Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Góðir gestir hjá Bridsfélagi Kópavogs Við fengum góða gesti úr MK sl. fimmtudag, alls sjö pör og það var vel tekið á því í eins kvölds tvímenn- ingi. Röð gestanna varð þessi (hinir teljast ekki með!): Davíð - Heimir 114 Arnar Helgi - Birgir Þór 102 Andri Dagur - Benedikt 98 Eiður - Þorsteinn 96 Vilhjálmur - Hafliði 82 Ari - Bjarki 73 Gunnar - Kristófer 73 Við þökkum MK-ingum kærlega fyrir heimsóknina. Það er óneitan- lega ánægjulegra að horfa á ný and- lit en alltaf þessi sömu gömlu og al- veg klárt að þarna eru á ferðinni einhverjir sem eiga eftir að láta taka til sín við græna borðið í framtíðinni. Fjarnámskeiðið byrjað hjá Borgfirðingum Félagar í Bridsfélagi Borgar- fjarðar eru nú sestir á skólabekk og stunda fjarnám undir leiðsögn Guð- mundar Páls Arnarsonar hjá Brids- skólanum og Þorvaldar Pálmasonar hjá netskólanum. Námskeiðið tekur á varnarspilamennsku og óhætt að segja að nýr heimur sé að opnast fyrir mörgum félaganum. Vegna námskeiðsins var sjálf spilamennsk- an heldur stutt síðasta mánudag en þó var hægt að skemmta sér við Mitchell-tvímenning, 15 spil. Úrslit urðu þessi í N-S Lárus Pétursson – Sveinbjörn Eyjólfss. 71 Jón Einarsson – Unnsteinn Arason 66 Jóhann Oddsson – Eyjólfur Sigurjónsson 58 A-V Þórhallur Bjarnas. – Brynjólfur Guðmss. 76 Karvel Karvelss. – Ingimundur Jónsson 68 Jón Pétursson – Eyjólfur Örnólfsson 62 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, fimmtud. 10.4. Spilað var á átta borðum. Meðalskor 168 stig. Árangur N-S Einar Einarss. – Magnús Jónsson 197 Sigurður Pálss. – Guðni Sörensen 182 Ægir Ferdinandss. – Óli Gíslason 178 Árangur A-V Ragnar Björnss. – Jón Lárusson 210 Soffía Theodórsd. – Elín Guðmannsd. 198 Helgi Hallgrímss. – Jón Hallgrímss. 190 Bridsdeild Hreyfils Önnur umferðin af fjórum í vor- tvímenningnum var spiluð sl. mánu- dagskvöld en þrjú kvöld telja til verðlauna Úrslitin síðasta spilakvöld: Björn Stefánss. - Árni Kristjánss. 124 Rúnar Gunnarss. - Ísak Örn Sig. 123 Daníel Halldórss - Ágúst Benediktss. 122 Birgir Sigurðarson - Sigurður Ólafss. 118 Þriðja umferðin er á mánudags- kvöld kl. 19,30 í sal Sendibílastöðv- arinnar. Árshátíð bridskvenna Árleg árshátíð bridskvenna verð- ur haldin laugardaginn 10. maí nk. í Sunnusal Hótel Sögu. Allar konur sem spila brids velkomnar. Við hitt- umst kl. 11 og borðum saman há- degisverð. Síðan spilum við fram undir kvöldmat. Verð aðeins 4.000 krónur. Vinsamlega tilkynnið þátttöku ekki síðar en 4. maí. Skráning hjá Svölu (863-6098), Öldu (692-8112) og Gróu (551-0116). Við hjálpum til við að mynda pör. Bridsfélag Reykjavíkur Allt getur gerst þegar eitt kvöld er eftir í aðalsveitakeppni BR en Eykt og Grant Thornton standa best að vígi. Staða efstu sveita: 1. Eykt 118 2. Grant Thornton 118 3. Mót X 107 4. Prentmet 102 Nánar á bridge.is/br Ellefu borð í Gullsmára Úrslit 10.4. Spilað var á 11 borð- um. Meðalskor 168. N/S Karl Gunnarss. – Gunnar Sigurbjörnss. 192 Ragnhildur Gunnarsd. – Haukur Guðm. 183 Sigurður Björnsson – Ólafur Gunnarsson 182 Díana Kristjánsd. – Ari Þórðarson 178 A/V Ernst Backman – Stefán Ólafsson 202 Jón Stefánsson – Eysteinn Einarsson 193 Halldór Jónsson – Valdimar Hjartarson 183 Haukur Guðbjartss. – Jón Jóhannsson 175 Sveitakeppni á Suðurnesjum Mánudaginn 7. apríl hélt aðal- sveitarkeppni hjá Bridsfélaginu Muninn Sandgerði og Bridsfélagi Suðurnesja áfram en spilað er á 8 borðum. Spilaðir eru þrír 9 spila leikir á hverju kvöldi og er keppnin mjög jöfn. Hæsta skor 5 efstu para þetta kvöld voru: Kristján Kristjánss. og Gunnar Guðbjss. 67 Sigfús Ingvason og Kolbrún 60 Karl Einarss. og Birkir Jónsson 57 Garðar Garðarss. og Karl G. Karlss. 