Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 21
tvo mánuði. En aukinn kraftur var settur í eftirförina og síðla maímán- aðar 1934 barst lögreglunni njósn af ferðum Bonnie og Clyde og sátu þá lögregluþjónar frá Texas og Loui- siana fyrir þeim og þegar þau reyndu að komast framhjá vegar- tálma lögreglunnar hóf húnskothríð á bílinn og létu þau þar bæði lífið. Fyrirsát lögreglunnar og fyrir- varalaus skothríð sættu nokkurri gagnrýni en lögreglumennirnir báru því við að þegar svo hættulegt fólk sem Bonnie og Clyde ætti í hlut þá tefldu menn ekki í neina tvísýnu. Þá þótti það dæmalaust að lögreglan hleypti fólki að bílflakinu með líkun- um í og sóttu menn þangað minja- gripi, skothylki, glerbrot og klæðas- nifsi en einn maður var hrakinn burt þegar hann gerði sig líklegan til að skera annað eyrað af líki Clyde! Bonnie og Clyde höfðu látið í ljós að þau vildu verða grafin hlið við hlið en fjölskylda Bonny féllst ekki á það. Móðir hennar vildi jarðsetja hana í fæðingarbæ hennar en þegar mann- fjöldi settist um húsið var hætt við það og Bonnie og Clyde voru jarð- sett sitt í hvorum kirkjugarðinum í Dallas. Á bautastein Bonnie eru letr- aðar ljóðlínur eftir hana sjálfa. Eins og sólin og döggin næra blómin / lífga þú og þínir líkar upp á heiminn. Ford-bifreiðin sem Bonnie og Clyde voru í með öllum kúlnagötun- um og skyrtan sem Clyde var í eru til sýnis í Gold Ranch Casino í Verdi, Nevada. Í borginni Gibsland í Louisiana er ár hvert minnzt fyrirsátarinnar, þeg- ar Bonnie og Clyde féllu, og minn- isvarði var reistur suður af Gibsland þar sem þeim var gerð fyrirsátin. Minnisvarðinn er illa farinn af ágangi minjagripaþjófa og byssu- skota. Millivegur milli ástar og ofbeldis Ótal bækur hafa verið skrifaðar um Bonnie og Clyde og mörg lög samin og sungin, þ.á m. Ballaðan um Bonnie og Clyde. Nokkrar kvik- myndir hafa verið gerðar um þau og sjónvarpsmyndir og -þættir. Sú kvikmynd sem stendur öllum öðrum framar er Bonnie og Clyde (1967) sem Arthur Penn stýrði og Faye Du- naway og Warren Beatty fóru með aðalhlutverkin í. Maðurinn á bak við myndina var Warren Beatty og honum gekk ekki þrautalaust að fá Warner-bræður til þess að fjármagna gerð myndarinn- ar og dreifa henni. Það var einkum ofbeldið sem sat í þeim og þá ekki sízt lokasenan, þegar Bonnie og Clyde eru að heita má skotin í tætl- ur. Þeir létu svo tilleiðast en höfðu takmarkaða trú á fyrirtækinu og í stað þess að greiða Beatty ákveðna þóknun fyrir frumkvæði hans sömdu þeir um að hann fengi 40% af heild- artekjunum. Beatty hafði óbilandi trú á tiltækinu og þurfti ekki að iðr- ast þess, því myndin gaf af sér geysi- mikið fé. Kvikmyndin er ákaflega mikil ein- földun á sögu Bonnie og Clyde og þræðir einhvern milliveg milli ástar- sögu og ofbeldisfullrar glæpamynd- ar. Það er einhver sjarmi yfir þess- um brothættu tilfinningum mitt í kúlnahríðinni. Myndinni var fundið það til foráttu að hún væri grínak- tugur og grímulaus lofgjörðaróður til ofbeldisins en það var frekar að aðalpersónurnar næðu tökum á áhorfendum framhjá glæpunum. Mörg tilsvör þeirra urðu fleyg og unga fólkið tók klæðaburð þeirra sér til fyrirmyndar. Kvikmyndin var tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna en hlaut aðeins tvenn; Estella Parson fyrir auka- hlutverk sem Blanche Barrow og Burnett Guffey fyrir