Morgunblaðið - 13.04.2008, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 57
MINNINGAR
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 - www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför systur minnar, mágkonu
og frænku,
ERLU ÁGÚSTSDÓTTUR
fyrrverandi flugfreyju,
Grænuhlíð 12.
Jóhann Ágústsson, Svala Magnúsdóttir,
Sigríður Magnúsdóttir,
Magnús Valur Jóhannsson, Bjarnveig Ingvarsdóttir,
Guðmundur Örn Jóhannsson, Íris Gunnarsdóttir,
Sólveig Fríða Jóhannsdóttir, Ingimar Bjarnason,
Gunnar Ágúst Harðarson, Guðbjörg E Benjamínsdóttir,
Steinunn Harðardóttir, Magnús Ólafsson,
Guðrún Harðardóttir, Árni Svanur Daníelsson,
Karin Cannaday,
Donna Lefever, Bruce Lefever,
Jim Houhoulis, Barbara Houhoulis.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
fósturföður, tengdaföður og afa,
NICOLAI GISSURAR BJARNASONAR,
Stekkjargötu 53,
Innri Njarðvík.
Svanhildur Einarsdóttir,
Ingvar Gissurarson, Margrét Hallgrímsdóttir,
Anton Gylfason,
Ingvar Gylfason, Sigríður Erna Geirmundsdóttir,
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegs mannsins míns, föður, tengdaföður
og afa,
ÓLAFS RAGNARSSONAR
bókaútgefanda.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka alúð og
umönnun.
Elín Bergs,
Ragnar Helgi Ólafsson, Margrét Sigurðardóttir,
Kjartan Örn Ólafsson, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir,
Diljá, Ólafur Kári og Una Ragnarsbörn,
Valtýr Örn, Elín Halla og Ólafur Helgi Kjartansbörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður,
tengdadóttur og ömmu,
SVEINFRÍÐAR S. JÓHANNESDÓTTUR,
Einilundi 2,
Garðabæ.
Hinrik Matthíasson,
Matthías Hinriksson, Kristín Dögg Guðmundsdóttir,
Sigrún H. Hinriksdóttir, Kristján T. Sveinbjörnsson,
Kristín P. Hinriksdóttir,
Matthías Bjarnason
og barnabörn.
✝ Sigríður Sig-urðardóttir
fæddist á Merkigili í
Skagafirði 13. októ-
ber 1919 og ólst þar
upp til níu ára ald-
urs. Hún lést á
Sjúkrahúsi Suður-
lands á Selfossi 21.
mars síðastliðinn.
Frá níu ára aldri
ólst hún upp í
Reykjavík hjá afa
sínum Snorra Jó-
hannssyni og konu
hans Guðborgu
Eggertsdóttur. Foreldrar Sigríð-
ar voru hjónin Sigurður Ar-
onsson, f. á Starrastöðum í Skaga-
firði 17. september 1889, d. 8. júlí
1919, og Brynhildur Snorradóttir,
f. á Merkigili 23. nóvember 1890,
d. 19. febrúar 1930. Systkini Sig-
ríðar voru Egill Frímann Dal-
mann, f. 24. júlí 1916, d. 9. maí
1919, og Áslaug Dalmann, f. 24.
október 1917, d. 2. janúar 1936.
Sigríður giftist árið 1943 Gunn-
ari Egilson verslunarmanni, f. í
Viðey 19. október 1913, d 3. ágúst
1983. Foreldrar hans voru Svein-
björn Egilson ritstjóri frá Hafn-
arfirði, f. 21. ágúst 1863, d. 25.
október 1946, og Elín Vigfús-
dóttir frá Kálfárvöllum í Stað-
arsveit á Snæfellsnesi, f. 13. maí
1892, d 5. júní 1965. Sigríður og
Gunnar slitu samvistum 1963.
Börn þeirra eru: 1) Snorri, f. 30.
október 1944, kvæntur Þórunni
Ragnarsdóttur, f. 9. júní 1945.
