Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þ
að er undarleg tilfinning að
hossast í rútu dimm jarð-
göng í gegnum fjall til að
komast á slóðir, þar sem
maður átti engan kost að
vera ella. Ég tala nú ekki um, þegar
áfangastaðurinn er jafn afskekktur og
Héðinsfjörður, – eyðibyggð innan hárra
fjalla og opið haf til norðausturs, en tor-
leiði og þó skammt til Siglufjarðar og
Ólafsfjarðar. Byggðin fór í eyði um
miðja síðustu öld, lengst var búið í Vík
og hurfu síðustu ábúendurnir á braut
árið 1952. Héðinsfjarðar er ekki getið í
Landnámu, en í Svarfdæla sögu segir,
að Héðinn úr Héðinsfirði hafi verið
bróðir Ólafs bekks.
Göngin fara úr Skútudal og opnast í
Héðinsfirði við Björnsneshjalla undir
Fýlaskálum. Þegar við horfðum yfir
dalbotninn blasti við okkur munastæðið
að austanverðu við Grundarkot undir
Vatnsendahnjúk, en Héðinsfjarðarvatn
er skammt til norðurs. Þar er ágæt sil-
ungsveiði og einnig í firðinum, en sil-
ungurinn var áður og fyrrum veiddur í
dráttarnet og hafður til beitu á línu og
handfæri. Skipseigandinn lagði silung-
inn til án þess að taka beituhlut. Og var
svo víðar í Eyjafirði og Þingeyj-
arsýslum.
Til er merkileg saga frá Grundarkoti
af Höskuldi Jónssyni ábúanda þar og
konu hans, Guðnýju Árnadóttur, sem
Bólu-Hjálmar hefur skráð. En Hannes
Þorsteinsson segir í Blöndu, að Bólu-
Hjálmari hafi vafalaust fundist „að
Höskuldur hafi orðið hart úti í lífsbar-
áttunni og verið „hrundið í urð út úr
götu“ af mikilsmegandi mönnum“. Vet-
urinn 1829-30 var mjög snjóþungur,
kallaður harði vetur. Á jólaföstu fór
Höskuldur til Siglufjarðar til að sækja
nauðþurftir, en komst ekki heim sakir
illviðris fyrr en á nýjársdag, – „og ekki
erindi feginn, því þá var fennt kotið og
fannst ekki, þá til var komið. Hafði þá
kona mín verið innilukt í 18 dægur und-
ir þessari óttalegu ábreiðu með 2 börn
og annað ekki af fólki“, segir í lífssögu
Höskulds. Var nú mönnum safnað sam-
an til að leita kotsins, en konan hafði þá
mokað sig upp þegar þeir komu. Gunn-
ar Gunnarsson hefur skrifað frækni-
sögu af þessum atburðum, Á botni
breðans. Þar er lýst baráttu móð-
urinnar með börnum sínum, það þurfti
að sinna skepnunum, skjóta stoðum
undir þakið svo að það sligaðist ekki,
gæta eldsins og moka sig upp. „Þrepin
urðu eftir allt saman ekki nema fimm-
tán. Raunar sýndust þau í fljótu bragði
ætluð bjargrisum,“ segir í sögu Gunn-
ars. – Guðný afsagði með öllu að vera
einn vetur til í Grundarkoti, þegar
Höskuldur ámálgaði það!
Enginn vafi er á því, að Héðinsfjarð-
argöng skipti sköpum fyrir byggðaþró-
un við Eyjafjörð, eins og brátt mun
koma í ljós. Víða úti um land horfa
menn mjög til ferðaþjónustunnar og
þeirra atvinnutækifæra, sem hún gefur.
Og reynslan sýnir, að þá skipti miklu,
að boðið sé upp á hringferð með marg-
víslegri afþreyingu. Ef lagt er upp frá
Akureyri eru á þeirri leið Hraun í
Öxnadal, Hólar, Vesturfarasetrið á
Hofsósi, Síldarminjasafnið og Fagri-
skógur. Sagan er hér við hvert fótmál,
víða mikil náttúrufegurð og skemmti-
legar gönguleiðir eins og um Héðins-
fjörð. Og vetrarparadís fyrir skíðafólk.
Kjarni málsins er vitaskuld sá, að Eyja-
fjörður verður eitt atvinnusvæði og ak-
fært um Tröllaskaga sumar, vetur, vor
og haust.
Þegar mér var boðið að fara göngin
fyrir 10 dögum var Lágheiði ófær. Á
leiðinni frá Akureyri lærðum við Krist-
rún orðið hrafnagusa um norðankast á
þessum árstíma, sem að vísu var ekki
nákvæmt. Örlygur Kristinsson í Síld-
arminjasafninu sagði mér, að hrafna-
PISTILL »Ef lagt er upp fráAkureyri eru á þeirri
leið Hraun í Öxnadal,
Hólar, Vesturfarasetrið
á Hofsósi, Síldarminja-
safnið og Fagriskógur.
Sagan er hér við hvert
fótmál, víða mikil nátt-
úrufegurð og skemmti-
legar gönguleiðir eins
og um Héðinsfjörð.
Halldór
Blöndal
Jarðgöng opna nýjar víddir
gusan væri níu nóttum fyrir sumarmál.
En mér bárust þessar orðskýringar of
seint. Ég hafði sagt við konu mína dag-
inn áður, þegar ég fór út úr bílnum í
Héðinsfirði:
Göngin opnast! Útsýnið er álna virði:
Hrafnagusa í Héðinsfirði.
