Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 69 ■ Fim. 17. apríl kl. 19.30 Söngfuglar hvíta tjaldsins Söngleikjadívan Kim Criswell flettir söngbókum helstu lagahöfunda Bandaríkjanna frá gullöld söngvamyndanna og fetar í fótspor sönggyðja á borð við Judy Garland, Marilyn Monroe og Doris Day. Hljómsveitarstjóri: John Wilson Einsöngvari: Kim Criswell ■ Lau. 19. apríl kl. 14.00 Bíófjör - Tónsprotatónleikar Öll fjölskyldan skemmtir sér konunglega á þessum tónleikum þar sem tónlist úr kvikmyndum á borð við Stjörnustríð, Harry Potter, Mary Poppins og Simpsons hljómar. Trúðurinn Barbara kynnir tónlistina á sinn einstaka hátt. ■ Fim 9. maí kl. 19.30 PPP áttræður Íslenskt tónlistarlíf og ekki síst Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur í þakkarskuld við Pál Pampichler Pálsson og heiðrar hann áttræðan með þessum tónleikum þar sem flutt verður fimmta sinfónía Mahlers, sellókonsert Schumanns auk verks eftir afmælisbarnið. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is NÝ OG FÁRÁNLEGA SKEMMTILEG SÝNING UM FJÁRMÁL ÍSLENDINGA! D Y N A M O R EY K JA V IK Sýnt í Salnum Kópavogi Miðasala hjá Salnum í síma 5700 400, á salurinn.is og midi.is. Miðaverð 2000 kr. 50% afsláttur er fyrir viðskiptavini Byrs (allt að 5 miðar) ef keypt er í miða- sölunni í Salnum. ATH! Takmarkaður sýningafjöldi. D Y N A M O R EY K JA V IK Þri 15/4 kl. 20 Mið 16/4 kl. 20 Fös 18/4 kl. 21 Lau 19/4 kl. 19 Lau 19/4 kl. 21 Fös 2/5 kl. 19 Fös 2/5 kl. 21 Lau 3/5 kl. 20 Lau 3/5 kl. 22 Fös 16/5 kl. 19 Fös 16/5 kl. 21 Lau 17/5 kl. 19 Lau 17/5 kl. 21 Forsýning - uppselt Forsýning - uppselt Frumsýning - uppselt Uppselt S Ý N I N G A R Fyrst var það Hellisbúinn, síðan Pabbinn og nú er það HVERS VIRÐI ER ÉG? Óborganlega fyndin sýning Bjarna Hauks Þórssonar um fjármál Íslendinga. Frábær sýning í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar. GERÐUBERG www.gerduberg.is Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is Hið breiða holt - Ljósmyndasýning Sunnudaginn 13. apríl kl. 15 munu Berglind Jóna Hlynsdóttir sýn.stjóri, Einar Falur Ingólfsson, ljósmynd- ari og Sigrún Sigurðardóttir, menningarfræðingur bjóða upp á leiðsögn og óformlegt spjall um sýninguna. Ókeypis aðgangur! Stefnumót við safnara III Hljómfagurt stefnumót við tónlistarmenn og hljóðfærasafnara! Sýningarstjórn: Anik Todd og Una Stígsdóttir Boðið er upp á leiðsögn fyrir hópa. s. 575 7700 Sjö landa sýn - María Loftsdóttir Vatnslitastemmningar frá ferðalögum listakonunnar um Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Ísland, Japan, Perú og Skotland. Vissir þú... ...að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og veislur? Salir og fundarherbergi fyrir 8 - 120 manns. Sjá nánari upplýsingar: www.gerduberg.is, s. 575 7700. FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Kennslufræði www.felags.hi.is Kennslufræði til kennsluréttinda - diplómanám MA-nám í kennslufræði Diplómanám í kennslufræði veitir réttindi til kennslu í grunn- og framhaldsskólum. Áhersla er lögð á starfsnámið og kennslufræði námsgreina. Meistaranám veitir bæði fræðilega og hagnýta þekkingu ásamt því að efla rannsóknir á kennslu. Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl n.k. H 2 h ö n n u n VERÐLAUNAMYNDIN frá Berl- ínarhátíðinni í vetur virkar líkt og tryllingslegt hnefahögg í andlitið. Hin brasilíska Úrvalssveit – Tropa de Elite, sem byggð er á sönnum at- burðum, er svo gjörólík öðrum myndum um baráttu lögreglunnar við undirheimana að hún hefði getað gerst á annarri plánetu. Ef hún er t.d. borin saman við myndir byggðar á minningum manns á borð við Jo- seph Wambaugh, sem var á annan áratug í lögregluliði Los Angeles, virka þær eins og ævintýri eftir H.C. Andersen. Engu að síður þóttu The New Centurions. The Onion Field, The Blue Knight o.fl., ein- staklega raunsæjar og gefa ófegr- aða mynd af hörðum heimi lög- gæslumanna í stórborg. Ófögnuðurinn sem Padilha dregur upp af stéttarbræðrum sínum í næststærstu borg Brasilíu, er eng- um öðrum líkur. Lengi vel var Rio de Janeiro ímynd framandi æv- intýra, fegurðar og lífsgleði. Karni- völ, Copacabana-ströndin, iðandi mannlíf og seiðandi sambatónar komu upp í hugann og yfir herleg- heitunum gnæfði Kristslíkneskið á tindinum. Hún var fjarlæga draumaborgin sem menn þráðu að heimsækja og upplifa. Pixote kynnti fyrir umheiminum aðra og ógnvæn- legri sýn inn í miskunnarlaust mannlíf borgarsamfélaganna þar syðra. Þó hún gerist reyndar í Sao Paulo er umhverfið hliðstætt því sem málað er sterkum litum í Úr- valssveitinni, Cidade de Deus og öðrum eftirminnilegum verkum sem lýsa hrottalegu ástandinu í fátækra- hverfum fyrrum höfuðborgar lands- ins. Úrvalssveitin fræðir okkur um að stærstur hluti Ríóborgar eru nið- urdröbbuð fátæktarhverfi þar sem glæpagengi stjórna leynt og ljóst, eiturlyfin flæða og mannslífið er einskis virði. Lögreglan á aðeins um tvennt að ræða, fara í stríð eða ánetjast spillingunni og þiggja mút- ur. Starfið illa launað og hættulegt. Til að reyna að ná tökum á ástand- inu eru stofnaðar BOPE-sérsveit- irnar. Þungvopnaðar mæta þær ekki síður vel búnum glæpagengjum slömmanna og það brestur á stríðs- ástand, blóði drifin borgarastyrjöld sem engu eirir. Úrvalssveitin er byggð á minningum lögreglumanns, líkt og myndirnar hans Wambaugh. Höfundurinn heitir Rodrigo Pimen- tel, hann starfaði á annan áratug í BOPE, og er fyrirmynd söguhetj- unnar Nascimentos (Moura), kapt- eins í úrvalssveitinni. Kona hans er þunguð af fyrsta barni þeirra hjóna og lögregluforinginn er búinn að fá meira en nóg af hættunum og við- bjóðnum sem fylgja honum hvert fótmál. Nascimento vill sleppa frá starfinu lifandi en með sóma og finn- ur útgönguleið í ungum og kapps- fullum félögum sínum í BOPE. Vandinn er að velja þann rétta en Nascimento er ráðsnjall. Fátæktin og eiturlyfin spinna saman sinn gamalkunna örlagavef og Padhila er örugglega trúr bókinni og hvergi smeykur við að lýsa af raunsæi þeim aumkunarverðu fórnarlömbum sem sitja sem fastast í spunanum. Hann tvínónar ekki við að undirstrika að- gangshörku sérsveitanna sem af- greiðir illþýðið án hefðbundins dóms eða laga. Þeir eru meindýraeyðar á sorphaugum mannlífsins. Alræð- isvaldið í borginni fögru þarf enga úrskurði til húsleitar eða aftöku, dópgengin eru réttdræp í návígi. Skjóta fyrst, spyrja svo. Hér er lýst skipulagi og óhefðbundnum starfs- aðferðum löggæslumanna sem eru mun armlengri og miskunnarlausari en dæmi eru um. Þeir eru full- komlega ráðþrota í viðskiptunum við sorann í jarðnesku víti sem virð- ist hvorki eiga mörk né viðmiðun. Úrvalssveitin er vammlaus í útliti, áhrifin ólýsanleg í trúverðugum heimildarmyndastíl, tekin að mestu eða öllu leyti með handheldri vél sem eykur enn frekar á þá tilfinn- ingu að áhorfandinn sé að horfa á fréttamynd frá víti. Úrvalssveitin „…virkar líkt og tryllingslegt hnefahögg í andlitið,“ segir meðal annars í lofsamlegum dómi. Meindýraeyðar á sorp- haugum mannlífsins KVIKMYND Regnboginn: Bíódagar Græna ljóssins Leikstjóri: José Padilha. Aðalleikarar: Wagner Moura, Caio Junqueira, André Ramiro, Fernanda de Freitas. 98 mín. Brasilía 2007. Tropa de Elite – Úrvalssveitin bbbbm Sæbjörn Valdimarsson Í VIÐTALI við ballettdansarann Kára Frey í Morgunblaðinu í gær var hann sagður Stef- ánsson. Hið rétta er að hann er Björnsson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Rangfeðraður Kári Freyr Björnsson Fréttir á SMS RYAN Seacrest, kynnir American Idol-þáttanna, hætti eitt sinn að borða þegar hann varð skotinn í stelpu. Seacrest var mikið strítt á sínum unglings- árum, en hann var nokkuð vel í holdum, og hann ákvað því að gera eitthvað í málunum þegar hann varð skotinn í bekkjarsystur sinni. „Ég treysti mér ekki til þess að bjóða henni út. Þannig að ég fór að henda hádegismatnum mínum og í þrjá mánuði borðaði ég bara appelsínur eða greip,“ sagði kappinn í viðtali. Hann sagði að áhersl- urnar hafi hins vegar breyst, en nú hefur hann engan tíma fyrir einkalíf, heldur eingöngu vinn- una. Enda mun hann vera maður einsamall, orð- inn 33 ára gamall. Fór í megrun Kynnirinn Ryan Seacrest.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.