Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Alveg óhætt að strekkja um eitt gat enn, foringi. Þetta fordekraða lið hefur hlaðið á sig 7-8
kg síðan 1970.
VEÐUR
Ólafur Ragnar Grímsson, forsetiÍslands, flutti skynsamlega
ræðu um stöðu smáríkja á ráð-
stefnu í Andorra í fyrradag. Þar
lýsti hann árangri Íslendinga á
undanförnum árum á ýmsum svið-
um viðskipta og benti á, að íslenzk
fyrirtæki hefðu náð ótrúlegum ár-
angri á alþjóðlegum mörkuðum.
Íslendingar nytuýmissa kosta
Evrópusam-
bandsins án þess
að vera form-
legir aðilar að
því vegna samn-
inganna um EES.
Íslendingar gætu
því sjálfir gert
samninga við ríki
í öðrum heims-
álfum og væri Ísland fyrsta landið í
Evrópu, sem væri að undirbúa frí-
verzlunarsamning við Kína.
Forsetinn hvatti loks til þess aðsmærri ríki efldu samstarf sitt
og samvinnu.
Þetta er skynsamleg pólitík. ViðÍslendingar eigum meiri sam-
leið með smáríkjum – bæði í Evr-
ópu og annars staðar, en ekki sízt í
Evrópu – heldur en stórþjóðunum,
sem starfa á öðru sviði en við.
Þessar hugmyndir Ólafs Ragnarsgeta vel orðið einn af meg-
inþáttum í nýrri utanríkisstefnu
okkar Íslendinga, sem hefur enn
ekki verið mörkuð og meira vit í
þeim heldur en að íslenzkir ráða-
menn séu stöðugt að reyna að
nudda sér utan í stórveldin, sem
gera það fyrir okkur af kurteisis-
ástæðum að tala við okkur en hafa
engan áhuga á því, engan tíma til
þess og enga hagsmuni af því.
Það er meira vit í smáþjóða-samstarfi fyrir okkur en að
fjölga Íslendingum í Afganistan,
eins og utanríkisráðherra hefur
boðað.
STAKSTEINAR
Ólafur Ragnar
Grímsson
Talað af viti
SIGMUND
!
"
#$
%&'
( )
* (!
+ ,-
. / 0
+ -
!
!
"
#
#
12
1
3
4
2-2
* -
5 1
%
6!
(78
9 4 $ (
$
$
$ $
$%
!
"
#
#
:
3'45;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@).? &# &# !# %# !# &#
*$BCD
!
"! "
#
$
%
&
! &&
"!
#
*!
$$
B *!
' "( )
(
* +
<2
<! <2
<! <2
' ) ,
-. /
CE $
!
'
&
(
!
)!!
!
#$
(*
&
!#
6
2
$
&+
)!,, '
&
&
!-
#$*!&!#
B
$
&!
.
*
.
#
$
!
"!
!#
01 "22
*"3
*,
4
#
## Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Jakob Kristinsson | 12. apríl
Vestfirðir í eyði
Það mætti halda að
margir á Vestfjörðum
vildu óbreytt ástand og
ég verð að segja að ég
hef orðið fyrir tals-
verðum vonbrigðum
með viðbrögð sumra
Vestfirðinga við tillögum okkar í BB-
Samtökunum […] Fær fólk aldrei nóg
af þessu rugli? Finnst fólki allt í lagi
að stöðugur fólksstraumur sé frá
Vestfjörðum og ekkert lát á og allt
stefni í að Vestfirðir fari í eyði. Ég ætla
rétt að vona að þegar við förum í fund-
arherferð um Vestfirði muni augu
fólks opnast.
Meira: jakobk.blog.is
Bylgja Hafþórsdóttir | 12. apríl
Um vegakerfið
Kristján Möller talaði
fjálglega um það í fjöl-
miðlum á dögunum
hversu miklu meira væri
nú eytt í vegagerð og
samgöngubætur heldur
en áður. Það er vissu-
lega góðra gjalda vert og ég tel að við
höfum verið heppin að fá hann sem
samgönguráðherra í núverandi rík-
isstjórn og ekki hægt þar að hengja
bakara fyrir smið. Hann tekur við væg-
ast sagt illa reknu búi þar sem metn-
aðarleysi hefur ráðið för og framtíð-
arsýn á íslenskt samfélag hefur
algerlega skort.
