Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 23
Árið 1976 komum við heim aftur
og ég fór að vinna í Hagsýslu-
stofnun og í félagsmálaráðuneytinu
til helminga. Þar var ég að reikna
fjárlög fram og til baka. Allt var
reiknað með blaði og blýanti upp á
gamla móðinn. Verðbólgan var það
mikil að það stemmdi aldrei neitt,
hvernig sem reiknað var. Um leið
og búið var að prenta niðurstöður
var allt orðið breytt vegna verð-
bólgunnar. Þarna var ég að störf-
um til ársins 1987, fyrst sem ung-
liði, svo sem skrifstofustjóri og
hagsýslustjóri. Mitt starf var með
öðru að rexa í fólki vegna pen-
ingaeyðslu. Reyndar eru peninga-
mál ekki bara spurning um tölur
heldur ekki síður um samskipti.
Það hefur ekki breyst, hafi fólki
ekki sannfæringu fyrir innihaldi
verður niðurstaðan ekki góð.
Í árslok 1987 fór ég svo til
Bandaríkjanna og starfaði þar hjá
Alþjóða gjaldeyrissjóðnum í tvö ár.
Það var á margan hátt merkilegur
tími, bæði það að búa í Bandaríkj-
unum og svo hitt að kynnast þeim
vinnubrögðum sem tíðkuðust hjá
Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Það var
lærdómsríkt að starfa hjá þeirri
íhaldssömu stofnun sem lagði svo
mjög áherslu á fagmennsku. Gogg-
unarröðin er reyndar í góðu lagi
þar en stofnunin sú er vönd að
sinni virðingu. Ég lærði mikið um
vinnubrögð – og erlend fjármál,
þótt tvö ár séu ekki langur tími á
þeim vettvangi. Vera mín þarna
var hluti af norrænu samstarfi sem
gengur út á að löndin víxla á milli
sín störfum við sjóðinn. Ég var
fyrst þarna sem ráðgjafi og síðar
sem varafulltrúi Norðurlandanna í
stjórn sjóðsins.
Ég var þarna á miklum átaka-
tímum, síðari hluta árs 1989 var
járntjaldið að falla og mikið var
fjallað um í Alþjóða gjaldeyr-
issjóðnum hvernig hagað skyldi
uppbyggingu austantjaldslanda.
Hvernig átti sjóðurinn að koma inn
með sína ráðgjöf varðandi upp-
byggingu markaðshagkerfis þess-
ara landa, þar sem markaðs-
hagkerfið var mjög veikt og jafnvel
nánast horfið. Um þetta var mikið
fjallað hjá Alþjóða gjaldeyr-
issjóðnum og Alþjóðabankanum.
Um þetta voru haldnir margir og
eftirminnilegir fundir. Menn töldu
þessar miklu breytingar jákvæða
þróun sem hefur sett mark sitt á
starfsemi þessara stofuna síðan og
leitt til fjölgunar starfsfólks þeirra.
Líklega gerðu menn sér vonir um
að breytingar á markaðshagkerfinu
í þessum löndum myndu gerast
hraðar en raun ber vitni. Í Tékk-
landi gekk þetta hratt, en annars
staðar hefur þetta gengið hægar og
svarti markaðurinn ráðið miklu.
Við aðstæður sem þessar verða
átök í samfélögum.
Ekki pólitískur
Árið 1990 fór ég heim til Íslands
aftur og fór fyrst að starfa hjá
hagsýslunni. Síðan hófst ferli við að
endurskipuleggja fjármálaráðu-
neytið og hagsýsluna, sem þáver-
andi fjármálaráðherra, Ólafur
Ragnar Grímsson, vildi að yrði
gert. Starfsmenn tókust á við þetta
verkefni.“
Ég spyr Magnús hvort hann sé
pólitískur.
„Mín skoðun er sú að embætt-
ismenn eigi ekki að vera pólitískir
og ég hef alveg haldið mig frá þeim
vettvangi. Ég hef haldið minni póli-
tísku skoðun fyrir mig. Góður emb-
ættismaður á að geta unnið með
stjórnmálamönnum úr hvaða flokki
sem þeir koma. Þeir eiga að geta
treyst því að embættismenn séu
ekki að blanda saman pólitík og
embættisstörfum. Hins vegar er ég
kominn af krötum og þess vegna
hefur það loðað við mig að ég hlyti
að vera krati af því að faðir minn
var krati, þingmaður um tíma fyrir
Alþýðuflokkinn á Snæfellsnesi.
