Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 53
✝ Þorsteinn SævarJónsson fæddist
í Hafnarfirði 6. nóv-
ember 1947. Hann
lést á heimili sínu í
Hátúni 12 í Reykja-
vík 23. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Eggertína
Sigurðardóttir hús-
móðir, f. 7. október
1908, d. 3. febrúar
1979 og Jón Hall-
dórsson skipstjóri
og útgerðarmaður í
Hafnarfirði, f. 17.
maí 1902, d. 1. júní 1963. Systkini
Þorsteins eru Sigrún, gift Pétri
Ingasyni, búsett í Englandi, Guð-
rún gift Ronald Lenahn (bæði lát-
in), búsett í Banda-
ríkjunum, Ólafía
Kristín, gift Sigurði
Sigurðssyni, og Pét-
ur Einarsson (fóst-
urbróðir), kvæntur
Ragnheiði Jóns-
dóttur.
Þorsteinn vann
hjá ÍAV Keflavík
síðustu starfsárin
uns hann varð að
láta af störfum sök-
um veikinda. Eftir
það bjó hann að Há-
túni í Reykjavík og
naut þar þjónustu ÖBÍ og Sjálfs-
bjargar.
Útför Þorsteins var gerð frá
Fossvogskapellu 1. apríl í kyrrþey.
Fallinn er frá sannur vinur, bróðir
og mágur.
Öll vorum við skólasystkini í Flens-
borgarskóla og eigum þaðan margar
yndislegar minningar. Steini var
ávallt skemmtilegur félagi og áhuga-
samur um lífið. Knattspyrnan átti hug
hans allan, þar voru vinirnir margir
og félagsskapurinn góður. Aldrei
dvínaði sá áhugi þrátt fyrir erfiða bar-
áttu við veikindi.
Steini dvaldist nokkur sumur í sveit
hjá ömmusystur sinni Guðbjörgu
Þórðardóttur og Sveini sem bjuggu á
bænum Bjargi í Selvogi. Síðar var
hann í sveit hjá góðu fólki á bænum
Skarði norður í Eyjafirði. Átti hann
margar skemmtilegar og ljúfar minn-
ingar um þessi sumur og talaði títt um
upplifanir sínar þessa góðu sumar-
daga.
Að skyldunámi loknu hóf Steini
störf hjá Ísbirninum á Kirkjusandi og
þar var hann að störfum um skeið.
Um tvítugt var hann í verkavinnu við
smíði Búrfellsvirkjunar sem þá stóð
yfir. Þar lenti hann í slæmu vinnuslysi
og náði sér seint upp úr þeim veik-
indum. Eftir slysið vann Steini við út-
keyrslu hjá fyrirtækinu Rafha í Hafn-
arfirði. Hann var ætíð vel liðinn í
starfi og átti marga góða samstarfs-
menn. Síðar vann hann hjá Íslenskum
aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli
við smíðar uns hann fór að vinna á
lager hjá fyrirtækinu.
Steini var ávallt stór hluti af fjöl-
skyldu okkar hjóna. Hann dvaldi hjá
okkur á stórhátíðardögum og var
mikill gleðigjafi barna okkar. Eins
eigum við margar góðar minningar
um Steina er hann kom til okkar í bú-
staðinn á Þingvöllum. Börnin biðu
spennt eftir Steina frænda þar sem
aldrei var lognmolla í kringum hann,
hafði alltaf eitthvað fyndið og
skemmtilegt af sjálfum sér og öðrum
að segja og naut sín við veiðar með
okkur í Þingvallavatni.
Þar kom að Steini háði langa og erf-
iða sjúkdómsbaráttu er vöðvarýrnun
fór að gera vart við sig hjá honum.
Þótt styrkur hans færi þverrandi
starfaði hann áfram á lagernum hjá
Íslenskum aðalverktökum til upphafs
10. áratugarins er hann varð að láta af
störfum. Þrátt fyrir þessi miklu veik-
indi var lífsviljinn gífurlegur og tjáði
hann aldrei biturleika vegna að-
stæðna sinna. Þar kom að hann þurfti
að þiggja íbúð á vegum ÖBÍ og að lok-
um aðstöðu á vegum Sjálfsbjargar
þar sem hann naut mjög góðrar þjón-
ustu og öryggis sem hann var þakk-
látur fyrir.
