Morgunblaðið - 13.04.2008, Qupperneq 21
tvo mánuði. En aukinn kraftur var
settur í eftirförina og síðla maímán-
aðar 1934 barst lögreglunni njósn af
ferðum Bonnie og Clyde og sátu þá
lögregluþjónar frá Texas og Loui-
siana fyrir þeim og þegar þau
reyndu að komast framhjá vegar-
tálma lögreglunnar hóf húnskothríð
á bílinn og létu þau þar bæði lífið.
Fyrirsát lögreglunnar og fyrir-
varalaus skothríð sættu nokkurri
gagnrýni en lögreglumennirnir báru
því við að þegar svo hættulegt fólk
sem Bonnie og Clyde ætti í hlut þá
tefldu menn ekki í neina tvísýnu. Þá
þótti það dæmalaust að lögreglan
hleypti fólki að bílflakinu með líkun-
um í og sóttu menn þangað minja-
gripi, skothylki, glerbrot og klæðas-
nifsi en einn maður var hrakinn burt
þegar hann gerði sig líklegan til að
skera annað eyrað af líki Clyde!
Bonnie og Clyde höfðu látið í ljós
að þau vildu verða grafin hlið við hlið
en fjölskylda Bonny féllst ekki á það.
Móðir hennar vildi jarðsetja hana í
fæðingarbæ hennar en þegar mann-
fjöldi settist um húsið var hætt við
það og Bonnie og Clyde voru jarð-
sett sitt í hvorum kirkjugarðinum í
Dallas. Á bautastein Bonnie eru letr-
aðar ljóðlínur eftir hana sjálfa.
Eins og sólin og döggin næra
blómin / lífga þú og þínir líkar upp á
heiminn.
Ford-bifreiðin sem Bonnie og
Clyde voru í með öllum kúlnagötun-
um og skyrtan sem Clyde var í eru til
sýnis í Gold Ranch Casino í Verdi,
Nevada.
Í borginni Gibsland í Louisiana er
ár hvert minnzt fyrirsátarinnar, þeg-
ar Bonnie og Clyde féllu, og minn-
isvarði var reistur suður af Gibsland
þar sem þeim var gerð fyrirsátin.
Minnisvarðinn er illa farinn af
ágangi minjagripaþjófa og byssu-
skota.
Millivegur milli
ástar og ofbeldis
Ótal bækur hafa verið skrifaðar
um Bonnie og Clyde og mörg lög
samin og sungin, þ.á m. Ballaðan um
Bonnie og Clyde. Nokkrar kvik-
myndir hafa verið gerðar um þau og
sjónvarpsmyndir og -þættir. Sú
kvikmynd sem stendur öllum öðrum
framar er Bonnie og Clyde (1967)
sem Arthur Penn stýrði og Faye Du-
naway og Warren Beatty fóru með
aðalhlutverkin í.
Maðurinn á bak við myndina var
Warren Beatty og honum gekk ekki
þrautalaust að fá Warner-bræður til
þess að fjármagna gerð myndarinn-
ar og dreifa henni. Það var einkum
ofbeldið sem sat í þeim og þá ekki
sízt lokasenan, þegar Bonnie og
Clyde eru að heita má skotin í tætl-
ur. Þeir létu svo tilleiðast en höfðu
takmarkaða trú á fyrirtækinu og í
stað þess að greiða Beatty ákveðna
þóknun fyrir frumkvæði hans sömdu
þeir um að hann fengi 40% af heild-
artekjunum. Beatty hafði óbilandi
trú á tiltækinu og þurfti ekki að iðr-
ast þess, því myndin gaf af sér geysi-
mikið fé.
Kvikmyndin er ákaflega mikil ein-
földun á sögu Bonnie og Clyde og
þræðir einhvern milliveg milli ástar-
sögu og ofbeldisfullrar glæpamynd-
ar. Það er einhver sjarmi yfir þess-
um brothættu tilfinningum mitt í
kúlnahríðinni. Myndinni var fundið
það til foráttu að hún væri grínak-
tugur og grímulaus lofgjörðaróður
til ofbeldisins en það var frekar að
aðalpersónurnar næðu tökum á
áhorfendum framhjá glæpunum.
Mörg tilsvör þeirra urðu fleyg og
unga fólkið tók klæðaburð þeirra sér
til fyrirmyndar.
