Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 33
Fyrri umsóknarfrestur er til 15. apríl.
Seinni umsóknarfrestur er til 30. maí.
Kynntu þér námið á www.hr.is
ALLIR nemendur í meistaranámi
í alþjóðaviðskiptum við HR fara í
3–6 mánuði til útlanda og stunda
nám í öðrum háskólum eða sinna
sérverkefnum hjá samstarfs-
fyrirtækjum HR. Í haust fara 50
nemendur til 20 borga víðs vegar
um heiminn.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-0
6
6
0
Gíbraltarsund. Samstarfsmennirnir
voru ekki af verri endanum, Sophia
Loren lék ástina í lífi garpsins og
Anthony Mann leikstýrði myndinni,
sem naut mikilla vinsælda, ekki síst í
Laugarásnum.
Það er komið fram á sjöunda ára-
tuginn, hver stórmyndin rekur aðra,
misjafnar að gæðum, eins og gengur.
The Greatest Story Ever Told var
sannkölluð epík en löng og leiðinleg –
þótt brygði fyrir velflestum úr hópi
vinsælustu kvikmyndaleikara heims
(slíkt bruðl geisaði eins og stórabóla
um kvikmyndaheiminn um þær
mundir). 1965 fer stjarnan með titil-
hlutverkið í Major Dundee, fáséðri en
minnisstæðri Peckinpah-mynd úr
Þrælastríðinu. Næstur á döfinni var
sjálfur Michaelangelo í The Agony
and the Ecstasy, eftir Carol Reed.
Það má margt gott um Heston segja,
en hann verður seint talinn listmál-
aralega vaxinn. Þá var röðin komin að
boxarauppreisninni í Kína, í mynd
Nicholasar Ray, 55 Days at Peking,
og Khartoum (’66) fylgdi í kjölfarið.
Sú síðarnefnda er af mörgum talin sú
sem státar af bestu frammistöðu
Hestons á rösklega 100 mynda ferli.
Hann leikur breska hershöfðingjann
George Gordon, sem stjórnaði barátt-
unni í Súdan við her múslima undir
handleiðslu Mohammed Ahmed el
Mahdi, sem var í meistarahöndum
Laurence Olivier. Ómissandi verk
fyrir alla Heston-aðdáendur.
Frá fortíð til framtíðar
Eins og sjá má af upptalningunni
hafði Heston tekið að sér hvert hlut-
verk genginna stórmenna af öðru, en
nú bauðst honum nokkuð óvænt,
harla nýstárlegt hlutverk Georges
Taylors, geimfara hjá NASA. Út-
koman vakti geysilega hrifningu og
metaðsókn á Heston-mynd, hún er
klassísk heimsendamynd í vísinda-
skáldsögugeira kvikmyndanna.
Vestrinn Will Penny kom einnig á
óvart, mettaður af ofbeldi og skepnu-
skap var hann harla ólíkur fyrri
myndum leikarans sem fer með titil-
hlutverk kúasmala sem er fengin
gæsla á afviknum stað á fjöllum uppi.
Þar hefur ekkja og sonur hennar
hreiðrað um sig og að þeim sækja
óbermi mörg og mergjuð í meðförum
Donalds Pleasence, Bruce Derns,
Bens Johnsons, Slims Pickens og
Anthonys Zerbes. Dúndurgóður of-
stopi í anda Peckinpah og Leones.
Heston staldrar ekki lengi við í
vestrinu og heldur aftur til framtíðar
í The Omega Man (’71), sem gerist
eftir ragnaök efnavopnastyrjaldar
sem virðist hafa gjöreytt mannkyn-
inu að lækninum Neville (Heston),
undanskildum. Myndin var endur-
gerð á síðasta ári undir nafninu I am
Legend. Heston hélt sig áfram í
framtíðinni í hinni undarlega sjarm-
erandi B-vísindafantasíu, Soylent
Green (’73), þar sem Edward G. Rob-
inson bætir enn frekar upp á fé-
lagsskapinn.
Bitastæð hlutverk gerast fátíðari
þegar síga fer á áttunda áratuginn,
reyndar naut Earthquake (’74)
ótrúlegra vinsælda, sem var tals-
vert að þakka nýrri brellutækni.
The Last Hard Men (’76) er á hinn
bóginn vel skrifaður og vandaður
vestri og The Mountain Men (’80) er
af sama toga spunninn, eftir Fraser,
son Hestons. Þeir voru býsna góðir
saman karlarnir, Heston og Brian
Keith, í þessum frumlega öræfa-
vestra þar sem þeir fara meðal ann-
ars á minnisstæðu hundasundi nið-
ur straumþunga og kolmórauða
jökulsá í vorleysingum.
