Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 36
arkitektúr 36 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is H úsagerðarlist franska arkitektsins Jean Nouvel er stöðug til- raunastarfsemi þar sem virkjun sköp- unarkraftsins er í fyrirrúmi. Nú hef- ur hann fengið Pritzker-verðlaunin fyrir störf sín. Meiri viðurkenningu getur arkitekt ekki fengið. Í viðtali í tímaritinu Newsweek var Nouvel spurður í tilefni af verðlaun- unum hver heimspekin á bak við hönnun hans væri: „Þegar ég byrjaði að læra arkitektúr á sjöunda ára- tugnum var ég í losti yfir því hve margar byggingar um allan heim voru eins, í alþjóðlega stílnum [mód- ernisma]. Þær tengdust ekki hinum ýmsu borgum eða ólíku loftslagi. Ég hafði því snemma ákveðnar hug- myndir um sambandið milli arkitekt- úrs og stöðu arkitektúrsins. Samfara þróuninni í heiminum á undanförnum 40 árum held ég að staðan hafi versn- að. Þegar maður ferðast um heiminn eru allar borgirnar eins. Ég vinn því alltaf úr frá spurningunni um eðli og að tengja arkitektúrinn menning- arlegu eðli borgarinnar, loftslaginu, gróðrinum ásamt hinu ljóðræna og sögulega. Af þessum sökum eru byggingar mínar aldrei reistar á sama orðaforðanum, sömu litunum, sama efninu. En auðvitað hef ég ákveðin föst gildi, svo sem anda okk- ar tíma. Arkitektúr er steingerving augnabliks í menningunni. Það er mín skilgreining á arkitektúr.“ Nouvel fæddist í suðvesturhluta Frakklands og þar fékk hann ástríðu fyrir rúbbíi, mat og samræðum. Hann útskrifaðist frá Beaux-arts- skólanum í París árið 1972 og vakti heimsathygli þegar hann fékk það verkefni að teikna Arabaheimsstofn- unina í París árið 1981. Sú bygging var hluti af áætlun Francois Mitterr- ands, þáverandi forseta, um að reisa fjölda nýrra, stórbrotinna bygginga til að breyta svip Parísar. Lokið var við að reisa bygginguna árið 1987 og þykir einstakt hvernig hann notar ljós í henni. Stillanlegar málmlinsur eru greyptar í útveggina og stjórna þær því hvernig ljósið berst í inn í bygginguna. Megnið af byggingum Nouvels er að finna í Frakklandi. Þar má nefna Quai Branly-safnið, sem var opnað 2006, og hefur að geyma þjóðflokkal- ist frá Asíu, Ameríkunum, Eyjaálfu og Afríku. Þar síast ljósið meðal ann- ars í gegnum blágrænt steint gler á einn útvegginn. Nouvel er einnig þekktur fyrir Cartier nútímalistastofnunina, sem var opnuð árið 1994, Agbar-turninn í Barcelona og óperuhúsið í Lyon. Um þessar mundir er verið að reisa tón- listarhús eftir hann í Kaupmanna- höfn og fór langt í ferlinu um það hver ætti að hanna tónlistarhúsið í Reykjavík, þótt ekki færi hann alla leið. Eins og fram kemur hér fyrir ofan tekur Nouvel mið af umhverfi bygg- inga sinna og forðast hann að end- urtaka sig. „Verk mín snúast um það sem er að gerast núna, okkar tækni og efnivið og það sem við getum gert í dag,“ segir Nouvel. Andóf gegn einsleitni Franski arkitektinn Jean Nouvel er þekkt- ur fyrir að fara sínar leiðir. Nouvel forðast að endurtaka sig og fyrir vikið er sagt að hann hafi ekki sér- stakan stíl, en hann for- dæmir einsleitni húsa- gerðarlistar á okkar tímum og segir að sama sé hvert litið er; allar borgir séu eins. Reuters Í svörtu Jean Nouvel situr fyrir, svartklæddur að venju við vígslu Agbar- turnsins í Barselónu 2005. Hann lætur hús sín kallast á við umhverfið. Sveipaðar ævintýraljóma Félagslegu íbúðirnar Nemausus 1 í Nimes í Frakklandi setja svip á umhverfið. Turn Sigurhönnun Nouvels á turni í Verre. Flæðandi línur Fílharmónían í París eftir Nouvel. Á paradísareyju Innviðir Louvre-safnsins, sem verið er að reisa í Abu Dhabi. Safnið er á eyju þar sem verið er að reisa Guggenheim-safn eftir Frank Gehry auk þess sem þar er að finna hús eftir Zaha Hadid og Tadao Ando. Upplýsing Agbar-turninn í Barselónu upplýstur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.