53 Staða 5 efstu eftir 4 kvöldið af 5 er sem hér segir: Garðar Garðarsson og Karl G. Karlsson/ Þorgeir Ver Halldórsson 235 Jóhannes Sigurðsson/Óli Þór Kartansson og Svavar Jenssen 201 Lilja Guðjónsd. og Guðjón Óskarss. 196 Karl Einarss. og Birkir Jónsson 194 Vignir Sigursvss. og Úlfar Kristinss. 193 Mánudaginn 14. apríl hefst 5 og síðasta spilakvöld í aðalsveitar- keppni félaganna. Og tvö efstu pörin í þessari keppni fara verða okkar fulltrúar á Kjördæmamótinu ásamt völdum pörum. Spilað er alla mánudaga í Félags- heimilinu að Mánagrund og hefst spilamennska á slaginu 19.15.  ÁRDÍS Elíasdóttir varði dokt- orsritgerð sína í stjarneðlisfræði frá Dark Cosmology Centre við Niels Bohr-stofnun Kaupmannahafnarhá- skóla 8. febrúar síðastliðinn. Ritgerðin nefn- ist „Exploring the Dark and Dusty Universe with Gravitatio- nal Lensing“ eða „Hinn huldi og rykugi alheimur kannaður með þyngdarlinsum“. Leiðbeinandi verkefnisins var Jens Hjorth, prófessor við Kaup- mannahafnarháskóla, og andmæl- endur voru Steen Hansen, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, Gilli- an Knapp, prófessor við Princeton- háskóla, og Andrew Taylor, prófess- or við Edinborgarháskóla. Í ritgerðinni eru þyngdarlinsur, þ.e. sveigja ljóssins vegna afmynd- unar rúmsins samkvæmt almennu afstæðiskenningunni, notaðar til að rannsaka stjörnuryk og hulduefni. Rannsóknirnar byggja á gögnum frá ýmsum stjörnusjónaukum, meðal annars Hubble-geimsjónaukanum, ásamt fræðilegum reikningum og tölvulíkönum. Niðurstöðurnar sýna að stjörnuryk í fjarlægum stjörnu- þokum getur verið mjög ólíkt því sem gerist í Vetrarbrautinni. Þessi niðurstaða getur haft áhrif á túlkun mælinga á þróun hulduorku í al- heiminum – en hulduorka er óþekkt orkuform sem nemur um það bil 70% af heildarorku alheimsins. Seinni hluti ritgerðarinnar fjallar um hulduefni í stjörnuþokuþyrp- ingum – en hulduefnið er óþekkt tegund efnis sem nemur um 25% af heildarorku alheimsins. Afgang- urinn, um 5%, samanstendur svo af venjulegu efni, sem allt sem við sjáum í kringum okkur er gert úr. Ritgerðin er aðgengileg á vefsíðunni www.dark-cosmology.dk/~ardis/ pub/thesis/thesis.pdf. Árdís Elíasdóttir lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík vorið 1998. Hún útskrifaðist með BSc í stærðfræði og eðlisfræði frá Háskóla Íslands árið 2001 og MSc í eðlisfræði frá California Institute of Technology 2003. Árdís hefur verið ráðin sem ný- doktor við Dark Cosmology Centre í Kaupmannahöfn fram á haustið en þá heldur hún til Princeton-háskóla þar sem hún tekur við stöðu sem Marie Curie-styrkþegi en þar mun hún halda áfram rannsóknum sín- um. Doktor í stjarneðlisfræði Elsku amma Stína. Við kveðjum þig með miklum söknuði, um leið og við þökkum fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Það fyrsta sem kemur upp í huga okkar, þegar við hugsum til þín, er að þú varst svo hjálpsöm, einlæg og fékkst okkur alltaf til að brosa og líða vel með þér. Þú vildir allt fyrir okkur gera, um- hyggjan var svo mikil. Það var svo gaman að koma til þín á Hvamms- tanga og gista hjá þér og kisu, og fara með þér í Kaupfélagið, því þú gafst þér tíma með okkur til að skoða dótið og fara með þér í bíltúr um bæinn. Það var yndislegur tími þegar þú komst með okkur til Spánar. Við lék- um okkur á ströndinni, fórum í tívolí, út að borða og margt fleira. Það var alltaf svo gaman að fá þig til okkar um jól og áramót og við munum sakna þess mikið að hafa þig hjá okkur á þessum tíma. Minning um yndislega ömmu sem við söknum mikið mun lifa í hjarta okkar alla ævi. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Hvíldu í friði, elsku amma okkar. Eydís Birna, Þórdís Lilja, Valdís Anja og Bjarndís Júlía. Við viljum minnast Kristínar Að- alsteinsdóttur vinnufélaga okkar með nokkrum orðum. Kristín var sam- viskusöm, dugleg og vinnusöm. Hún var ósérhlífin og mætti alltaf til vinnu þótt lasin væri. Kristín barðist hetju- lega við illvígan sjúkdóm sem sigraði hana að lokum. Hún var formaður starfsmannafélagsins og vildi ekki missa af neinu og undirbjó frábæra árshátíð fyrirtækisins í nóvember sl. samsíða baráttunni við veikindin. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgrímur Pétursson) Stórt skarð er höggvið í vinnuhóp- Kristín Björk Aðalsteinsdóttir ✝ Kristín BjörkAðalsteinsdóttir fæddist á Akureyri 27. júní 1950. Hún andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut 28. mars síð- astliðinn og var jarðsungin frá Graf- arvogskirkju 7. apr- íl. inn og við kveðjum Kristínu með söknuði og þakklæti fyrir sam- fylgdina. Við vottum fjöl- skyldu hennar okkar dýpstu samúð. Hvíldu í friði. Vinnufélagar í KVH. Síðasti strengurinn í lífshörpu ömmu Stínu er hljóðnaður. Hún lést á Landspítalanum föstudaginn 28. mars. Við vissum að hún var mjög veik og lífsharpa henn- ar var ekki eins hljómmikil síðustu mánuði. Elsku amma, það er erfitt að kveðja í hinsta sinn en minningarnar getur enginn tekið frá okkur, þú hef- ur gefið okkur meira en hægt er að gefa. Þegar við hugsum til þín þá varstu alltaf kát og glöð, þú varst alltaf tilbú- in að gera allt fyrir alla. Útilegur, ut- anlandsferðir, mannfagnaður af öllu tagi, þetta elskaðir þú. Utanlands- ferðin til Kanarí. Þegar við vorum eins og tveggja ára, þá bauðstu okkur og mömmu út um páskana. Reyndar munum við ekkert eftir því en mynd- irnar tala sínu máli, svaka stuð, og af- mælið hennar Telmu systur. Þú raukst til og keyptir stóra köku og allt tilheyrandi til að halda upp á eins árs afmælið og var öllum boðið sem voru á staðnum, já svo datt Alex- andra systir úr rólu og hruflaði sig, það var mikill grátur en þú reddaðir því fljótt með plástri og kossi á bágt- ið. Þú fluttir á Hvammstanga fyrir nokkrum árum og fórst að vinna í Kaupfélaginu, það var alltaf gaman að koma til þín og vera hjá þér. Við komum alltaf þegar við vorum að ferðast fyrir norðan, reyndar frekar stór hópur sem kíkti við hjá þér því allir voru velkomnir í kotið þitt, þú tíndir til allt sem þú áttir og borðið svignaði af kræsingum. Í tvö sumur vorum við hjá þér í nokkra daga og var það frábær tími sem við áttum saman. Þá var margt brallað og það má segja að þú hafir spillt okkur eins og þín var von og vísa. Þú elskaðir ferðalög og síðasta ferðin sem þú fórst var til Ítalíu með Rósu frænku og Guðjóni, en þú varst veik úti og áttir mjög erfitt en ekki kvartaðir þú heldur reyndir að njóta ferðarinnar. Þegar heim var komið var farið með þig beina leið á spít- alann. Kom þá í ljós að þú varst með illvígan sjúkdóm sem þú barðist við af hörku, en það var eitt sem þú áttir eftir að gera og var það að mæta í fermingarveisluna mína og Hrannars Más, sem þú gerðir með góðri hjálp lækna sem aðstoðuðu þig til að þú gætir mætt. Þó að þú hafir ekki getað farið um og spjallað við alla þá naustu þess að hitta fjölskyldu, vini og vandamenn, þar sem þú varst mikil félagsvera. En á endanum vann sjúk- dómurinn. Viljum við systurnar þakka fyrir að hafa fengið að njóta nærveru þinnar og ástar. Elsku amma, við finnum í hjarta okkar að þér líður vel. Við munum minnast þín um ókomna tíð með söknuð í hjarta. Þínar Alexandra Sif og Telma Rut. Nú þegar komið er að kveðjustund kemur ótal margt upp í hugann frá liðnum árum og áratugum. Það var í ágúst 1973 sem ég kynntist Stínu og Jóa þegar við fluttum á sama tíma inn í nýja blokk í Breiðholtinu. Þau með Hafþór 2 ára, Rósu 1 árs og ég kem Katrínu 5 mánaða. Tókst þá strax góður vinskapur með okkur, ári seinna átti hún svo Ágústu. Ekki er hægt að segja annað en hún hafi haft nóg að hugsa um og hlúa að með ung- ana sína. Tveim árum seinna flutti ég til Austurríkis, nýbúin að missa föður minn. Móðir mín dvaldi þá í