Tombstone (’93) var síðasti vestr-
inn og stórmyndin á ferlinum og síð-
asta áratuginn tók Heston lífinu
með ró, lét sér nægja lítil hlutverk,
gestarullur og sjónvarpsmyndir,
hann var búinn að skila sínu dags-
verki í framvarðarsveitinni. Ekki
svo að skilja að hann lægi í iðjuleysi,
fjarri því, hann tók að sér 24 hlut-
verk á þessum 10 árum og lét að sér
kveða í ræðu og riti.
Í einkalífinu var „Chuck“ hæglát-
ur sómamaður með ákveðnar skoð-
anir sem hann var ófeiminn að
verja.
Frægt er þegar Spike Lee hafði á
orði á kvikmyndahátíð í Cannes, að
réttast væri að skjóta skrattakollinn
hann Heston (sem var jafnan harð-
svíraður talsmaður skotvopnaeig-
enda og lengi formaður samtaka
þeirra, National Rifle Association of
America).
Gamli maðurinn lét sér fátt um
finnast og sagði að heimurinn væri
skrítinn. „Árið 1963 vildu hvítir
drepa mig fyrir að taka þátt í kröfu-
göngu (undir forystu Martins Lut-
her King) fyrir jafnrétti kynþátt-
anna,“ sagði hann og sletti í góm. Þá
var Heston formaður Samtaka
kvikmyndaleikara og virkur, íhalds-
samur stjórnmálamaður sem gekk
yfir í Repúblikanaflokkinn árið
1987.
Eiginkonan, Lydia Clarke, og
börn þeirra tvö lifa Heston, sem var
fæddur á litlu bóndabýli í Illinois 4.
október 1923. Þau giftu sig á meðan
Heston var enn óþekktur leikari,
rétt áður en hann hélt í stríðið. Að
því loknu sneri hann aftur til New
York og fékk sitt fyrsta hlutverk á
Broadway skömmu síðar – og leit
aldrei um öxl. Hann þótti einstak-
lega vandvirkur og eljusamur og
undirbjó sig vel og lengi undir hvert
hlutverk.
Síðasta skiptið sem ég sá Heston
bregða fyrir var einkar dapurlegt.
Hinn undeildi heimildarmyndagerð-
armaður Michael Moore sýndi þess-
um aldna sómamanni hroka er hann
misnotaði sér gestrisni hans við tök-
ur á Bowling for Columbine, árið
2002.
Hetjur eru dauðlegar eins og aðrir
menn. Charlton Heston, sem slagaði
hátt í tvo metra, með sína djúpu og
hljómmiklu rödd og höfðinglega yf-
irbragð, er tákn mikilleika og sak-
leysis sem er löngu horfið úr bíósöl-
unum.
geimfara
Apaplánetan Charlton Heston og Linda Harrison í Apaplánetunni 1968.saebjorn@heimsnet.is
Já, það er eitthvað sorglegt við
þetta allt saman, ekki aðeins fyrir
þá sem ekki eru í nógu vel laun-
uðum störfum að mati 9 ára drengs
eða eru reknir vegna útlits eða ald-
urs. Sárindin eru því miður ekki að-
eins hlutskipti þeirra, þau sækja á
endanum líka hina sem þá stundina
telja sig betur setta. Lífið hefur
undarlegt lag á því að ná sér niðri á
þeim sem haldnir eru hroka, af
hvaða tagi sem hann er. Og gerist
það ekki í lifanda lífi, sem oftast er
þó, hefur sagan tilhneigingu til að
fella sinn dóm. Um þetta vitnar
margt sem við höfum séð í sam-
félaginu undanfarið – þau eru of
mörg „Breiðavíkurmálin“ og af
ýmsu tagi. Ef réttlætið nær ekki í
skottið á þeim sem sýnir hroka, yf-
irgang og ofbeldi eru það oft afkom-
endur viðkomandi sem líða – og það
er arfur sem fáir vilja skilja eftir
sig.
Hógværð, heiðarleiki og virðing
fyrir góðum gjörðum og vel unnu
starfi er farsælt í tíma og rúmi.
Þetta ætti fólk að fá börn sín til að
skilja, þá verða þau síður ógæfunni
að bráð þegar fram líða stundir.
gudrung@mbl.is