kvikmynda- töku. Hvorki aðalleikararnir né leik- stjórinn hlutu óskara, hvað þá að myndin væri valin sú bezta sem þótti, og þá sérstaklega í falli Faye Dunaway, talandi tákn um það að í ofbeldinu væru þau á undan sinni samtíð. Þótt fegurðinni sé ekki mest fyrir að fara í ferli Bonnie og Clyde hefur tíminn haldið þeim á floti og sett kvikmyndina á stall með þeim beztu. Britannica Online Historybuff.com Internet Accuracy Projekt The Independent - London The Internet Movie Database Bonhams.com MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 21 » Það er alveg ljóst að við fordæmum öll þaumannréttindabrot sem eru viðhöfð af hálfu kín- verskra stjórnvalda, bara þannig að það sé alveg skýrt. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sem að öllu óbreyttu ætlar að vera viðstödd opnunarhátíð Ólympíu- leikanna í Bejing. » Saga þín er gott dæmi um hverju einstakling-urinn getur fengið áorkað. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi á Bessastöðum, þar sem hann kynnti Al Gore, fyrrverandi varafor- seta Bandaríkjanna og einn þekktasta talsmann þess að gripið verði til aðgerða til að sporna gegn áhrifum loftslagsbreytinga » Frelsi undirokaðra hópa – hvort sem um er aðræða þjóðfrelsi eða kvenfrelsi – leysir mikinn kraft úr læðingi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra á Alþingi þar sem hún vakti athygli á að ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi væri lykilmál í kosningabaráttu Íslands til öryggisráðsins. » Vinstrimenn hafa engan smekk, ekki einusinni þegar kemur að konum. Silvio Berlusconi, leiðtogi stjórnarandstöðu hægri- og miðju- manna á Ítalíu, kvaðst hafa komist að þessari niðurstöðu þegar hann virti fyrir sér þingið, konur hægriflokkanna væru „fallegri en hinar“. » Hvaða skilaboð eru þetta um umhverfisvænanferðamáta? Ögmundur Jónasson , þingmaður vinstri grænna, vildi fá svör frá Geir H. Haarde forsætisráðherra um það hvort ríkisstjórnin hefði valið sér nýjan ferðamáta, þ.e. með því að notast við einkaflug. » Þegar ég afhenti Ólafi Stephensen ritsjórauppsagnarbréfið var það eins og að hætta með góðri kærustu. Atli Fannar Bjarkason sem hætti sem blaðamaður 24 stunda til að taka við ritstjórn Monitors. » Þessum bæ [Hafnarfirði] er nú búið að snúavið fyrir innkaupakerrur og bílaskott. Snorri Freyr Hilmarsson, formaður Torfusamtakanna, í aðsendri grein í Morgunblaðinu þar sem hann kemur m.a. inn á glatað tækifæri Hafnarfjarðar til að verða einn fallegasti miðbær á Ís- landi. Ummæli vikunnar Reuters Karlremba Yfirlýsingagleði Silvios Berlusconis kemur honum í vanda. H 2 h ö n n u n Viltu auka samkeppnishæfni þína á vinnumarkaði? Kynning á MBA námi í Háskóla Íslands fimmtudaginn 17. apríl Kynningarnar verða tvær - kl. 12-13 og kl. 17-18 í MBA stofunni á hinu nýja Háskólatorgi Þeir sem kynna námið eru Jón Snorri Snorrason, forstöðumaður námsins, og Þórhallur Ö. Guðlaugsson, formaður stjórnar MBA námsins. Auk þess munu kennarar og nemendur svara spurningum. > Mikil tengsl við íslenskt atvinnulíf > Sér aðstaða fyrir nemendur > Námsferð og námsgögn innifalin > Greiður aðgangur að kennurum > Erlendir fyrirlesarar > Nám með alþjóðlegt viðmið Allir velkomnir – léttar veitingar Umsóknarfrestur er til 2. maí nk. Nánari upplýsingar á mba.is H 2 h ö n n u n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.