íbúð minni og voru það Stína og Jói sem hugsuðu vel um hana í fjarveru minni. Árið 1982 fluttu þau upp í Mosó þar sem þau voru búin að reisa sér stórt og mikið hús og þar áttum við margar gleðistundir. Þegar Rósa var fermd þá sátum við og saumuðum, Stína pils á sig, ég fermingarfötin á Rósu og Haffi jakkaföt á sig. Þá var mikið spaugað og hlegið. Þegar við fjöl- skyldan fluttum síðan til Akureyrar voru þau dugleg að koma til okkar. Farið var í margar ógleymanlegar ferðir og standa upp úr útilegurnar í Vaglaskógi og ferðin með Snorra og Skara út í Fjörður var okkur öllum sem ævintýri. Svo skildi leiðir með þeim hjónum. Síðustu árin eftir að hún flutti til Hvammstanga með yngsta syni sínum Aðalsteini hefur orðið lengra á milli funda. Í grenndinni veit ég um vin sem ég á, í víðáttu stórborgarinnar. En dagarnir æða mér óðfluga frá og árin án vitundar minnar. „Ég hringi á morgun,“ ég hugsaði þá, „svo hug minn fái hann skilið.“ En morgundagurinn endaði á að ennþá jókst milli okkar bilið. Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk, að dáinn sé vinurinn kæri. Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk, að í grenndinni ennþá hann væri. Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd, gleymd ekki hvað sem á dynur, að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. (Höf. óþekktur.) Nú kveðjum við þig elsku Stína okkar og vitum að þú varst orðin þreytt, en nú er sál þín frjáls. Biðjum góðan Guð að styrkja börnin, tengda- börn og barnabörn, því nú sjá þau á eftir móður og ömmu sem var alltaf til staðar fyrir þau, sem og aldraða for- eldra sem sjá á eftir yndislegri dótt- ur. Eftir dimma nótt kemur bjartur dagur. Þín vinkona, Ólína Ingibjörg. Einn glæsilegasti maður landsins er fall- inn frá. Mynd hann rís í glöggu minni þar sem hann gengur fram öruggur í fasi, reistur en þó slakur, silfurhærður, með leiftrandi bros, augu sem heilla, og það fylgir honum blær af hafi, seltu og frelsi. Slíkur maður var Kjartan, að afar gott var að hitta ✝ Kjartan Thor-oddsen Ingi- mundarson fæddist á Sunnuhvoli á Barðaströnd 25. ágúst 1923. Hann andaðist 18. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seljakirkju í Reykja- vík 25. febrúar. hann, eiga með honum stund eða tala við hann í síma, lengi, því að hann var opinn fyrir hugmyndum og sjón- arhornum, og gagn- rýninn á það sem mið- ur fór í heimsmálum og landsmálum, en hafði jákvæð viðhorf til lífsins og sköpunar- innar. Hagleiksmaður var hann einstakur eins og tálguverk hans vitna um, þar standa fremst þrjú stykki, Kristur á krossinum, Júdas, og kött- ur sem teygir sig í hreiður á grein, þrístæða um dauðann og fórnina, áhrifamikil verk, reist af trúarlegum innblæstri og tærum skilningi á hlut- föllum, línum og öðrum fagurfræði- legum gildum sem liggja ekki ljóst fyrir öllum en bera uppi heildina. Það var eins og Kjartan væri á ósjálfráðan hátt vígður inn í laun- helgar listasögunnar og meðtæki kjarnann án þess að hika. Hann hafði ekki formlegt nám að baki í þeim efn- um, aðeins þessa traustu taug skiln- ings og ígrundunar sem gerir mönn- um eins og honum kleift að sigrast á hindrunum, marka sér stöðu og halda henni hvað sem á dynur. Nú er þessi yndismaður genginn fyrir hornið, en ekki horfinn, því per- sónuleiki hans lifir, verk hans lifa, samneyti hans við vini og fjölskyldu, kostir hans í ferskri nálægð, reynsla hans, umhyggja, ást og trúnaður, og hvatning til góðra verka, það er sú minning sem rís og tindrar í hjart- anu. Við sendum Hrefnu Sigurðardótt- ur, listakonu, ekkju Kjartans, inni- legar samúðarkveðjur með þakklæti fyrir vináttu þeirra beggja. Níels Hafstein og Magnhild- ur Sigurðardóttir, Safna- safninu, Svalbarðsströnd. Kjartan Thoroddsen Ingimundarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.