Hljóðpistlar Morgunblaðsins,
Halldór Blöndal les pistilinn
HLJÓÐVARP mbl.is
PEYSUFATADAGUR var haldinn í Kvennaskól-
anum í Reykjavík í föstudag. Þriðja árs nemar
hittust í morgunmat árla dags og héldu svo uppi
skemmtidagskrá yfir daginn. M.a. voru fyrrver-
andi skólastjórar heimsóttir og gömlu dansarnir
stignir fyrir utan skólann.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dansað og sungið á peysufatadegi Kvennaskólans
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
REYNA mun á lögmæti útvarps-
gjalda eða afnotagjalda Ríkisútvarps-
ins í núverandi mynd fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur. „Umbjóðandi
minn telur ekki fullnægjandi laga-
heimild fyrir innheimtu afnotagjald-
anna,“ segir Oddgeir Einarsson hdl.
sem rekur málið fyrir hönd stefn-
anda.
Spurður um grundvöll málshöfðun-
arinnar segir Oddgeir hana byggjast
á þeim skilningi að útvarpsgjöld séu
skattur. „Í stjórnarskránni er ákvæði
þess efnis að löggjafinn megi ekki
framselja skattlagningarvald til
stjórnvalda,“ segir Oddgeir og bendir
á að samkvæmt ákvæði V til bráða-
birgða með lögum nr. 6/2007 um Rík-
isútvarpið ohf. sé hins vegar kveðið á
um að menntamálaráðherra skuli
staðfesta útvarpsgjöld að fengnum
tillögum útvarpsstjóra. Sambærileg
ákvæði var einnig að finna í 10. gr.
laga nr. 122/2000 um Ríkisútvarpið.
Segir Oddgeir ljóst að þessi ákvæði
standist ekki ákvæði stjórnarskrár-
innar en þar komi skýrt fram að
skattamálum skuli skipað með lögum.
Ekki megi fela stjórnvöldum ákvörð-
un um hvort leggja skuli á skatt,
breyta honum eða afnema hann.
„Fyrirkomulagið er hins vegar það að
ráðherra ákveður fjárhæð gjaldsins
og breytir því reglulega til hækkunar
án nokkurrar aðkomu eða tak-
markana af hálfu löggjafans. Í því
felst framsal á skattlagningarvaldi
sem er andstætt stjórnarskrá.“
Að sögn Oddgeirs má einnig ljóst
vera að telji Ríkisútvarpið útvarps-
gjöldin vera þjónustugjöld fremur en
skatt þá blasi við að grundvallarskil-
yrðum um tengsl þjónustu og gjalda
sé ekki fullnægt og innheimta þeirra
þar með ólögmæt. „Það eitt að eiga
viðtæki jafngildir ekki notkun eig-
anda á allri þeirri þjónustu sem
mögulegt sé að njóta með því.“ Um-
bjóðandi Oddgeirs krefst þess að Rík-
isútvarpið endurgreiði sér tæplega 79
þúsund krónur með vöxtum en það
svarar til þeirra útvarpsgjalda sem
viðkomandi greiddi á tímabilinu frá
miðju ári 2005 til loka árs 2007.
Spurður hvað það gæti þýtt tapaði
Ríkisútvarpið ohf. málinu á efsta
dómstigi segir Oddgeir ljóst að dóm-
urinn hefði fordæmisgildi og myndi
þá þýða að allir sem greitt hefðu út-
varpsgjald ættu endurkröfurétt á
Ríkisútvarpið allt að fjögur ár aftur í
tímann með vöxtum.
Lætur reyna á lögmæti
innheimtu útvarpsgjalda
Oddgeir Einarsson hdl. telur fullnægjandi lagaheimild skorta fyrir innheimtu
Í HNOTSKURN
»Í lögum um útvarpsgjald oginnheimtu þess segir að eig-
andi viðtækis sem nýta megi til
móttöku á útvarpssendingum
RÚV skuli greiða afnotagjald, út-
varpsgjald, af hverju tæki.
» Í lögum um Ríkisútvarpiðohf. segir að fyrrgreint
ákvæði falli úr gildi 1. janúar
2009 en frá og með þeim tíma
verður tekinn upp nefskattur.
HREINSUNARÁTAK í miðborg
Reykjavíkur hefur að sögn verkefn-
isstjóra gengið afar vel og viðbrögð
verið mjög jákvæð.
Margir hafa tekið til hendinni og
málað og snyrt eignir sínar og nán-
asta umhverfi, en borgin hefur lagt
til málningu.
Samhliða hreinsunarátakinu
verður vöktun komið á laggirnar
með það að markmiði að hindra
frekara veggjakrot, auk þess að
gerðir verða samningar við húseig-
endur um að þeir haldi eignum sín-
um hreinum.
Laugavegur
hreinsaður
Hreingerning Búið er að hreinsa
um 70% af kroti við Laugaveg.
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu hafði afskipti af skóladansleik
framhaldsskólanema á fimmtu-
dagskvöld. Sex ungmennum var
meinaður aðgangur að ballinu
vegna ölvunar.
Í þeim hópi voru þrjár stúlkur
sem neituðu að segja til nafns. Voru
stúlkurnar því færðar á lög-
reglustöð en lögreglunni tókst um
síðir að ná í foreldra þeirra og for-
ráðamenn.
Vildu ekki
segja til nafns
LÍÐAN fólksins sem slasaðist í bíl-
slysi á Reykjanesbraut á miðviku-
dag fer batnandi. Einum er enn
haldið á gjörgæslu en hann hefur
verið tekinn úr öndunarvél og að
sögn vakthafandi læknis gjörgæslu-
deildar styttist í að hann verði út-
skrifaður af deildinni.
Sex voru fluttir á slysadeild
Landspítala, þar af þrír á gjör-
gæslu, eftir slysið, sem varð
skammt frá Vogaafleggjara.
Slysum hefur fjölgað mjög á
svæðinu vegna lélegs frágangs og
merkinga.
Laus úr
öndunarvél