Börn þeirra eru
Kristín, f. 5. janúar
1967, maki Gyrðir
Elíasson, Sigríður
Ragna, f. 24. júlí
1968, og Ragnar
Þór, f. 14. nóvember
1971. 2) Elín, f. 12.
janúar 1946, gift
Guðmundi Torfa-
syni, f. 10. maí 1940.
Börn þeirra eru
Eggert, f. 6. apríl
1964, maki Annette
Guðmundsson, og
Elfar, f. 1. júní 1965,
maki Catrin Svensson. 3) Bryn-
hildur Áslaug, f. 26. mars 1952,
giftist Gunnari Jósefssyni en þau
skildu. Börn þeirra eru Gunnar
Finnur, f. 4. janúar 1973, Sig-
urður Snorri, f. 10. ágúst 1976, og
Jósef Smári, f. 23. desember 1980.
Dóttir Brynhildar er Sigríður
Sandra f. 23. ágúst 1993. Lang-
ömmubörnin eru ellefu.
Síðari maður Sigríðar var Þor-
grímur Guðlaugsson kaupmaður,
f. í Vík í Mýrdal, d. 1976.
Sigríður lauk námi frá Versl-
unarskóla Íslands. Síðar hóf hún
störf hjá Rannsóknarstofnun Há-
skólans á Keldum, lauk námi sem
sjúkraliði og lífeindafræðingur og
starfaði á stofnunum Landspít-
alans fram til 76 ára aldurs árið
1995. Hún bjó í Reykjavík lengst
af en átti sitt heimili í Hveragerði
síðustu sex árin.
Útför Sigríðar fór fram frá
Garðakirkju 2. apríl, í kyrrþey.
Elsku mamma og amma, nú ertu
farin frá okkur, það er erfitt að sætta
sig við það. Þú varst ekki bara
mamma og amma, heldur frábær vin-
ur, margt brölluðum við sem aldrei
gleymist. Þú varst okkur stoð og
stytta þegar eitthvað bjátaði á. Fyrir
allt þetta viljum við þakka þér inni-
lega, það er okkur ómetanlegt. Sökn-
um þín sárt, minninganar munu lifa.
Hinsta kveðja.
Heiðskírt er hófið mitt, heil í gegnum lífið
þitt.
Vertu Guð faðir vonin mín, verndaðu mína
lífsins sýn.
Haltu utan um heiminn minn, hann er bæði út
og inn.
Vertu Guð faðir valið mitt, viss um trú á væg-
ið þitt.
(Höf. ók.)
Brynhildur, Gunnar Rúnar,
Patrekur og Lilja.
Elsku amma, nú hefurðu sofnað
svefninum langa, komin á vit forfeðr-
anna, til afa og Þorgríms og Plumma
frænda og allra hinna.
Það er mikið tómarúm sem mynd-
ast nú þegar þú ert horfin á braut.
Það var fastur punktur í tilverunni að
heimsækja þig í Heiðarbrúnina nær
daglega og ef mér gafst ekki rúm til
þess hringdi ég í þig. Ég á ennþá
nokkuð erfitt með að sætta mig við að
þú sért farin. Það eru svo margar
minningar sem koma í huga minn,
minningar sem ég mun geyma um
ókomna tíð. Ég man þegar við keyrð-
um saman tvö vestur á Ísafjörð á jett-
unni. Það er ekki sjálfgefið fyrir konu
á áttræðisaldri. En þú komst áfram í
lífinu á jákvæðninni og þrjóskunni,
sem einkenndi þig. Eins og þú sagðir
svo oft við mig, ef maður ætlar sér
eitthvað, þá getur maður það. Önnur
minning er líka þegar við fjölskyldan
bjuggum í Vogum í minni bernskutíð
að ef við bræðurnir urðum veikir þá
sendirðu alltaf freska og kókópuffs
með rútunni. Jólaboðin þín voru ein-
stök og verður erfitt að toppa þau,
það var alltaf sérstakur sjarmi yfir
þeim. Steikti fiskurinn og buffið voru
einstök líka, svona mat fær maður
hvergi annars staðar. Þetta er aðeins
brotabrot af öllum minningunun sem
ég á um þig, elsku amma.
