Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 47
Stangarhyl 5, sími 567 0765
Ítarlegar upplýsingar um
eignirnar á www.motas.is
Skipalón 16-20 á Hvaleyrarholti
2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir
á frábærum stað.
www.motas.is
Sími 565 5522 | www.fasteignastofan.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
T
4
19
50
0
4.
20
08
Söluaðili:
> Glæsilegar íbúðir, fyrir 50 ára og eldri, í Hafnarfirði
Hvaleyrarholti
Sölusýning í dag
kl. 14:00 – 16:00
Skipalón
• Tvennar svalir, bæði út úr eldhúsi og stofu.
Ótrúlegt útsýni.
• Stórar stofur.Tvö baðherbergi, baðherbergi
inn af hjónaherbergi.
• Amerískur ísskápur, kvörn í vaski og
uppþvottavél fylgja.
• Granít á borðum og sólbekkjum.
• Arinn og 2 stæði í bílageymslu með stærstu
íbúðunum.
• 80 m2 salur í sameign fylgir (afmæli og
minniháttar tilefni).
• Þvottastæði í bílageymslu.
• Golfvöllur í göngufæri.
Verðdæmi:
• 2ja herb. m/ bílskýli
frá 18.500.000 kr.
• 3ja herb. m/ bílskýli
frá 24.500.000 kr.
• 4ra herb. m/ bílskýli
frá 29.000.000 kr.
ÉG HLUSTA mikið á BBC og
þegar fregnir fóru að berast af mót-
mælum í Tíbet og hvernig kínversk
yfirvöld brugðust við (með ofbeldi)
fór ég á netið til sjá hvort til væru
einhverjar frekari heimildir um
samskipti Tíbets og Kína. Á Google
Video-síðunni fann ég heimild-
armyndir sem fjölluðu um innrás
Kína í Tíbet og hvernig undanfarin
58 ár hafa verið fyrir tíbetsku þjóð-
ina.
Kínverjar komu til Tíbet með friði
árið 1949 og hófust handa við að
hjálpa til við hin ýmsu búverk, en
1950 lýsti Mao formaður Tíbet sem
hluta af Kína og eiginlegt hernám
hófst. Það var haldið undir yfirskin-
inu „frelsun“ þar sem kínversk yf-
irvöld reyndu að telja Tíbetum trú
um að þeir væru að frelsa þá frá
hinni vestrænu ógn. Sama ár tók
Dalai Lama formlega við hlutverki
sínu sem trúarleiðtogi Tíbeta aðeins
15 ára gamall.
Árið 1959 gerðu Tíbetar uppreisn.
Þeirra hermáttur var lítill, sam-
anstóð af 8.000 mönnum sem voru
með afar frumstæð vopn, en það var
ekki hefð í Tíbet fyrir að hafa her,
enda friðsöm þjóð. Uppreisnin var
brotin á bak aftur og næstu árin
gerðust hrikalegir atburðir þar sem
hin kínverska frelsun innibar þrælk-
un, dauða og fangelsum fjölda Tíb-
eta. Nauðganir, morð, geldingar og
dæmi um að börn hafi verið látin
myrða foreldra sína var hluti af
þessari „frelsun“. Dalai Lama ásamt
um 80.000 Tíbeta flúði til Indlands
og hefur Dalai Lama verið í útlegð
þar síðan 1959. Útlagastjórn Tíbeta
er starfrækt í Dharamsala á Ind-
landi, en þar er stærsta samfélag
Tíbeta í heiminum. Á hverju ári flýja
um 3.000 Tíbetar land sitt yfir hina
ægilegu fjallagarða.
Um 6.000 hof, bænahús og bygg-
ingar hafa verið jöfnuð við jörðu og
Kína hefur gert Tíbet að kjarn-
orkuúrgangsruslahaug sínum.
Í september 1987 var Dalai Lama
í Washington að kynna friðaráætlun
sína. Kínverjar svöruðu strax með
áróðri um „aðskilnaðarsinnann“
Dalai Lama, þremur dögum síðar
tóku þeir af lífi þrjá munka. Við
sama tækifæri neyddu þeir 15.000
Tíbeta til að horfa á aftökuna. Upp
úr því hófust mótmæli sem kínversk
stjórnvöld börðu niður með svip-
uðum hætti og þau gera nú, nema þá
var Kína ekki að fara að halda Ól-
ympíuleika og því gátu þeir stundað
sín myrkraverk í friði. Þeir hófu
strax að skjóta niður í massavís mót-
mælendur sem voru óvopnaðir.