Meira: bylgjahaf.blog.is
Óttarr Guðlaugsson | 12. apríl
Fái sér
almannatengil
Nú held ég að það sé
kominn tími til þess að
trukkahópurinn ráði sér
almannatengil sem
gætir hagsmuna þeirra
í fjölmiðlum. Því klár-
lega eru að koma röng
skilaboð frá hópnum og stundum
misvísandi, fer svolítið eftir því við
hvern er talað hjá þeim, þó svo að
meginlínan sé sú sama. Það er bara
ekki nóg, kröfurnar þurfa að vera
kristalskýrar [...]
Það er ég fullviss um að þau skila-
boð sem berast úr herbúðum hóps-
ins í gær og dag, hótanir sem þess-
ar: „Menn vilja fá svör og svo verður
séð til hvað verður gert. Það fer eftir
því hvernig svörin verða,“ fara illa
bæði í almenning sem og stjórnvöld
enda er erfitt að semja við þá sem
fara fram með hótanir […] Allavega
get ég ekki betur heyrt í kringum mig
en að fólk sé ekki eins ánægt með
þessar aðgerðir og það var áður.
Meira: otti.blog.is
Pjetur H. Lárusson | 12. apríl
Steinn Steinarr XXVI
Í gær fjallaði ég um lögin
hennar Bergþóru Árna-
dóttur við ljóð Steins
Steinars. Eins og les-
endur geta séð, nefndi
ég nokkur þeirra. Nú hef-
ur einn bloggvina minna
vakið athygli á því, að ég sleppti „einu
fallegasta og einlægasta“ lagi Berg-
þóru, en það gerði hún við ljóðið
Verkamaður. Já, mikið rétt, lag Berg-
þóru við þetta ljóð Steins er bæði fal-
legt og einlægt. En einhvern veginn
hefur mér alltaf þótt þetta ljóð Steins
skera sig úr öðru, sem eftir hann ligg-
ur. Ég get ekki að því gert, að mér
finnst í því holur rómur. Ljóðið birtist í
fyrstu bók skáldsins, Rauður loginn
brann, sem kom út árið 1934. Það
sama ár var hann rekinn úr Komm-
únistaflokknum, þar sem hann hafði
verið félagi í svo sem tvö ár. Raunar
má geta þess, að upphaflega birtist
ljóð þetta í Rétti, 1. hefti ársins 1933.
Þá var enn ólokið því verki að sparka
Steini úr Kommúnistaflokki Íslands.
Ljóðið Verkamaður fjallar sem kunn-
ugt er um verkamann, sem lætur
hverjum degi nægja sína þjáningu,
uns þar kemur, að stéttarbræður
hans rísa upp til blóðugrar baráttu, í
hverri hann lætur lífið. Mér finnst
þetta ljóð vera sósíalrealísk sam-
suða, sem hefði sómt sér ágætlega í
stalínísku „bókmenntariti“ austur í
Moskvu. En Steinn er ungur maður og
leitandi, þegar hann yrkir þetta ljóð.
Sjálfur hef ég ekki úr háum söðli að
detta í þessum efnum; pólitískur
skáldskapur, sérstaklega ungra og
óreyndra manna, er yfirleitt barna-
legur. Bergþóra Árnadóttir var hrif-
næm listakona og lag hennar við
Verkamanninn hans Steins er gert á
umbrotatímum [...]
Meira: hafstein.blog.is
BLOG.IS
Hertz Car Rental
Flugvallarvegi
101 Reykjavik, Iceland
hertz@hertz.is
Tel. +354 522 44 00
Fax. +354 522 44 01 www.hertz.is
Taktu tvöfalda
vildarpunkta
með þér í fríið
1000
Vildarpunktar
Bókaðu bílinn fyrir 1. maí á
www.hertz.is og fáðu 1000 vildarpunkta
hjá Vildarklúbbi Icelandair.
Tilboðið gildir til 1. maí.
Hertz hefur yfir 7600 afgreiðslustaði í 146 löndum.
Jón Valur Jensson | 12. apríl
Heimurinn horfir
til Tíbets
Heimurinn er fyrst nú að ranka við sér
og beina sjónum að
hlutskipti Tíbetþjóðar
eftir áratuga kúgun
hennar og hörmulega
meðferð í kjölfar blóð-
ugrar innrásar bylting-
arhers kommúnistanna
í Kína 1949-51. Margar uppreisnir
voru reyndar hér og þar um Tíbet á
næstu áratugum, en sú víðtækasta
1959, þegar Dalai Lama varð að flýja
land og um 100.000 manns um
sama leyti. Voru málefni Tíbets þá
mikið í umræðunni fram á 7. áratug-
inn, en síðan hefur hljóðnað yfir
henni. Það var þó sízt ástæða til, því
að harðstjórn og tök Kínverja á land-
inu hafa færzt nær og nær fullkomnu
alræði.
Meira: jonvalurjensson.blog.is