Mín skoðun er raunar sú að til-
tekin félagshyggja sé ekki slæm en
það sé líka þörf fyrir markaðs-
hyggju, þetta er að mínu viti gott í
bland fyrir hvert og eitt samfélag,
ekki síst hið íslenska. Ég tel að það
eigi ekki að vera bara annaðhvort
eða í þessum efnum.“
En hvernig gekk sameining hag-
sýslu og fjármálaráðuneytis?
„Hún gekk ágætlega, tiltekin
verkefni voru flutt á milli stofnana.
Mín skoðun er sú að ráðuneyti eigi
fyrst og fremst að vinna stefnu-
mótandi starf í málum sem það fer
með, en síður að vinna að fram-
kvæmd þeirra. Það á að fela und-
irstofnunum það.
Ég starfaði í fjármálaráðuneyt-
inu frá 1991 til ársloka 1998. Ég
vann sem fyrr sagði fyrst með
Ólafi Ragnari en svo varð Friðrik
Sophusson fjármálaráðherra, hann
kom til starfa sem slíkur í apríl
1991 og starfaði óslitið þar til Geir
H. Haarde kom til sögunnar. Mér
gekk ágætlega að vinna með þess-
um mönnum, þótt þeir séu um
margt ólíkir. Hlutverk fjár-
málaráðherra er að halda utan um
heildina. En hver hefur sitt vinnu-
lag. Friðrik var lengi og fyrir vikið
setti hann sitt mark á kerfið sem
slíkt. Hann hafði áhuga á þessum
málum og ýmsum veigamiklum lög-
um var breytt í hans tíð, m.a. um
fjárreiður ríkisins. Bókhalds-
löggjöfin var aðlöguð Evrópulög-
gjöfinni og fjölmargt annað var
gert af þessum toga. Þá má nefna
grundvallarbreytingar á skattkerf-
inu, svo sem fjármagnstekjuskatti.
Mér finnst þó standa upp úr sam-
starf Seðlabankans, Lánasýslu rík-
isins og fjármálaráðuneytisins í þá
veru að hjálpa til að byggja upp
markað fyrir verðbréf. Þá var byrj-
að að bjóða út og selja ríkisverð-
bréf. Þetta var alveg nýtt og hjálp-
aði til að koma á markaði fyrir
verðbréf og síðar hlutabréf hér á
landi.“
Heldur varkár maður
Ertu sjálfur áhættufíkill?
„Nei, ég er meðalmaður í því.
Auðvitað var viðhorf til sveita
íhaldssamt í fjármálum, laust fé
var ekki mikið milli handa. Afi
minn var fremur varkár í fjár-
málum en amma var frekar gefin
fyrir að taka áhættu. Þetta liggur
líklega eitthvað í ættum. Séra
Magnús Andrésson á Gilsbakka,
langafabróðir minn, var sagður af-
ar varkár maður. Sem dæmi var
sagt að hann hafi verið svo varkár
þegar hann fór yfir vatnsföll að
hann hafi sundriðið fyrir ofan vaðið
– til þess að hafa vaðið fyrir neðan
sig. Svo varkár er ég þó ekki.
Það á að gera þá kröfu til þeirra
sem fara með almannafé að þeir
fari vel með. Það er skylda. En
hins vegar er stundum erfitt að
meta hvað er að fara vel með, það
verður að meta afraksturinn. Það
er ekki endilega víst að það sé að
fara vel með að skera sem mest
niður. Stundum þarf að fjárfesta.
Það er kannski einn veikleikinn í
» Við Hannes lærðum saman hálfan vetur með
þeim árangri að við urðum fux og semifux.
Mæðrum okkar þótti það ekki nógu gott svo eftir
það lærðum við sinn í hvoru lagi.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 23
Fátt er mikilvægara en að tryggja æsku landsins örugga og bjarta framtíð. Ef þú gefur fermingarbarni
5.000 kr. gjafabréf í Framtíðarsjóð bætir Sparisjóðurinn 2.000 kr. við gjöfina. Við höfum trú á framtíðinni.
Líttu við á spar.is og kynntu þér kosti Framtíðarsjóðsins
Há raunávöxtun innlánsreikninga
Verðtryggður reikningur
Hægt að semja um reglubundinn sparnað
Hægt að leggja inn hvenær sem er
Það þarf ekki kraftaverk
Við breytum 5.000 kr. í 7.000 kr.
spar.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A