Steini var mikill áhugamaður um
bókmenntir og þegar lestrargetan
dvínaði var mikið frá honum tekið.
Eitt af aðaláhugamálum Steina voru
einnig ferðalög og þótt hann væri orð-
inn hreyfihamlaður lét hann ekki bug-
ast. Í Hátúni kynntist hann einhverju
magnaðasta ferðafélagi landsins sem
ber sæmdarheitið Flækjufótur og
hefur staðið fyrir mörgum ferðum vítt
um álfur og um landið þvert og endi-
langt. Með því góða félagi ferðaðist
Steini bæði til Kanada og Þýskalands
auk margra ferða innanlands. Hann
talaði oft um þessar frábæru ferðir og
var augljóst hvað þessi góða þjónusta
gaf honum mikið.
Elsku Steini okkar. Á sama tíma og
við erum þakklát fyrir það að þú hafir
fengið hvíld frá erfiðum veikindum
minnumst við þín með söknuði og
virðingu. Þú varst hetjan okkar.
Ragnheiður (Lilla) og Pétur.
Elsku Steini.
Það er svo margs að minnast um
þig. Sérstaklega minnist ég allra
jólanna sem þú varst hjá okkur þegar
ég var lítill snáði heima hjá mömmu
og pabba. Jólin hreinlega komu ekki
án þín, það var bara fastur liður hver
jól að Steini frændi kæmi og það var
alltaf jafn spennandi og gaman að fá
þig heim. Ég sakna þessara tíma með
þér, en ég á minningarnar um þig í
hjarta mér og kveð þig því hér með
þessum orðum elskulegi frændi minn:
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þinn frændi
Einar.
Þegar ég minnist Þorsteins kunn-
ingja míns þá er seigla fyrsta orðið
sem kemur upp í hugann. Steini barð-
ist við erfiðan sjúkdóm og var aðdá-
unarvert að fylgjast með honum gera
ýmsa hluti sem líkaminn var að verða
of veikburða til að gera. Þá skein í
gegn ótrúlegur vilji til að lifa sjálf-
stæðu lífi, þolinmæði, seigla og dágóð-
ur skammtur af þrjósku. Þessi blanda
skilaði Steina langt og vakti aðdáun
þeirra sem hann þekktu.
Við Steini kynntumst fyrir um
fimm árum þegar ég hóf störf í Há-
túni 10 þar sem hann þá bjó. Við náð-
um strax ágætlega saman þótt við
værum mjög ólíkir í ýmsum skoðun-
um en við náðum fljótt samkomulagi
um að vera ósammála. Við náðum ein-
staklega vel saman í gegnum ólækn-
andi íþróttabakteríu og fylgdist Steini
mjög vel með íþróttum, sérstaklega
handbolta, fótbolta og golfi. Hann
sýndi Hafnarfjarðarfélögunum FH
og Haukum mestan áhuga og hafði
taugar til beggja félaga. Sjónvarps-
stöðin Sýn spilaði þar stóra rullu enda
átti Steini ekki auðvelt með að sækja
íþróttakappleiki. Það kom sér því oft
vel þegar maður var að vinna að
lauma sér inn til Steina og horfa með
honum á smábolta.
Steini var minnugur og talaði mikið
um liðna tíma, ræddi um ferðalög sem
hann hafði farið í og varð sérstaklega
tíðrætt um þann tíma sem hann vann
á Keflavíkurflugvelli. Oft barst í tal að
við færum saman til útlanda enda
hafði Steini mikinn áhuga á að ferðast
en veikindi hans gerðu honum erfitt
um vik að ferðast hin síðari ár. Steini
þekkti marga hér í Hátúninu, var tíð-
ur gestur á kaffistofunni og það var
sjónarsviptir að honum þegar hann
flutti sig um set aðeins neðar í götuna.
Mikill baráttujaxl er fallinn frá og
mun ég alltaf minnast Þorsteins með
aðdáun. Áðurnefnd seigla hans og
ákveðni var aðdáunarverð og til eft-
irbreytni. Megi hann hvíla í friði, laus
við veikindin. Aðstandendum Þor-
steins votta ég mína dýpstu samúð.