Það lýsir ákveðinni örvæntingu að
Tíbetar þori almennt að mótmæla í
dag, miðað við söguna. Það að þeir
þori, segir mér að þeir treysti því að
augum heimsins sé beint að Kína
vegna Ólympíuleikanna og Tíbetar
virðast vera að grípa þetta síðasta
hálmstrá. Ég persónulega vil ekki
horfa undan lengur.
Ég er ekki vanur að mótmæla eða
standa að kröfugerð í verki. Ég eins
og flestir Íslendingar horfi á frétt-
irnar sem sýna stöðugt stríð og
mannréttindabrot víða um heim.
Ég horfi á hungursneyðir og gíf-
urlegan sársauka með þeim doða
sem hefur myndast í gegnum árin.
Minn doði lýsir sér þannig að ég segi
við sjálfan mig og aðra að þetta sé
hrikalegt ástand en ég reyni samt að
ýta þessu öllu frá mér sem er
kannski eðlilegt.
Hins vegar vil ég
ekki vera dofinn. Ég vil
ekki gera ekki neitt,
því þá gerist ekki neitt.
Þegar ég fór að
kynna mér mál Tíbeta
vaknaði eitthvað inni í
mér. Ég fékk einhvers
konar hugljómun um
frelsi mitt, sem ég hef
alltaf tekið sem sjálf-
sögðum hlut. Það er
sagt að frelsi fylgi
ábyrgð. Gömul tugga
sem hentugt er að henda fram við
rétt tækifæri en ég finn að það er að
vaxa með mér meðvit-
und um ábyrgð mína.
Ég lít svo á að sem
handhafi frelsis og
mannréttinda verði að
hjálpa og reyna að gefa
þeim, sem ekki hafa
frelsi til að tjá sig eða
iðka sína trú eða trú-
leysi, rödd mína.
Það er mín ábyrgð.
Ég hvet alla sem
vettlingi geta valdið til
að kynna sér málin og
sjá hvort þeir finni það
ekki í hjarta sér að leggja Tíbetum
lið í að öðlast frelsi svo þeir fái tóm
til að rækta menningu sína og arf.
En hún er að glatast. Tíbetar eru
þvingaðir til að tala kínversku í Tíb-
et.
Ég hvet alla til að mæla með friði,
málfrelsi, mannréttindum og
náungakærleik, ekki aðeins í orði
heldur jafnframt í verki.
Ég vil líta á sjálfan mig sem með-
mælanda fremur en mótmælanda.
Það er einhvern veginn jákvæðara.
Það sem ég get gert sem ein-
staklingur er mjög mikið. Meira en
ég hef áður leitt hugann að. Ég get
til dæmis skrifa í blöðin, sent sendi-
ráði Kína og kínverskum stjórnvöld-
um í Peking bréf. Látið í mér heyra.
Aðalatriðið er að miðla réttum upp-
lýsingum á svona stundu og sýna
Tíbetum að við stöndum með þeim.
Ég vil að lokum skora á íslensk
stjórnvöld að vakna og taka afstöðu
til ofbeldisverka kínverskra stjórn-
valda. Frændur okkar Norðmenn
halda líka páskana hátíðlega en hafa
samt sem áður séð sér fært um for-
dæma aðfarir kínverskra ráða-
manna.
Ég mæli með að við gerum eitt-
hvað.
Fylgir frelsi ábyrgð?
Jón Tryggvi Unnarsson skrifar
bréf til íslensku þjóðarinnar og
handhafa málfrelsis
»Ég fékk einhvers
konar hugljómun
um frelsi mitt, sem ég
hef alltaf tekið sem
sjálfsögðum hlut. Það er
sagt að frelsi fylgi
ábyrgð.
Jón Tryggvi Unnarsson
Höfundur er tónlistarmaður.
smáauglýsingar
mbl.is