal Sturla Böðvarsson svarar pistli Halldórs Blöndals »Heldur finnast mér þetta kaldar kveðjur frá manni sem var heil átta ár samgöngu- ráðherra án þess að haf- ast að við vegagerð að Dettifossi. Sturla Böðvarsson Höfundur er forseti Alþingis. Fréttir í tölvu- pósti smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.