Þú varst einstök kona, hjartahlý,
mikill dýravinur og vinur vina þinna.
Þú gafst mér mikið, lagðir mér lífs-
reglurnar og kenndir mér muninn á
réttu og röngu. Þú munt ávallt eiga
stað í hjarta mínu. Stundina sem við
áttum seinast saman í Heiðarbrún-
inni mun ég alltaf eiga í hjarta mínu,
þegar við sátum og spiluðum rommý
og spjölluðum saman um vorið og
fuglana og margt fleira. Ég læt hér
fylgja uppáhaldssálminn okkar, elsku
amma.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Jósef Smári (Jobbi).
„Enginn veit hvar hann dansar
næstu nótt“ sagði pabbi í ræðu sem
hann hélt á fermingardaginn hennar
Sigfríðar á skírdag. Það hvarflaði
ekki að mér þá að næsta dag kæmi ég
til þín, elsku Sigga amma, til að
kveðja þig í hinsta sinn. Það var ekki
átakalaust fyrir mig að horfa á þig
dansa þinn síðasta dans þó að hann
hafi verið friðsæll og fallegur en ég
hefði hvergi annars staðar viljað vera
en hjá þér. Mér hefur alltaf fundist
þú vera spennandi kona, fórst þínar
leiðir, ákveðin, sjálfstæð og með
kímnina í lagi lifðir þú lífinu lifandi.
Þú varst ekki eins og aðrar ömmur
í stöðugum húsverkum þú varst
atorkukona, fluttir inn postulín frá
Kína, ferðaðist mikið um Ísland og
sigldir með stórum skemmtiferða-
skipum um heimsins höf og heimsótt-
ir framandi lönd. Heimili þitt bar
þess merki því þar voru spennandi og
öðruvísi hlutir sem gaman var að
skoða og snerta. Húsið þitt á Lauga-
veginum var ævintýraheimi líkast og
ég minnist skemmtilegu stundanna
með þér í eldhúsinu þínu þegar ég
stóð á stól að hræra í sósunni. Á
Brúnaveginum leið þér vel, það sást
langar leiðir, í garðinum lékstu við
býflugurnar og gekkst berfætt í
dögginni og þaðan á ég margar ómet-
anlegar stundir með þér.
Jólaboðin þín hafa í gegnum tíðina
verið þau skemmtilegustu sem ég hef
farið í, þar var alltaf mikið hlegið og
gantast. Ef þú bara vissir hvað ég hef
oft barist í blindbyl síðustu ár á
Hellisheiði til að komast í jólaboðin
þín í Hveragerði en það var alltaf
þess virði að leggja á sig þessar ferð-
ir. Ég á eftir að sakna þess að heyra
hlátur þinn því hann hefur alltaf yljað
mér um hjartarætur og hann ætla ég
að geyma í hjarta mínu með öllum
þeim góðu minningum sem ég á um
þig.
Sigríður Ragna Egilson.
Það var fyrir löngu að ég hitti Sig-
ríði vinkonu mína í fyrsta sinn. Næst-
um 42 ár, það er ótrúlegt hvað tíminn
líður hratt.
Ég var hjúkrunarnemi og hún var
sjúkraliðanemi. Okkur varð starsýnt
hvoru á annað. Hún var rauðklædd
sem sjúkraliðanemi og ég í bláu og
hvítu. Það var nærri 30 ára aldurs-
munur á okkur, en við urðum góðir
vinir frá fyrsta degi. Á þeim tíma var
ekki algengt að strákar væru í hjúkr-
unarnámi og að nærri fimmtugar
konur færu að mennta sig, það var
enn ósennilegra.
Þannig urðum við bæði svolítið sér-
stök á deildinni. Sigríður var fyrir
með meinatæknismenntun sem þá
var kölluð. Hún hafði áður starfað á
Keldum í einhver ár.