Kvikmyndin var tilnefnd til tíu
Óskarsverðlauna en hlaut aðeins
tvenn; Estella Parson fyrir auka-
hlutverk sem Blanche Barrow og
Burnett Guffey fyrir kvikmynda-
töku. Hvorki aðalleikararnir né leik-
stjórinn hlutu óskara, hvað þá að
myndin væri valin sú bezta sem
þótti, og þá sérstaklega í falli Faye
Dunaway, talandi tákn um það að í
ofbeldinu væru þau á undan sinni
samtíð.
Þótt fegurðinni sé ekki mest fyrir
að fara í ferli Bonnie og Clyde hefur
tíminn haldið þeim á floti og sett
kvikmyndina á stall með þeim beztu.
Britannica Online
Historybuff.com
Internet Accuracy Projekt
The Independent - London
The Internet Movie Database
Bonhams.com
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 21
» Það er alveg ljóst að við fordæmum öll þaumannréttindabrot sem eru viðhöfð af hálfu kín-
verskra stjórnvalda, bara þannig að það sé alveg
skýrt.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sem að
öllu óbreyttu ætlar að vera viðstödd opnunarhátíð Ólympíu-
leikanna í Bejing.
» Saga þín er gott dæmi um hverju einstakling-urinn getur fengið áorkað.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi á
Bessastöðum, þar sem hann kynnti Al Gore, fyrrverandi varafor-
seta Bandaríkjanna og einn þekktasta talsmann þess að gripið
verði til aðgerða til að sporna gegn áhrifum loftslagsbreytinga
» Frelsi undirokaðra hópa – hvort sem um er aðræða þjóðfrelsi eða kvenfrelsi – leysir mikinn
kraft úr læðingi.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra á Alþingi þar
sem hún vakti athygli á að ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 1325
um konur, frið og öryggi væri lykilmál í kosningabaráttu Íslands
til öryggisráðsins.
» Vinstrimenn hafa engan smekk, ekki einusinni þegar kemur að konum.
Silvio Berlusconi, leiðtogi stjórnarandstöðu hægri- og miðju-
manna á Ítalíu, kvaðst hafa komist að þessari niðurstöðu þegar
hann virti fyrir sér þingið, konur hægriflokkanna væru „fallegri
en hinar“.
» Hvaða skilaboð eru þetta um umhverfisvænanferðamáta?
Ögmundur Jónasson , þingmaður vinstri grænna, vildi fá svör frá
Geir H. Haarde forsætisráðherra um það hvort ríkisstjórnin hefði
valið sér nýjan ferðamáta, þ.e. með því að notast við einkaflug.
» Þegar ég afhenti Ólafi Stephensen ritsjórauppsagnarbréfið var það eins og að hætta með
góðri kærustu.
Atli Fannar Bjarkason sem hætti sem blaðamaður 24 stunda til
að taka við ritstjórn Monitors.
» Þessum bæ [Hafnarfirði] er nú búið að snúavið fyrir innkaupakerrur og bílaskott.
Snorri Freyr Hilmarsson, formaður Torfusamtakanna, í aðsendri
grein í Morgunblaðinu þar sem hann kemur m.a. inn á glatað
tækifæri Hafnarfjarðar til að verða einn fallegasti miðbær á Ís-
landi.
Ummæli vikunnar
Reuters
Karlremba Yfirlýsingagleði Silvios
Berlusconis kemur honum í vanda.
H
2 h
ö
n
n
u
n
Viltu auka
samkeppnishæfni
þína á vinnumarkaði?
Kynning á MBA námi í Háskóla
Íslands fimmtudaginn 17. apríl
Kynningarnar verða tvær - kl. 12-13 og kl. 17-18
í MBA stofunni á hinu nýja Háskólatorgi
Þeir sem kynna námið eru Jón Snorri Snorrason, forstöðumaður
námsins, og Þórhallur Ö. Guðlaugsson, formaður stjórnar MBA
námsins. Auk þess munu kennarar og nemendur svara spurningum.
> Mikil tengsl við íslenskt atvinnulíf
> Sér aðstaða fyrir nemendur
> Námsferð og námsgögn innifalin
> Greiður aðgangur að kennurum
> Erlendir fyrirlesarar
> Nám með alþjóðlegt viðmið
Allir velkomnir – léttar veitingar
Umsóknarfrestur er til 2. maí nk.
Nánari upplýsingar á mba.is
H
2
h
ö
n
n
u
n