Kári Þorleifsson.
Þorsteinn Sævar
Jónsson
Ég kynntist Valdi-
mar Ólafssyni flugum-
ferðarstjóra haustið
1974 er ég sat einka-
flugmannskvöldnám-
skeið flugskólans Flugstöðvarinnar
hf. Valdimar kenndi þar Flugreglur
eða ICAO Annex, nokkur bindi.
Það gustaði af karlinum. Ég var
bara menntaskólanemi á öðru ári sem
vildi verða flugmaður ef svo ólíklega
vildi til að ég gæti lært öll þau fræði
og staðist endalaus próf og kröfur
sem til var ætlast. Ég gat ekki annað
en hrifist af þessum manni sem
kenndi af alúð, brennandi áhuga og
sprengikrafti svo eftir var tekið strax
á fyrstu mínútu í fyrsta tíma. Hann
var flottur á velli hann Valdimar;
glæsimenni, grannur, hávaxinn, hafði
hljómmikla barítónrödd og svipti af
sér lestrargleraugunum annað veifið
svo næstum hvein í. Valdimar var þá
yfirflugumferðarstjóri á Íslandi og
öllum hnútum kunnugur. Hann
brenndi inn í mann flugreglutextann
orðrétt, m.a. óvissuástandið ef vél er
komin framyfir og svarar ekki kalli
„INCERFA“ „ALERFA“ „DI-
STRESSFA“ svo undir tók í stofunni
og aldrei gleymist.
Ekki datt mér þá í hug að ég yrði
síðar samkennari hans hjá Flugskóla
Íslands. Það voru skemmtilegar
stundir hjá okkur tveimur í kaffistof-
unni, í frímínútum, er við vorum með
sinn bekkinn hvor, frásagnargleði
hans og kraftur hvað sem umræðu-
efnið var þá og þá stundina engu
minni en áratugum áður.
Valdi kenndi öllum starfandi flug-
mönnum á Íslandi flugreglur og
morse, hvorki meira né minna, fram
að 1998 er hann lét af stundakennslu.
Hvort sem Valdi var í hlutverki flug-
umferðarstjóra eða kennara skein af
honum virðing fyrir okkur flugmönn-
um (næstum gamaldags í orðsins
bestu merkingu) sem og starfi okkar.
Sú virðing var sannarlega gagnkvæm
hjá okkur öllum.
Ég sit hér á skrifstofu minni í
37.000 fetum og horfi á skjáina fyrir
framan mig og stöðumiðið VALDI á
N6112.0 og W000 00.0. Það var að
sjálfsögðu skírt í höfuðið á „Ví Oh“
um 1988 þegar fimm stafa nöfnin
voru tekin upp. Mér hlýnar um
hjartarætur að geta kallað í Stavan-
ger Control og tilkynnt „Iceair 306 is
passing VALDI Flight Level 370“.
Nafn Valda á eftir að hljóma yfir
Norður-Atlantshafi um ókomna tíð.
Helgi S. Þorsteinsson.
Kveðja frá Rótarýklúbbnum
Reykjavík-Breiðholt
Valdimar Ólafsson var einn af
stofnfélögum klúbbsins okkar, sem
stofnaður var fyrir rúmum 25 árum.
Valdimar var ávallt virkur í starfinu
og hann var m.a. forseti klúbbsins og
heiðursfélagi.
Hann var sannur Rótary-maður,
mikill félagsmálamaður og forystu-
maður í sínu fagi og yfirflugumferð-
arstjóri til margra ára.
Hann var alltaf hinn jákvæði félagi,
sem setti sinn svip á hvern þann fund
sem hann sat. Það fór aldrei framhjá
félögunum að Valdimar væri mættur
og allir muna eftir hans glaðlega við-
móti og hvella hlátri.
Á síðasta fundi skráði Valdimar sig
í ferð, sem klúbbfélagar hans eru að
skipuleggja til Lissabon. Hann hefur
áður tekið þátt í utanlandsferðum
klúbbsins og verið hrókur alls fagn-
aðar.
