Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 19
Fréttir á SMS um 30,6% frá því sem nú er. Kína verður líklega innan skamms stærsti neytendamarkaður heims í öllum flokkum framleiðslu og kann hin gífurlega bjórneysla ein og sér að leiða til verðhækkana um allan heim, þróun sem, svo dæmi sé tekið, er þegar farin að hafa neikvæð áhrif á rekstur breskra kráa. Staðbundin röskun á framboðinu hefur áhrif um allan heim. Hveiti- verð á heimsmörkuðum skaust upp um 25% á einum degi í febrúar þeg- ar stjórnin í Kasakstan skýrði frá því að útflutningurinn yrði takmark- aður af ótta við hungursneyð heima fyrir (Kasakstan er eitt mesta hveit- iræktarríki heims). Meginskýringin liggur fyrir: Hveitibirgðir heimsins hafa ekki verið minni í fimmtíu ár, eða sem nemur heimsneyslunni í fimm vikur, samkvæmt gögnum frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO. Gæti umbylt lífsskilyrðunum En það eru ljós í myrkrinu. Himinhátt matvælaverð gæti komið sér vel fyrir bændur í þróun- arlöndunum sem hafa lítið á milli handanna og fjölskyldur þeirra, rætist úr spám um að á næstu árum verði greitt fyrir verslun með land- búnaðarvörur með niðurfellingu nið- urgreiðslna og annarra samkeppn- israskandi þátta. Dæmi um þetta er að laun sumra landbúnaðarverkamanna í Bangla- desh hafa nær tvöfaldast á einu ári. Á hinn bóginn hefur óvenjulegt tíð- arfar víða um heim sett landbún- aðarframleiðslu úr skorðum og mat- arverðið hækkað hraðar en tekjur þorra almennings. Þá má ekki gleyma því að nýja millistéttin mun gera kröfu um sama lífsstíl og íbúar Vesturlanda. Til að anna þeim kröfum þarf að framleiða ísskápa og bíla, sauma föt og byggja milljarða fermetra af ný- tískuíbúðarhúsnæði, uppbygging sem kallar á gífurlegan mannafla. Kola-, járn- og stálnotkun Kín- verja og Indverja nemur nú yfir helmingi heimsneyslunnar og því hefur verið spáð að orkunotkun Ind- verja muni fimmfaldast á næstu 25 árum. Olíuþörf millistéttarinnar hef- ur ýtt undir hækkanir á heimsmark- aðsverði á olíu og má rekja þriðjung neysluaukningar á síðustu árum til kínverska Drekahagkerfisins eins og sér, sem er í þann mund að byggja upp bílaflota að vestrænni fyrirmynd. Orkuþörfin er sögulegt tækifæri fyrir endurnýjanlega orkuvinnslu og eins og Mahesh Sachdev, sendiherra Indlands, benti á í samtali við Morg- unblaðið fyrir skömmu hyggja Ind- verjar á uppsetningu gífurlegra inn- viða fyrir vind- og sólarorkuvinnslu þegar á næstu árum. Óþarfa svartsýni um losunina? Bandaríska orkumálaráðuneytið ráðgerir að sólarorkan verði innan nokkurra ára samkeppnishæf við aðra orkugjafa í bandaríska raf- orkunetinu og gæti vaxandi orku- þörf millistéttarinnar og áframhald- andi þrýstingur á hátt olíuverð orðið mikil lyftistöng fyrir hinar ýmsu leiðir til vinnslu endurnýjanlegrar orku, svo ekki sé talað um hvatann til að bæta orkunýtnina. Að viðbættum kenningum fræði- mannsins David B. Rutledge, pró- fessors við tæknistofnun Kaliforníu (Caltech), um að kolabirgðir heims- ins séu ofmetnar gæti sú staða vel komið upp að fyrirhuguð losun kol- díoxíðs sé einnig ofmetin og að breytingar á veðurfarinu, sam- kvæmt kenningunni um hlýnun jarðar, muni þegar fram í sækir verða minni en svartsýnustu spár gera ráð fyrir og áhrifin á matvæla- framleiðsluna verða minni en ella. Ýmis mótrök má þó tína til, meðal annars þá spá að ferðamönnum sem ferðast utan heimalands síns muni fjölga úr 846 milljónum í ár í 1.600 milljónir árið 2020. Slíkur fjöldi mun kalla á milljarða lítra af flugvéla- eldsneyti og eins og gjaldþrot nokk- urra lággjaldaflugvéla undanfarnar vikur sýna fram á gætu dagar ótrú- lega lágra flugfargjalda verið liðnir og nokkur hundruð króna flugmiðar heyrt sögunni til, eftir því sem eft- irspurn millistéttarinnar eykur svig- rúmið til að halda verðinu uppi. Helstu heimildir Eric D. Beinhocker, „At home with India’s middle class“, The McKinsey Quarterly, New York, 2007. Robert F. Worth, Nawara Mahfoud, „Rising Inflation Prompts Unease in Middle East“, New York Times, 25. febr- úar 2008. „Research and Markets: China’s Food and Drink Industry to Grow By 30.6% In Volume Terms to 2012“, M2 Presswire, Coventry, 29. febrúar, 2008. Vivienne Walt, „A Furious Hunger“, Time International, 17. mars 2008. Heimasíða FAO, www.fao.org. Moisés Naím, „Can the World Afford A Middle Class?“, Foreign Policy, mars/apríl 2008. Adam Morrow, Khaled Moussa al-Omr- ani, „Egypt: Rising Food Costs Provoke Fights Over Subsidized Bread“, Global In- formation Network, 27. mars 2008. Baldur Arnarson, „Kolafjallið minna en talið var?“, viðtal við David B. Rutledge, Morgunblaðið, 5. apríl 2008.  Meira á mbl.is/ítarefni MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 19 *Vextir á SPRON Vaxtabót samkvæmt gildandi vaxtatöflu SPRON 11. apríl 2008. Vaxtaaukinn leggst inn á reikninginn um næstu áramót. A R G U S / 0 8- 01 5 8 Allt að 16,90% vextir +16% vaxtaauki!* Þeir sem stofna SPRON Vaxtabót á Netinu fyrir 15. apríl nk. fá 16% vaxtaauka á áunna vexti til 1. júli nk.* Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu reikning á spron.is Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is HJÁ ATVINNULÍFINU KEMUR ÞÉR Á KORTIÐ Tölvunarfræði er afar fjölbreytt fagsvið sem býður upp á marga valkosti fyrir nám og störf, allt frá hagnýtum verkefnum til fræðilegra, frá umsjón tölvukerfa til smíði flókinna hugbúnaðarkerfa, frá forritun til stjórnunar. Tölvunarfræðinám er góður grunnur fyrir starfsferil á fjölmörgum sviðum. Tölvunarfræðinám við Háskólann í Reykjavík einkennist af fjölbreytileika og skapandi umhverfi þar sem nemendum gefst kostur á að vinna verkefni í nánum tengslum við fræðimenn og fyrirtæki. Við bjóðum nýja nemendur velkomna til náms og starfa við öflugustu tölvunarfræðideild landsins. • BSc í Tölvunarfræði (90 einingar) • BSc í Hugbúnaðarverkfræði (90 einingar) • BSc í Stærðfræði (90 einingar) • MSc í Tölvunarfræði • MSc í Hugbúnaðarverkfræði • MSc í Máltækni • PhD í Tölvunarfræði • Kerfisfræðigráða (60 eininga nám í fjarnámi og með vinnu) TÖLVUNARFRÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.