Ég var sendur til Ísafjarðar á
nematímanum, en þangað kom Sig-
ríður líka á sama tíma til starfa, þá út-
skrifuð sem sjúkraliði. Þetta var á
gamla spítalanum á Ísafirði. Þar
kynntumst við ennþá betur. Oft var
gaman og hlegið og er þetta í minn-
ingunni mjög góður tími. Þá var allt
einfaldara í sniðum en í dag og vinnan
með sjúklingana var okkur ánægju-
leg. Við tengdumst þarna miklum
vináttuböndum. Það var líka ferðast
smávegis um Vestfirði og sigldum við
t.d. um Ísafjarðardjúp með Djúp-
bátnum en þá var stundum farið í
skemmtiferðir heilan dag með ferða-
menn um helgar.
Þegar ég og kona mín gengum í
hjónaband hélt Sigríður okkur rausn-
arlega veislu á heimili sínu. Ekkert
var til sparað að gera okkur daginn
ánægjulegan.
Sigríður hafði á þessum tíma eign-
ast barnabörn sem kölluðu hana
Siggömmu. Þetta varð til þess að
elstu börn mín kölluðu hana líka
Siggömmu. Var hún upp frá því köll-
uð Siggamma heima hjá okkur.
Henni þótti þetta bara skemmtilegt
að fá þennan flotta titil. Árin liðu og
við höfðum alltaf gott samband, mis-
mikið þó eins og gengur og gerist.
Sigríður starfaði í mörg á Land-
spítalanum á rannsóknarstofum og
víðar. Alls staðar var hún vel látin af
samstarfsfólki sínu. Hún var dugleg
og hafði mikla útgeislun. Síðar var
hún í viðskiptum með manni sínum í
nokkur ár. Sigríður fór síðan að
starfa aftur á Landspítala eftir að
maður hennar lést. Vann hún á glasa-
frjóvgunardeild í nokkur ár. Fyrir
um það bil 10 árum flutti hún austur í
Hveragerði og keypti sér hús þar.
Undi hún hag sínum vel fyrir austan.
Hún var svo heppin að vera við góða
heilsu mestan hluta ævi sinnar. Börn
hennar þrjú reyndust henni afar vel
og hjálpuðu henni eins og þurfti, en
hún gat búið í húsinu sínu áfram með
góðri hjálp þeirra.
Það gerir mann ríkari að eignast
vini í lífinu eins og Sigríði okkar sem
alltaf var til staðar og hafði svo góða
nærveru. Hún hvatti unga fólkið
áfram og var alltaf gott að leita til
hennar. Ég vil fyrir hönd konu minn-
ar og fjölskyldu okkar þakka henni
langa og trausta vináttu. Við sendum
börnum hennar samúðarkveðjur á
þessari kveðju stund.
Ég veit að einhvers staðar í eilífð-
inni er á göngu brosandi kona með
hrokkið hár og kápuna fráhneppta.
Farðu í friði.
Jóhann Marinósson.
Amma mín ég kveð þig með söknuð
í huga, ást og kærleik. Ég mun aldrei
gleyma þér amma mín. Allar stund-
irnar sem við áttum saman, þegar við
prjónuðum saman sokka á mömmu,
Guffa eða Snorra frænda eða á þig.
En hvað ég elska þig heitt, því máttu
aldrei gleyma og ég veit að þú gerir
það ekki. En núna færðu að hvíla í
friði, hjá pabba og Gunnari afa. Og
allir þessir englar þarna uppi passa
þig. Þú munt alltaf sitja á rúminu hjá
mér og vernda mig og passa. Ég mun
passa Leydí og Perlu vel, amma mín.
Þakka þér fyrir allt sem við gerðum
saman.
Guðs barn deyr sælt, það deyr í Jesú örmum.
Frá dánarbeð það fer með englum heim.
Við bylgjur Jórdans bros er því á hvörmum
og borg Guðs sér það ljós í fögrum geim.
(Höf. ók.)
Amma ég elska þig.
Sandra litla.
Sigríður
Sigurðardóttir