Heiðursmaðurinn Valdimar Ólafs-
son er látinn. Kynni mín af Valdimari
eru margþætt, sem nábýlingur í
Lundahólum í 33 ár, sem samstarfs-
Valdimar Ólafsson
✝ Valdimar Ólafs-son fæddist á
Mosvöllum I í Ön-
undarfirði 13. ágúst
1926. Hann varð
bráðkvaddur 2. apr-
íl síðastliðinn og var
jarðsunginn frá
Fella- og Hólakirkju
11. apríl.
maður í sóknarnefnd í
Hólabrekkusókn í
fjölda ára og síðast en
ekki síst var Valdimar
meðhjálpari í Fella- og
Hólakirkju um margra
ára skeið. Í kirkjunni
naut Valdimar sín vel,
hann var vel heima í
fræðunum, var mikill
og góður söngmaður
og alltaf traustur og
gefandi.
Það var því mjög
gott fyrir kirkjuna að
fá Valdimar til starfa
er hann lauk starfi sínu sem yfirflug-
umferðarstjóri, en því starfi gegndi
hann um áraraðir. Valdimar var
sterkur persónuleiki og var aldrei
nein lognmolla í kringum hann þar
sem hann kom. Við munum sakna
þess í Fella- og Hólakirkju að hann
mæti ekki við næstum allar athafnir
sem þar fara fram því Valdimar lét
sig sjaldan vanta þó hann væri hætt-
ur störfum. Í sóknarnefnd hafði
Valdimar alltaf eitthvað til málanna
að leggja, hann var traustur fulltrúi í
hinum ýmsu embættum sem fylgja
starfi í sóknarnefnd. Valdimar var
mjög góður penni og flutti okkur í
sóknarnefndunum alltaf mjög góðar
skýrslur af þeim fundum er hann sat
sem fulltrúi okkar.
Í Lundahólum eru 6 hús og voru
Valdimar og Helga frumbyggjar í
götunni, fluttu inn haustið 1974. Góð-
ur vinskapur myndaðist fljótt við þau
hjón og voru börnin ekki undanskilin.
Valdimar var mjög barngóður og
hafði gaman af börnum. Nú þegar
vorar verður tómlegt í Lundahólun-
um að sjá ekki Valdimar í garðinum
sínum sitjandi með bók í hönd eða við
skriftir.
Að leiðarlokum sendum við fjöl-
skyldan í Lundahólum 1 Helgu og
fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur
við fráfall góðs eiginmanns og föður.
Þá eru einnig færðar hugheilar
þakkir frá sóknarnefndum og starfs-
fólki við Fella- og Hólakirkju.
Blessuð sé minning Valdimars
Ólafssonar.
Benedikta G. Waage,
formaður Hólabrekkusóknar.
Það er ekki algengt að maður undr-
ist stórum þegar eldra fólk kveður, en
svo var sannarlega raunin er ég las
tilkynningu um andlát Valdimars
Ólafssonar. Seinast sá ég hann á
harðahlaupum í Reykjavíkurhlaupi
Glitnis í fyrrasumar og hafði einnig
hitt hann við skráninguna í hlaupið
þar sem við spjölluðum góða stund
ásamt fleiri fyrrverandi nemendum
hans. Valdimari kynntist ég við nám
hjá Skóla Flugmálastjórnar þar sem
hann kenndi atvinnuflugmönnum
flugreglur. Líklegt er að langflestir
flugmenn hafi einhver kynni af Valdi-
mari enda hefur hann kennt flugregl-
ur svo lengi sem elstu menn muna.
Ég mun minnast hans að góðu
einu, þó kennsluhættir hans væru
gamaldags þá verður eftirminnileg
virðing hans fyrir starfsumhverfi
okkar í fluginu. Þessa virðingu tók
hann nærri sér og hann sýndi það í
kennslu sinni og krafðist þess sama af
óhörðnuðum ungliðum í fluginu. Hver
man ekki eftir sögunum hans, þar
sem hann lýsti reynslu sinni í flug-
turninum og samskiptum við flug-
menn „púllaðu upp!“ kallaði hann
hátt yfir kennslustofuna með tilheyr-
andi handapati og áherslum. Þessar
stundir lifa.
Morskennsla lagðist að mestu af
fyrir nokkrum árum, en Valdimar var
harður fylgismaður þess að flugmenn
hlytu grundvallarþekkingu í morsi.
Til þess notaði hann forláta lampa-
magnara sem ekki var nothæfur í
fyrstu kennslustund sökum þess að
hann þurfti tíma til að hitna. Þetta var
gamaldags kennslumáti en skemmti-
leg minning um gamla tíð.
Virðing fyrir fluginu var ekki ein-
göngu áberandi hjá Valdimari, heldur
var það virðingin fyrir starfsfélögun-
um. Mér þótti sérstaklega vænt um
það þegar ég sá að Valdimar hafði
skrifað minningargrein um föður
minn Kára Guðmundsson flugum-
ferðarstjóra sem lést í flugslysi 1971,
en á þeim tíma var Valdimar yfirflug-
umferðarstjóri. Fór Valdimar fögrum
orðum um fallinn starfsbróður sinn
og hefur alla tíð mátt sjá að hann bar
mikla virðingu fyrir starfsfélögum
sínum og hann leit svo sannarlega á
okkur flugmenn sem nána samstarfs-
menn.
Minning hans lifir um ókomna tíð í
hugum flugfólks, enda átti Valdimar
stóran þátt í mótun flugsögu Íslend-
inga, bæði hvað varðar flugumferð-
arþjónustuna sem hann lagði krafta
sína í frá upphafi en einnig varðandi
kennslu- og menntunarmál flug-
manna. Fjölskyldu hans og vinum
votta ég innilega samúð mína.
Kári Kárason.
Mig langar að minnast fyrrverandi
kennara míns og félaga Valdimars
Ólafssonar, fyrrverandi yfirflugum-
ferðarstjóra. Valdimar var einn
þeirra manna sem hafa smitandi
áhuga fyrir flugi og öllu því tengdu.
Hann kenndi mér og bekkjarfélögum
mínum flugreglur og mors í Flug-
skóla Íslands fyrir rúmlega áratug.
En Valdimar var ekki bara kennari
heldur alveg frá byrjun félagi okkar
sem vorum í þessu námi. Hann tók
þátt í félagslífinu eins og lífsglaður
unglingur, þótt kominn væri yfir sjö-
tugt – sagði stórkostlega frá upphafs-
árum sínum í bransanum – t.a.m. held
ég að býsna margir flugmenn kannist
við frasann „pullaðu upp“ – sem hann
gargaði í lófann á sér, eins hann héldi
á talstöð og væri lifandi staddur í
gamla flugturninum á Reykjavíkur-
flugvelli og Katalínan að renna sér til
lendingar yfir Suðurgötuna. Einnig
er mér minnisstætt að við tveir sung-
um manna mest þegar haldið var upp
á einn áfangann í flugnáminu á góðri
stund í heimahúsi, enda var hann
mikill unnandi tónlistar og ljóða. Það
var alltaf áberandi hversu vel Valdi-
mar bar sig – hnarreistur og glað-
lyndur, lífskúnstner og fagurkeri.
Hann var skemmtilegur kennari, en
um leið ákveðinn og lét þá nemendur
heyra það sem að hans mati sýndu
náminu ekki þá virðingu sem það átti
skilið. Vestfirðingurinn Valdimar frá
Mosvöllum í Önundarfirði var einn
frumkvöðla í íslenskri flugsögu og
lagði svo sannarlega sitt af mörkum í
faginu. Í tæp 40 ár kenndi hann at-
vinnuflugnemum bókleg fræði. Hann
var fyrsti fyrsti formaður Félags ís-
lenskra flugumferðarstjóra og heið-
ursfélagi þess félags. Hafðu þökk fyr-
ir framlag þitt til flugsins kæri félagi.
Ég sendi fjölskyldu Valdimars, vin-
um og öðrum aðstandendum innileg-
ar samúðarkveðjur.
Jóhannes Bjarni Guðmundsson,
formaður Félags íslenzkra at-
vinnuflugmanna.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss
er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar